Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Side 41
■V Lífid eftir vmnu sviöið um miðnætti. og Soffía Auður Birgisdóttir kynna hugmyndir sínar. Svo er það í smiðju skáldsögunnar. Þar les Álfrún Gunnlaugsdóttir prófessor upp úr verki í smíðum, Ástráður Eysteinsson pró- fessor les upp úr Höllinni eftir Franz Kafka, Friðrik Rafnsson ritstjóri les upp helstu hug- myndir Milan Kundera um skáldsöguna og Jul- ían d'Arcy dósent sýnir fram á forníslenskar rætur Erics Linklater. í þrið Og meira af Hugvísindaþingi. Frá 14-15.30 eru reknar málstofurnar Stafræn vinnsla ís- lenskra texta 1100-1900, Dróttkvæði: mál, meöferö, samfélag og Lærðar konur. Þessar málstofur eru svildið mikið fyrir séráhugafólk nema þá kannski Lærðar konur en um þá stofu sjá Eyjólfur Kjalar Emilsson prófessor, Sigrður Pétursson Lektor og Svanhildur Ósk- arsdóttir M.A.. í lok fyrsta dags á Hugvisinda- þingi í aðalbyggingu Háskólans verður um- ræðan færð yfir á Hrollvekjur. Klukkan er rétt að verða fjögur og þeir sem eru búnir í vinn- unni geta drifið sig upp eða niður í Háskólann og hlustaö á Guðna Elisson lektor fjalla um kynlíf Drakúla, Matthías Viðar Sæmundsson um hrylling og tómhyggju eða Úlfhildi Dags- dóttir um afskræmingar og afmyndanir. Þetta er djúsí en það málstofan Bændamenning ný- aldar líka. Hún er rekin á sama tíma og þar mæta Viðar Hreinsson, Axel Kristinsson og Ámi Daníel Júlíusson. Svo eru það Gunnar Haröarson dósent en hann fjallar um sjö guð- fræðilegar umþenkingar Hallgríms Pétursson- ar. Oddný Sverristóttir dósent lætur þetta sig skipta og það gerir Halla Kjartans M.A. líka. Það verður því í stuð í Háskólanum til kl 17.30 en þá geta gestir beðiö um eiginhandaáritun hjá uppáhaldspróffessornum sínum og ef dag- urinn er vel heppnaður er möguleiki að detta I það með einhverju háskólagengi. Málfundur verður haldinn um átökin í Tsjetsjn- íu í bóksölunni Pathfinder.Klapparstíg 26, 2. hæð til vinstri, kl. 17.30. Rætt verður um af- stöðu ríkisstjórna Rússlands og Bandarikj- anna og um mikilvægi baráttunnar fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða frá sjónarhóli verka- fólks. Fundurinn, sem er á vegum Ungra sósf- alista og aðstandenda vikublaðsins Militant, hefst á erindi um málið en því næst verða um- ræður. Spor t íslandsmeistararnir í Rallý ¥98, þeir Páll Hall- dór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson mæta í nýju, glæsilegu tölvuverslunina Joyst- ick í Kringlunni kl.16. Þeir ætla að keppa f Dreamcast Sega Rally 2 en Joystick er einmitt að markaðssetja þessa nýju leikjatölvu sem er með þeim bestu á markaðnum. Hún er nú samt aldrei betri en Nintendo 64. Laugardaguí 16. október Popp Sálarsörferarnir KK og Magnús Eiríksson eru orðnir þrusu dúó og vel vanir því að troða upp saman. Þeir munu flytja gestum Kaffileikhúss- ins Óbyggðablús úr innstu sálarkimrum f kvöld kl.23. Borinn verður á borð Ijúffengur málsverður kl. 21. Þeir Kristján og Magnús gera lítið af því að spila fýrir Reykvíkinga og því hvetur Kaffileikhúsið fólk til að missa ekki af þessu frábæra tækifæri, þeir munu flytja lög af nýjum geisladiski sem kemur út fyrir jólin ásamt gömlu f bland. Hægt er að panta miða allan sólarhringinn f síma 551-9055. Herra Leroy Johnsoner svalari en nokkru sinni fyrr og mætir með það allra nýasta úr Diskó heiminum frá London. Leroy Johnson, verður að þeyta skffum í Leikhúskjallaranum í vetur. Leroy hefur verið I bransanum í tuttugu ár og meira að segja spilað á einum frægasta skemmtistað heims, Studio 54, í New York. Þannig þurfa gestir Þjóðlelkhússkjallarans ekki að örvænta, það verður gaman. Dj. Bubbles sér um að fólk svitni vel á dans- gólfinu á Spotlight. Athugið, það eru komin ný Ijós og endurbætt hljóðkerfi á staðinn. Opiö er frá 23 og fram á rauðan morgun. 