Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 I>V
nn
Ummæli
fyrir
dirty menn
Við myndum ekki hafa gert
það nema okkur fyndist þetta
í lagi. Þetta er nú mjög mild
brjóstaauglýsing
ef þú skoðar hana. j
\ Það er varla hægt J
™ \ að tala um
\ brjóstaauglýs-
ingu nema fyrir
menn sem hugsa i
dálítið „dirty“.
Þetta er mjög falleg
mynd af barmi konu en ekki
brjóstum,"
Þröstur Ólafsson, frkvstj. Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, í Degi
um auglýsingu sveitarinnar á
óperettutónleikum.
íslendingar
eru hænsni
„Ég reikna að sjálfsögðu
ekki með því að almenningur
í landinu láti sér bregða við
margendurtekna, vel skipu-
lagða stórþjófnaði úr sam-
eignarsjóöum landsmanna.
Ég held að öll framangreind
dæmi séu enn ein sönnun
þess að íslendingar séu
hænsni eins og Steinn Stein-
arr mun hafa skilgreint hug- .
takið.“
Sigurður R. Þórðarson í Mogg-
anum um „ærslakennda fars-
ann", söluna á FBA.
Biskupinn andskot-
ast á klámhundum
„t ræðunni stakk hann á
mörgum kýlum og andskotað-
ist á gróðapung-
um, klámhundum,
heimilisofbeldis-
mönnum, lifs-
gæðakapphlaup-
urum, sölumönn-
um dauðans og
hvers kyns níð-
ingum. Hann valtaði
yfir efnishyggjuna og eftirsókn
eftir vindi á öllum sviðum."
Jóhannes Sigurjónsson í
Degi um þrumuræðu bisk-
ups á kirkjuþingi.
\
}
1
í
Heiftin heilaspuni
söguskýrenda
„Heift í garð Sigríðar er
heilaspuni hugmyndaríkra
„söguskýrenda" á borð við Kol- \
brúnu Bergþórsdóttur. Framlag
Sigríðar til kvennabaráttunnar |
hefur verið mikið og er það
enn. Hún naut ævinlega álits
og trausts í Kvennalistanum
þótt um framgöngu hennar
væru skiptar skoðanir eins og
um verk okkar allra."
Kristín Halldórsdóttir í Degi
um meinta heift Kvenna-
listakvenna í garð Sigríðar
Dúnu Kristmundsdóttur.
/
Gunnlaugur Magnússon, formaður FH sem er 70 ára:
Flaggskip FH er handboltinn
Gunnlaugur Magnússon, íjár
málastjóri hjá __________________
Icedan hf. sem
selur útgerðar-
vörur, er for-
maður eins stærsta íþróttafélags
landsins, Fimleikafélags Hafnar-
fjarðar sem í daglegu tali heitir FH.
Félagið er 70 ára um þessar mundir
og heldur upp á áfangann eins og
vera ber. Einn helsti frumkvöðull
að stofnun félagsins var ungur
íþróttakennari, Hallsteinn Hinriks-
son sem oft var kallaður faðir hand-
knattleiksins auk þess að fá titilinn
„faðir FH“. Það æxlaðist svo að
handboltinn varð stærsta fiöðrin í
hatti þeirra FH-inga og hefur svo
verið um áratugaskeið.
„Það breytist ýmislegt í tímans
rás,“ sagði Gunnlaugur í rabbi við
DV þegar hann var spurður út í
nafn félagsins sem vísar til fim-
leika. Sú íþróttagrein lagð-
ist af í félaginu, en í dag
er boðið upp á fimm
greinar íþrótta: hand-
knattleik, knatt-
spymu, frjálsar íþrótt-
ir, lyftingar og skylm-
ingar.
„Flaggskip FH er
handboltinn og við
höfum aldeilis lát-
ið að okkur kveða
gegnum tíðina í
þeirri íþrótt. Við
Gunnlaugur Magn-
ússon - stýrir sjö-
tugum stórklúbbi
styrkum höndum.
Áfram FH!
Maður dagsins
erum afar stolt af okkar framlagi til
_______________ handboltans og
framlagi Hallsteins
heitins Hinriksson-
ar. Við höfum líka
verið og erum liðtækir í knatt-
spyrnu og stundum verið í efstu
deild. Árangur frjálsíþróttafólksins
okkar hefur líka verið einstakur og
við erum langbestir í þeirri grein.
Til skamms tíma hef-
ur FH ekki átt
stórar stjörn-
ur í frjálsum
en breiddin
er mikil, og
mikill fiöldi
þátttakenda
í öllum flokk-
um,“ sagði
Gunnlaugur.
í Kaplakrika eru höfuðstöðvar
FH. Þar hefur verið byggt upp af
myndarskap. „Við erum með stórt
og glæsilegt íþróttahús, lyftingahús,
grasvelli og auk þess það sem ekki
allir vita - nýjan sandgrasvöll. Við
byggðum líka á síðasta ári glæsileg-
an frjálsíþróttavöll. Það hefur verið
mikill kraftur í FH og sóknarhugur
í félaginu," sagði Gunnlaugur.
