Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir :dv R-listinn gerir brotthlaupinn borgarfulltrúa óvirkan: Hrannar til höf- uðs Árna Þór - Hrannar tekur sæti sitt en Árni Þór dettur út en fær að sitja í nefndum, í bili Hrannar B. Arnarsson, borgar- fulltrúi R-listans, mun snúa til baka í borgarstjórn Reykjavíkur á næstu vikum. DV hefur fengið staðfest að ákvörðun liggur þegar fyrir innan R-listans um að Hrannar taki sæti sitt á ný aö óbreyttu. Hann vék sæti vegna rannsóknar sem fram fór á fjárreiðum hans og meintum skattsvikum. Nú þykir ljóst að hann verði ekki lögsóttur og þess er að- eins beðið að yfirskattanefnd sendi honum erindi um að málinu sé lok- ið. Nefndin á lögum samkvæmt að skila málinu af sér í þessum mán- uði. Þar með sé ekkert að vanbún- aði að hann taki það sæti sem hann var kjörinn til. Endurkoma hans nú þykir afar hentug nú í ljósi uppá- komunnar í kringum Árna Þór Sig- urðsson sem hefur sagt sig úr Sam- fylkingunni og Alþýðubandalaginu og það liggur í loftinu að hann gangi til liðs við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð. Fléttan nú er, samkvæmt heim- ildum DV, að Árni Þór verði sleginn af með því að Hrannar komi inn. í nóvember nk. snýr Steinunn Valdís Óskarsdóttir til baka í borgarstjóm eftir fæðingarorlof. Með endurkomu þeirra er ekki lengur pláss fyrir Áma Þór í borgarstjórn og honum verður hent fyrir borð. Sjálfur hefur Ámi Þór haldið því fram að hann eigi að fá sæti Guðrúnar Ágústsdótt- ur sem sagði af sér sem borgarfull- Ingibjörg Sólrún Anna Geirsdóttir: Gísladóttir. tekur fast sæti. trúi til að flytja tO Kanada. Þessu er alfarið vísað á bug af fyrrum félög- um hans innan R-listans sem vísa til úrskurðar félagsmálaráðuneytis sem kveðið hafl skýrt á um það í máli Péturs Jónssonar varaborgar- fulltrúa að varaborgarfulltrúar tækju sæti eftir röð á listanum en ekki eftir flokkslínum. Því mun Anna Geirsdóttir heOsugæslulækn- ir taka fast sæti í borgarstjórn en Ámi Þór verður utan garðs. Ámi Þór hefur sterka stöðu innan R-listans vegna stöðu sinnar sem for- maður hafnarstjómar og skipulags- nefhdar. Hann gæti því í skjóli þeirr- ar stöðu sinnar haldið meirihlutan- um í gíslingu. Samkvæmt heimOdum DV mun hann fá að sitja í þessum nefndum í bili. Þannig vOja félagar hans láta á það reyna „hvort hann hagi sér eins og maður“, eins og heimOdarmaður DV orðaði það. Beiti hann sér gegn R-listanum í einhverj- um málum er hugmyndin sú að strax Hrannar B. Arnars- Árni Þór Sigurðs- son: snýr aftur. son: sleginn af. verði gripið tO viðeigandi ráðstafana og hann sleginn af þar líka. TO þess þarf aðeins einfalda ákvörðun borg- arstjómar. Það er því aðeins um- burðarlyndi hinna gömlu félaga sem ræður þeirri ákvörðun að hafa hann á skOorði sem nefndarformann. Um leið og hann brýtur skOorðið verður hann gerður útlægur. Annar vandi er R-listanum einnig á höndum því Ámi Þór var aðstoðarmaður Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur þar tO Kristín Ámadóttir sneri aftur úr árs- leyfi á dögunum. Þar hefur hann átt aðgang að öOum málum borgarstjór- ans og gæti orðið skeinuhættur ef aOt fer í bál og brand. Ingibjörg Sól- rún sagði í samtali við DV að hún hefði ekki fengið staðfestingu þess að Hrannar væri á leið inn í borgar- stjóm. Færi hins vegar svo að hann kæmi inn þá tæki Ámi Þór sæti sem varaborgarfuUtrúi. „Þetta fer eftir röð fólks á listan- um. Ef Hrannar kemur inn ásamt Steinunni Valdísi þá víkja Kristín Blöndal og Ámi Þór. Þetta var aOtaf í spilunum og það vissi Ámi,“ segir Ingi- björg Sólrún. Hún segist ekki hafa neinar at- hugasemdir við að Ámi Þór stýri mikUvægum nefndum eftir að hafa hlaupið undan merkjum