Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 Sport Skoski kylfingurinn, Colin Montgomerie, lék ekki með skoska liðinu gegn liði Paragvæ í Dunhill Cup í golfi í gær. Montgomerie var þjáður af tann- pínu og treysti sér engan veginn til að leika. Hann var eyðilagður maður yfir því að geta ekki leik- ið fyrir Skotland á St. Andrews, heimavelli skoska liðsins. Stöðu Montgomeries í skoska liðinu tók Sam Torrance og stóð hann sig vel og vann sinn leik. Knattspyrnumönnum gengur misvel að fóta sig hjá nýjum lið- um. Georgi Kinkladze frá Ge- orgíu, er sem stendur á samn- ingi hjá hollenska félaginu Ajax og hefur engan veginn náð sér á strik. Margir muna eftir þessum snjalla leikmanni þegar hann var á mála hjá Manchester City. Kinkladze segist sjálfur ekk- ert hafa á móti því að leika aftur i enska boltanum. „Það er skömminni skárra að leika í Englandi en að sitja á vara- mannabekknum hjá Arsenal. Ég hef heyrt af áhuga nokkurra liða og veit að forráðamenn Sheff- ield United verða á leik Georgíu og Albaníu á laugardag til að fylgjast með mér,“ sagði kappinn í gær. Búlgarski knattspyrnumaður- inn Hristo Stoichkov hefur ákveðið að leggja skóna á hill- una. Hann var á dögunum ráð- inn aðstoðarmaður landsliðs- þjálfara Búlgaríu. „Þetta var auðvitað erfið og sársaukafull ákvörðun en ég reikna alls ekki með að leika knattspymu fram- ar,“ sagði Stoichkov í gær. Hann lék 83 landsleiki fyrir Búlgaríu á 17 árum og skoraði í leikjunum 37 mörk. Lœknaliö á vegum spænska knattspyrnusambandsins gerði „innrás“ á æfmgar 15 liða af 20 sl. miðvikudag og tók um 60 leik- menn í óvænt lyfjapróf. Þetta var í fyrsta skipti sem samband- ið lætur til skarar skríða á æf- ingum liða en hingað til hafa lyfjaprófm verið tekin eftir leiki í A-deildinni. Fjórir leikmenn úr hverju liði voru dregnir út og þeir tekn- ir í próf. Það kom Miquel Soler, vamarmanni Mallorca, ekkert á óvart að vera dreginn út. „Ég lendi alltaf í einhverju svona. Ef mennimir hefðu verið að draga um vinning í happadrætti hefði ég aldrei komið til greina," sagði Soler. Niðurstöður úr lyfjapróf- unum 60 verða kunnar eftir um 10 daga. Spœnska knattspymuliðið Real Madrid hefur framlengt samning sinn við 22 ára gamlan miðvallarleikmann sem heitir Alvaro Villar. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Villar hefur verið meidd- ur í þrjá ár og ekkert geta leikið eða æft allan þann tíma. Villar þessi hefur gengist undir þrjár skurðaðgerðir en samningur hans átti að renna út næsta vor. „Við teljum að Villar sé á góðri leið og erum bjartsýn- ir á að hann muni fljótlega ná sér,“ sagöi talsmaður Real Ma- drid í gær. Og Villar brást þannig viö: „Ef ég mun einhvem tímann leika aftur mun ég fóma mér algerlega fyrir þetta félag." John McEnroe, einn þekkt- asti tennisleikari heims á árum áður, hefur nú opnað málverka- sýningu í New York. Þessi skap- mikli tenniskappi þykir ekki efnilegur málari og margir hafa lýst þeirri skoðun sinni að hann eigi eingöngu að snúa sér að ': íþróttinni I framtíðinni. -SK JDV Draumaliðsmeistarinn til Parísar í morgun Eyþór Ragnarsson, þrítugur Kópavogsbúi, sigraði í draumaliðsleik DV 1999, eins og áður hefur komið fram. Eyþór fékk að launum ferð fyrir tvo með Sam- vinnuferðum/Landsýn á ieik Frakklands og íslands í París á morgun, og hélt af landi brott ásamt stórum hópi íslenskra knattspyrnuáhugamanna í morgun. Eyþór fékk farseðlana afhenta í gær og tekur hér við þeim ásamt fallegum blómvendi úr hendi Auðar Guðmundsdóttur, markaðsstjóra DV. Til vinstri er Sig- urður Sveinsson, yfirmaður íþróttadeildar DV. DV-mynd E.