Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. OKTOBER 1999
lennmg
11
Gripir segja líka sögu
Eins og getið var hér á síðunni í gær verður í
kvöld opnuð hönnunarsýning að Garðatorgi 7 í
Garðabæ í tilefni af stofnun Hönnunarsafns ís-
lands. Á morgun verður svo efnt til málþings i fyr-
irlestrarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ um stöðu
og hlutverk slíkra safna. Meðal frummælenda á
málþinginu er hollénski iðnhönnuðurinn og list-
fræðingurinn Reyer Kras, deildarstjóri hönnunar-
deildar hins virta Stedelijk museum, nútímalista-
safnsins í Amsterdam. Hann er kominn til íslands
í annað sinn þvi i fyrra kom hann hingað til að
kynna sér íslenska hönnun og velja muni á nor-
ræna hönnunarsýningu í heimaborg sinni. Urðu
þá margir undrandi á vali hans en íslensku mun-
imir vöktu mikla athygli á sýningunni.
Safn til sögu hlutanna
- Nú er hönnunarsafnið okkar varla fætt, það
hefur verið stofnað en ekki opnað, ef svo má
segja. Hver finnst þér að ættu að vera fyrstu
skylduverk þess?
„Ég er aðkomumaður og lít á ísland sem at-
hyglisverða þversögn," svarar Reyer. „Það er
geysilega stórt land langt úti í hafl en íbúar
ósköp fáir, og mín fyrsta hugsun var þessi: Hvað
í ósköpunum vilja þau með hönnunarsafn? Þá
minntist ég þess sem ég upplifði og sá hér í fyrra
af íslenskri hönnun, og hugsaði með mér að ein
fyrsta skylda þessa safns ætti að vera að safna til
sögu hlutanna á íslandi. Finna og varðveita hluti
sem tengjast vinnu fólks og hvers konar sköpun-
arstarfi, jafnvel gegnum aldimar. En safnið er
kallað „museum" á ensku og það felur í sér að
þar eigi að varðveita fagra muni. Hlutverkið
verður þá tvenns konar, annars vegar að varð-
veita gripi sem tengjast iðnhönnun, hins vegar
listhönnun. Hvorugu er safnað skipulega hér á
landi nú nema þá af einstaka einkasöfnurum.
Ég held að full ástæða sé til að efla svona
safn,“ heldur Reyer áfram. „ísland á sér stór-
kostlegan arf í rituðu máli og það sem ég hef séð
af hönnun hér á landi er nógu athyglisvert til að
ómaksins vert sé að halda því til haga.“
Vogir og net
Sýningin í listasafninu í Amsterdam fyrr á
þessu ári hét Nordic Transparencies og vakti
mikla athygli, ekki síst ís-
lendinga sem sáu hvaða mun-
ir voru valdir héðan. Aðal-
steinn Ingólfsson skrifaði í
sýningarskrána: „Við vissum
ekki að við værum hönnuðir
fyrr en Reyer Kras kom frá
Hollandi og sagði okkur það!“
- Hvað var það sem þú valdir?
„Ég valdi til dæmis vog sem
notuð er til sjós til að vigta
fisk, tæki til að telja seiði í
fiskeldisstöðvum, afskaplega
fallegt áhald, björgunamet
Markúsar, merki sem sett eru
á fiska til að komast að því
hvert þeir fara, afar athyglis-
verða blöndu af hátæknigrip
og fagurri hönnun..."
- Heldurðu að hönnuðir
þessara hluta hafi meðvitað
hugsað um ásýnd þeirra?
„Nei, ég held að þeir hafi
fyrst og fremst hugsað um
notagildið. Lögun hlutanna
þjónar því líka en fegurðin
kom eins og bónus. Svo valdi
ég líka stóla, þann fræga Sól-
eyjarstól og þrjá stóla eftir
Sigurð Gústafsson. Allir hafa
alveg nýtt form sem aldrei
hefur sést fyrr. Einnig valdi
ég textíl eftir Helgu Pálinu
Brynjólfsdóttur sem er textil-
hönnuður á heimsmæli-
kvarða og Margréti Adolfs-
dóttur sem starfar í Englandi
9g gerir ótrúlega fallega hluti.