500 krónur kostarinn. Það verða góðkunningjarnir Nökkvi og Áki sem sjá um að gestir Skuggans geti hrisst bossana á hinu allt of litla dansgólfi staðarins. Inngangseyrir 500 krónur. y Grand Rokk er eitt öflugasta félagsheimili drykkjumannsins - og skákáhugamannsins. Kl. 13 hefst þriðja Johnny Walker skákmótið sem Mogginn þorir ekki að kenna við kónginn heldur blandar umboðsaðilanum í málið. En Fókus er ekki hræddur við eðaldrykki á borð við Johnny Walker og segir: Skál! Ef þú ert síðan ekki búinn að kfkja niðureftir til að berja hina stórmerkilegu heimildarmynd um staöinn augum er kominn tfmi til. Myndin verður sýnd f kvöld kl.21 og kost- ar 500 kall inn. Eftir alla þessa gleði f dag tekur sfðan hljómsveitin Sólon við með megastuði fram eftir nóttu. í gær var haldið upp á afmæli Vegamóta og er því staðurinn hálf-þunnur í kvöld. En eins og sannir drykkjuboltar þekkja er ekkert betra en að fá sér nokkra afréttara til að skapa enn meiri gleði en kvöldið áður. Dj Tommi sér um að skenkja afrétturunum fram á rauða nótt. Þá er loks komið að Virkni-kvöldi á Kaffi Thom- sen. í þetta sinn er boðið upp á dúettinn Calyx sem er eitt af flaggskipum Moving Shadow, stærsta drum & bass fyrirtæki heims. Calyx eru þeir Chris Rush og Larry Cons . Þetta er fyrsta Virkni kvöldið f hálft ár þannig að það má búast við heavy tjútti. Þetta er tilboð sem enginn ætti að missa af: Nellýs býður alla drykki á hálfvirði og það út mánuðinn. Og þá meinum við alla drykki. Dans- tónlist á efstu hæðinni. Hljómsveitin Blfstró hoppar upp og lendir á Amsterdam þegar rökkva tekur. Megastuð og mikið fjör alltaf allstaðar, hvar sem er og hvenær sem er. Þeir verða Bara Tveir sem spila á Catalínu f Kópavoginum, en prógrammið verður ekkert verra fyrir það. Gildrumezz sló f gegn á Kaffi Reykjavík um síð- ustu helgi og ætlar að endurtaka leikinn f kvöld. Þeir spila aöallega lög Creedence clearwater revival. Miðaverð kr. 1000 og fer hljómsveitin á Tónlistarmaðurinn Guðmundur Rúnar leikur til kl. 03 á Péturspöbbi þar sem boltinn rúllar áfram á breiötjaldinu, Breski píanósnillingurinn Josep 0¥Brian slær engar feilnótur á pfanóið á Café Romance. Ró- leg og rómantfsk stemming. Það er hinn fýrrum útvarpsmaður og poppspek- úlant af Helgarpóstinum Skugga Baldur sem þeytir sínar skífur á Álafossföt best i Mosfells- bæ. Reykur, Ijós og læti. Hljómsveitin B46 spilar á Kringlukránni frá kl.14 til kl.20.Meölimir B46 eru G.R. Lúðvfksson, Stefán Pétursson, Páll E. Pálsson og Þorstein Pétursson. Síðan tekur hljómsveitin Sín við og leikur frá kl.22-3. Allt að gerast i Kringlunni. Æ, óheppinn. Getur ekki farið á Wunderbar fyrr en kl.23.30 vegna einkasamkvæmis. Hvur and- skoti? Annars sér Dj Finger, nýkominn frá London, um tónaflóðið í kvöld. Októberfestið er f algleymi, fata með 5 á þauskraun. Heimasíða Wunderbar er allineed.is. Á Gullöldinni f Grafarvogi skemmta hinir einu sönnu Svensen og Hallfunkel Gullaldargestum til kl.3. Gullaldarfólkið lofar þvflíku stuði, ekki sfðra en um sfðustu helgi. Boltinn er að venju á risatjaldi og ölið á boltaverði kr. 350, alla daga til kl.23.30. Böll Er nokkuð réttlæti í þvf að Kópavogsbúar þurfi alltaf að taka taxa niður f miðbæ til þess að fara út að skemmta sér? Hvernig væri nú að við hin sýndum smá lit á móti og sæktum •Klúbbar •Krár Landsbanki islands æsa: Ijoð um stníð lára slefánsddttíp pars dpo toto TÓNLIST) GUÐNI FRANZSON LEIKHÖFUNDUR ÞÓR TULINIUS Aðalsamstarfsaðiii fslenski dansflokkurinn Borgarleikhúsinu www.id.is Miðasala 568 8000 næstu sýningar: föstudagur 22. október sunnudagur 24. október takmarkaður sýningafjöldi Afsláttur fyrir Námu- og Vöröufélaga Landsbankans og TALsmenn Tónlistin úr sýningunni veröur fáanleg á geisladiski TONLIST) SKARREN EKKERT maðurinn er alltaf einn álöf ingálfsdáttir CfÓNLISf) HALLUR INGÓLFSSON 15. október 1999 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.