ÓI. Ferguson í vanda - markvarslan veiki hlekkurinn hjá Manchester United Vandræði forráðamanna Manchester United við að manna stöðu markvarðar liðsins halda áfram og sér ekki fyrir endann á ósköpunum. Til fjölda ára tefldi United fram afar sterkum markvörðum. Mark- verðir liðsins voru jafnan með sterkustu leikmönnum þess. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir að Daninn Peter Schmeichel hvarf á braut hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina. Nú er svo komið að United er það lið sem fengið hefur flest mörk á sig af þeim liðum sem eru í efri hluta ensku úr- valsdeildarinnar. Bosnich stóð ekki undir væntingum Mark Bosnich, sem keyptur var frá Aston Villa, átti öllu að bjarga en hann stóö ekki undir vænting- um. Hann meiddist síðan í ágúst og hefur ekkert leikið síðan þrátt fyrir að hafa náö fyrri heilsu fyrir nokkru. Raymond Van der Gouw tók stöðu Bosnich og Alex Ferguson gerði dauðaleit í Evrópu að nothæf- um markverði. Niðurstaðan var ítalinn, Massimo Taibi, og fyrir hann greiddi United tæpan hálfan milljarð króna. Taibi hefur gert afdrifarík mistök í markinu og er greinilega ekki peninganna virði. Taibi fær tækifærið áfram Enskir fjölmiðlar eru á því að Ferguson gefi Italanum tækifæri til að spreyta sig i næstu leikjum. Hann var hins vegar keyptur of seint til félagsins til að vera lögleg- ur í Evrópukeppninni, guði sé lof segja margir. Van der Gouw, sterkasti mark- vörðurinn sem Ferguson á í dag, fær því aðeins að leika Evrópuleik- ina á næstunni en á sama tíma treystir Ferguson honum ekki til að standa á milli stanganna í enska boltanum. Vandræðaástand ríkir á Old Trafford varðandi markvarðar- stöðuna og verður fróðlegt að sjá hvort Ferguson tekst að leysa mál- ið. -SK Bobsleða- og lyft- ingamenn verstir íþróttamenn sem keppa á svokölluðum bobsleðum, kraftlyftingamenn og hafnarboltamenn gerðu mest af því að neyta ólöglegra lyfja ef marka skýrslu Alþjóða Ólympíuneíhdarinnar um lyfjamál frá 1997 en efni skýrslunnar var gert opinbert í gær. Alls gengust 69.404 íþróttamenn undir lyfjapróf árið 1997. 1.090 þeirra féllu á prófinu (1,57%). Bobsleðamenn komu verst út en 3,27% þeirra voru staðnir að lyfjasvindli, 3,16% kraftlyftingamanna og 2,85% hafnarboltamanna. Fæstir þeirra sem féllu lögðu stund á knattspymu en 0,61% 1000 knattspymumanna féllu á prófinu það árið. -SK Vill leika gegn körlum Bandaríska tenniskonan, Serena Williams, fær ekki að leika á karlamóti í Þýskalandi eins og hún fór fram á við tennisyfirvöld. Serena Williams er sem stendur í fjórða sæti á heimslista kvenna yfir bestu tenniskonumar og ætti kannski að komast í toppsætið þar áður en hún er að skora karlmenn á hólm. Serena hefur sagt að kvennatennis sé leiðinlegur og hún geti unnið karlmenn hvenær sem er. _§K Serena Williams vill leika gegn karlmönn- um. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.