Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
Fréttir
„Viöræöuáætlun" aöila vinnumarkaðarins stenst ekki:
Samningamál í lausu lofti
- engar viöræöur hafa fariö fram um endurnýjun kjarasamninga
DV, Akureyri:
Þótt þau tímamörk hafi verið í
síðustu viku að svokallaðir aðilar
vinnumarkaðarins hafl átt að vera
búnir að setjast niður og kynna sínar
hugmyndir vegna endurnýjunar kjara-
samninga, bólar ekki neitt á neinu í þá
áttina. Viðsemjendur eru sem sagt,
eins og svo oft áður, þegar orðnir á eft-
ir áætlun strax í upphafi, sem mörgum
þykir ekki lofa góðu um framhaldið.
Málefni Verkamannasambands ís-
lands hafa verið nokkuð í sviðsljósinu
að undanfómu, ekki síst vegna þeirrar
ákvörðunar stóra aðildarfélaganna
þrigga við Faxaflóa að snúa baki við
VMSÍ-forustunni og sjá sjálf um sína
samninga i sameiningu. Þetta eru EfL-
ing stéttarfélag í Reykjavík, Verka-
mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði og
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavík-
ur. Þótt hér sé einungis um þrjú félög
að ræða segir það ekki háffa söguna,
því innan þessara þriggja félaga er yfir
Frá undirritun síðustu kjarasamninga. Þar var samþykkt viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamningsins sem
þegar hefur verið brotin.
Björn Grétar Sigurður T. Sig-
Sveinsson, for- urðsson, for-
maður VMSI.
„Flóamenn"
treysta
ekki.
maður Hlífar, er
talinn upphafs-
honum maður að Flóa-
bandalaginu.
helmingur alira félagsmanna innan
VMSÍ. Talsmenn verkalýðsins á lands-
byggðinni tóku þessum tíðindum illa
og segja þau veikja mjög samnings-
stöðu þeirra.
Áfall VMSÍ-forustunnar
Það er að sjálfsögðu áfall fyrir
VMSÍ-forustuna að flóafélögin þrjú
skuli hafa valið þessa leið og ekki er til
að bæta ástandið að háværar raddir
eru uppi þess efnis að ástæða fyrir
flóabandalaginu sé fyrst og fremst sú
að forsvarsmenn félaganna þriggja
treysti ekki VMSÍ-forustunni og bein-
línis vantreysti Bimi Grétari Sveins-
syni, formanni VMSÍ, til að leiða
samningaviðræðumar.
Uppákomur eins og þessi em að
sjálfsögðu ekki til þess fallnar að flýta
fyrir samningaferlinu en viðræðuáætl-
un átti að liggja fyrir 15. október eða
fjóram mánuðum áður en núgildandi
kjarasamningar renna út 15. febrúar.
Formaður VMSÍ hefúr reyndar viðrað
þá hugmynd, eflaust eftir að hafa
kynnt hana að einhveiju leiti meðal
viðsemjenda, að fresta gerð nýs kjara-
samnings í allt að einu ári, að þvi til-
skyldu að um sérstakar launahækkan-
ir verði að ræða tvívegis á tímabilinu
frá því núverandi kjarasamningur
rennur út og þar til samið verður.
Þótt enn sé þetta aðeins hugmynd,
má segja að þetta sé nánast það eina
sem hinir svokölluðu aðilar vinnu-
markaðarins hafa lagt fram. Menn
hafa jú við ýmis tækifæri tautað í
barm sér ýmsa gamla „frasa“ eins og
t.d. að varðveita þurfi stöðugleikann,
viðhalda þurfi kaupmætti og ýmislegt
fleira i þeim dúr.
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu-
sambands íslands, hefur reyndar lagt
sérstaka áherslu á stöðugleikann og
ummæli hans um 3-5% svigrúm til
launahækkana vöktu athygli. Formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins mun hafa
talað í svipuðum tón. Einn viðmæl-
enda DV sagði varðandi þetta að for-
seti ASÍ hlyti þama að vera að túlka
skoðanir „einhverra hagfræðinga",
þetta væri ekkert nálægt því sem hinn
almenni verkamaður vildi sjá eftir
næstu samninga.
Aðrir semji fyrst
Þing Verkamannasambands íslands
verður haldið í næstu viku og verður
að reikna með að þar verði lokið við
kröfugerð fyrir komandi samninga,
eða a.m.k. að meginlínurnar verði
lagðar. Það kemur mörgrnn spánskt
fyrir sjónir að þegar innan við 4 mán-
uðir era þar til kjarasamningar renna
út skuli mál ekki komin lengra en
raun ber vitni og það kann að benda til
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
þess að ýmislegt eigi eftir að ganga á
áður en til nýrra samninga kemur.
