Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Síða 39
15. október - 21. október Lífid eftir vinnu myndlist popp 1eik h ús fyrir börn k1as s i k b i ó veitingahús emnig a visir.is tónleikar Popp Kaffileikhúsið mun í vetur standa fyrir tónleika- röð sem heitir og inniheldur Óskalög landans. Þema tónleikanna verða íslenskir höfundar og I kvöld verða flutt lög viö söngtexta eftir Jónas Árnason, m.a. úr hinum síelskuðu leikritum Þið munið hann Jörund, Delerium Bubonis, Allra meina bót og Járnhausnum. Mörg þessara laga voru geysivinsæl í flutningi sönghópsins Þrjú á palli en á föstudagskvöldið er það hópur sem kallar sig Bjargræðistríóið sem flytur lögin. Hóp- inn skipa Aðalheiður Þorsteinsdóttlr píanó, Anna Sigríður Helgadóttir söngur og Öm Arn- arsson gltar, en þó mun að auki heyrast í ýms- um öðrum hljóðfærum, söngröddum og húmor og gleði laganna lifir. Kvöldstundin hefst með Ijúffengum kvóldverðl kl.20 og söngskemmtun- in hefst kl.21.30. Miðapantanir eru allan sólar- hringinn í Kaffileikhúsinu I síma 551 9055. ✓Aö þessu sinni eru það þrjáluöu Pakararnir I Braln pollce sem spila á síðdegistónleikum Hins hússins. Drengir unnu Rokkstokk svo hér eru hæfileika menn á ferð. Tónleikarnir byrja kl. 17. •Klúbbar Þar sem Kringlan stækkaði I dag lil muna ætlar Fókus og Skuggabarinn að bjóða í þrusu partý á Skuggabarnum frá kl.22 til að halda upp á breyt- ingarnar. Eða, nei, frekar af því að það vantaöi gott tjútt. Elnungis þeir sem hafa boðsmlða komast inn. En það er ekkert mál að næla sér í miða. Það eina sem þarf er að mæta upp á af- greiðslu DVI Þverholti og biðja um eða hafa aug- un opin I Kringlunni þar sem þeim verður dreift. Fyrir utan það að ókeypls veigar munu fljóta I miklu mæli þá verður boðið upp á undirfatasýn- Ingu frá Cosmopolitan og Páll Óskar mun stíga á sviö og kynna nýjustu plötuna sína, Deep inside Paul Oscar, með leisersjóvi og brjálæöi. Tónlistarflug úti Nú fer hver aö verða síðastur að sjá hljóm- sveitirnar Ensimi, Quarashi og Toy Machine á sviði á meðan þær eru ennþá bara óbreytt og óþekkt íslensk bönd. Tæki- færið gefst á laugardagskvöldið úti á Reykja- víkurflugvelli í flugskýli nr. 4. Þar verða nefnilega þrusutónleikar með þessum hljóm- sveitum ásamt Gus gus og bandarísku bönd- unum Thievery Corporation og Soul Coug- hin sem og Zoe frá Danmörku. Hvað gerist með þessi fyrstnefndu bönd eftir þessa tón- leika er stór spurning því á tónleikunum verða um 50 erlendir hæfileikaspekúlantar sem eru að leita að efnilegum tónlistarmönn- um til þess að meika það á erlendri grund. Leitað að hæfileikum Meðal þeirra sem hér eru í leit að hæfi- leikafólki er EMI Publishing sem er stærsta höfundarréttarfyrirtæki í heimi. Það eru EMI og Flugleiðir sem standa að þessari upp- ákomu með dyggri aðstoð Undirtóna og Skíf- unnar. Til landsins eru væntanlegir um 600 erlendir gestir frá áfangastöðum Flugleiða í Bandaríkjunum enda menn þar í landi sér- lega spenntir fyrir því að sjá bandarísku hljómsveitina Thievery Corporation á sviði þar sem hún spilar venjulega ekki