Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 14
28
vsk-bílar og vetrarakstur
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 JL>V
„Vinnuaðstaðan skiptir máli"
- segir Reynir S. Ólafsson hjá Öryggismiðstöð íslands hf.
Reynir S. Ólafsson er þjónustu-
stjóri hjá Öryggismiðstöð íslands
hf., sem eru með sex bíla af gerðinni
Honda Civic þriggja dyra. „Öryggis-
verðir okkar eru á ferðinni allan
sólarhringinn þannig að bílunum er
yflrleitt ekið rúmlega 10 þúsund
kílómetra á mánuði. Nýjasti bíllinn
okkar sem er ársgamall siðan í apr-
U er núna kominn i 160 þúsund kUó-
metra,“ sagði Reynir.
„Öryggisverðirnir okkar eru á 12
tíma vöktum og meira og minna í
bílunum þannig að bílarnir eru
vinnuaðstaða þeirra svo vinnuum-
hverílð ásamt gæðum og endingu
skiptir meira máli hjá okkur en
kannski hjá mörgum öðrum. Þess
vegna höfum við valið þennan kost,
þó við gerum okkur ljóst að við gæt-
um kannski fengiö örlítið ódýrari
bUa og skipt þeim örar út. Hins veg-
ar hafa þessir bUar ekkert bUað og
eru mjög öruggir i rekstri. Þeir fara
á tíu þúsund kUómetra fresti í eftir-
lit á bUaverkstæði Friðriks Ólafs-
sonar og annað þurfum við ekki að
gera fyrir þá, nema setja á þá bens-
ín og skipta um dekk undir þeim
vor og haust.
Við erum með miðgerðina af
þessum bUum, með 115 ha vélinni.
Sá fyrsti sem við fengum var með 90
ha vélinni en þessir eyða minna og
eru skemmtUegri í meðforum
þannig að þeir hafa orðið ofan á hjá
okkur.
Við vorum áður með aðra bUa
sem voru bUanagjarnari og þurftu
oft að fara á verkstæði
sem þýddi að við þurft-
um að taka bUaleigu-
bUa á meðan. Þó að
Hondurnar kosti vita-
skuld sitt í innkaupi
er endanleg niðurstaða
hagstæðari þegar aUt
er gert upp. Ég get
ekki gert annað en gef-
ið þessum bUum mína
bestu einkunn."
-SHH
Honda Civic bílum Öryggismiðstöðvar íslands er
ekið rúmlega 10 þúsund km á ári, segir Reynir S.
Ólafsson. Mynd DV-bílar
„Fínn hljómburður en mætti hafa hátaiara aftur í. „Haukur
Ingi og vaskbíllinn hans, Volkswagen Golf. Mynd DV-bílar
„Út og inn 40-50 sinnum á dag"
- segir Haukur Ingi Jónsson
Haukur Ingi
Jónsson er sölu-
maður hjá Vífil-
felli og hefur
Volkswagen
Golf tU umráða.
Ég spurði hann
hvort hann
hefði lengi verið
sölumaður á
Golf vsk-bU.
„Já, mjög
lengi, síðan
1988-9,“ svaraði
hann, þannig að
hann hefur ver-
ið á þremur kynslóðum af Golf. „Jú, ég
er ánægður með Golfana flesta," sagði
Haukur Ingi, „þó það hafi náttúrlega
komið í mann einhver kippur annað
slagið en þetta er bara mjög flnt.“
Sem sölumaður er Haukur Ingi oft-
ast með einhvem flutning í bílnum,
kassa og eitthvað af gosi. „Við erum
aUtaf með eitthvert gos með okkur og
það skiptir miklu máli að það sé auð-
velt og þægUegt að setja í bUinn og taka
úr honum aftur. Eins að setjast inn og
fara út - maður fer 40-50 sinnum í og
úr bílnum á hverjum einasta degi svo
það skiptir öUu máli að það sé þægi-
legt.
Ég veit ekkert um rekstur á þessum
bUum en ég held að þessi bUl sem ég er
á núna, með 1400 vélinni, eyði ekki
miklu. Þessi sem ég er á núna, svo og
fyrsti bíllinn sem ég var með, ‘89 ár-
gerðin, þeir skara fram úr hvað þeir
eru skemmtUegir og góðir. Sá sem ég
hafði á undan þessum var leiðinlegur
gallagripur og það var mikdl munur að
komast á þennan sem ég er á núna. Það
eina sem ég hef út á þennan að setja er
hvað hann er lágur að framan. Ég er
einu sinni búinn að fara með olíupönn-
una á honum, fékk bút af púströri upp
undir hann og hann fór rakleitt i gegn-
um álpönnuna. En þeir eru eldsnöggir
að skipta um og setja nýja pönnu. Hann
mætti vera aðeins hærri að framan -
að aftan er hann fmn. Ég fer að vísu
ekki langar leiðir á honum en þó að-
eins hér um nágrennið og suður á Suð-
umes, og hann er finn í það.
