Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Fréttir Vinstri-grænir með fljúgandi fylgi og fólk flykkist að: Ótti við gömlu harðlínukommana - þrátt fyrir syngjandi gleði meðal flokksmanna „Grunnurinn hefur verið lagður og það er stórkostlegt að fa niðurstöðu eins og þá sem fyrir liggur strax í okk- ar fyrstu kosningum," sagði Steingrím- ur J. Sigfusson, alþingismaður og for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þegar úrslit alþingiskosn- inganna lágu fyrir í vor. Steingrímur gat verið ánægður, hinn nýi flokkur „hans“ vann stórsigur og skartaði að kosningunum loknum 6 alþingismönn- um. Það lá orðið nokkuð ljóst fyrir þeg- ar nær dró kosningunum að Vinstri- grænir myndu koma að a.m.k. einum þingmanni á Norðurlandi eystra þar sem Steingrímur leiddi sjáifur lista flokksins, flestir gerðu því skóna að flokkurinn fengi mann kjörinn í höfuð- borginni en margir töldu að þetta yrði allt og sumt. Niðurstaðan var því stór- sigur. Það spáðu ekki ailir vel fyrir Stein- grími þegar hann sagöi skilið við sinn gamla flokk, Alþýðubandalagið, og blés í herlúðra. Steingrímur gat ekki sætt sig við gang mála varðandi samruna- ferii flokks sfns við Alþýðuflokkinn og Kvennalistann undir merki Samfylk- ingarinnar. Steingrímur og félagar hans létu hins vegar hrakspár ekkert á sig fá og hófu strax það „ferli" sem þarf til að byggja upp stjómmálasam- tök á landsvísu. Heilbrigðis- vottorð Skoðana- kannanir sýndu strax eitthvert fylgi við þessa hreyfingu sem staðsetti sig lengst til vinstri í ís- Steingrímur J. Sig- lenskri póli- fússon, hinn óum- tík. Lengi vel dei|di ieiðtogi VG. mældist fylgið 5-5% en mörgum virtist ljóst að kosn- ingamar gætu skilað meim og Stein- Frá landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - grímur, sem fór fyrir sínu fólki og fór nánast hamfórum í kosningabarátt- unni, var bjartsýnn. Hvergi var byrinn reyndar meiri en í kjördæmi hans, Norðurlandi eystra, og þar áttu heldur betur tiðindi eftir að líta dagsins ljós þegar talið var upp úr kjörkössunum aðfaranótt 9. maí. í stuttu máli sagt fékk flokkurinn 9,1% atkvæða á landsvísu. Á Norður- landi eystra fór fylgið í 22% og Ámi Steinar Jóhannsson fylgdi Steingrími inn á Alþingi. í Reykjavík fékk flokk- urinn einnig tvo menn, Ögmund Jón- asson og Kolbrúnu Halldórsdóttur, á Norðurlandi vestra 9,4% og Jón Bjamason kjörinn, á Austurlandi 11% og Þuriði Bachmann kjöma. Verr gekk í öðrum kjördæmum, s.s. á Reykjanesi þar sem flokkurinn mætti mótlæti og fékk einungis 5,9% en lökust var út- koman á Suðurlandi eða aðeins 2,9% atkvæða. Niðurstaðan var mikill persónuleg- ur sigur Steingríms J. en nú tók alvar- an við. Af 6 þingmönnum Vinstri- grænna vora fjórir nýliðar á Alþingi Kröftugur þingflokkur græns framboðs á Akureyri um helgina. þannig að menn þurftu að vinna heimavinnuna sína áður en þingið yrði kallað til starfa. Þegar ný framboð hafa náð fylgi hef- ur tilhneigingin gjaman verið sú að það fylgi hefur tekið að dala strax að kosningum loknum. Þetta hefúr ekki orð- ið raunin varðandi Vinstri-græna. í skoðanakönnun DV í september sl. fékk flokkurinn 9,8% eða 0,7% hærra en kjör- fylgið. í skoðana- könnun DV fyrir helgina gerðust svo enn tíðindi þegar Vinstri-grænir fengu atkvæði 14,5% þeirra sem afstöðu tóku og skaut Framsóknarflokknum m.a. aftur fyrir sig. Þessar tölur í kosningum myndu þýða að flokkurinn fengi 9 þingmenn. Með þetta í veganesti ásamt að því er virðist öflugu starfi á Alþingi og í a.m.k. sumum kjördæmunum var svo blásið til