live. Hún er alveg gífurlega vinsæl og spilar rafmagn- aða Raggie-tónlist. Hin bandaríska hljóm- sveitin sem mætir til leiks, Soul Coughin, er einnig mjög vinsæl og er vel rokkuð. Danska bandið Zoe er poppað og er nýbúið að skrifa undir útgáfusamning við EMI þannig að þetta verður góð alþjóðlega blanda. Öll stóru plötufyrirtækin í Bandaríkjunum munu eiga fulltrúa á tónleikunum og flest meðalstóru fyrirtækin einnig. Auk hæfi- leikaspámannanna er væntanlegur mikill fjöldi blaðamanna og má þar nefna tónlistar- stjóra The Rolling Stones, Spin Magazine og Vogue. Ensími alveg róleg „Við vorum nú svona að grínast með það að þessir tónleikar væru bara árshátíð fyrir einhverja útUendinga," segir Jonni í hljóm- sveitinni Ensími en meðlimir sveitarinnar eru algjörlega rólegir þó þeir eigi að troða upp fyrir fuUt af fólki úr hinum stóra tónlist- arheimi. „Vissulega væri auðvitað gaman ef maður myndi meika það erlendis og gæti farið að lifa á tónlistinni en eins og er þá gerum við okk- ur ekki stórar vonir. Þessa dagana erum við aðallega að spá í nýju plötuna okkar, DMX,“ segir Jonni en hljómsveitin mun flytja bæði gamalt og glænýtt efni á tónleikunum. Tón- leikarnir byrja kl. 20 og eru miðar seldir í Flugleiðaskrifstofunum í Kringlunni og á Laugavegi. Einnig er hægt að kaupa miða í gegnum Netið á: icelandair.is eða flugfelag.is. Miðaverð er 2.500 kr. og er 18 ára aldurstak- mark. Engar vinveitingar verða á staðnum. Hvað er fegurð? Hvernig er hægt að dæma það að eitthvaö sé fallegra en það næsta? Allt er þetta auövitaö mjög afstætt en alltaf vill fólk benda á eitthvern einn og segja hann fallegast- an. Þannigverður það einmitt I kvöld á Astró. Þar fer fram fyrra kvöld Hlm 99 keppninnar, þar sem 8 strákar koma fram I tískufatnaði og nærbuxum ásamt því að fá 2 mín. á sviðinu þar sem þeir reyna að heilla salinn. Síðan hjálpast dómnefnd- in, salurinn, lesendur Se&Hör og FM-hlustendur við að velja. Fókus veðjar á ungan dreng, Valda að nafni, hann á eftir að rústa þessu. Kynnir kvöldsins er Valli Sport með Hausverk. Spotlight er kominn með lengri afgrelðslutíma svo nú er klúbburinn opinn frá 23.00 og svo lengi sem menn orka aö dilla sér á dansgólfinu. Það er enn einu sinni þemakvöld á staðnum og aö þessu sinni er þemaö: elnkennisbúningar. Allir sem mæta I einkennisbúningi á þessa uni- formnight fá fritt inn en hinir þurfa að borga 500 krónur. • Krár Vegamót á tveggja ára afmæli um mundir og af því tilefni verður lokað milli kl.21 og 23 í kvöld vegna einkasamkvæmis en strax kl.23 verður opnað með undirleik Jóel Pálssonar eðalsaxafónleikara og DJ Margelrs sem spinnar takta fýrir hann. Uppúr miðnætti sttgur svo á sviðið stór funk sveit- um helgina in Jagúar og gerir allt sveitt og vitiaust langt fram á nótt. Að sjálsögðu er frítt inn eins og venjulega og 22ja ára aldurstakmark og afmæl- isfatnaður einu skilyröin. Tll hamingju með af- mællð Vegamót! Fólkið á Kringlukránni fagnar opnun nýrrar Kringlu með því aö fá hljómsveitina B46 til sín. Þeir félagar voru einmitt að spila í gær en I kvöld