Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 2
16 vsk-bílar og vetrarakstur MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 DV Harðkornadekkin koma vel út í Svíþjóð í 19. tbl. sænska blaðsins Tekni- kens Varld er sagt frá tilraun blaðs- ins með ágæti 6 negldra vetrar- dekkja og 4 vetrardekkja sem ekki á að negla. Einnig var prófuð til sam- anburðar ein tegund sumardekkja, Pirelli P3000 Energy. Það sem mesta athygli íslendinga vekur í þessari prófun er að þar eru harðkorna- dekk, framleidd eftir íslensku fram- leiðsluleyfi, tekin til kostanna i hópi síðarnefndu dekkjanna - þeirra sem ekki á að negla. í þessu prófi koma harðkoma- dekkin, sóluð dekk frá framleiðand- anum DaCapo Inari, í öðru sæti „naglalausra nagladekkja" en í fyrsta sæti eru ný Bridgestone Blizzak MZ 02-loftbóludekk. Á eftir því sérstaklega að Toyo Observe Farit er eins konar nagladekk lika en í staðinn fyrir kísilkarbít og áloxíðkom, sem eru harðkomin í DaCapo Inari, eru harðkomin í því - mulin hnetuskum! Hnetudekkið fékk ekki góða dóma og Svíamir segja að annaðhvort þurfi að fleygja fleiri hnetum í blönduna eða finna betri gúmmíblöndu í fyrsta lagi. Það þarf varla að koma á óvart í þessu samhengi að sumardekkið - sem hefur raunar fengið fina út- komu sem sumardekk - var dæmt beinlínis hættulegt og vita gagns- laust til aksturs við vetraraðstæður. Skrekkupplevelsi, var heildarum- sögnin um það. -SHH harðkomadekkjunum DaCapo koma þessi, í réttri röð: Firestone FW 930 Winter, GoodYear Ice Navi og loks Toyo Observe Farit. Allra dekkja best í þessu prófi reyndust nagladekkin Gislaved Nord Frost II og Nokian Hakka- pelitta 1. Þá koma ofannefnd Bridgestone-loftbóludekk, Pirelli Winter-nagladekk og DaCapo sólaða harðkomadekkið í 5. sæti af þeim ellefu dekkjum sem hér voru tekin til kostanna. Rétt er að undirstrika sérstaklega að þessi prófun tók aðeins til ofan- greindra dekkjategunda. Hún segir því af eðlilegum ástæðum ekkert um aðrar dekkjategundir, m.a. teg- undir sem hér á landi eru algengar og vinsælar. Það er dálítið gaman að segja frá Sumt borgar sig alls ekki að spara: Almennileg þurrkublöð eru ódýr líftrygging Nú þegar mesta skammdegið fer í hönd með myrkri, regni, slyddu og snjókomu skiptir meira máli en nokkra sinni fýrr að bílamir séu með góð þurrkublöð. Þurrkublað er ekki svo dýrt, kostar innan við þúsundkall víðast hvar, en er býsna traust líftrygg- ing - ekki bara fyrir þann sem kostar henni til heldur líka þá sem era í um- ferðinni í kringum hann. Allir vita hvað þurrkublað er. Það er jámstauturinn með gúmmídrasl- unni sem sveiflast um framrúðuna og á að sjá um að halda henni hreinni svo öku- maðurinn geti gert sér glögga grein fyrir því hvað fram undan er. Ótrúlega margir láta sér lynda að aka með vond þurrkublöð. Gott þurrkublað skilur rúðuna eftir hreina þegar hún hefúr strokið. Vond þurrku- blöð skilja eftir alls konar vatnsrákir sem ljós annarra bfla glampa í og gefa villuljós, eða hreinlega himnu af fitu og/eða vatni sem illa sér í gegnum og ailir vita hve miklu máli skiptir að ökumaðurinn sjái hvar hann og aðrir sem í kringum hann era í umferðinni era. Ef rúðan kemur ekki hrein og fyllflega gagnsæ undan einni stroku er eitthvað að þurrkublaðinu. Það á að stijúka vætu og óhreinindi alveg af glerinu. Við það vilja oft setjast óhrein- indi á blaðið sjálft, ekki sist á söltuð- um vetrarvegum. Ef blaðið er nýlegt og stutt síðan skipt var um er sjálfsagt að byija á að reyna að þrífa það. Ráðleggingar um efni til að gera það með era næstum jafnmargar og bfleigendur í landinu en undirrituðum hefúr reynst einna best að nota til þess gamla, góða smur- og hreinsiefhið WD 40 sem fæst á öllum bensínstöðvum, stórmörkuðum, bygg- ingavöraverslunum og guð veit hvar ekki. Það hreinsar gúmmiið og mýkir og það þomar ekki og springur undan þessu undraefni, eins og t.a.m. vill brenna við með terpentínu. Sprautið