landsfundar flokksins á Ak- ureyri um helgina. Menn velta því tals- vert fyrir sér hver muni verða framtíð Vinstri- grænna. Þeir sem spá ekki vel fyrir Stein- grími og félögum segja gjaman að Steingrímur sjálfúr sé allt of sterkur innan flokksins til að hann geti orðið ianglíf- ur og benda gjaman á Albert Guðmundsson og Borgaraflokkinn og Þjóðvaka og Jóhönnu Sigurðardóttur máli sínu til stuðnings. Þeir spá því líka, þrátt fyrir syngjandi gleði meðal flokksmanna, að áður en mjög langt um líður DV-mynd gk skerist í odda innan flokksins, gömlu harð- línukommamir muni fara að láta meira á sér kræla og þá fari nú að fara um suma. Vinstri-grænum varð ýmislegt að vopni fyrir kosningamar i vor. Eitt var t.d. vandræðagangurinn sífelldi á Samfylkingunni sem hvergi varð augljós- ari en á Norðurlandi eystra þar sem við lá að fylkingin klofnaði áður en „handraðað" var í efsta sæti listans gegn úrslitum próf- kjörs. Á þessu græddu engir meira en Vinstri-grænir. En það er staðreynd sem ekki verð- ur neitað að flokkurinn hefur haldið vel á sínu og alþingismannaliðið virð- ist vera samhent og kröftugt. Það hef- ur a.m.k. ekki borið minna á 6 þing- mönnum Vinstri-grænna i stjómar- andstöðunni en 19 þingmönnum hinna stjómarandstöðuflokkanna. Hversu lengi verður svo verður framtíðin hins vegar að leiða í ljós. Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Sjálfvirk einkavæðing Ríkisútvarpið er gróin stofn- un meðal þjóðarinnar sem nýtur virðingar enda greiða íslending- ar tvö þúsund kall á mánuði til að ekki verði röskun á rekstrin- um. Ákveðinn hópur nískupúka hefur um áratugaskeið séð eftir þessum smáaurum sem meiri- hluti þjóðarinnar greiðir bros- andi 12 sinnum ári. Samkvæmt þessu greiðir sá sem einn hefur afnot af Sjónvarpi, Útvarpi eða Textavarpi rétt tæpar 25 þúsund krónur árlega. Þannig má reikna með að sá hinn sami borgi aðeins rúma milljón króna á lifsleiðinni. Sú upphæð er að vísu fyrir skatta en fyrir þá nautn að hlusta ævilangt á Rás 1 greiðir meðvitaður einstakling- ur aðeins sem nemur tveim milljónum króna af ævilaunum. Nú hefur spurst út að Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra sé að pukrast við það í ráðuneyti sínu að semja framvarp um afnám skyldugóð- verkanna. Fái ráðherra sínu framgengt er víst að gíróseðla Rásar 1 verður ekki lengur að finna innan um gíróseðla Krabbameinsfélagsins og Hjálparstofnunar kirkjunnar sem gera út á sömu mið og Ríkisútvarpiö. En eitt er það sem ráðherrann hefur enn ekki uppgötvað. Það er nefnilega risin upp hreyfing meðal æðstu embættismanna RÚV um tafarlausa einkavæðingu í stuttum skrefum. Hugmynda- fræði embættismanna Útvarpsins er einfóld og skýr og til fyrirmyndar. Þeir hafa í rólegheitun- um byrjað að selja einingar Útvarpsins. Eftir mikil fundahöld var ákveðið að byrja á Morgun- útvarpi Rásar 2. Gengið var til samninga við eig- endur Kringlunnar um að þeir ættu ákveðnar klukkustundir, gegn gjaldi, sem þeir gætu ráð- stafað að vild. Nú er þrýst á ráðherra útvarps- mála að haga lagasetningunni i samræmi við hið nýja fyrirkomulag og sníða lögin eftir lagabálki um fiskveiðistjómun sem hefst svo: Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinn- ar. Þannig vilja einkavæðingarmenn að 1. grein laga um útvarp hljóði svo: Ríkisútvarpið er eign islensku þjóðarinnar. Síðan kæmu nokkrar greinar sem heimiluðu að íslenska þjóðin treystu valinkunnum mönnum til að leigja útsendingar kvóta gegn ströngum reglum. Þar með væri hægt að einfalda álla innheimtu