ætla þeir að spila frá kl.17-20 en stuttu seinna tekur hljómsveitin Sin við og leikur alla leið frá kl.22-03. ✓ Ef þú ert ekki búinn að kíkja niður á Grand Rokk og berja hina stórmerkilegu helmlldar- mynd um staðinn augum er kominn tími til. Myndin verður sýnd I kvöld kl. 21 og kostar 500 kall inn. Eftir alla þessa gleði tekur síðan hljóm- sveitin Sólon við með megastuði fram eftir nóttu. Þetta er tilboö sem enginn ætti aö missa af: Nellýs býður alla drykki á hálfviröi og þaö út mánuðinn. Og þá meinum við alla drykki. Dans- „Á laugardagskvöldið verð ég uppi á sviði í Möguleikhúsinu þar sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir verk- ið Völin&kvölin&mölin. Þar leik ég Ijóðelskan sveitadreng sem heitir Elías og yflrgefur sveitina til þess að afla sér menntunar í Reykjavík. Eftir sýninguna verður vonandi alveg dúndurpartí þvi næsta sýning verður ekki fyrr en fímmtu- dagskvöldið þar á eftir. Ég býst við að við i leikfélaginu kíkjum í eitthvert djammið enda eigum við það fullkomlega skilið eftir strang- ar æfingar að undanfórnu. Á sunnudaginn mun ég svo líklega bara liggja heima í mínu stóra rúmi, vonandi ekki á neinum bömmer eftir sýningu kvöldsins." Unnar Geir Unnarsson áhugaleikari tónlist á efstu hæðinni. Hljómsveitin Blístró hoppar upp og lendir á Amsterdam þegar rökkva tekur. Megastuð og mikið fjör alltaf allstaðar, hvar sem er og hvenær sem er. Þeir verða Bara Tvelr sem spila á Catalínu í Kópavoginum, en prógrammið veröur ekkert verra fyrir það. Aftur eru hljómsveitin Glldrumezz mætt á stað- inn okkar allra Kaffi Reykjavík, tilbúin til aö gera allt kolvitlaust. Vegna griðarlegrar aðsókn- ar á þeirra vinsælu dagskrá á CCR um síðustu helgi hefur hljómsveitin verið ráðin á staðinn út mánuðinn. Hljómsveitin byrjar að spila á mið- nætti. Mlöaverð kr. 1000. Guðmundur Rúnar leikur til kl. 03 á Péturspöbb þar sem boltinn rúllar áfram á breiðtjaldinu, Breski píanósnillingurinn Josep OVBrian slær engar feilnótur á píanóið á Café Romance. Ró- leg og rómantísk stemming. Það verður fátt sem minnir á leiðinlegt klaustur- líf þegar Slxties spilar á Klaustrinu í kvöld. Mætið og sveiflið hempunum. Það er hinn fýrrum útvarpsmaður og poppspek- úlant af Helgarpóstinum Skugga Baldur sem þeytir sínar skífur á Álafossföt best í Mosfells- bæ. Reykur, Ijós og læti. Engir aörir en strandverðirnir i Buttercup verða í húsinu á Gauknum I kvöld. Þeir hafa eytt dag og nótt í stúdiói undanfarið og fáum við eflaust að heyra eitthvað nýtt úr þeirra smiðju i bland við þeirra roknaprógram. Lifi rokkið! í beinni á www.xnet.is Enn halda Wunderbarkauðar áfram með sitt mjöðmikla Októberfest með 5 í fötu á þúsund- kall. DJ Flnger og Dj le chef eru ný komin frá London meö nýja tónlist og sjá um að kvöldið verði ekki tónalaust hjá liðinu. Því þá fer allt til fjandans.Heimasíða Wunderbar er allineed.is Á Gullöldinnl í Grafarvogi skemmta hinir einu sönnu Svensen og Hallfunkel Gullaldargest- um til kl.3. Guilaldarfólkið lofar þvílíku stuði, ekki sfðra en um síöustu helgi. Boltinn er að venju á