Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 Spurningin Fylgdistu með heimsókn Hillary Clinton? Hrefna Óskarsdóttir kennari: Já, ég fylgdist með henni. Gissur Gunnarsson plötusnúður: Nei. Magnús Gauti Hauksson mat- reiðslumaður: Nei. Matthías Líndal Jónsson, starfs- maður Kringlubíós: Já, það gerði ég. Petra Jensen nemi: Nei. Lesendur Sérkennileg af- staða borgarstjóra - Fljótsdalsvirkjun og Reykjavíkurflugvöllur Ólafur H. Jónsson skrifar: Tvö mál sem varöa alla lands- menn voru nýlega til umræðu í borgarstjóm Reykjavíkur. Þrátt fyr- ir að eiga margt sameiginlegt af- greiddi borgarstjóm þau með svo ólíkum hætti að undrun sætir. Annað málið varðar Fljótsdals- virkjun með tilheyrandi náttúru- spjöllum á hálendi íslands. Ólafur F. Magnússon horgarfulltrúi lagði til að borgarstjóm mælti með um- hverfismati á virkjuninni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að þetta mál varðaði alla landsmenn og það væri óvarlegt af borgarstjóm að fara að álykta um slík landsmál. Því var tillögu Ólafs vísað frá. Hitt málið varðar ílugsamgöngur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Hugmyndir hafa komið fram um að leggja Reykjavíkurílugvöll niður og flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur. Það myndi að jafnaði lengja flugferðir innanlands um ein- hvem tíma og er af sumum talið vera ígildi þess að leggja innan- landsflug niður. Þetta telur Ingi- björg Sólrún hins vegar einkamál Reykjavíkinga og leggur til að hafð- ar verði kosningar í borginni um framtíð flugvallarins. Það á ekki einu sinni að spyrja Kópavogsbúa, hvað þá aðra. Hvernig getur borgarstjóri kom- ist að svona niðurstöðu? Hvemig getur hún látið vísa öðm málinu frá vegna þess að það varði alla lands- „Hvernig getur borgarstjóri komist að svona niðurstöðu?" Á fundi í borgar- stjórn. Borgarstjóri ó málskrafi við flokksmenn sína. menn á meðan hitt málið, sem ekki síður varðar alla landsmenn, á að afgreiða sem einkamál borgarbúa? Sjálf segist Ingibjörg Sólrún hlynnt umhverfismati á Fljótsdals- virkjun þótt ekki vilji hún ræða það í borgarstjóm. Getur hún þá ekki flutt tillögu um slíkt í stjóm Lands- virkjunar þar sem hún situr sjálf sem fulltrúi fyrir 45% eignaraðild borgarinnar? Hvemig getur borgar- stjóri setið í stjórn Landsvirkjunar og verið þar á móti umhverfismati fyrir Fljótsdalsvirkjun en látið síð- an í veðri vaka að hún sé hlynnt umhverfismati? Segir ekki af- greiðslan í borgarstjórn allt um það hvaða mann borgarstjórinn Ingi- björg Sólrún hefur í raun að geyma í þessum efnum? Landsleiknum stolið Haraldur Guðmundsson skrifar: íslendingar háðu landsleik í fót- bolta við Frakka sl. laugardag. Öll þjóðin veit að einungis takmarkaður flöldi hafði tækifæri til að horfa á leikinn í beinni útsendingu þrátt fyr- ir að eiga sjónvarpstæki. Það kom ekki í Ijós heima hjá mér fyrr en ég kom heim úr minni vaktavinnu, rétt fyrir kl. 16, að búið var að „stela“ leiknum. Drengimir mínir vora að horfa á ruglaða útsendingu Sýnar. Og eftir skamma stund voru þeir horfnir til vina sinna sem höfðu aðgang að Sýn. Foreldrar mínir voru einnig í heimsókn hjá kunningjum. Hver skyldi nú vera tilgangurinn? Því gæti ef til vill liðið á Stöð 2 og Sýn - nú eða þá eigandinn sjálfur Jón Ólafsson sem á stöðvarnar - svarað. Hafi tilgangurinn verið sá að kvelja menn til að kaupa áskrift, þá er það eins öraggt og ég skrifa þessar línur, að með þessu móti geirnegldu þeir þann ásetning minn að kaupa aldrei áskrift að þessum stöðvum. Svona þvingunarmarkaðssetning mun aldrei ganga lengi á íslandi. Ég mun gera allt sem ég get til að komast í kringum svona óbilgjarna markaðssetningu. Það næsta sem ég geri er að kaupa örbylgjuloftnet og fylgjast með gangi mála hjá Skjá ein- um sem fer í gang í lok mánaöarins. Ef það gengur ekki fæ ég mér loftnets- disk, breiðband eða eitthvað annað. Þessum laugardegi gleymi ég - og margir í mínum sporum - ekki. Séra Jón og bara Jón... - sjómenn sviptir soðningunni Sigurður Grétar Marinósson skrifar: Allt frá því land byggðist hafa sjó- menn tekið sér af aflanum í soöið. Nú virðist hafa orðið breyting á því. Eft- irlitsmenn á vegum Fiskistofu tóku nýlega fjóra sjómenn sem voru á leið heim til sín með fisk í pokum að lokn- um vinnudegi. í pokanum vora 130 kg af fiski handa heimilum sjómanna til matar eða 32,5 kg. handa hverjum. Bátur þeirra var þegar í stað sviptur veiðileyfi án dóms og laga af Fiski- stofumönnum sem virðast ávallt geta dæmt í sínum eigin málum. Reyndar er um fleiri báta að ræða sem sviptir hafa verið leyfi af dómur- [LÍÍ)Í[MGM\ þjónusta allan sólarhringinn | 3 sent mynd af im sínum sem Iverða á lesendasiðu „Það er greinilega ekki sama hver tekur fisk, strandveiðibátasjómaður eða frystitogarasjó- maður - með fullri virðingu fyrir báðum þess- um stéttum sjómanna," segir bréfritari m.a. um Fiskistofu sem ferðast um landið, tveir og tveir í hverjum bíl. Fyrr á öldinni ferðuðust hreppstjórinn og böðullinn á hestum og tindu upp mis- indismenn. Alls kyns fólk skreið fyrir kirkjunnar mönnum sem áttu flestar jarðir landsins. Við þekkjum öll þá sögu og hana þarf ekki að fjölyrða um. Það er greinilega ekki sama hver tekur fisk, strand- veiðibátasjómaður eða frystitogarasjómaður. Með fullri virðingu fyrir báðum þessum stéttum sjómanna. Hvenær hefur Fiskistofa svipt frystitogara veiðileyfl vegna þeirra 30 og aUt upp í 60 kg sem hver maður fær að taka með sér heim (og á sannarlega skUið) f einum tU tveimur kössum af flök- um? Tuttugu og fimm manna áhöfn tekur því um 750 kg og aUt upp í 1.500 kg af flökum í túr af einum togara. Útgerð sem rekur t.d. fimm frystitogara getur því tekið aUt að 7.500 kg með leyfi Fiskistofu? Það er með ólíkindum það starfsumhverfi sem strandveiðibát- um, sem flestir eru litlir og kvótalaus- ir, er skapað. Fiskistofumenn leggja þá sem minna mega sín í einelti svo að starfsumhverfi þessara manna svo og mannorð stórskaðast. DV Ófögur ummæli um hesta Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður er það svo að ýmsir menn græða á því að selja ís- lenska hestinn tU útlanda og er nokk sama hvers konar framtið bíður hans i framandi landi. Ný- lega sögðu þýskir hrossakaup- menn - ef því nafni má kalla þá menn - að íslenskir hestar ættu að fara beint í sláturhús. Þetta er nú álit þessara títtnefndu hrossakaupmanna og útlendu „dýravina" sem oft er vitnað tU í Þýskalandi. Ég skil ekki þá manngerð sem eiga hross á ís- landi og gera í því að sýna sig og hross á mannamótum en selja þau til útlanda. Ég á hross og myndi aldrei selja þau í hendur útlendinga. Slíkt er mannvonska og fégræðgi. Hestar hafa nánast sömu tilfmningar og við menn- irnir. Þess skulu svonefndir dýravinir minnast. Dagur aftur í stjórnarandstöðu Ásgeir Ásgeirsson skrifar: Um skeið hefur dagblaöið Dag- ur gsrt hlé á að andskotast út í ríkisstjómina og þá einkum for- ystu Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra. Ég sé að blaðið hefur nú tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og upphefur áróðurinn sem aldrei fyrr. í mið- vikudagsútgáfu Dags virðist sem hefja eigi harða hríð að hinum svoköUuðu hægri öflum innan ríkisstjórnarinnar. Þannig blasir við á forsíðunni fyrirsögn um að fjátfestar séu hikandi með tUboð í FBA-bankann og sem ætia má að ríkisstjóminni þyki ekki góð- ar fréttir. Og enn klifað á svoköUuðu „yfirtökuákvæði" sem þó er löngu búið að útUoka sem eitthvert skilyrði fyrir væntanlega kaupendur bankans. Þá er ákaU frá einum blaða- manna Dags um að hætta atiög- um að siðferði Jóns nokkurs Ólafssonar athafnamanns, og höfðað tU samvisku Sjálfstæðis- Qokksins. - Sem sé stjómarand- staðan í Degi á fttilu. Kristur enn á krossinum? Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Árið 2000 nálgast senn, svo og 1000 ára afmæli kristnitöku á ís- landi. Árið 2000 er einnig minnst fæðingar Jesú Krists. Hvemig skyldi standa á því að þessi kaþ- ólski ósiður að sýna Krist stöðugt á krossinum sé enn við lýði? Og það hér á landi þar sem meginhluti þjóðarinnar er ekki kaþólskur. Frelsarinn er uppris- inn en ekki lengur á krossinum og því á ekki að sýna hann þannig. Kristur er risinn upp oss tti frelsunar. Þegar að endalok- um kemur þá vérður almenning- ur ekki dæmdur heldur þeir sem hefðu átt að vita betur. Jón Ólafsson eineltur Hrefna Sigurðardóttir skrifar: Ég lýsi furðu minni og van- þóknun á orðum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Jón Ólafsson framkvæmdastjóra íslenska útvarpsfélagsins. Það er með ólíkindum að háskólapró- fessor leyfi sér í opinberum fyr- irlestri að gera ómerkUegar slúð- ursögur að staðreyndum og bera á borð fyrir útlenda sem inn- lenda fréttamenn. Sjálfstæðis- Qokkurinn virðist leggja Jón Ólafsson í einelti, mann sem hef- ur öðlast meiri völd en Qokknum er þóknanlegt, og því aUt reynt tU að stöðva uppgang hans. Það er dapurlegt að horfa upp á hve mikla ánægju háskólaprófessor- inn virðist hafa af því að ata Jón Ólafsson auri. Ég veit að mörg- um öörum en mér er brugöið vegna þessa og að farið skuli út yfir öU siðferðismörk. Anna Ólafsdóttir húsmóðir: Já.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.