Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Qupperneq 24
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
Sviðsljós
Pamela giftir sig
á Evuklæðum
Stórsnillingamir Pamela And-
erson silíkonkrútt og Tommy
Lee tugthúspoppari ætla aö
heilsa nýrri öld og nýju árþús-
undi með stæl. Þau áforma að
ganga í hjónaband á gamlárs-
kvöld, ekki í kjól og hvítu, held-
ur kviknakin.
Gestirnir verða einnig hvattir
til að fækka klæðum í tilefni
dagsins.
Breski tískuhönnuðurinn Alexander McQueen vekur alltaf jafnmikla athygli þegar hann kynnir nýjungar sínar á vori og hausti. Engin undantekning varð á
því í París í vikunni þar sem hann sýndi nýjasta nýtt sem hann hefur hannað fyrir tískuhúsið Givenchy. Nú er kvennanna bara að velja og hafna.
Winona fílaði að
leika allsnakin
Winona Ryder fækkar fötum
tvisvar sinnum í nýjustu mynd
sinni, Girl, Interrupted, og (guð
minn almáttugur) hún filaði það
alveg í botn.
„Ég lék í atriði þar sem ég er
uppi í rúmi með náunga, og ég
var nakin. Mér fannst það æðis-
legt,“ segir Winona í viðtali við
kvennablaðið Vogue.
Þá bregður hún sér í bað.
Öðruvísi tíðindi vestan úr Hollywood:
Brosnan kvæn-
ist kærustunni
Ofurnjósnarinn James Bond
hefur aldrei viljað festa ráð sitt
en öðru máli gegnir um þá sem
leika hann á hvíta tjaldinu.
Nýjasti Bondinn, sá írski sjarm-
ör Pierce Brosnan, og kærasta
hans til nokkurra ára, Keely
Shaye Smith, hafa ákveðið að
ganga i hjónaband í allra nán-
ustu framtíð. Pierce og Keely
búa í Kaliforníu meö tveggja ára
syni sínum og unglingssyni hans
frá fyrra hjónabandi.
Ulrika komin
með Þjóðverja
Sænska sjónvarpsstjarnan Ul-
rika Jonsson, sem varð fyrir
barðinu á skapofsanum í knatt-
spyrnukappanum Stan Colly-
more sællar minningar, er nú
komin með nýjan kærasta. Sá
heitir Marcus Kempen og ku
vera þýskur glaumgosi.
Ulrika hefur boðið Marcusi
að deila með sér heimili sinu í
Berkskíri á Englandi. Aö sögn
breska blaðsins Sunday Mirror
mun glaumgosinn flytja inn síð-
ar í mánuðinum.
Marcusi er nú ekki alls varn-
að því hann hefur ákveðið að
gefa draumastarf sitt í Indónesíu
upp á bátinn til að vera með
henni Ulriku sinni.
Veitinga- og skemtistaðurinn Klaustrið
Klapparstíg 26 • Sími 552 6022
Gaman í háskólanum í Cambridge:
Madonna í kennarastólinn
Námsmenn í hinum virta
Cambridge-háskóla á Bretlandi detta
margir hverjir í lukkupottinn eftir
áramót. Þá er von á hinni margfrægu
söng- og leikkonu Madonnu í skólann
þar sem hún ætlar að halda fyrirlest-
ur um ímyndir og veruleika, eins og
það heitir víst.
„Madonna er mjög greind kona og
vel hæf til að deila reynslu sinni
með nemendunum," segir Andrew
Murison, forseti viðskiptadeildar
háskólans.
Murison segir það alsiða í skólan-
um að bjóða sérstaklega áhuga-
verðu fólki til að halda fyrirlestra.
Fyrirlestur Madonnu verður ein-
göngu fyrir nemendur í skólanum.
Venjulegir aðdáendur hennar verða
því að láta sér nægja að fylgjast með
þegar hún rennir í hlaðið, nema
þeim takist að innrita sig áður.
Það var sagnfræðikennarinn
John Adamson sem fékk þá snilld-
arhugmynd að bjóða Madonnu til
fyrirlestrahaldsins. Endanleg dag-
setning er ekki ákveðin.
■
w
Sharon helg-
ar líf sitt guði
Leikkonan og
kynbomban Sharon
Stone er sátt við
guð og menn. Að
minnsta kosti guð.
„Ég hef algjör-
lega gefið mig á
vald honum,“ segir
leikkonan. „Og ég
veit að það er þess
vegna sem ég er
full innri friðar.
Þegar allt kemur til
alls er guð ást,
hvað svo sem hann
er hverjum og ein-
um.“
Sharon, sem er
búddatrúar, hefur
lengi verið trú- sharon Stone og eiginmaður hennar, Phil Bronstein. Sharon leitaði hugg-
hneigð en hefur unar og styrks hjá guði í alvarlegum veikindum Phils í sumar.
ekki farið hátt með
það í Hollywood. Hún viðurkennir
að hafa ekki almennilega vaknað
fyrr en maðurinn hennar, ritstjór-
inn Phil Bronstein, var næstum dá-
inn á sjúkrahúsi í San Francisco.
Hann fékk hjartaáfall.
„Eg hef aldrei
beðið jafn ákaft
og þegar Phil lá á
sjúkrahúsinu. Ég
komst að raun
um að ég gat ekki
hugsað mér fram-
tíðina án hans,“
segir Sharon í
viðtali við breska
blaðið Sunday
Mirror.
Phil og Sharon
sluppu með
skrekkinn og hef-
ur hann nú náð
sér að fúllu eftir
veikindin.
„Ég er kannski
mjög trúuð í
margra augum.
Ég trúi á guð en
ég iðka búddisma," segir Sharon
Stone sem um þessar mundir leikur
í myndinni The Muse.
■