Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Side 28
28 nn Ummæli Hvað eiga laun að hækka? „Maður sem kemur oft fram í fjölmiðlum 0g sem margir segja að sé réttlátur, , auk þess sem rík- isstjórn hans er vinsælust frá1 , upphafi vega, hans laun hækk- uðu sem nam tvö- foldum mánaðarlaunum verka- fólks, 130 þúsund krónur eða minnst 30% hækkun.“ Sigurður T. Sigurðsson verkalýðsforingi, spurður um hve laun verkafólks eiga að hækka mikið, í Degi. Athugsemd við gagnrýni „Ekki finnst mér undarlegt að RÖP hafi tekið eftir ólíkum hljómi kóranna tveggja í þessu verki þar sem það er samið ein- göngu fyrir barnakórinn og blaadaði kórinn sat stilltur og prúður án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð og tók þar af leið- andi ekki þátt í flutningnum." Jón Stefánsson kórstjóri, í Morgunblaðinu. Samfylkingin á lágflugi „Því miður hefur Samfylk- ingunni ekki tekist að ná flugi eftir að hafa hlekkst á í kosningunum í vor. Líklegt er að forystuleysi og skortur á skýrri hugmyndafræði ráði þar mestu um en til allrar ólukku hafa menn til þessa einmitt forðast umræðu um þetta tvennt." Árni Þór Sigurðsson, vara- þingmaður Samfylkingarinn- ar, í Morgunblaðinu. Boðun fagnaðar- erindisins „Hvað er hann að gera þessi ungi sjávarútvegsráðherra? t Stendur hann bara með LÍU og boðar fagnaðarerindið um kvótakerfi íslendinga úti í löndum." Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrun- arfræðingur, í DV. Er enginn til að skylmast við „Stundum fæ ég það á tiifinn- inguna að Davið Oddssyni hund- leiðist að hafa eng- an til að skylmast við og fari í póli- tískar skylming-Jí ar við sjálfan sig af leiðindum ein- um saman.“ Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, í Degi. :i j ,.! : '• i / MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 Nor&urlandshérað eystra Norðurlandshéraö vestra Suðurlandshérað ÍPVl Staðsetning heilsugæslustöðva - og skipting landsins í læknishéruð - Vestfjarðahérað Reykjavíkurhérað Rey kjaneshérað j Austurlandshérað Þorbergur Aðalsteinsson handknattleiksþjálfari: Deildin verður sterkari í vetur en undanfarin ár í kvöld hefst keppnistímabilið í 1. deild karla í handboltanum og víst er að mikil spenna er i loftinu hjá þeim tólf liðum sem skipa deildina. Einn reynslumesti þálfari landsins er án efa Þorbergur Aðalsteinsson sem nú er að hefja sitt sextánda tímabil í röð sem meistaraflokksþjálfari. Þorberg- ur sem á árum áður var einn besti handknattleiksmaður landsins hefur meðal annars þjálfað landsliðið og sið- ast ÍBV i fjögur ár. Nú er hann aftur á móti tekinn við Víkingum en með því liði lék hann lengst af. í stuttu spjalli var hann fyrst spurð- ur hvernig honum litist á vetur- inn: „Vík- ingar eru að koma upp úr 2. deild og því er fyrst og fremst litið á það sem tak- mark að halda sér i deildinni. Fyrir mér er þetta nýtt og spennandi verkefni, lið- ið er nánast óskrifað blað og að mörgu að gæta svo allt fari vel, það eru óvissuþættir sem verður að takast á við þegar þar að kemur og þvi hver leikur mikilvægur." Maður dagsins Segja má að Þorbergur sé kominn heim eftir fiögurra ára dvöl í Eyjum: „Ég átti heima í Fossvoginum áður en ég flutti til Eyja og er aftur kom- inn í Fossvoginn og farinn að hafa afskipti af mínu gamla félagi, þannig að þetta er allt mjög spenn- andi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þetta er sextánda árið í röð sem ég þjálfa meistara- flokk í handbolta og væri ekki að þessu nema vegna þess að ég hef mjög gaman af því og vona að reynsla mín eigi eftir að reynast Vík- ingum vel.“ Þorbergur segir tölu- verðar breyt- ingar muni verða á Vík- ingsiiðinu frá því í fyrra: „Við erum búnir að styrkja liðið með leikmönnum á borö við Valgarð Thoroddsen, sem kemur frá ÍBV, Leó Örn Þorleifsson frá KA og Sigurbjörn Örvarsson frá Breiðablik þannig að Víkingsliðið verður sterkara en í fyrra og ekki veitir af því mér sýnist deildin ætli að vera mun sterkari í vetur heldur en síðustu ár. Ef það er eitthvað lið sem ætti að skera sig úr þá er það Afturelding, þeir eru með mjög sterkt lið, en að öðru leyti tel ég deildina vera jafna og baráttan um sætin verður rnikil." Víkingur var stórveldi í handbolt- anum, þegar Þorbergur lék með því, er það metnaður hjá honum að koma félaginu á þann stall aftur? „Það væri auðvitað mjög skemmtilegt og verð- ugt verkefni en fyrir þetta tímabil er fyrsta skrefið að halda sér í deildinni og ef það tekst þá er öruggt að mark- miðið verður sett hátt, það er mikill hugur í Víkingum í dag en fara þó varlega af stað.