Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Page 40
V Lífid eftir vinnu Paparnlr veröa í góðum sköpum á Mótel Vesnus við Borgarfjarðarbrúna og halda uppi írskri stemmingu fram eftir nóttu. Viský er selt á barnum. Popparinn Rúnar Þór gerir víðreist og skellir sér til Hafnar í Hornafirði og spilar á Víklnnl. Sóldógg spilar í Skothúsinu Keflavík. Flðrlngurinn mun enn eina ferðina heija á Vestmannaeyinga. Þetta er oröinn nokkuð fastur liður ■ mánaðarleg heimsókn þeirra fé- laga á Lundann. Mikið stuð - mikið gaman. Fiðringinn skipa sem fyrr þeir Björgvin Gísla- son gítarleikari, Jón Björgvinsson trymbill og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngv- ari. Það er bara verst að þeir spila ekki fyrir alla í helmlnum. Hljómsveitina Hot’N Sweet skipa Hermann mira.is SJÁÐU Á NETINU BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Simi: 554 6300 • Fax: 554 6303 Ingi Hermannsson og Birgir Jóhann Birgisson. Hot¥N Sweet er „gæða" popphljómsveit en þeir voru með lagið Lífið í spilun í sumar sem gerði það gott. Strákarnir eru á leiðinni til Eyja um helgina og ætla að trylla eyjapeyja og pæjur á skemmtistaðnum FJörunnl. •Leikhús >/Stefán Karl Stefánsson er ennþá leiðinlegur viöskiptauppi í flugvél sem fær sér 1000 eyja sósu í Iðnó. Leikritiö er samiö af Hallgríml Helgasynl og er alveg frábært í hádeginu. Það er nú oftast upppantað en það sakar ekki að tékka í síma 530 3030. Eins og hádegisleikhúsum sæmir hefst sýningin kl.12. Á Litla svlðl Þjóðlelkhússins er verið að leika dramaö Abel Snorko býr elnn eftlr Erlc Emmanuel Schmltt kl. 20. Þetta er vinsæl sýn- ing og því er nauðsynlegt að hringja í síma 551 1200 og athuga með miða. Leikfélag Akureyrar hóf fyrir stuttu sýningar á Klukkustrengjum eftir Jökul Jakobsson. Sýning- in hefst kl. 20 og síminn fyrir áhugasama er 462 1400. Bíóleikhúsið er nýjasta leikhús bæjarins. Það hefur aösetur sitt i Bíóborginni við Snorrabraut og stendur á bak við sýninguna á Kossinum eft- ir Hallgrím Helgason rithöfund. Þetta þykir fynd- ið stykki en uppsetningin sjálf er að fá æði mis- jafna dóma. Það er Hellisbúinn sem leikur þarna ásamt Radíusbræðrum, Ladda og fleirum. Sýn- ingin hefst kl. 19 og síminn er 5511384. Þjóðleikhúsið lætur heilan hóp snillinga leika og syngja söngleikinn Rent eftir Jonathan Larson í Loftkastalanum. Jonni þessi dó úr alnæmi dag- inn fyrir frumsýninguna úti og er sýningin einmitt um alnæmissjúklinga, homma, klæðskiptinga, hórur og sprautufíkla. Helgi Bjórns, Brynihldur Guðjónsdóttlr, Atll Rafn Siguröarson, Bjórn Jör- undur og Steinunn Ólína eru meðal leikenda. Þetta er því nokkuö föngulegur hópur en söng- leikurinn fær misjafna dóma. Atli Rafn og Helgi Björns standa sig samt alveg frábærlega. Sim- inn í Þjóðleikhúsinu er 551 1200 og vert að benda á þá staðreynd að sýningum fer fækk- andi. Enn er verið að spila Rommí í Rommí í Iðnó. Rommí er I fullum gangi enda er Rommí skemmtilegt. Plús það að það er sýnt kl.20.30 og í ofan á lag þá þykir þessi gamlingjasmellur bara askoti skemmtilegur. Það er meira að segja rætt um að stykkið verði sýnt I sjónvarpi þegar fram líöa stundir. Það er gaman. Endilega k 1 ú b b a r Fókus heldur allsherjar djamm á Skuggabarnum í kvöld í tilefni af opnun Kringlunnar - fullt af fríu búsl, sætar stelpur, sætari strákar og meira stuö. Húsið veröur opnað kl. 22 og þá mætir gestunum bjór og aörir eðaldrykkir. Svo er undir- fatasýning á vegum Cosmopolitan undirfata. Þaö er nú eitthvaö fyrir alla. Eftir sýninguna mætir svo Páll Óskar Hjálmtýsson og tekur sjóviö: Deep Inside Paul Oscar. Allt alvöru-Fókus- fólk ætti aö geta nálgast miða í