Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
9
uv Útlönd
Neyðarástandi lýst
yfir í Pakistan
Hershöfðinginn Pervez Mus-
harraf í Pakistan lýsti í gær yfir
neyðarástandi í landinu og útnefndi
sjálfan sig sem æðsta leiðtoga lands-
ins. Hershöfðinginn leysti einnig
upp þingið og kvaðst hafa numið
stjómarskrána úr gildi. Aðeins
nokkram mínútum eftir aö tilkynnt
hafði verið um neyðarástandið
heyrðu ibúar Islamabad hertlugvél-
ar fljúga yfír höfuðborgina.
Hershöfðinginn er sagður hafa
rætt við forseta Pakistans, Rafiq
Tarar, til þess að reyna að koma á
borgaralegri stjóm á ný. Ýmislegt
þykir þó benda til að svo verði ekki.
Hermenn umkringdu þinghúsið og
ráku starfsmenn út. Áður en
valdaránið var framið var ákveðið
að þing kæmi saman í dag.
Kauphöllin í Pakistan opnaði á
ný í gær í fyrsta sinn eftir valdarán-
ið. Strangar reglur vora settar um
viðskipti með erlendan gjaldeyri.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
valdaránið hefði í fór með sér vissa
óvissu á svæðinu. Leiðtogar margra
þjóða hafa fordæmt valdaránið og
hvatt Musharraf hershöfðingja til
að koma á borgaralegri stjórn hið
fyrsta.
Flokkur Benazir Bhutto, fyrrver-
andi forsætisráðherra Pakistans,
hefur hvatt herinn til að boða til
nýrra kosninga. Náinn samstarfs-
maður Bhutto, Nisar Khuhro, sagði
Háskólastúdentar f Mexíkó hafa
staðið fyrir mótmælaaðgerðum í
sex mánuði eða allt frá því stjórn
skólans boðaði skólagjöld.
Símamynd Reuter
Indónesía:
Óeirðir undir
ræðu forsetans
Óeirðir brutust út á götum
Jakarta, höfuðborgar Indónesíu,
skömmu áður en Habibie forseti
ávarpaði þing landsins. I næstu
viku mun indónesíska þingið kjósa
nýjan forseta. Habibie sækist eftir
endurkjöri og sagði hann í ræðu
sinni að hann hefði unnið hörðum
höndum að því að efla bæði efnahag
og stjórnmálalif landsins.
Habibie hefur ekki náð miklum
vinsældum meðal almennings og
tóku að minnsta kosti 10 þúsund
manns þátt í mótmælaðgerðunum í
gær. Lögregla þurfti að beita
táragasi til að ráða við æstan lýð-
inn. Mótmælendurnir köstuðu
molotov-kokteilum og grjóti að lög-
reglunni.
Habibie hefm- að öllum likindum
stuðning stjómarflokksins, Golkar,
en meirihluti þingsins, sem er
skipað 700 manns, þarf að
samþykkja tilnefninguna.
almenning óánægðan með neyðará-
standslögin. „Ég vona að við miss-
um ekki af tækifærinu til að gera
umbætur á kerfinu á ný,“ sagði
Khuhro.
Musharraf lagði á það áherslu að
stjóm sinni væri alvara og að ekki
væri hægt að kæra neyðárástandið
til dómstóla. Allir dómstólar eigi
vissulega að starfa áfram. Þeir hafi
hins vegar ekki vald til að hunsa
neyðarástandslögin.
Bandarískir embættismenn segj-
ast fylgjast vel með þróun mála í
Pakistan. Sendiherra Bandaríkj-
anna í Pakistan snýr aftur til lands-
ins í dag og mun ganga á fund nýju
valdhafanna. Mun hann hvetja þá
til að koma á borgaralegri stjóm
sem fyrst og biðja um útskýringu á
neyðarástandslögunum.
Vann í lottói eft-
ir að hafa tapað
aleigunni
Tyrkneskur fjölskyldufaðir, bú-
settur í Istanbúl, datt heldur bet-
ur í lukkupottinn á dögunum þeg-
ar hann vann 25 milljónir ís-
lenskra króna í tyrkneska lottó-
inu. Hús mannsins fór mjög illa í
jarðskjálftanum sem skók Tyrk-
land fyrir skömmu og kvaðst
hann hafa búið í tjaldi ásamt eig-
inkonu og þremur bömum.
Maðurinn ætlar að nota vinn-
inginn til að koma upp nýju húsi
fyrir fjölskylduna og nota síðan
afganginn af peningunum til að
hjálpa öðrum fórnarlömbum
skjálftans.
Risaútsala
íeinnistærstu
og glæsilegustu
tölvuleikjaverslun landsins
dagana 2.-17. október.
Síðasta helgi!
\ .499,- kr’
JO'/tO'
Playstation leikir frá 899,- kr.
Allir Playstation-Platinum leikir 1.999,- kr.
Joyrider stýri fyrir PC 4.999,- kr.
SONY Playstation stýripinnar í ýmsum litum 999,- kr.
Sendum í póstkröfu
S K • I • F A N
Laugavegur 26 • Opið alla daga til kl: 22:00 • Sími 525 5042