útvarpsgjalda. Versl- unareigendur og aðrir sem til þess eru fallnir leigja einfaldlega ákveðnar klukkustundir og ákveðna efnisþætti sem tækju fljótlega á sig verð markaðarins. Almenningur þyrfti ekki lengur að paufast meö gíróseðla en greiddi gjaldiö með mjólkinni og brauðinu. Víst er að samtengdir fréttatímar yrðu dýrasti kvótinn og næturútvarp- ið að sama skapi ódýrast. Þetta er eins og gerist í slorinu; þorskkvótinn er dýrastur en homsílin utan kvóta. Allt útsendingarefni má selja en ljóst er að árstíðabundið yrði hversu hátt hver mínút- an yrði metin. Aðstandendur útihátíða munu ör- ugglega slást um veðurfréttatímana sem þannig tækju á sig hátt kvótaverð. Handhafar útsending- artimans hefðu þannig vald til að fella niður óheppilegar veðurspár eða undirstika rækilega þær sem bera í sér réttar niðurstöður. Allir sjá hversu sterkt yrði að enda sólskinsspá á Norður- landi á eftirfarandi: þetta veður er í boði Halló Akureyri sem býður fólki að leggja undir sig bæ- inn um helgina. Dagfari Hjálmar í ónáð Hugmyndir Hjálmars Jóns- sonar , formanns landbúnaðar- nefndar Alþingis, um breyttar áherslur í sauðfjárrækt hafa valdið hrolli meðal framsóknarmanna á Suðurlandi. Þeir telja dagljóst að Hjálmar ætli með þessu að útrýma sauðfjárbúskap í hinum blómlegu sunnlensku sveit- um. Fyrir óá- nægðum fram- sóknarmönnum fer al- þingismaðurinn ísólfur Gylfi Pálmason. Nú era uppi sterkar raddir meðal Framara um að leiðtogi þeirra Guðni Ágústs- son gripi til hefhda gegn þing- manninum og hætti að hugsa um hestamiðstöð í Skagafirði, heima- sveit Hjálmars ... Himinlifandi grænir Það ríkir hátíöastemning með- al Vinstri-grænna þessa dagana eftir að skoðanakönnun DV sýndi þá stærri en sjálfan Fram- sóknarflokkinn. Flóttinn frá Sam- fylkingunni þang- að sem grasið er grænna hefur þó valdið nokkrum áhyggjum í herbúðum sigur- vegaranna. Það eru nefnilega ekki aðeins græningjar af hug- sjón sem streyma inn í flokkinn því með þeim fljóta gömlu aust- antjaldskommamir sem þykja líklegir til aö menga málstaðinn með gömlum úreltum lummum um alræði öreiganna ... Hér opna ég Það hófst fyrir alvöm í sam- gönguráðherratíð HaUdórs Blöndals að ekki mátti opna vegar- spotta á lands- byggðinni með bundnu slitlagi öðru vísi en að ráðherra mætti á svæðið að klippa á borða eða af- hjúpa minnis- varða. Varð frægt þegar Halldór „opnaði“ þjóðveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar margsinnis eftir því sem bundnu slitlagsköflunum fjölgaði, og höfðu margir gaman af. Sturla Böðvarsson, núver- andi samgönguráðherra, ætlar ekki að vera neinn eftirbátur for- vera síns hvað þetta varðar, og „opnar“ í gríð og erg, síðast fyrir nokkrum dögum smákafla á leið- inni úr Skagafirði til Siglufjarðar sem loksins var bundinn slitlagi. Og ekki dugði minna til en kalla á staðinn þingmenn, sveitar- stjómarmenn og fjölmiðla, en þeir leika auðvitað lykilhlutverk- ið í þessum „opnunum". f hátíðaskapi Ræða Davíðs Oddsonar for- sætisráðherra á Hólahátið í haust vakti mikla at- hygli eins og ræður Davíös gera svo oft. Menn túlkuðu ým- islegt sem hann sagði á ýmsan hátt, sumir þótt- ust hneykslaðir og aðrir glaöir eins og gerist. Á hagyrðingakvöldi fjarðarsveit var eitthvað minnst á þessa miklu ræöu og Björn Ing- ólfsson, skólastjóri og hagyrðing- ur á Grenivík, hafði þetta til mál- anna að leggja: Þaó er óþarfi aó lúta eins og api þótt úrtölumennirnir gapi yfir rœöunum hans þessa ráósnjalla manns þegar hann er í hátíöaskapi. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.