Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 16
Skilnaðir verða sí algengari hér á landi. Það eru víst allir að skilja og kynin orðin drulluþreytt hvort á öðru. Um síðustu helgi voru stelpurnar til dæmis með ráðstefnu um stöðu sína og þær vilja hag sinn bættan í samfélaginu. Fókus er sammála því og þess vegna köstum við hér fram vísi að orðabók sem eiginmenn og verðandi eiginmenn ættu að lesa til að geta skilið konuna betur. Kvensk-ísl orðabók Ég ver6 enga stund = Farðu úr skónum og komdu þér vel fyrir fyr- ir framan sjónvarpið á meðan þú þíður. Er rassinn á mér siginn? = Segðu mér að ég sé falleg. Baðherbergið er svo lítiö að mað- ur kemst þar varla fyrir = Ég vil nýja íþúð. Við ætlum bara að kaupa súpu- skálar = Ég þarf líklega ekki að taka það fram að við munum líka kíkja við í nokkrum fataþúðum, líta við í snyrtivöruverslunum og svo var ég að frétta að það væru komnar nýjar vörur í þúsáhalda- deildina og að það væri útsala I sængurfatadeildinni og Ó, guð, hvað þessi bleiku rúmföt færu vel við svefnherbergið ef við myndum mála það í stíl og skipta um gluggatjöld... Viö verðum = Ég vii... Þú ræður = Þér ætti að vera oröiö Ijóst hvað ég vil. Gerðu það sem þú vllt = Ég næ mér niður á þér síðar. Við þurfum að ræða saman = Ég þarf að leggja fram kvartanir. Ég er ekkert æst = Auðvitað er ég æst, fávitinn þinn. Ég er ekkert tilfinningasöm, ég er ekki að gera úlfalda úr Ég er á túr. Slökktu Ijósln = Ég er ekki sátt við sjálfa mig. Bílinn er að verða bensínlaus = Farðu og fylltu tankinn. Ruslapoklnn er fullur = Farðu út með ruslið. Hundurinn er að gelta = Farðu fram úr og athugaðu hvort eitt- hvað sé aö. Okkur vantar ný gluggatjöld = ...og parket og málningu og hús- gögn og teppi... Mig vantar nýja skó = Ég kann ekki lengur við hin 40 pörin. Þú veröur aö læra aö tjá þig = Vertu bara sammála mér, það er auðveldara. Ertu að hlusta = Of seint, þú ert búinn að vera. Þetta er allt í lagi = Þú færð að borga fyrir þetta síðar. Já = Nei. Nei = Nei. Kannski = Nei. Fyrirgefðu = Þú átt eftir að sjá eft- ir þessu. Hvernig finnst þér maturinn = Það er fljótlegt að búa þetta til svo það er best fyrir þig aö venjast honum. Var barniö að gráta = Drullaðu þér á lappir og sinntu barn- inu. Ég er ekki að öskra = Ég er að öskra af því það er mikilvægt sem ég er að segja. Elskarðu mig? = Ég er rétt bráðum að fara að biðja þig um nokkuð sem kostar drjúgan pening. Hvað elskaröu mig mikið? = Ég gerði nokkuð í dag sem þú átt eftir að hata mig fyrir. .suBwnv' Ferskleiki er okkar bragð f Ó k U S 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.