WD 40 í tvist, tusku eða tork og dragið fram og aftur eftir þiurkublaðinu endilöngu - ekki nudda þvert á það. Þetta má endurtaka þangað til hreinsi- dulan hættir að vera svört eftir hverja stroku og ef lukkan er með í spilinu þurrkar blaðið mun betur fyrst á eftir. En því miður er hætt við að það verði ekki mjög lengi. Ef það gerist er ekki nema eitt að gera: fá sér nýtt þurrkublað. Þau fást á bens- ínstöðvum og á varahlutaversl- unum og era yf- irleitt ekki dýr. Ugglaust era þau misgóð en engin þeirra era bein- línis slæm. DV- bílar hafa fengið margvísleg þurrku- blöð til prófúnar en engin hafa skarað áberandi fram úr hvað endingu snert- ir. Fyrir rúmu ári eða svo komu hér inn á borð hjá okkur amerísk silikon- þurrkublöð sem áttu að endast ævi bflsins og þurrkuðu vissulega mjög vel - framan af. En þau gengu sér til húð- ar á 7 mánuðum eða þar um bil eins og önnur þurrkublöð og hafa nú safnast til feðranna. Afgreiðslumenn bensínstöðvanna era liprir og snöggir að skipta um þurrkublöð séu þeir beðnir. Mikilsvert er að nota góðan hreinsi- vökva (rúðupiss) þannig að útblásturs- fita setjist ekki á rúðumar utanverðar sem þurrkublöðin ráða ekki við. Fyrir kemur að rúðublað ber ekki rétt að rúðunni þannig að það hnökrar við hana og marrar í annarri hvorri strokunni. Fyrir þessu geta legið marg- ar orsakir. Sjaldgæfast er en þó ekki óþekkt að þurrkuarmurinn hafi und- ist. Þá er hægt að laga það með því að snúa varlega upp á hann á móti stefn- unni sem vælir í, með töng eða skipti- lykli. Það er ekki bara að marrið í svona blaði sé leiðin- legt heldur þurrkar blaðið skrykkjótt. Allt sem ekki skilar hreinni rúðu undan þurrkun- um er hættu- legt. Algengara er að blaðið sjálft sé orðið slitið eða hafi lagst í brot, t.d. þegar langvarandi þurrkar hafa verið eða þurrkan í fríi. Þetta er til dæmis ekki óþekkt fyrir- bæri á nýjum bflum sem hafa verið lengi á leiðinni frá verksmiðju til eig- Svona á almennileg vinnukona (þurrka) að leysa sitt verk. Hún á að þurrka allan flötinn enda á milli og skilja hann eftir tandurhreinan og gagnsæjan. Aðeins þannig getum við vitað hvað er fram undan. Eitthvað þessu lík verður rúðan fyr- ir augum ökumannsins þegar þurrkublaðið marrar og ískrar af því að það ber ekki rétt að rúðunni. Það skilar ekki fullnægjandi verki. Amerísk gæðadekk fyrir jeppa og fólksbifreiðar SÓLN/NG Kópavogur • Selfoss • Njarðvík (I m r i * I S u p t> I * r f Sportbílalakk á alla bíla , BILALAKK ISLAKK sérverslun með bílalakk Fita úr loftinu (útblæstri bíla) makast um rúðuna með hreyfingum þurrkublaðsins og veldur því að við sjáum ekki nógu vel út úr bíinum. Raunar þarf ekki fitu til - sé blaðið orðið slappt og sjúskað verður útlit- ið eitthvað Ifkt þessu líka. Skemmt þurrkublað skilur eftir sig rákir og bleytutauma sem birta utan frá glitrar í og veldur alls konar mis- sýningum. Skiptu strax um blað. anda, kannski staöið um tíma í vera- legum hita og þurrki. Sé þetta raunin dugir ekkert annað en að skipta um blað. Það era ekki aðeins þurrkublöðin sem þarf að Uta eftir. Þurrkuarmamir verða að Uggja vel að rúðunum. í þeim era gormar sem eiga að tryggja að armamir blakti ekki frá rúðunni, því hendi það koma jafrivel bestu blöð að engu gagni. Ef armurinn sjálfúr er orð- inn slappur gildir rétt hið sama og um blöðin: bara að fá nýtt og skipta. Athugið þurrkumar vel, strax og færi gefst. Það verður að sjást almenni- lega út úr bílunum. Það er ekki aðeins lán og lukka bfleigandans í veði held- ur okkar allra hinna líka sem eigum nokkuð undir því að menn séu ekki að aka hálfblindir. í miklum stormi og þegar ekið er mjög hratt getur komið fyrir að þurrkuarmurinn lyftist aðeins frá rúðunni. Þetta er þó fátítt hjá þeim framieiðendum sem nota vandaðan þurrkubúnað. En stundum stafar þetta einfaldlega af þvi að þurrku- armurinn er orðinn slappur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.