Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 7
JD^ V MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 vsk-bílar og vetrarakstur 21 Merkið dekkin - og gætið að loftþrýstingi Þegar skipt er af vetrardekkjum á sumardekk er rétt að merkja dekkin sem tekin eru undan þannig að auðvelt sé að vita hvar þau hafa verið undir bílnum síðast. Þetta ættu dekkjaverk- stæðin að sjáifsögðu að gera og gera raunar sum, þó einhver misbrestur sé á því. Þetta er til þess að geta fært dekkin miili ása og fengið út úr þeim betra slit og jafiiari endingu. Lengi vel þótti sjálfsagt að færa þau á milli homa undir bílnum en nú munu flestir hjólbarðaframleiðendur mæla með því að þau séu aðeins færð undir bílnum sömum megin, þ.e. vinstra framhjól verði vinstra aftur- hjól og öfúgt. Þetta byggist á því að burðurinn í dekkinu er úr vírum sem smám saman leggjast undan aksturs- stefhu. Séu dekkin færð á hina hlið bílsins er þar með farið að aka á móti þeirri stefiiu sem víramir hafa lagað sig að og byrjað að skælast í hina átt- ina. Ailir vita hvað gerist með vír sem japlað er sitt á hvað: hann hrekkur í sundur. Þar með kemur gúll á dekkið og fyrr en varir springur út úr honum og dekkið er ónýtt, kannski ekki nema hálfslitið. í handbókum margra bíla er mælt með víxlun eftir ákveðnu munstri og enn gjaman milli homa á bílnum. Þetta segja menn að byggist á því að bílaframleiðendur em ekki dekkja- framleiðendur og láta sig litlu varða hvemig dekkin endast. Það geri dekkjaframleiðendur hins vegar sem vita að ending er eitt af því sem gerir að verkum að viðskiptavinimir koma aftur og aftur. Umsjónarmenn DV-bíla hafa nú um nokkurt skeið reynd að fylgja þeirri reglu að víxla helst söm- um megin og þykjast hafa af því góða raun. Miklu máli skiptir að hafa réttan loftþrýsting í dekkjunum. Á fólksbíl- um sem hafa nákvæmlega sömu dekkjastærð og sett var undir bílinn hjá verksmiðju er oftast hægt að fara nákvæmlega eftir handbókinni um þetta efni - en þó em undantekningar til í því efrti. Loftþrýstingur er nefni- lega stundum miðaður við akstur á hraðbrautum og er því óþarflega harð- ur fyrir okkar aðstæður þar sem aldrei má aka hratt og götur og vegir em ekki eins sléttir og hnökralausir og Naglalaus vetrardekk jafnslæm og nagla- dekká auðu mal- biki Oft staðhæfa menn að nagladekk séu viðsjárverð að því leyti að þau hafi lélega hemlunargetu á auðu malbiki, þá skauti bíllinn á nöglun- um. í 19. tbl. Teknikens Varld nú í haust segir frá tilraun sem blaðið gerði i þessu efni. Það prófaði nauð- hemlun á 100 km hraða á sumar- dekkjum, á naglalausum vetrar- dekkjum og á negldum vetrardekkj- um, í 15 stiga hita og auðu færi. Til- raunabíllinn var Mazda 323 með læsivarðar bremsur. Sumardekkin skiluðu besta árangrinum: 42,5 m. Slitin nagladekk þurftu 45 m, óslitin nagladekk 49 m, naglalaus vetrar- dekk 49,5 m. Blaðið segir að þetta sé umhugs- unarefni fyrir þá sem „spari“ með því að aka á ónegldum vetrardekkj- um allt árið um kring. Niðurstaðan sýni í fyrsta lagi að lakari aksturs- og hemlunareiginleikar séu ekki nöglunum að kenna, heldur skipti þar mestu efnablandan í dekkinu, munstrið og uppbygging dekksins. -SHH hraðbrautimar. Þar að auki erum við mjög gjaman bara einn eða tveir í bíl og farangur sama og enginn þannig að óhætt er að prófa að hleypa aðeins úr. Örlítið minna í dekkjunum getur því stundum gert bílinn þýðan og akstur- inn ánægjulegri en gleymið því ekki að of lítið loft í þeim gerir bílinn óstöðug- an og óömggan á vegi, ekki síst í beygjum og við hemlun, auk þess sem það slítur dekkjunum um aldur fram og eykur eldsneytiseyðslu. Ef á að aka bílnum með fullu hlassi er oftast ráð- legast að pumpa hann upp í fullan loft- þrýsting áður. Fyrir þá sem flnnst biilinn sinn full- harður - og þetta á líka við um bíla sem komnir em á yfirstærð af dekkj- um - er góð þumalfingursregla að prófa að hleypa úr lofti um tvö pund Réttur loftþrýstingur skiptir máli því of lítill eða mikill loftþrýstingur hefur áhrif á aksturseiginleika bílsins. frá því sem gefið er upp. Aka síðan gætilega og reyna að gera sér ýtmstu grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur. Kannski hleypa síðan öðrum tveimur úr - og svo áfram þar til menn em ánægðir með árangurinn. Þetta á líka við á stærri bílum, sem komnir era á stærri dekk en þeim vora í upphafl ætluð. Munið bara að fara gætilega og fylgj- ast með þeirri breytingu sem á bíinum verður. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó skárra að hafa hann örlítið hast- ari heldur en að fóma örygginu. En á stærri bilum, eins og til dæmis breytt- um jeppum, vita strákamir á dekkja- verkstæðinu oft hvað hefúr tíðkast að hafa af lofti í hinum ýmsu dekkja- stærðum undir hinum ýmsu bílum. -S.H.H. Bíll á mynd: Mazda B-2500 Double Cab Turbo disil Aukabunaður: álfelgur, brettakantar og veltigrind. manns vanda Ef þú þarft rúmgóöan bíl meö mikilli burðargetu til að flytja búnaö, efni og starfslið, þá er B-2500 svariö. Hann er lipur í innanbæjarakstri og fjórhjóladrifiö sér til þess aö þú kemst þangað sem þú ætlar þér. Mazda B-2500 er fjölhæfur og öruggur bíll sem nýtist við öll tækifæri, leik og störf. Double Cab Vél 2,5 Turbo dísil 109 hestöfl Buröargeta 995 kg. Skúffa 2,2 rfi Verö m, vsk. 2.260.000 B-2500 fæst í tveimur útfærslum, Double Cab og Stretch Cab. Báðar gerðir eru með rafdrifnar rúður og spegla, hita í afturrúðu, upphituö sæti, loftpúða í stýri og fyrir framsætisfarþega, samlæsingu og sjálfvirkar framdrifslokur. Stretch Cab Vél 2,5 dísil 78 hestöfl Buröargeta 1.205 kg. Skúffa 2,5 rii Verð m. vsk. 1.985.000 Verð án vsk. 1.594.500 Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is fsafjöröur: Bflatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaöir: Bílasalan Fell Selfoss: Betri bílasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæöi Muggs Akranes: Bllás Keflavfk: Bflasala Keflavfkur Höfn: Vélsmiöja Hornafjarðar FJÖLSKYLDUBfLLINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.