Markmiðið með hugmyndinni um
frestun kjarasamninga VMSÍ og við-
semjenda þeirra mun ekki hvað síst að
stuðla að því að nú gangi aðrar stéttir
þjóðfélagsins frá sinum málum fyrst
en komi ekki i kjölfar almennra samn-
inga og semji um meiri hækkanir, eins
og gerst hefur ítrekað. Verkalýðsfor-
kólfar sem DV ræddi við töldu margir
að þetta væri klókt útspil en áréttuðu
þó að þeir væra ekki búnir að sjá við-
semjendur segja já og amen við þess-
um hugmyndum. Fleira héngi nefni-
lega á spítunni, eins og t.d. það að ná
tO baka verulegum hluta þess sem
verkalýðurinn hafi tapað gagnvart öðr-
um stéttum og þá væri það stóra mál-
ið að ná til sín stærri bita að kökunni
sem til skiptanna er, en áður hafi
gerst.
Allt í lausu lofti
Nokkur hluti verkalýðsforustunnar
mun fremur kjósa það að í næstu
samningum verði samið um krónu-
töluhækkanir. Að öllum líkindum er
þó ekki samstaða um það innan forast-
unnar frekar en svo margt annað og
talið líklegra að menn haldi sig við
gömlu leiðina, prósentuhækkun. En
þegar kemur að því að ræða hvað sú
prósentuhækkun gehu orðið mikil, er
fátt um svör. „Félögin eiga hreinlega
eftir að móta sínar kröfur, þetta er allt
í lausu lofti enn þá,“ segir einn for-
ustumaður innan verkalýðshreyfing-
arinnar, og era það orð að sönnu.
Staðan þegar innan við fiórir mán-
uðir eru eftir af gildistíma núverandi
kjarasamninga er því þannig að nán-i
ast ekkert hefur verið lagt fram þótt
komið sé fram yfir tímamörk. Verka-
lýðsforastan er klofin og virkar vægast
sagt hikandi. Frá atvinurekendum
heyrist hvorki hósti né stuna. Þetta
þykir mörgum ekki glæsileg staða.
Gullið tækifæri
Það eru 12 dagar þar til
veitingastaðnum Keisar-
anum við Hlemm verður
lokað. Þá lýkur afar
merkilegum kafla í svall-
sögu borgarinnar en Keis-
arinn hefur löngum verið
griðastaður kynlegra
kvista, fyllibyttna, fanta
og þeirra sem stunda ljós-
fælna atvinnu. Nágrannar
Keisarans, með kaupmenn
og talsmenn opinberra
stofnana í fylkingar-
brjósti, hafa fengið sínu
fram og keypt Keisarann
dýrum dómum af Margeiri
Margeirssyni vejtinga-
manni. Margeir fékk
reyndar ekki það sem
hann vildi fyrir slotið, 60
milljónir, en segist geta
vel við unað. Það þýðir þá
væntanlega að hann hafi
fengið einhvers staðar í kring um 50 millur.
Síðustu dagana sem Keisarinn verður við lýði
má búast við stanslausri kveðjuveislu. Mörg tár-
in verða þá felld og margt glasið tæmt í botn. En
Dagfara kæmi ekki á óvart þó veitingamaðurinn
glotti út í annað þar sem hann afgreiðir tárvota
kúnnana. Óhætt er að fullyrða að Margeir Mar-
geirsson hafi ávaxtað sitt pund betur en nokkur
....
'%ÁJT7
verðbréfadrengur getur nokkurn tíma látið sig
dreyma um. Að fá tugi milljóna fyrir stað eins og
Keisarann er nokkuð sem fáir leika eftir.
Dagfari hefur engar spurnir haft af framtíð
fastakúnna Keisarans. Lögreglan mun ekki allt of
ánægð með stöðuna enda gengið beint að meint-
um brotamönnum við barinn hjá Margeiri. Og sú
snilldarhugmynd að lögreglan taki að sér rekst-
urinn í húsnæði sínu við Hverfisgötu hefur feng-
ið takmarkaðar undirtektir. Lögreglan sér ekki
snilldina í að hafa meinta brotamenn innan seil-
ingar og geta lagað fiárhagsstöðu embættisins um
leið.
En einhvers staðar verða vondir að vera. Sú
staðreynd hefur haldið vöku fyrir mörgum veit-
ingamanninum við Laugaveg og í Kvosinni. Þeir
óttast að fastakúnnar Keisarans taki upp á þeirri
ósvinnu að hanga inni á gafli hjá þeim, fæli þá
kúnna sem fyrir eru í burtu og veki ótta og reiði
saklausra nágranna. Margeir sjálfur, sem á spila-
búlluna Mónakó við Laugaveg, hyggst segja alveg
skilið við gamla Keisaragengið. Hann ætlar sjálf-
ur standa í dyrunum og meina því inngöngu á
Mónakó. Og starfsbræður hans niður eftir öllum
Laugavegi ætla að ráða sér dyraverði svo engin
Keisarabytta ráðist inn hjá þeim.