Kringlunni eöa bara smellt sér í DV-húsiö því þar bíöa miö- ar. Engum verður hleypt inn án miöa, nema þá eftir miönætti, en þá kostar líka inn á Skugg- ann. smellið ykkur á heimasíðuna: www.ldno.is eða hringið í síma 530 3030 og pantiö ykkur miða. Á Stóra sviði Þjóðleikhússins eru þeir Örn Árna- son og Hllmir Snær Guðnason að leika farsa- kennda stykkið Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney. Sýningin hefst kl. 20 og síminn er 5511200. Leikfélag Reykjavíkur hefur sett upp nítjándu aldar dramað Vorið vaknar eftir Frank Wede- kind. Sýningar fara fram i Borgarleikhúsinu en það er einmitt kofi Leikfélagsins þessi árin og af einvherjum ástæöum er tekið fram að svona og svona lituð kort gilda á hverja sýningu. En fyrir almúgan er sýningin leikin af Friðriki Friðriks- syni og Jóhanni G. Jóhannssyni og vinum og vin- konum þeirra. Síminn í Borgarleikhúsinu er 568 8000. •Kabarett Önnur sýning á Sungið á himnum á Broad- way. Sýning þessi er flutt í minningu látinna listamanna, eins og Ellýjar Vilhjálms, Hauks Morthens, Alfreðs Clausen, Sigfús Halldórs- sonar, Jónas Árnasonar o.fl. Hljómsveit Gunn- ars Þórðarsonar sér um tónlistina en um söng- inn sjá Pálmi Gunnarsson, Guðbergur Auðuns- son, Guðrún Árný Karlsdóttir og Kristján Gfsla- son. Miðasala og borðapantanir í síma 533 1100. •Opnanir KI.20 verður opnuð sýning að Garðatorgi 7, nýbyggingu f miðbæ Garðabæjar, sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970. Sýningin er kynn- ingarsýning nýstofnaðs Hönnunarsafns ís- lands í Garðabæ, sem til var stofnað f desem- ber 1998 með samningi milli menntamála- ráðuneytisins, Garðabæjar og Þjóðminjasafns. Sjá nánar í myndlistardálki. •Síöustu forvöö Alan James sýnir málverk sín f sameiginlegu sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæö Kringlunnar gegnt Hagkaupum. Alan sýnir 8 olíumálverk og stendur sýningin er opin á venjulegum opnunartíma Kringlunn- ar en þetta er víst síðasti dagurinn og þvf er um að gera að drifa sig. •Fundir ^ Hugvísindaþing ‘99 er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er f aðalbyggingu Háskóla íslands. Frá kl. 9:30-11 er dagskráin Vestur-íslending- ar og íslensk menning. Úlfur Bragason Ph.D. skoðar „Hópmynd af íslendlngum í Milwaukee" frá árinu 1872. Hann er nefni- lega að spá f því hvað Ijósmyndir segja um sjálfsvitund og minningar vesturfaranna. Fé- lagi hans Steinþór Heiðarsson fjallar um „Golfstraum andans", hugmyndir vesturfara um áhrif vesturferða á islenskt þjóðlíf. Guðrún Guösteinsdóttir dósent fer svo f „Dagrenn- ingu vestur-íslenskrar blaðaútgáfu á ensku“. En þær eru þrjár málstofurnar á fyrrnefndum tíma og f númer tvö er fjallað um Farvegi nú- tímavæðingar á íslandi. I þessari málstöfu er fjallað um grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi á 19. og 20. öld. Málstofustjóri er Gísli Gunnarsson prófessor en snillingarnir sem koma við sögu eru Guðmundur Hálfdán- arson, Loftur Guttormsson prófessor, Ólöf Garðarsdóttir og Guömundur Jónsson lektor. En í þriðju málstofunni eru Nýjar rannsóknlr í málvísindum til umræðu. Að henni koma Jón Friðjónsson prófessor, Margrét Jónsdóttir dósent og Peter Weiss lektor. í aðalbyggingu Háskólans heldur Hugvísindaþlngið áfram frá kl. 11.30 til 13 og þær málstofur sem starfa á þessum tíma eru þrjár. Hið Skrifaða sjálf: Persónuheimildir frjallar um áhuga fræði- manna á sjálfsæfilegum skrifum. Málstofu- stjórar eru þeir Sigurður Gylfi Magnússon og Eirikur Guðmundsson en Davíð Ólafsson B.A. myndlist Árþúsunda arkitektúr eða Millennlal Architect- ure er heiti samsýningar sem sýnd er í Gerðar- safni í Kópavogl. