Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Ummæli -SA Sjoppukallar viroast líta á það sem alveg sama karríerinn að selja hitt og þetta og að segja frétt- irnar. Þeir vilja meira að segja fá að vera áfram í Blaðamannafé- laginu eftir að þeir eru orðnir sölumenn í sjoppum, þó sjoppurnar þeirra selji markaðsráðgjöf en ekki sleikibrjóstsykur." Iliugi Jökulsson um kynn- ingar- og markaðsfulltrúa, á Rás 2. Lítil mús „Það má segja um þetta mál að „fjallið hafi tekið jóð- sótt og fæðst lítil mús“.“ Alfreð Þorsteinsson borgar- fulltrúi um innkomu Hrann- ars B. Arnarsson í borgar- stjórn, í Degi. Þjóna ekki hags- munum fólksins „Mér finnst merkilegt hvernig stjómvöld hafa tekið á málinu nú. Þau hafa niðurlægt þá rannsóknarstofn- un sem heldur þessu fram í stað þess að þjóna hagsmunum fólks í landinu með því að segja: Ekkert verður sparað til að kanna málið ofan í kjölinn.“ Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur um fréttir af kjarnorkuvopnum á ís- landi, í Degi. Snobb „Ástæðan fyrir því að ég segist ekki vita hvað snobb er er líklega sú að ég gruna sjálf- an mig ansi oft um að vera snobbaður." Bragi Ólafsson skáld, í Fók- usi. Stjómendur innan húss og utan „Menn hafa rætt það, með- al annars í þingflokkum, að það þurfi að taka á stjórnunar- vanda RÚV. Þar eru greinilega of margir stjórn- endur bæði inn- an húss og utan.“ Hjálmar Árnason alþingis- maður, í Degi. Hildur Ellertsdóttir, kennari og formaður norræna félagsins á Suðumesjum: Margt sem við getum verið stolt af DV, Suðurnesjum: „Þetta er félag áhugamanna og því er einkum ætlað að efla norrænt sam- starf í félags-, menningar- og umhverf- ismálum," segir nýkjörinn formaður norræna félags- ins á Suður- nesjum, Hildur Ellertsdóttir. „Við erum fólk úr ólíkum hópum þjóðfélagsins sem kemm saman og vill stuðla að því að hin samnorrænu menningargildi fái að njóta sín.“ Deildin á Suðurnesjum var stofnuð 1956 og eru félagsmenn nú um 70 tals- ins. Síðustu tólf ár hefur félagið tekið á móti og sent til vinabæja á Norður- löndum á annað hundrað ungmenni. „Þetta hefur skapað ómetanleg tengsl milli einstaklinga sem jafnvel hefur orðið varanlegur vinskapur og fólk finnur þessa samkennd." Nú fer í hönd norræn bóka- safnsvika sem ber yfirskriftina í ljósa- skiptunum - þjóðsögur og sagnir fyrr og nú: „Þetta er þriðja árið sem þessi vika er haldin og er hún samstarfs- verkefni Norrænu félaganna og PR- hópa norrænna bókasafna. Verkefnið hefur verið styrkt af Norrænu ráð- herranefndinni og bókavarðafélögum Norðurlandanna og bókavikan er stærsti norræni menningarviðurburð- ur sem hefur verið haldinn." Hildur segir félaga í Suðumesja- deild Norræna félagsins vilja stuðla að meiri samskiptum milli nemenda- hópa og kennara og að nú bjóðist styrkir hjá félaginu sem gætu nýst t.d. dönskukennurum til þess að auka samstarf og kynni milli skólafólks á Norðurlöndum. „Við erum afskaplega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá bæjaryfirvöldum svo og ýmsum fyrirtækjum hér á svæðinu sem hafa styrkt okkur vel í gegnum árin.“ Hildur er grunnskólakennari að at- vinnu og hefur kennt við Myllubakka- skóla frá árinu 1975. „Ástæðan fyrir þess- ari löngu veru minni við þann skóla er meðal annars góður samstarfsandi og það er sterkur hópur sem vinnur þar að sameiginlegu markmiði. Við erum núna að ganga í gegnum merkilegt tímabil því nú kennum við í fyrsta sinn öllum árgöngum grunnskólans frá 1. til 10. bekkjar. Hildur segir að lítið komist að af áhugamálum utan kennslunnar en hún sito í stjórn Kennarasambands íslands. „Þetta ber eiginlega allt að sama brunni, áhugamálin tengjast mikið kennslu. Síðan eru það samveru- stundir með fjölskyld- unni. Við reynum að hafa það gott saman þegar stundir gefast þó við séum nokk- uð tvístruð um þessar mundir." Hildur er Reykvíkingur og alin upp í Laugames- inu. „En ég vil fyrir eng- an mun skipta á þvi að búa hér á Suðurnesjum og í Reykja- vík. Það er stutt Maður dagsins allar áttir og það er svo ótalmargt hér um slóðir sem við getum verið stolt af, t.d. þessi faílegi bær. Hér hefur verið mikið gróðursett og lagðir göngustígar og ýmis önmn uppbygg- ing.