Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Side 19
JL*"V‘ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 Brúarfoss á Netinu Tekið hefur verið í notkun nýtt og fullkomið staðarnet í Brúar- fossi og er það sambærilegt við það sem tíðkast á skrifstofum Eimskips. Netkerfi Eimskips nær nú til 22 skrifstofa í 11 lönd- um sem allar eru tengdar sam- an á einu víðneti. Eimskip stefn- ir að því að skip félagsins verði hluti af þessu víðtæka upplýs- ingakerfi og er netvæðing Brú- arfoss fyrsti áfanginn. Skip Eimskips hafa um árabil haft PC-tölvur um borð sem hafa verið notaðar til að reikna út hleðslu skipanna, olíueyðslu og fleira. Einnig hefur verið settur upp búnaður til að stýra viðhaldi á vél og tækjum um borð. Með uppsetningu staðar- nets er hægt að nýta betur þessi kerfi og bæta við öðrum til að auka hagkvæmni í rekstri skipanna. Mikil aukn- ing á sölu vsk-bíla Mikil aukning hefur orðið á sölu vsk-bifreiða á markaðinum í ár. Guðrún Birna Jörgensen, markaðsfulltrúi Heklu, segir að tölur sýni að frá jan.-ágúst 1999 hafi 898 vsk-bifreiðar verið seldar en 608 á sama tíma í fyrra og er þetta 32,3% aukn- ing. Volkswagen er þar fremst- ur í flokki með 19,7% markaðs- hlutdeild en var með 26,8% á sama tíma í fyrra. Þessi breyt- ing stafar m.a. af því að frá og með 1. janúar 1999 eru allir „pallbílar" skráðir sem vsk-bif- reiðar. Ef markaðurinn er skoð- aður án pallbíla sést að Volkswagen er jafnframt með mestu markaðshlutdeildina, 24,4%, en Renault kemur næst- ur með 16,4%. Toyota er hins vegar í þriðja sæti með 12,4% og hefur sætaskipti við Renault á milli ára. Volkswagen hefur mörg undanfarin ár verið með mestu markaðshlutdeildina í þessum flokki. t 33 Heimurinn minnkar Nánari upplýsingar í síma 5050 401 FLUGLEIÐIR F R A K T Þú getur fengið það sem þig vantar, þegar þig vantar það og á þeim tíma sem þú vilt fa það. Bið kostar peninga. Ekki bíða. Við bjóðum þér fljótlegri, öruggari og þægilegri flutningsmáta en þú átt að venjast. * míZSL. A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.