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 -18. Nú stendur yfir, í Listasafni Kópavogs, Gerða- safni, sýning á Ijósmyndum þýska Ijósmyndar- ans Wilbert Weigend. En fyrir verk sfn hlaut Wilbert Kodak-styrkverðlaunin árið 1998. Sýn- ingin er opin á opnunartima Listasafn Kópa- vogs. Margrét Jóns listmálari er meö einkasýningu f Listasafni Kópavogs. . Listasafn íslands sýnir nú verk Stefáns Jónssonar . Hjálmar Sveinsson fjallar svo um „dauðahvötina" f öðrum sal. Þetta er yfirlitssýning á verkum sem Hjálmar valdi. Sýning- in er opinn frá kl. 14-18 . Samsýnigu stendur yfir í M Sneglu Listhúsl sem er til ** húsa á horni Grettisgötu og Klapparstígs. I. Opið alla virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-15. Páll Thayer sýnir I Gallerí oneoone á Laugavegi 48b. Sýningin ber nafnið Inni f a moll og stend- urtil 9. nóvember. Endilega að kíkja á oneoone gengið. Hönnunarsafn íslands stendur fyrir sýningu að Garðatorgi 7, nýbyggingu í miðbæ Garöabæjar, sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970. Sýnin er opin mánudaga-föstudaga kl. 14-19 og laug- ardaga-sunnudaga kl. 12-19. Listasafn Árnesinga er f góöum gír þessa stundina. Gísli Sigurðsson sýnir olfumálverk frá hálendinu ofan Biskupstungna og Slgrid Valtln- gojer sýnir Grafíkverk frá tuttugu ára ferli. Opið fimmtudaga til sunnudags milli kl.14 og 17 til 1. nóvember. í galleríinu i8 Ingólfstræti 8 stendúr yfir sýning sem ber heitið Trash/Treasure eða Drasl/Dýr- mæti. Það eru þær þýsku Ina T. og Bea T. sem standa á bak við sýninguna. Verkin á sýning- unni fjalla um ryk og ryksöfnun. Nánari upplýs- ingar á www.i8.is. Sýningin stendurtii 31. októ- ber. í Llstasafni Árneslnga sýna þau Gísli Sigurös- son og Sigrid Valtingojer verk sýn. Sigrid, sem er tékknesk, sýnir yfirlit frá 20 ára myndlistar- ferli sfnum. Gfsli sýnir verk frá Tungnamanna- frétt en þangað hefur sótt myndefni síðustu þrjátfu ár. Sýningin er opin frá kl 14-17 fimmtu- daga til sunnudaga. Aðgangur er ókeypis. Síö- asti sýningardagur 31. október. Ingibjörg Böðvarsdóttir sýnir yfirlit á æskuverk- um sfnum f Gallerí Geysi, Hinu Húsinu við Ing- ólfstorg. Sýningin stendur til 24.október. Opið er virka daga frá kl.9-17 og um helgar frá kl.14- 18. Níels Hafstein er með sýningu á textaverkum í Ganginum Rekagranda 8 kl. 17. Félag íslenskra myndllstarmanna stendur fyrir þema- og örverkasýningu i Listasafnl ASÍ viö Freyjugötu. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl 14-18. í Gerðubergl lýkur þessa helgina yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar.Þar má sjá verk allt frá árum hans f Mynd og hand - eins og Álfaskip á Eyjafirði, og nýrri verk unnin bæði hér: Stjörnugötukort 101 Reykjavfk ogfyrir er- lendan markað: Searching for Maria Magdalena in Goes. Myndlistarmaðurinn Eriing Þ.V.KIingenberg er með sýningu í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5 Reykjavfk. Sýningin er opin I sýningarsal galleri@hlemmur.is frá 2.okt - 24.okt. alla daga nema mánudaga frá kl. 14:00 - 18:00. Einnig verður hægt að skoða myndir frá sýningunni á vefsíðunni galleri.hlemmur.is Félagarnir Slgurður Þór Eliasson og Gísli Stein- dór Þórðarson, sem báðir eru einhverfir og heyrnarlausir, eru með málverkasýningu á Mokka á Skólavörðustíg. Sigurður sýnir pastel- myndir en Gísli vatnslitamyndir. Sýningin stend- ur til 5. nóvember og er opin á opnunartíma kaffihússins. Jóhanna Bogadóttirsýnir málverk f Hafnarborg. Á sýningunni eru verk sem unnin eru á síðast- liðnum þremur árum og þer sýningin nafnið „Frá Skeiðará til Sahara". Sýningin stendur til 25. október og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. 