Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 32
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 Ákæra gefin út á hendur fyrrum starfsmanni vsk-deildar Skattstofu Reykjaness: Bolli og Svava í Helgarblaði DV verður verslurí- in Sautján, hið blómlega fyrirtæki '^A&sgeirs Bolla Kristinssonar og Svövu Johansen, skoðað og velt upp spumingunni um hvert sé leyndar- málið á bak við glæsilegan árangur þeirra. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir svarar þeirri gagnrýni sem ráðstefnan Konur og lýðræði hefur mætt, gerir grein fyrir tilgangi hennar, helstu niðurstöðum og hvert framhaldið verður. Einar Logi Einarsson segir frá grasalækning- um sem lærst hafa kynslóð fram af kynslóð í ætt hans. Heimsótt verður hús þar sem sem sama fjölskyldan hefur búið i fimm ættliði og litið er inn til rithöfundarins Auðar Har- alds til að forvitnast um leikrit eftir hana sem bráðlega verður frum- ÍÍSýnt. slenski dansflokkurinn frumsýndi í gærkvöld fyrir fullu húsi þrjú ný verk eftir íslenska danshöfunda. Sýningin var ótrúlega glæsileg og tónlistin, sem er aiíslensk, unaðsleg. Myndin er úr dansverki Katrínar Hall, NPK. DV-mynd Pjetur Sveik innheimtumann ríkissjóðs 50 sinnum 53 ára Seltirningur hefur verið ákærður fyrir að hafa svikið tæp- ar 11 milljónir króna út úr ríkis- sjóði með því að útfylla innskatts- skýrslur sem enginn grundvöllur var fyrir. Maðurinn var starfsmað- ur virðisaukaskattsdeildar Skatt- stjórans í Reykjanesi þegar brotin áttu sér stað. Háttsemi mannsins nær til 50 skipta á rúmu einu ári, frá 19. jan- úar á síðasta ári til 28. mars síðast- liðins. Maðurinn fyllti því út tilhæfu- lausar innskattsskýrslur í hátt í hverri einustu viku á tímabilinu. Hæsta upphæðin sem maðurinn sveik út var 623 þúsund krónur en algengt var að innheimtumaður ríkissjóðs greiddi honum 200-300 þúsund krónur á viku. Ákærði var framkvæmdastjóri og prókúruhafi Snæru ehf. Honum er gefið að sök stórfelld misnotkun á aðstöðu sinni_ sem opinber starfs- maður skattstofunnar. Þannig hafi hann skráð - beint inn í tölvukerfi skattstofunnar - alrangar upplýs- ingar i þágu Snæru ehf. - félags sem gaf sig á pappírunum út fyrir að vera í fiskvinnslu en var i raun ekki í neinum rekstri. í þau 50 skipti sem um ræðir skráði maðurinn 43svar sinnum fólsk vikuleg hráefniskaup Snæru ehf. og innskatt af þeim. í 7 skipti skráði hann undanþegna veltu og innskatt á tveggja mánaða tímabilum. Þannig urðu til rangar Kringlan inn á gafl hjá RÚV: Keypti morgunútvarpið „Það er óleyfilegt samkvæmt regl- um Ríkisútvarpsins að blanda sam- an kostun og dagskrárefni. Ég mun taka þetta mál upp af fullri hörku í framkvæmdaráði útvarpsins þar sem ég á sæti,“ sagði Jón Ásgeir Sig- urðsson, formaður starfsmannafé- lags Ríkisútvarpsins, um útsendingu morgunútvarps rásar 2 í gærmorgun frá opnun Kringlunnar. Útsendingin var kostuð af Kringlunni sem á þann hátt keypti upp morgunútvarpið sem sendi út frá opnuninni. Halldór Kristjánson, auglýsinga- stjóri hjá RÚV, gat í morgun ekki gefið upp hvað Kringlan greiddi fyr- ir útsendinguna en sagði alvanalegt að stofnunin seldi fimm mínútna leiki alls konar í dagskránni á 150 þúsund krónur. Klukkustundin kostar því 1,8 milljónir og þriggja stunda morgunútvarp 5,4 milljónir að gefn- um þessum for- sendum. „Þetta er mikið rætt hér á göngum Ríkisútvarpsins og á ekki að líðast,“ sagði Jón Ásgeir Sigurðsson. -EIR Jón Asgeir Sig- urösson. staðfestingar um afgreiðslur sem heimiluðu innheimtumanni ríkis- sjóðs útborganir á innskatti til hins rekstrarlausa fiskvinnslufyrirtækis upp á tæpar 11 milljónir króna á rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum DV hef- ur viðkomandi viðurkennt greið- lega hjá lögreglu allar sínar rang- færslur. -Ótt Gilsfjörður: Lögreglan tók fimm byssur Lögreglan á Patreksfirði fór í eftirlitsferð í gær og stillti sér upp við brúna yfir Gilsfjörð. Var erindið að hafa tal af mönnum sem voru á leið í rjúpnaveiði og ganga úr skugga um að þeir hefðu meðferðis tilskilin leyfi til veiðanna. -gk Læknar fá Nóbel Samtökin Læknar án landamæra fá friðarverðlaun Nóbels i ár. Sam- tökin voru stofnuð af frönskum læknum og blaðamönnum árið 1971. Þau hafa víða látið til sín taka. Það er hægt að gera fleira en kaupa í nýju Kringlunni. Þar er einnig hægt að leika sér og klifra. DV-mynd Pjétur Veðrið á morgun: Hægviðri Á morgun verður fremur hæg breytileg átt á landinu. Skúrir verða á norðausturhorninu en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig, hlýjast suðaust- an til. Veöriö í dag er á bls. 29. brother pt-i2úq_ Islenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar I tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.