Það er úrvals fjöðrun á þessum bfl-
um og fmn hljómburður en þeir mættu
hafa hátalara aftur i! - í heildina tekið
er ég mjög ánægður með þessa bila.
Maður veit sjálfur hvemig maður keyr-
ir og ég sé ekki fyrir mér að aðrir bflar
stæðust betur þann þjösnaskap sem
þessir bflar em beittir dag eftir dag. Ég
myndi að minnsta kosti ekki treysta
öðrum bíl betur." -SHH
„Clio fær frábæra dóma hér
innanhúss
- segir Bjarki Ólafsson hjá Ölgerðinni
Bjarki Ólafsson er aðstoöarmaður
sölustjóra hjá Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni og hefur til umráða
vsk-bil af gerðinni Renault Clio. „Ég
nýti hann til þess að fara um sölu-
svæðið, fara á fundi og heimsækja
sölustaðina," sagði Bjarki. „Þetta er
líkt ferli og hjá söiumönnunum al-
mennt. Við tökum bílana að morgni
og verðum að skila þeim aftiu- til
fyrirtækisins í dagslok. Það er að
vísu dálítill ókostur í starfi sem
þessu þar sem jafnvel þarf að heim-
sækja og þjónusta skemmtistaði að
kvöldi eða nóttu, en það yrði ekki
litið hýru auga ef bílar á virðisauka-
númerum fyndust fyrir þar fyrir
utan og ekki víst að mikið yrði
hlustað á skýringar. Þegar þannig
útköll koma er annaðhvort að fara á
sínum einkabíl eða fara á vinnu-
staðinn og sækja bíl sem til er þar á
almennum númerum til afnota þeg-
ar svona ber undir.
Þetta fer alveg eftir reglugerð
ráðuneytisins sem er mjög strangt
framfylgt, enda skilst mér að fram-
an af hafi borið talsvert á að virðis-
aukabílamir væru misnotaðir tölu-
vert mikið. En þetta er stíft og mað-
ur heyrir sögur um að fólk hafi
stofnað fyrirtæki heima hjá sér svo
það gæti leyft sér að fara á bílunum
heim á kvöldin."
Hver er ársakstur á svona bíl?
„Ársaksturinn á þessum minni
bílum er um 20 þúsund km að með-
altali," svaraði Bjarki. „Enda eru
bílarnir ekki látnir verða nema
tveggja ára, skipt upp í nýja þegar
þeir eru komnir í 40 þúsund."
Og hvemig er svo Clioinn?
„Clioinn er orðinn mjög góður.
Ég líki því ekki saman hvað þessi
nýja týpa ber af þeim eldri. Það er
óhætt að segja að hún fær frábæra
dóma hér innanhúss. Nú er Clio
virkilega kominn með almennileg
gæði og mikil þægindi. Það er afar
gott að aka þessum bílum og þeir
eru ótrúlega rúmgóðir miðað við
stærð. Það kemur líka fyrir að þarf
að flytja dálítið á þeim og það er
óhætt að segja að þeir bera þungann
vel.“
En - hvemig er með þá sem
vinna hjá svona gosdrykkjafram-
„Hefðum varla getað fundið
sparneytnari bíla"
- segir Ragnar Steinn um Suzuki Swift og Wagon R.
Wagon R+ kom þægilega á óvart - Ragnar Steinn með
bílaflotann hjá Bugt hf., allt saman Suzuki.
Mynd DV-bílar
Ragnar Steinn er sölu- og mark-
aðsstjóri hjá Bugt hf. sem gerir út
þrjá sölumannabíla og einn út-
keyrslubíl - allt Suzuki. „Við erum
með þrjá Suzuki Swift og einn Wa-
gon R+,“ segir Ragnar. „Þegar við
byrjuðum okkar starfsemi fyrir eitt-
hvað þremur árum leituðum við
fyrir okkur hvar við fengjum spar-
neytnustu bílana og þá sem minnst
bila og Swift varð niðurstaðan. Það
hefur heldur ekki svikið okkur. Ég
held að viö hefðum varla getað
fundið spameytnari bíla.