Dagfari er svolítið skilningsvana gagnvart
þessum ótta við Keisaraliðið, finnst veitinga-
menn við Laugaveg hafa takmarkað bisnissvit.
Væri Dagfari veitingamaður við Laugaveg myndi
hann mæta í kveðjuveisluna á Keisaranum og
bjóða alla velkomna til sín. Það er ekki nóg með
að Keisaraliðiö myndi tryggja jöfn og mikil við-
skipti allan liðlangan daginn heldur yrðu tekj-
urnar fljótar að ávaxta sig. Ekki liði á löngu áður
en nágrannar, með talsmenn banka og ríkmann-
legra verslana í fylkingarbrjósti, myndu bjóða
tugi milljóna fyrir staðinn til þess eins að losna
við Keisaraliðið. Veitingamenn við Laugaveg eru
að missa af tækifæri lífs sins. Dagfari.
sandkorn
Johnsen á skeiði
Fjárlaganefnd Alþingis var á ferð
i Stykkishólmi á dögunum og skoð-
aði þar ný íþróttamannvirki og
fleira. Þegar komið var á íþrótta-
völlinn kom keppnisskapið upp í
þeim Hjálmari Jóns-
syn og Kristjáni
Pálssyni sem sam-
mældust um að
„taka karlinn“ í 100
metra hlaupi. Karl-
inn var enginn ann-
ar en Árni John-
sen, gömul íþrótta-
kempa sem mun
einhvern tima hafa hlaupið 100
metrana á 11 sekúndum. Skemmst
er frá því að segja að Árni, þrátt
fyrir mikla líkamsburði, malaði þá
nefndarbræður i hlaupinu. Var eft-
ir því tekið hve hnarreistur Árni
var á skeiðinu og haft á orði að
gamli hlaupagikkurinn Michael
Johnson hefði örugglega lært ýmis-
legt af Johnsen í hlaupakúnstum...
Fjöldasárindi
Árni Þór Sigurðsson sagðist i
viðtali við Dag ekki sjá foringja í
framvarðasveit Samfylkingarinn-
ar. Þá sagði Margrét Frímanns-
dóttir að hann léti svona af því að
hann hefði tapað prófkjörum í
borgarstjórnar- og alþingiskosning-
um og væri kannski
sár. Þegar Ólafur
Magnússon, Sólar-
maður í Hvalfirði,
gagnrýndi skoðun
eða öllu heldur skoð-
anaskipti Sivjar
Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra á
umhverfismati
Fljótsdalsvirkjunar
sagði hún að svona léti hann bara
af því að hann hefði ætlað sér
meiri frama í pólitíkinni en ekki
fengið, og orðið sár. Nú siðast gagn-
rýndi Sigfús Ægir Árnason R-list-
ann fyrir slaka frammistöðu í
kennaramálum. Sigrún Magnús-
dóttir sagði að hann hefði barist
harkalega í prófkjöri en náð slæleg-
um árangri. Þess vegna væri hann
líklega pirraður. Var einhver að
tala um eftirtíðaspennu...?
Frestað?
Storminum um hið umdeilda
lagafrumvai-p um gagnagrunn á
heilbrigðissviði virðist nú vera að
lægja. Búið er að
ákveða að gerður verð-
ur gagnagrannur.
Fresturinn sem fólk
hafði til að segja sig
úr gagnagrunninum
er úti og íslensk
erfðagreining er nú
alfarið í eigu ís-
lenskra aðila. Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra getur því andað léttar, a.m.k.
enn um sinn. En nú heyrist það
hins vegar úr heilbrigðisráðuneyt-
inu að fresta eigi gerð gagna-
grunnsins. Þar á bæ er mönnum
uppálagt að láta það ekki heyrast
út í þjóðfélagið enda mikið í húfi
fyrir stærstu hluthafa fyrirtækis-
ins...
Stórlaxar í Eldhúsinu
Hin nýja Kringla opnaði með
pompi og pragt á fimmtudag. Með-
al fyrirtækja í hinni
nýju Kringlu er veit-
ingastaðurinn Eld-
húsiö sem var með
opnunarhóf á fóstu-
dag. Þar mátti sjá
ýmsa þekkta
einstaklinga. Með-
al þeirra voru
Lilja Pálmadótt- _____
ir, eitt Hagkaupssystkinanna, Árni
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
og Hallur Helgason leikhússtjóri.
Meðal þeirra sem koma að rekstr-
inum eru Viktor Sveinsson, sem
gerði garðinn frægan á Búðum,
Ingvar Þórðarson athafnamaður
og Björn Ársæll Pétursson hjá
Marel...
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkom @ff. is