“ í Vestmannaeyjum var Þorbergur í ágætri vinnu hjá Vinnslustöðinni meðfram handknattleiksþjálfuninni og er í svipuðu starfi í Reykjavik í dag: „Aðalstarf mitt í Eyjum var við fiskútílutning og það er mitt aðal- starf i dag, hef aðeins skipt um vinnustað er núna i starfl hjá Fisco hf.“ Vinnan og handboltinn tekur nán- ast allan tíma frá Þorbergi og lítill tími til að sinna áhugamálum þegar handboltinn er á fullu: „Ég er flest kvöld við að þjálfa liðið eða stjórna því í leik og maður reynir eftir fremsta megni að stunda fjölskyld- una þegar tími gefst til.“ Eiginkona Þorbergs er Erna Valbergsdóttir og eiga þau tvö börn. -HK Víkingur og KA eigast við í Víkinni í kvöld. Handboltinn í kvöld Handboltinn er þessa dagana að byrja að rúlla af fullum krafti. Þeg- ar er hafin keppni í 1. deild kvenna þar sem ein umferð er búin og í kvöld verður leikin 1. umferðin í 1. deild karla. Byrjað er í deildinni af miklum krafti því 2. umferðin hefst síðan á fóstudagskvöld. Sex leikir eru á dagskrá í kvöld og eiga íslandsmeistarar Aftureld- ingar heimaleik gegn FH og má segja að þetta sé stórleikur fyrstu umferðarinnar en þessi lið léku til úrslita um íslands- meistaratitihnn á síðasta keppnis- timabili. í Austurbergi leikur ÍR gegn Stjörnunni, í Strandgötunni, Hafnarfirði, leika Haukar-Fram, í Valsheimilinu Valur-HK, í Vest- mannaeyjum leika ÍBV -Fylkir og í Víkinni taka nýliðar Víkings á móti KA. Allir leikir kvöldsins heQast kl. 20. Á föstudagskvöld eru tveir leikir í 1. deild karla, í Ásgarði, Garðabæ, leika Stjarnan-Haukar og í KA- heimilinu á Akureyri leika KA-FH. í 1. deild kvenna eru einnig tveir leikir, Valur-Haukar leika í Vals- heimilinu og ÍBV-UMFA leika í Vestmannaeyjum. Iþróttir Bridge Þetta spil kom fyrir í annarri um- ferð Hornaíjarðarmótsins í tvímenn- ingi og sami samningur, 3 grönd, var spilaður á öllum borðunum 11 í mót- inu (22 pör). Á átta borðum var samningurinn ódoblaður og á sex þeirra fengu sagnhafar 11 slagi. Á tveimur borðanna varð sagnhafi að sætta sig við að fá aðeins 9 slagi. Botninn í NS fengu þau tvö pör sem leyfðu sér þann munað að dobla þrjú grönd. í þessu spili var suður gjafari og allir á hættu. Eftir pass suðurs opnaði vestur á einum spaða. Sagnir þróuðust síðan upp í þrjú grönd og norður ákvað á tveimur borðum að dobla þrjú grönd austurs til að tryggja sér útspil í spaðalitnum (fyrsta sagða lit vesturs); * ÁKG107 * 2 * D84 * D963 * 98432 V ÁD3 4 Á10 * KG10 * D * G9876 * 963 * 8542 Kaffi Thomsen: Finnsk stemning Tilrauneldhúsið verður til staðar á Kaffi Thomsen í kvöld og kynnir Tilrauna- eldhúsið Iskelma Juureva - finnska stemningu. Þau sem fram koma eru: Helvík, en sú sveit er skipuð Risto Tulirauta á gítar og Samuli Kosminen á slagverk, Takatukka sem þeir skipa Birgir Bragason á kontraþassa, Böddi Brútal - rödd, Kristin Björk á sampler og ÓBÓ á trommur. Auk þessa spilar DJ Heiða finnska slagara og boðið verður upp á chillipoppkorn að narta í. Aðgangseyrir er 500 kr. Café Romance Píanótónlist er í háveg- um höfð á Café Romance enda barinn uppbyggður sem píanóbar. Margir góðir píanóleikarar og söngvarar hafa látið ljós sitt skína á bárnum og þessa dagana spil- ar þar þreskur pí- anóleikari Joseph O’Brian og hefur hann fengið góðar viðtökur hjá gestum á Café Romance. Skemmtanir Suður hlýddi kalli norðurs og spilaði út spaðadrottningunni. Norður sá í hendi sér að ef hann yf- irdræpi drottninguna, myndu að- eins fást 4 slagir á spaða. Ekkert var því til fyrirstöðu að suður ætti drottn- inguna aðra í litn- um og því var nauðsynlegt að gefa suðri fyrsta slaginn. En suður átti ekki fleiri spaða og því ómögulegt fyrir vörnina að hnekkja þessum samningi. Suður reyndi í örvæntingu sinni að spila lágu hjarta í þeirri von að norður ætti kónginn en það gerði sagnhafa auð- veldar um vik. Báðir sagnhafanna fengu 12 slagi í þessum doblaða samningi og skrifuðu 1350 í sinn dálk. Annað þeirra para var Erlend- ur Jónsson-Sigurjón Tryggvason sem stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.