Sam- fylkingar. „Ef menn starfa á okkar málefha- grandveUi sé ég ekkert athugavert við það fyrirkomulag. Það er engin ástæða tU að ætla annað en Ámi Þór verði áfram í takt við okkur,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún segir að fari svo að Ámi Þór gangi til liðs við VG þá þýði það ekki endUega að hann eigi ekki samleið með R-listanum. „Innan okkar raða eru aUir sem era tO vinstri við Sjálfstæðisflokk- inn. Ég sé enga ástæðu tU annars en þeir sem standa að Vinstri-grænum geti starfað undir okkar hatti,“ seg- ir Ingibjörg Sólrún. „Ég hlakka tO að ljúka málinu," sagði Hrannar B. Arnarsson en vOdi að öðra leyti ekki tjá sig um málið. -rt Stelnunn Valdís Óskarsdóttir: snýr aftur úr fæðingar- orlofi. Styrkurinn var kynntur hjá Rannsóknarráði íslands í gær. Guðmundur Örn Ingólfsson, upphafsmaður Máka og fram- kvæmdastjóri, er yst til hægri. DV-mynd GVA Fangelsisvistun kúrdíska flóttamannsins á Litla-Hrauni: Mjög ámælisvert - segir formaöur íslandsdeildar Amnesty Máki á Sauðárkróki: 110 milljón- ir í hlýsjáv- arfisk Máki hf. á Sauðárkróki hefur, ásamt íslenskum og frönskum samstarfsaðilum, fengið 110 millj- óna króna styrk tO að þróa lokað fiskeldiskerfi. Verkefnið sem Máki leiðir ber heitið Mistral-mar og er viðamesta verkefni á sviði lokaðra fiskeldis- kerfa sem Nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins styrkir. Markmið verkefnisins er að tífalda núverandi framleiðslu Máka á hlýsjávarfiskinum barra en Máki hefur staðið í tilraunaframleiðslu á tegundinni frá árinu 1995 og áður fengið til þess styrki, m.a. frá ESB. Gert er ráð fyrir að barrafram- leiðslan nemi 700 tonnum í lok verkefnisins en Máki mun nýta tO þess mannvirki sem áður vom í eigu Miklalax í Fljótum. Niður- stöður munu einnig nýtast við eldi á öðmm tegundum. Að þvi er segir i frétt frá Rann- sóknamáði íslands fékk Mistral- mar verkefnið hæstu einkunn aOra á fundi stjprnar Nýsköpunar- áætlunarinnar í síðasta mánuði. Rannsóknir og þróun á endurnýt- ingu vatns og varma eru þungamiðj- an í verkefninu og beitt er aðferðum á sviði líffræði, verkfræði og straumfræöi. RANNÍS segir að með verkefninu vænkist verulega framtíð fiskeldis á íslandi. Framkvæmdastjóri Máka og frumkvöðull fyrirtækisins er Guð- mundur Öm Ingólfsson liffræðing- ur en stjómaformaður er Haraldur Haraldsson. -GAR Það er mjög ámælisvert að kúrdíski flóttamaðurinn, sem sætti gæsluvarðhaldi hér á landi fyrr í vikunni, skuli hafa verið vistaður á Litla-Hrauni með dæmdum afbrota- mönnum, aö mati Jóhönna Eyjólfs- dóttur, framkvæmdastjóri íslands- deildar Amnesty Intemational. Hún segir þessa málsmeðferð í andstöðu við alþjóðareglur, en telur þó ólík- legt að þessi atburður verði skráður í ársskýrslu samtakanna. Hæstirétt- ur hafi ógilt fangelsisúrskurð yfir manninum og hann sé nú laus. Sá úrskurður sé í samræmi við al- þjóðareglur. Maðurinn hafi fengið lögfræðing og túlk sem samræmist alþjóðareglum um meðferð flótta- fólks. Ef maðurinn hefði verið í haldi vikum eða mánuðum saman með dæmdu fólki væri ekki ólíklegt að Amnesty heföi skoðað málið. Kúrdíski flóttamaðurinn sem um ræðir var úrskurðaöur í gæsluvarð- hald samkvæmt beiðni frá lögregl- unni fyrir nokkrum dögum. Hæsti- réttur ógOti síðan þann úrskurð. Málið hefur vakið athygli og var m.a. tekið upp utan dagskrár á Al- þingi í fyrradag. Jóhanna segir að íslandsdeOdin taki ekki upp einstök mál af þessu tagi. Aft- ur á móti geti deOdin mótmælt ef ein- staklingur sé sendur tO heimalands síns þar sem hætta sé á að hann sæti mannréttindabrotum. í samræmi við þær reglur Amnesty hafi deOdin kom- ið upplýsingum tO yflrvalda hér um ástand mannréttinda í norðurhluta