I stuttu máli þá hafið þið - án
þess að vita það - ykkar eigin
stíl sem mér finnst verulega
athyglisverður."
- Það er einkennilegt! segir
blaðamaður og er raunveru-
lega hissa.
„Nei, það er ekkert svo ein-
kennilegt,“ segir Reyer Kras,
„þetta tengist menningu ykkar, sögu, landslag-
inu, jafnvel sagnaarfinum. Hann er mettaður af
töfrum og göldrum og ég er viss um að fólk sem
er orðheppið og hugmyndaríkt í máli - og íslend-
ingar eru sagnamenn - það er líka hugmynda-
ríkt þegar kemur að því að búa til hluti. Hönn-
un er sögukúnst. Gripir segja líka sögu. Stóll er
meira en stóll, hann segir sögu.“
Túrbínur eru fallegar
Reyer Kras sagði hugfanginn frá heimsókn
sinni í byggðasafnið á Skógum þar sem Þórður
Tómasson hafði gengið með honum um safnið og
skýrt fyrir honum það sem þar var að sjá. Með-
al annars hafði hann numið staðar við hvert org-
el á staðnum og leikið lítið lag fyrir gestinn.
„Þórður er makalaus maður,“ segir Reyer. „Ó,
að maður yrði svona hress áttræður! Á eftir fór-
um við út í litlu kirkjuna sem er helguð heilög-
um Nikulási, þjóðardýrlingi Hollendinga sem
halda upp á afmæli hans með ijölskylduhátíð 6.
desember ár hvert. Margir söngvar tengjast
þessu afmæli og það vissi Þórður, og þegar við
komum út í kirkju settist hann við orgelið og lék
nokkra þeirra fyrir mig. Þarna upplifði ég smá-
skika af Hollandi lengst uppi í sveit á íslandi!"
Reyer Kras fann svolítið annað á Skógum sem
hann leggur áherslu á að glatist ekki. Það voru
heimasmíðaðar túrbínur í rafstöðvar sem marg-
ir bændur komu sér upp af eigin rammleik á
fyrstu árum rafmagnsins hér á landi, búnar til
úr alls konar tilfallandi járni og stáli. „Þessum
gripum fer snarfækkandi en þeir mega ekki týn-
ast alveg. Þeir eru sumir óhemju hugvitsamlega
gerðir og furðulega fallegir þó að áreiðanlega
hafi aldrei verið hugmyndin að búa til fagra
gripi, bara nothæfa. Slíka gripi eiga íslendingar
að læra að meta, þeir segja okkur svo margt um
sköpunarkraft fólks og meðfæddan smekk."
Reyer Kras hefur ákveðnar hugmyndir um
hvað íslendingar eigi að gera við hönnunarsafn-
ið sitt. Hann vill að þeir búi til alveg nýtt
„konsept" fyrir það sem hentar þeim betur en
hið venjulega. Þetta vildi hann ekki útlista nán-
ar i viðtalinu en bendir fólki á að koma á opna
málþingið á morgun. Það stendur frá kl. 10-16.
-SA
■
Bokmenntaverk arþúsundsins
A síðasta ári þessa árþúsunds kanna DV,
Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir það eru
að mati íslendinga sem skarað hafa fram
úr og hvaða atburðir hafa sett hvað
mestan svip á síðustu 1000 árin
í sögu íslands.
Eftirtalin bókmenntaverk
fengu flestar tilnefningar:
Atomstöðin
Egilssaga
Hávamál
Heimskringla
Heimsljós
íslandsklukkan
Njála
Passíussálmarnir
Salka Valka
Sjálfstætt fólk
Nu stendur yfir val á
Bókmenntaverki árþúsundsins
og lýkur því
sunnudaginn 17. október.
Taktu þátt á www.visir.is.
GYL G J A N