í FH eru 2.500 félagar og þar af
hátt í tvö þúsund virkir í starfi, æf-
ingum, keppni og stjórnun félags-
ins. Gunnlaugur er gamalgróinn í
félaginu enda starfað þar í 30 ár,
fyrst sem gjaldkeri og formaður
knattspymudeildar. Á 15 ára valda-
ferli Bergþórs Jónssonar handbolta-
kappa sem formaður FH var Gunn-
laugur varaformaður hans.
„Við höfum nú þegar haldið upp á
afmælið á ýmsan hátt. Við
buðum öllum leikskóla-
börnum í bænum í
Kaplakrika að leika
sér í ágúst. Það vakti
mikla lukku hjá
börnunum.
Íþróttahátíð var
haldin hjá okk-
ur 10. og 11.
september. Þar
var keppt og sýnt
um allt svæðið, all-
ar okkar greinar og
allir aldursfiokkar.
Við höfum notið mikils
og góðs stuðnings bæjaryf-
irvalda sem við erum afar þakklát
fyrir. Það er þeim að þakka að að-
staða FH er svo glæsileg sem raun
ber vitni,“ sagði Gunnlaugur Magn-
ússon.
-JBP
Blönduós um helgina:
Landsmót
skólalúðrasveita
Landsmót íslenskra skóla-
lúðrasveita verður haldið á
Blönduósi dagana 15.-17.
október. Aðaltónleikar sveit-
anná verða kl. 14 á morgun,
laugardag, þegar allt að
þriggja klukkustunda langir
Tónleikar
tónleikar verða haldnir. í
lokin mun allur hópurinn
leika þrjú kántrílög eftir
Hallbjöm Hjartarson sem
vora sérstaklega útsett fyrir
mótið.
Á mótinu koma saman 25
lúðrasveitir frá 18 stöðum á
landinu. Alls verða þama
um 630 spilarar og 70-90 far-
arstjórar og stjómendur
þannig að þátttakendur
verða yfir 700 talsins. Gist
verður á þremur stöðum,
Húnavöllum, Skagaströnd og
Blönduósi. Landsmót Sam-
bands íslenskra skólalúðra-
sveita hefur verið haldið
annað hvert ár frá 1985 en
voru áður haldin árlega. Hér
er um afmælismót að ræða,
þar sem nú em liðin þrjátíu
ár frá því að tvær sveitir
hittust fyrst á Seltjamarnesi,
árið 1969.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2528:
© ZBZ8
-EYboR-
Breytingaskeið Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Óskalög
landans í
Kaffileik-
húsinu
Kaffileikhúsið stendur fyrir
tónleikaröð í vetur sem ber nafn-
ið „Óskalög landans“. Þar verður
leitast við að flytja vinsæl lög eft-
ir íslenska höfunda. Fyrsta kvöld-
ið er í kvöld og verða flutt lög við
Leikhús
söngtexta Jónasar Árnasonar.
Söngtextarnir eru m.a. úr hinum
þekktu leikritum Þið munið hann
Jörand, Delerium Bubonis, Allra
meina bót og Jámhausnum. Mörg
laganna voru geysivinsæl í flutn-
ingi sönghópsins Þrjú á palli en í
kvöld er það hópur sem kallar sig
Bjargræðistríóið sem flytur lögin.
Hópinn skipa Aðalheiður Þor-
steinsdóttir á píanó, Anna Sigríð-
ur Helgadóttir söngkona og Örn
Amarson á gítar. Að auki mun
heyrast í ýmsum öðrum hljóðfær-
um og söngröddum. Kvöldstundin
hefst með kvöldverði kl. 20.00 og
söngskemmtun hefst kl. 21.30.
Miðapantanir em allan sólar-
hringinn í Kaffileikhúsinu í síma
551-90 80.
Bridge
Þvi er haldið fram með góðum
rökum að lítil ffamþróun hafi orðið
í úrspili eða vöm í bridge síðustu
hálfu öldina. Framfarir hafi einung-
is orðið i sagnkerfunum. Sagnkerfi
voru frumstæð á fyrri hluta aldar-
innar en slæmir lokasamningar
geri miklar kröfur til sagnhafa og
vamarinncir. Skoðum hér eitt dæmi
um skemmtilega vöm vesturs sem
óvist er að finnist við borðið nema
ákveðin snilligáfa sé fyrir hendi.
Spilið kom fyrir í tvímennings-
keppni í New York á árum fyrri
heimsstyrjaldar en Bandaríkjamað-
urinn Charles B. Cadley sat í sæti
vesturs. Það var í hlutverki vesturs
að reyna að koma í veg fyrir að suð-
ur fengi 10 slagi í fióram spöðum:
4 D5
«4 D94
4- KG76432
* 8
4 G103
«4 7
4 Á8
4 G1097542
4 ÁK98742
«4 1065
4 -
4 ÁKD
Vestur spilaði út einspili sínu í
hjarta og austur tók þrjá fyrstu slag-
ina á hjartalitinn. Örlög vamarinn-
ar fólust í afköst-
um vesturs.
Cadley var með
vörnina á
hreinu. Hann
henti tíguláttu
og ás í annað og
þriðja hjartað.
Austur var með
á nótunum og
spilaði tígli í
fiórða slag. Sagnhafi gat ekki komið
í veg fyrir að vestur fengi einn slag
á tromp.
ísak Örn Sigurðsson