Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 Afmæli Karl T. Sæmundsson Karl Theódór Sæmundsson, húsa- smíðameistari og iðnskólakennari, Aflagranda 40, Reykjavík, er níræð- ur í dag. Starfsferill Karl fæddist á Akranesi og átti þar heima fyrstu tvö árin en flutti þá með foreldrum sínum til Hafnar- fjarðar þar sem hann ólst upp fram að fermingu. Karl stundaði nám í húsasmíði hjá Þorláki Ófeigssyni 1928-32, nám við Iðnskólann i Reykjavík 1929-32, lauk sveinsprófi þaðan 1932, stund- aði framhaldsnám við Hillerod Tekniske Dagskole í Danmörku 1934-35 og öðlaðist meistararéttindi 1936. Karl starfaði við byggingarfram- kvæmdir í Reykjavík og víðar til 1942 og starfaði síðan sem sjálfstæð- ur byggingameistari í Reykjavík fram yfir 1960, var eftirlitsmaður með byggingarframkvæmdum varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli 1952-56, var fyrsti kennarinn í verk- legri kennslu við Iðnskólann í Reykjavík, en þar kenndi hann á ár- unum 1960-80, og var um skeið far- arstjóri hjá Ferðafélagi íslands og hjá Útivist. Karl sat i prófnefnd til sveinsprófs í húsasmíði 1962-65. Hann fór boðs- ferð til Bandaríkjanna til að kynna sér þar bygg- ingaframkvæmdir 1955 og hefur farið margar ferðir til Norðurland- anna til að kynna sér kennslumál. Karl var einn af stofn- endum flugfélagsins Vængja hf. 1947, einn af stofnendum Hvals hf. 1947 og Sam- einaðra verktaka hf. 1951. Karl hefur málað í frístundum sínum um árabil en hann hefur haldið fjórar einkasýningar í Reykjavík og í Hveragerði, auk þess að taka þátt í samsýningum. Fjölskylda Karl kvæntist 25.12. 1938 Helgu Jónsdóttur, f. 26.6.1915, d. 19.5.1971, húsmóður. Hún var dóttir Jóns Benediktssonar, sjómanns og verka- manns í Reykjavík, og k.h., Marínar Gísladóttur frá Þykkvabæ. Börn Karls og Helgu eru Jón Ævar, f. 21.10. 1939, skólastjóri við Suður- hlíðaskóla, búsettur í Reykjavík, kvæntur Önnu Snorradóttur sjúkraþjálfara og eru syn- ir þeirra Örn, verkfræð- ingur hjá Landssíman- um, og Helgi, læknir í Reykjavík; Auður Edda, f. 17.12. 1948, fyrrv. starfs- maður Flugleiða í Kaup- mannahöfn, nú starfs- maður hjá Ingvari Helga- syni hf. í Reykjavík, var gift Sigur- geir Ólafssyni plöntusérfræðingi og er sonur þeirra Andri háskólanemi. Alsystkini Karls: Soffia Dóróthea, f. 19.9. 1906, d. 28.8. 1907; Ágúst, f. 30.8. 1908, d. 1997, forstjóri Nýju efnalaugarinnar i Reykjavík; Magn- ús Ásgeirsson, f. 2.4. 1912, d. 11.6. 1947, húsamálari og listmálari í Reykjavík; Eiríkur Frímann, f. 1.9. 1915, fyrrv. heildsali í Reykjavík; Solveig, f. 27.9. 1917, húsmóðir i Reykjavík; Kamilla, f. 18.10. 1918, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Karls voru Sæmundur Sæmundsson Guðmundsson, f. 3.8. 1873, d. 9.12. 1955, kennari og ljós- myndari á Akranesi, og k.h., Matt- hildur Helgadóttir, f. 15.9. 1886, d. 11.6. 1959, húsmóðir. Ætt Sæmundur var bróðir Guðmund- ar kennara, afa Guðmundar Jóns- sonar, fyrrv. hæstaréttardómara. Sæmundur var sonur Sæmundar, b. á Vatnsenda í Flóa og sjómanns á Stokkseyri, Guðmundssonar, b. á Stóra-Klofa á Landi og á Vatnsenda, Helgasonar. Móðir Sæmundar kennara var Guðrún Leonardsdóttir, b. í Egils- staðakoti í Flóa, Ólafssonar. Matthildur var dóttir Helga, skip- stjóra á Flateyri, Andréssonar, b. í Hvilft, Önundarfirði, Sakaríassonar. Móðir Matthildar var Helga, syst- ir Guðbjargar, ömmu Valdimars yf- irflugumferðarstjóra og Gests, skipulagsfræðings Ólafssona. Helga