risatjaldi og ölið á boltaverði kr. 350, alla daga til kl.23.30. • B ö 11 Gamli karlinn veröur ekki f stiganum um helgina þvf hann fór á rjúpu en Stjórn- in massar dansgólfiö á ÞJóðleikhúskJallaran- um f kvöld. Þau ætla seint að fá nóg f Stjórn- inni en það ætti svosem að vera f lagi. Galabandiöspilar á Næturgalanum f Kópavogi, lög sem hægt er aö dansa við. Hvernig væri nú að bjóðast til að passa púdd- el hundinn fýrir aldraða frænku þfna og gefa henni tækifæri til þess að komast á ball á Broadway þar sem Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir syngja með hljómsveit- inni Elnn og sjötíu? Naustið við Vesturgötu er sem fyrr opið alla daga frá kl.18 fyrir matagesti en borðapantan- ir eru f síma 552-3030. í koníaksstofunni leik- ur Liz Gammon fyrir gesti, en þeir ættu nú að vera farnir að kannast við hana. Svo leikur Hljómsvelt Gelrmundar Valtýssonar fýrir dansi fram á rauðanótt. ©Klassík Vinsæl verk óperubókmenntanna verða flutt í Óperunni kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt og glæsileg. Rytjendur eru Elín Ósk Óskarsdótt- Ir, Rannveig Fríöa Bragadóttlr, Kolbelnn Jón Ketilsson, Kór íslensku Óperunnar og undir spilar Gerritt Schull á pfanó. Garöar Cortes stjórnar. Aðgangseyrir er kr. 2000. Karlakór Akureyrar-Geysir heldur ásamt ein- söngvaranum og verkfræðingnum Þorgeiri J. Andréssyni þrenna tónleika á Suð-vestur horn- inu um helgina. Fyrstu tónleikarnir eru f Sel- fossklrkju í kvöld kl.20. Dagskráin er tvískipt - annars vegar íslensk lög og hins vegar óperu- lög. Þorgeir Andrésson hefur getiö sér gott orð sem tenor og Karlakór Akureyrar-Geysir hefur komiö upp af miklum krafti undanfarin ár und- ir stjórn Roars Kvam og hafa gert það gott, m.a. meö Kristjáni Jóhannssyni í vor. •Sveitin Stundvíslega kl.23 hefjast stórtónlelkar box- kappans Bubba Morthens f Egilsbúð. Allir austfirðingar sem boxhanska geta valdið eru hvattir til að mæta og tuska kappann aðeins til. En þeir verða samt að vera eldri en 18 ára og með þúsundkall f vasanum. Þeir sem nenna ekki þangaö geta þá annaðhvort farið á Plzza 67 á Eskifirði þar sem er opið til kl.3 eða á Stúkuna á Neskaupsstað sem er opin jafnlengi. Þessu hafa stelpurnar í Gagganum beðið lengi eftirl 16 ára balllnu á Dátanum á Akureyri með sætu drengjunum og unghjartabræðurn- um í Skítamóral. Meðlimir sveitarinnar veröa eflaust mjög sýnilegir í bænum alla helgina þvf fyrir utan það að þeir staulist út úr heimahús- um uppúr hádegi er fyrirhugað er að taka upp myndband við lagið Myndir. ABBA-lög frá hinni 7 manna hljómsveit 8-vlllt munu hljóma á Oddvltanum á Akureyri. Hljómsveitin Hafrót spilar á Ránnl Keflavík. ✓=Fókus mælir með j =Athyglisvert $c K I • F • A ^ N Góða skemmtun Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upplýsingar í staðir á Islandi Reykjavík: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54. Keflavík: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. wSUBUUAY* I-erskleiki er okkar brai;ð. 15. október 1999 f ÓkUS 39

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.