Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 ^Sviðsljós Vildu heldur geit en hertogaynju Hertogaynjan afJórvík, eöa Fergie eins og hún er kölluð, segir í opinskáu viötali í tilefni fertugsafmælis síns aö fjöl- miðlar hafi næstum gert henni lífið óbærilegt. Hún hafi til dæmis grátiö af skömm þegar hún sá í The Sun aö 82 prósent lesenda vildu heldur eiga mök við geit en hertogaynjuna. Fergie kveöst hafa átt í vandræðum með þyngdina frá þvi aö hún var 12 ár. „Ég horða þegar ég er leið. Ég borða í staðinn fyrir að gráta,“ segir Fergie. Hún heldur því þó fram að nú sé hún í stakk búin til að þola lætin í fjölmiðlum. Henni finnst hún sterkari, glæsilegri og glaðari en nokkru sinni. Calista í fríi með óþekktum vini Calista Flockhart er nú í fríi á Hawaii með óþekktum vini sem hún vill enn ekki greina frá hver er. Calista, sem var orðin hvíldar þurfi, segist alltaf hafa gætt þess að tala lítið um einkalíf sitt. Hún hafi í byrjun ferils síns átt erfitt með að vera i sviðsljósinu. Enn sé hún varla búin aö venjast því. Calista kveðst hafa verið orðin þreytt og slitin. Hún hafi verið næstum sjúklega upptekin af því að þurfa hafa stjóm á öllu og öllum. Hewitt saknar enn Díönu Fyrrverandi ástmaður Díönu prinsessu, James Hewitt, er nú á bókamessunni í Frankfurt til að kynna bók sína, Love and War eða Ást og stríð, um ástarsamband hans og prinsessunnar. I viðtali við fjöl- miðla kvaðst Hewitt enn sakna Díönu. „Ég skrifaði bókina til að ljúka þessum umfangsmikla kafla í lífi mínu og til að geta haldið áfram," greindi ástmaðurinn fyrrverandi frá. Hewitt kvaðst hafa viljað segja sannleikann. Alis kyns þvaður og misskilningur hefði verið á kreiki vegna umfjöllunar slúðurblaðanna. Hewitt lagði áherslu á að hann hefði aldrei litið á sig sem föðurímynd fyrir prinsana Vilhjálm og Harry. „Karl er mjög góður faðir og ástrík- Breskir fjölmiðlar kalla Hewitt rottu og svikara. Símamynd Reuter ur,“ tók hann fram. Bók Hewitts kemur út I Bretlandi á mánudaginn og á bókamessunni í Frankfurt kvaðst útgefandinn hafa fengið haug af tilboðum. Breskir fjölmiðlar, sem kalla Hewitt rottu og svikara, saka hann um að ætla að græða á sambandinu við Díönu. Aðspurður hvort hann ætlaði að gefa eitthvað af sölu- hagnaðinum til líknarmála sagði Hewitt að það væri einkamál milli sín og útgefandans. Hann gaf í skyn á sínum tíma að hann myndi aldrei birta ástarbréfin sem Díana skrifaði honum. Hewitt viðurkennir hins vegar nú að hafa notað bréfin í bók sinni. Kveðst hann hafa notað þau á akademískan hátt til að gera frásögn sína trúverðuga. Leikararnir Edward Norton og Brad Pitt léku á alls oddi við frumsýningu myndarinnar Fight Club í Los Angeles nýverið. Þeir leika báðir í myndinni sem fjallar um unga uppa. Símamynd Reuter Shctm f KLAUSTRÍÐ M < M X í 1 / Veitinga- og skemtistaðurinn Klaustrið Klapparstíg 26 • Sími 552 6022 Estelle og Ruud á leið í hjónaband Fótboltakappinn Ruud Gullit hef- ur ákveðið að leiða kærustuna sína Estelle Cruyff upp að altarinu, að- eins nokkrum vikum eftir að Ruud flutti út úr íbúð þeirra. í síðasta mánuði var heitt í kolun- um vegna meints framhjáhalds Ruuds með þjónustustúlku á pítsu- stað. Stúlkan fúllyrti í blaðaviðtali að hún hefði verið með Ruud í átta mánuði. Ruud og Estelle, sem eiga tveggja ára dóttur, skelltu sér í ferðalag til Frakklands og ákváðu aö sættast. Glansinn farinn af Charlotte Sænska söngkonan Charlotte Nilsson varð alþjóðleg stjarna þegar hún sigraði í Evrópu- söngvakeppninni síðastliðið vor. Nú er glansinn farinn af söngkon- unni. Fyrsta sólóskífan hennar var komin í 44. sæti viku eftir að hún kom á markaðinn í Svíþjóð í septemberlok. Nú er platan dott- in út af vinsældalistanum. Ekki er langt síðan Charlotte hélt því fram í viðtali að platan hennar seldist vel. Útgefandinn hefur ekki gefið upp alla von og ætlar að setja plötuna á alþjóðlegan markað. Travolta elskar einkennis- búninga John Travolta er í einkennis- búningi hönnuöum af Armani þegar hann er flugstjóri í eigin flugvélum. „Ég elska einkennis- búninga," viðurkennir kvik- myndaleikarinn. En það er ekki mikið annað sem tengist hernum sem leikaranum líkar. Travolta elskar einnig mat og konuna sína, sem gengur með annað bam þeirra hjóna. Hann segir Kelly hrifna af stutta hárinu hans. Hann lét stytta hárið til að hylja skallann sem er að byrja að sjást. Bruce á leið að skipta um skoðun Bruce Willis hafði lýst þvi yfir að hann væri búinn að fá nóg af Die Hard-kvikmyndunum. Nú virðist sem kappinn sé að skipta um skoðun. „Það er til handrit. En það væri betra ef ég væri svolítið eldri," segir Bruce sem er vinsælli en nokkru sinni vegna velgengni myndarinnar The Sixth sense. Myndin er nú þegar komin á lista yfir þær 20 myndir sem náð hafa mestum vinsældum gegnum tíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.