var dóttir Bjöms, b. í Hvilft, Sakar- íassonar, bróður Andrésar. Karl tekur á móti ættingjum og vinum að Aflagranda 40 í dag, milli kl. 17.30-20.00. Karl Theódór Sæmundsson. Andrjes Gunnarsson Andrjes Gunnarsson vélstjóri, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, er níu- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Andrjes fæddist að Hólmum í Austur-Landeyjum. Hann lauk barnaskólanámi í farskóla í Austur- Landeyjum 1919, var járnsmíðanemi i ýmsum vélsmiðjum, s.s. í Vest- mannaeyjum 1922-24, og í Héðni og Vélsmiðju Hafnarfjarðar, rúmt ár á hvorum stað, lauk iðnnámi 1926 og lauk vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1929. Að námi loknu var hann vélstjóri á ýmsum skipum til 1938, starfrækti Vélsmiðjuna Sindra á Patreksfirði 1939-45, stundaði ýmis störf víða um land 1945-52 og var verkstjóri í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufu- nesi frá stofnun hennar 1952 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1970. Andrjes gerði módel af skuttog- ara 1945 og mun þar hafa verið í fyrsta sinn að hugmynd að slíku veiðiskipi var kynnt. Hann er heið- ursfélagi í Félagi íslenskra hugvits- manna. Fjölskylda Andrjes kvæntist 7.12. 1940 Aðal- heiði Magnúsdóttur, f. 24.5. 1914, d. 24.2. 1994, verslunar- manni. Foreldrar hennar voru Magnús Jóhannsson, f. 20.1. 1876 í Litlu-Hlíð, d. 22.3. 1955, hreppstjóri og kaupmaðru á Patreksfirði, og k.h., Þóra Vigfúsdóttir, f. 19.11. 1870 á Auðkúlu í Svínavatnshreppi, d. 23.8. 1940, húsmóðir. Systkini Andrjesar eru nú öll látin. Þau voru Kol- beinn Gunnasrson, dó í frumbernsku; Sigurður Gunnarsson, drukknaði í Vestmannaeyjum 1917; Andrés, dó á fermingaraldri; Dýrflnna, kennari í Andrjes Gunnarsson. Vestmannaeyjum; Okta- vía, húsfreyja í Hallgeirs- ey í Austur-Landeyjum; Guðrún, húsfreyja í Hall- geirsey; Katrín, húsmóð- ir í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Foreldrar Andrjesar voru Gunnar Andrésson, bóndi í Hólmum í Aust- ur-Landeyjum, og Katrín Sigurðardóttir. Andrjes tekur á móti ætt- ingjum og vinum á Sól- vangsvegi 1, Hafnarfirði, laugardaginn 2.10. milli kl. 15.00 og 18.00. Kristjana G. Valdimarsdóttir Kristjana Guðrún Valdimarsdóttir húsmóð- ir, Hólabraut 7, Hafnar- firði, er sextug í dag. Starfsferill Kristjana fæddist á ísa- firði og ólst þar upp. Eft- ir að hún gifti sig var hún húsmóðir á ísafirði til 1971 er fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa búið síðan. Auk húsmóðurstarfa hefur Krist- jana stundað ýmis störf utan heim- ilisins. Fjölskylda Kristjana giftist 26.12. 1956 Herði Ingólfssyni, f. 30.6. 1932, vörubifreiðastjóra. Hann er sonur Ingólfs Lárus- sonar, f. 18.9. 1904, d. 3.2. 1989, sjómanns, og Guð- bjargar Kristínar Guðna- dóttur, f. 27.6.1910, d. 21.3. 1938, húsmóður. Böm Kristjönu og Harðar eru Guðbjörg Harðardótt- ir, f. 14.6. 1956, búsett í Hafnarfirði, gift Helga Sæmundssyni, f. 14.2. 1951, og eru böm þeirra Hörður Guðni, f. 14.8. 1974, Sæmundur Breiðfjörð, f. 25.3. 1978, og Eva Dögg, f. 12.8. 1980; Er- lingur Harðarson, f. 2.3.1959, búsett- ur á Akureyri, kvæntur Amfríði Amardóttur, f. 2.1.1960, og eru börn þeirra Valdimar Öm, f. 29.12. 1987, og Aldís Dagmar, f. 9.7. 1991; Linda Björk Harðardóttir, f. 30.10.1966, bú- sett í Bolungarvík, gift Finnbirni Birgissyni, f. 10.9. 1961, og eru börn þeirra Stefán Örn, f. 21.10. 1985, Birgir Steinn, f. 27.8. 1988, og Natan Elí, f. 18.4. 