írak, eða Kúrdistan þaðan sem maður- inn kemur. Þær upplýsingar geti ef tO vOl aðstoðað yfirvöld við að úrskurða um hvort hann á rétt á vemd hér á landi sem flóttamaður. „Úrskurður Hæstaréttar staðfestir að meðhöndlunin hafi ekki átt sér stoð í lögum," segir Jóhanna. „Mér finnst lOdegt að yfirvöld fari ekki offari í framtíðinni heldur kanni mál betur áður en þau setja ffóttafólk í fangelsi." -JSS Ríkíð græðir milljarð Endurskoðuð OárlagaáæOun 1999 bendir tO eins mOljarðs króna hagn- aðar af Húsbréfadefld í stað 140 mfllj- óna taps sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Aðeins hafði verið gert ráð fyrir 44 milljóna hreinum fiánnunatekjum en þær verða meira en milljarður. í stað 24 mflljarða húsbréfalánum 1999 gerir áæflun nú ráð fyrir 32 mifljarða útlánum. Dagur sagði frá. Njála snýr á Laxness Njála er efst í kosningunni um bókmenntaperlu ár- þúsundsins á Vísi.is sem nú stendur yfir um helsta bók- menntarit síðustu 1000 ára. Sjáifstætt fólk eftir Hafldór Laxness og Háva- mál fylgja í kjölfarið. íslandsklukkan er svo í fjórða sæti og veita verk Lax- ness því fombókmenntunum harða samkeppni. Vísir.is sagði frá. Hundrað að klæmast Álíka margir hafa atvinnu við að klæmast og þeir sem fá vinnu þegar álver í Reyðarfirði tekur tfl starfa. Dæmi er um að nektardansmeyjar hafi leitað aðstoðar í Leifsstöð við að komast úr landi eftir að hafa verið sviptar vegabréfi og farseðli. Þetta kom'fram í umræðum á Alþingi í gær. Dagur sagði frá. Guðni vill ekki ESB Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir Halldór Ásgrímsson hafa talað af mikiUi skynsemi í umræðun- um um Evrópusambandið á þingi í gær. „Ég hef svo sem aldrei efast um nauðsyn þess að gæta að því hvað verður um EES, en ég tel hins vegar ekki að málið snúist um inngöngu í Evrópusambandið," segir Guðni við Dag. ÍR af lóð kaþólskra Hæstiréttur hef- ur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íþróttafé- lag Reykjavíkur verði borið út af lóð Kaþólsku kirkjunn- ar með íþróttahús sitt en Kaþólska kirkjan hafði krafist þess að ÍR færi af lóðinni með íþróttahúsið þegar leigusamningur rann út. Vísir.is greindi frá. Bankastjórastaða blívur Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að ekki stæði til að breyta lögum um Seðlabankann þannig að seðlabankastjórum verði fækkað í tvo. Hann segir hins vegar ráðningu nýs seðlabankastjóra ekki Uggja fyrir. Þriðji seðlabankastjóra- stóllinn hefur nú verið auður í 15 mánuði, eða síðan Steingrímur Her- mannsson lét af störfum. Bætur fyrir handtöku Héraðsdómur Reykjavikur hefur dæmt ríkið til að greiða karlmanni 250.000 krónur í bætur fyrir ólöglega handtöku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hann hefði berað kynfæri sín fyrir framan tiu ára stúlku. Röð mistaka virðist hins vegar hafa leitt til þess að strætisvagnastjóri í bláum einkennisbúningi var hand- tekinn í stað hins grunaða sem var í bláum íþróttagafla. Vísir.is sagði frá. Læknaskortur reddast Matthías Hall- dórsson aðstoðar- landlæknir segir ekki skort á læknum á landsbyggðinni að því leyti að læknir er til staðar á öllum stöðum en á suma þeirra vantar fasta menn. Að auki þurfi sum læknishéruð að búa við það að þar starfi aðeins einn læknir þó reglum samkvæmt ættu þeir að vera tveir. Dagur sagði frá. Húsmóðir fær bætur Hæstiréttur segir að Reykjavíkur- borg beri að greiða konu rúma millj- ón krónur í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir í skíðaiyftu í eigu borgarinnar árið 1997. Konan krafð- ist þess að heimilisstörf yrðu metin til jafns við launatekjur og var fallist á þá kröfu hennar. Vísir.is sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.