7 myndllstarkonur sýna i Sparisjóðnum Garða- torgi 1, Garðabæ. Á sýningunni eru graffkmynd- ir og málverk. Þær sem sýna eru Freyja Önund- ardóttlr, Guðný Jónsdóttir, Gunnhildur Ólafs- dóttir, Inglbjörg Hauksdóttir, Jóhanna Svelns- dóttir, Kristin Blöndal og Sesseija Tómasdóttir. Þær hafa ailar myndlistarnám að baki og hafa tekið þátt f fjölda sýninga. Þær reka ásamt 7 öðrum listakonum galleri Listakot, Laugavegi 70. Kristín Þorkelsdóttlr sýnir vatnslitamyndum í Hafnarborg menningar- og listastofnunar Hafn- arfjarðar. Sýningin ber heitið Ljósdægur er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. Hannes Scheving sýnir 30 akrýlmyndum í hús- næöi Bifreiða og landbúnaðarvéla, Grjóthálsi 1. Sýningin er oþin á afgreiöslutíma verslunarinnar. Brynja Árnadóttir sýnir pennateikningar í Kaffi Krús á Selfossi. Þetta er ellefta einkasýnig hennar og er hún opin á opnunartfma kaffihúss- ins. 7 myndlistarkonur opna sýningu í Sparisjóðnum Garðatorgi 1, Garöabæ, í dag, kl. 13-16. Nýlega opnaði málverkasýning Toila f mötuneyti Tollhússins við Tryggvagötu. Það er fyrirtækiö Mínlr menn sem gengst fyrir sýningunni. En í sumar tóku Mínir menn við rekstri nokkurra mötuneyta ríkisins eftir útboð á þess vegum. Það er listakokkurinn Magnús Ingi Magnússon sem er í forsvari fyrir Mína menn en Magnús veit af fenginni reynslu að matur og menning fer vel saman. Pétur Örn sýnir I garðinum aö Ártúni 3 á Sel- fossi og sama sýning er einnig f Danmörku og í Þýskalandi. Þetta er vfst eitthvaö ógurlega sp- eisað dæmi og virkilega flippaö. Pétur Örn er að vinna með þrjá hluti í þessum garði fyrir austan fjall. Þeir eru vél, fáni og silhouettur. Ef þiö viljið sjá sýninguna þarf að hringja í síma 482 3925. Frostl Friðriksson sýnir f Gallerý Nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Strákurinn er í útskriftar- bekk Mynd- og hand. og sýnir skúlptúr-verk sem er frekar ópólitískt. Gallerýið er opin frá 14-18 fimmtudaga til föstudaga og er Frosti sjálfur á staðnum. Þá er komið að síöustu sýningarhelgi Sænskt bein i íslenskum sokki í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3b í Reykjavfk. Sýningin er annar hluti sam- vinnuverkefnis milli Nýlistasafnsins og Galleri 54 í Gautaborg. Fyrri hluti sýningarinnar fór fram s.l. vor, en þá sýndu 9 íslenskir listamenn í Gautaborg. En á sýningunni i Nýlistasafninu sýna 6 sænskir listamenn á tveimur hæðum hússins. Sýningu belgíska listamannsins Luc Franckaert og sýningu íslandsdeildar Amnesty International f setustofu safnsins lýkur einnig um helgina.Aðgangur er ókeypis og allir vei- komnir. Nú standa yfir þrjár sýningar f Listasafni íslands. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir nokkurskonar yf- irlitssýningu sem spannar 20 ára feril og sýning- in er liður f þeirri viðleitni safnsins að sinna með sérstökum hætti þvi markverðasta sem er að gerast í íslenskri myndlist. Svo er það sýningin Nýja málverkið á 9. áratugnum og Öræfalands- lag. Á þessum sýningum eru meðal annars verk eftir Jón Óskar, Daða Guðbjórnsson, Jóhönnu Kristinu Yngvadóttur, Tuma Magnússon og Kristján Steingrím. Snjólaug Guðmundsdóttir frá Brúarlandi sýnir vefnað og flóka f Listhorninu, Akranesi. í Lónskot, norðan Hofsóss, sýnir Ragnar Lár teikningar sínar. Efni þeirri tengist þjóðsöguleg- um atburðum sem gerðust í Skagafirði. i Safnasafnlnu á Svalbarösströnd standa nú yfir níu sýningar. Sú nýjasta er sýning Hannes- ar Lárussonar á 33 ausum og fleira spennandi. í Hólum i Hjaltadal stendur yfir kirkjusýningin Heyr himnasmlður. s 40 f Ó k U S 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.