1997. Hálfsystkini Kristjönu, sam- mæðra, em Finnbogi, Auður og Vet- urliði Gunnar. Foreldrar Kristjönu eru Valdimar Breiðfjörð Finnbogason, f. 29.6.1920, d. 8.10. 1942, var á ensku flutninga- skipi í seinni heimsstyrjöldinni, og Rakel Sigríður Veturliðadóttir, f. 30.10. 1918, d. 10.5. 1984, húsmóðir. Ætt Valdimar var sonur Finnboga Rúts, línumanns hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Ólafssonar, b. í Múla í Gufudal, Kristjánssonar, b. í Fremri-Gufudal, Einarssonar. Móð- ir Ólafs var Anna Jónsdóttir, b. í Fremri-Gufudal Eiríkssonar. Móðir Finnboga var Guðrún Aradóttir, b. í Múla Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Hallfríður Þórðardóttir. Móðir Valdimars var Jóhanna Kristjánsdóttir, b. á Argilsstöðum Jónssonar. Móðir Jóhönnu var Eyrún Jónsdóttir. Rakel var dóttir Veturliða, að Lækjarmóti á ísafirði, Guðbjarts- sonar, sjómanns á Flateyri, Þor- geirssonar. Móðir Veturliða var Guðrún Eiríksdóttir, b. á Skarði, Ei- ríkssonar, og Sveinbjargar Þorkels- dóttur. Móðir Rakelar var Guðrún Hall- dórsdóttir, Halldórssonar, og Sigur- línu Gurðúnar Guðmundsdóttur. Kristjana verður heima en tekur ekki á móti gestum. Valdimarsdóttir. Til hamingju með afmælið 29. september 90 ára Bjarni Sigjónsson, Hofskoti, Hofi IV, Hornafirði. Magnús Gestsson, Laugaskóla, Dalabyggð. 85 ára Eva Jóhannesdóttir, Kleppsvegi 12, Reykjavík. 80 ára Jón Benediktsson, Garðsbrún 3, Höfn. 75 ára Ása Hjálmarsdóttir, Arnarhrauni 21, Hafnarfirði. Björn Júlíusson, Starengi 8, Selfossi. 70 ára Anna Marta Guðmundsdóttir, Hesteyri, Mjóafjarðarhreppi. Áslaug Jóna Ó. Jóhannsdóttir, Hlégerði 11, Kópavogi. Hjördís Ragnarsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Jóhannes Ragnarsson, Jörfa, Húnaþingi vestra. Sigríður Jóna Kristinsdóttir, Kirkjuvegi 59, Vestm.eyjum. 60 ára Jón Örn Gissurarson bifreiðastjóri, Krummahólum 6, Reykjavík. Kona hans er Brynhildur Guðmundsdóttir. Örn er að heiman í dag. Bragi Jóhannsson, Norðurbyggð 9A, Akureyri. Elísabet Þóra Þórólfsdóttir, Móaflöt 13, Garðabæ. Guðríður Gunnlaugsdóttir, Sæbergi 19, Breiðdalsvík. Jóhann Friðriksson, Hásteinsvegi 33, Vestmeyjum. Sigurður Sigurðsson, Garðabraut 45, Akranesi. Sólveig M. Gunnlaugsdóttir, Bláskógum 13, Reykjavík. Þorvarður Stefánsson, Brekkugerði, Fljótsdalshreppi. 50 ára Bergsveinn Halldórsson, Suðurengi 3, Selfossi. Hann tekur á móti gestum í sal eldri borgara, Grænumörk 5, Selfossi, kl 19-22 í kvöld. Erna Fjóla Baldvinsdóttir, Suðurhólum 16, Reykjavík. Hallgrimur Magnússon, Álfatúni 23, Kópavogi. Helgi Hallsson, Kálfborgará, Bárðdælahreppi. Kristín Jóhannsdóttir, Strandgötu 27, Fjarðarbyggð. Laugheiður Bjarnadóttir, Maríubakka 24, Reykjavik. Maria de Lurdes Jesus, Nýjabæ, Tálknafirði. Rúnar Ragnarsson, Skúlagötu 7, Borgarnesi. Valdís Harðardóttir, Hlíðartúni 5, Höfn. MUNUM! Barn má aldrei vera í framsæti bíls með öryggispúða, hvorki í barnabílstól né í sætinu. 3 % UMFERÐAR RÁÐ 40 ára Aðalsteinn Hauksson, Njálsgötu 34, Reykjavik. Ágúst Sigurjónsson, Laufasmára 12, Kópavogi. Fjölnir Þorsteinsson, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík. Grétar Þór Eyþórsson, Lerkilundi 15, Akureyri. Hannes Svanur Grétarsson, Sólheimum 32, Reykjavík. Lovísa Árnadóttir, Lækjarbergi 32, Hafnarflrði. Svanhvít Ástvaldsdóttir, Grettisgötu 55 C, Reykjavík. Þórarimi Sveinsson, Hamratanga 19, Mosfellsbæ. Ægir Svansson, Laufrima 18, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.