“ Eiginmaður Hildar, Sævar Árna- son, er trésmiður og starfar núna við Vatnsfellsvirkjun. Synimir tveir eru fluttir að heiman. „Öm Úlfar er ís- lenskufræðingur og starfar á auglýs- ingastoíúnni Gott fólk, síðan eigum við tvítugan son, Ellert, sem er að læra flugvirkjun í Bandaríkjunum og yngst er Aldís Ósk, sem er 14 ára og nemandi í Heiðar- skóla.“ -AG Sigurlín Grímsdóttlr hengir upp málverk. Gallerí Garður: * Vatnslita- myndir Sig- urlínar t Galleri Garði, Miögaröi, Selfossi, sýnir um þessar mundir vatnslitamyndir, Sigurlín Grímsdóttir. Myndirnar eru allar unnar á haustmánuðum og er yrk- isefniö nánasta umhverfið þar sem hún reynir að gera hið hversdagslega og hverf- ula að myndrænni minn- ingu. Undirstöðu myndlist- arinnar hefur Sigurlín við- að að sér á námskeiðum og i skólum en hún hefur með- Sýningar al annars tekið módelteikn- ingu í tvo vetur i Myndlista- skóla Reykjavíkur og er þar nú 1 vatnslitun. Þetta er átt- unda einkasýning hennar, en auk þess hefur hún tekiö þátt í árlegum samsýning- um Myndlistarfélags Árnes- sýslu. Sýningin stendur til 20. nóvember, Skellinaðra Myndgátan hér að ofan lýslr nafnoröl. Keflvísku stúlkurnar í körfubolt- anum eru á sigurbraut um þessar mundir. ÍS-Keflavík í kvennakörfunni Eftir helgina, þar sem fjölmarg- ir leikir voru leiknir í körfubolt- anum og handboltanum, ásamt keppnum í fleiri íþróttagreinum, er frekar rólegt í íþróttum innan- lands næstu daga og augu íþróttaunnenda beinast því í átt að sjónvarpinu þar sem beinar út- sendingar eru tíðar. Það er þó íþróttir engin lognmolla i gangi því leikið er í kvöld og armað kvöld í yngri flokkum. Stærsti leikurinn í kvöld er í körfunni þar sem fyrstu deild- ar félögin í kvennakörfunni, ÍS og Keflavík, leika í Kennaraháskól- anum kl. 20.15. Keflvísku stúlk- urnar verða að teljast sigurstrang- legri þar sem þær hafa verið á sig- urbraut að undanfórnu og virðast vera með sterkt lið. í kvöld og annað kvöld eru nokkrir leikir í unglingaflokki en ekki verður leikið í Úrvalsdeildinni fyrr en á fimmtudagskvöld. í handboltanum er einnig allt á rólegum nótum, í kvöld og annað kvöld er aðeins leikið í 2. flokki kvenna og karla en heil umferð verður svo leikin í 1. deild kvenna á miðvikudag. Bridge Algengast var að spilaður væri bútasamningur í spaða á hendur NS þegar þetta spil kom fyrir i haust- tvímenningi Bridgefélags Reykja- víkur síðastliðið þriðjudagskvöld. Legan í spaðanum er hagstæð og sagnhafi fékk allt að 10 slögum. Á einu borðinu opnaði suður á einum spaða og norður ákvað að krefja í game með sína hönd. Báðir aðilar voru að teygja sig og þegar sögnum lauk í þremur gröndum, var útlitið ekki bjart. Útspil í laufi hefði dauða- dæmt samninginn á stundinni en vegna þess að tígullitur norðurs var aldrei nefndur í sögnum, var útspil- ið tíguldrottning frá vestri: 4 G432 V G6 ♦ DG94 * D9B * 8 V ÁK1043 ♦ K10832 4 106 ♦ AD ♦ D975 ♦ 76 4 KG752 * K109765 V82 Á5 4 Á43 Sagnhafi getur nú unnið sþilið með því að veðja á bestu legu í spaðalitnum og hentuga legu í lauf- inu. Sagnhafi drepur á kónginn í blindum (hafnar sannaðri svíningu í litnum) og spilar einspilinu í spaða úr blindum. Litlu skiptir hvort austur setur drottningu eða ás. Setjum svo að hann setji ásinn og spili lágu laufi. Sagnhafl gefur laufið tvisvar áður en hann tekur á ásinn, spilar spaðakóng og meiri spaða. Vestur getur tekið slag á spaðagosann, en sagnhafi er þá bú- inn að tryggja sér 9 slagi (4 á spaða, 2 á rauðu litina og laufásinn). Lánið felst í því að vestur á ekki fleiri lauf. En sagnhafl fann ekki þessa spilamennsku við borðiö og NS lentu því 1 réttlátri refsingu fyrir sagngleöina. lsak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.