Við skiptum bílunum út þegar
þeir eru komnir í 40 þúsund kíló-
metra. Það var bara ákvörðun í upp-
hafi því við megum ekki missa
þann tíma sem færi í hugsanlegar
bilanir, sem alltaf geta komið þegar
bílar fara að eldast. Ársaksturinn á
hverjum bil er eitthvað um 25 þús-
und kílómetrar þannig að þeir eru
18-20 mánaða gamlir þegar þeir fara
frá okkur. Með þessu móti sleppum
við alveg við allt viðhald en samt
verð ég að segja að þjónustan hjá
umboðinu er alveg einstök, t.d. þeg-
» ar þarf aö koma með bílana í þjón-
ustueftirlit eða annað þvíumlíkt.
Swiftarnir eru alveg einstaklega
spameytnir en þó þægilegir, þannig
að sölumenn okkar, sem eru sífellt á
ferðinni, eru afar ánægðir með þá.
Þeir fara um allt land en við reyn-
um að heimsækja alla viðskiptavini
okkar minnst einu sinni í mánuði.“
Svo eruð þið
með Wagon R+
líka.
„Já, og það er
óhætt að segja
að hann kom
okkur þægilega
á óvart. Þetta er
sá Suzuki-bill-
inn sem best er
að keyra. Hann
er rúmgóður og
maður situr
hátt í honum,
bara svipað og
jeppa. Aflir hér
em sérstaklega
ánægðir með
Wagon R bílinn.
Hann er notað-
ur í útkeyrslu
en ekki fyrir
sölumenn. Við
seljum BlC-vömr, penna, rakvélar
og kveikjara, þannig að við þurfum
ekki stóran bil í útkeyrslu og Wa-
gon R-bíllinn hentar okkur alveg
einstaklega vel. Og það er sama sag-
an með eyðsluna, hún er ótrúlega
lítil. -SHH
Bílunum er skipt út fyrir nýja þegar þeir eru komnir í 40 þúsund kílómetra. -
Bjarki Ólafsson og Clioinn.
leiðanda - eru þeir ekki alltaf með
gosflöskuna til taks?
„Þegar maður byrjar að vinna
hér má segja að maður sé alltaf með
hana í hendinni - vildi jafnvel helst
Mynd DV-bílar
1
hafa kútá bakinu og slöngu úr hon-
um! En þegar frá liður róast þetta
og kemst í eðlilegt hóf, eins og flest
annað."
-SHH
Breiðu dekkin geta
verið hættuleg
Það er stöðug þróun í hönnun hjól-
barða fyrir bíla. Minni mótstaða þegar
þau rúlia áfram, betra veggrip og minni
hávaði. En dekk eru lika dálítið tískufyr-
irbrigði. Á sportlega bfla eru gjaman
settir lágbarðar, svo lágir að þeir minna
oft frekar á valtara en venjuleg dekk.
Svona dekk geta hreinlega orðiö til þess
að vinna það upp sem græðst hefúr í
minni loftmótsstöðu vegna sportlegs út-
lits.
Breið dekk auka þverflöt bflsins að
framan og þar með þann loftmassa sem
hann þarf að ryðja á undan sér. Reikna
má með þvi að hafi menn efiii á þvi að
kaupa sér dýra sportlega bíla þá horfi
þeir kannski ekki svo í það hvort eyðsl-
an sé einum Utranum meiri eða minni.
Mjög breið dekk hafa meira veggrip
og hemla betur á þurrum vegi en „venju-
leg“ dekk. Þetta er ósköp einfóld sann-
indi: Því meiri flötur því meira grip.
Dæmið snýst hins vegar snarlega við
þegar yfirborð vegarins er orðið blautt
og hált. Tiiraunir á hálum tilraunabraut-
um hafa sýnt að þegar hægt er að stöðva
bíl á venjulegum hjólbörðum sem ekið er
á 60 km hraða á 56 metrum þá eykst vega-
lengdin upp í meira en 100 metra þega
sami bfll er kominn á breiða hjólbarða.
Þetta leiðir af sér mjög einföld sannindi:
Vetrardekkin mega ekki vera of breið til
að halda fyllsta öryggi í akstri.
Aki menn á annað borð á breiðum
dekkjum þá verða menn aö hafa í huga
að skipta þarf slíkum dekkjum mun fyrr
út en venjulegum dekkjum. Ástæðan er
einkum sú að á breiöa dekkinu þarf mun
meira vatnsmagnm að „pressast út“ og
því þar mynstur slikra dekkja að vera
dýpra en þeirra sem mjórri eru.
Enn eitt verða menn að hafa í huga og
það ofarlega í sambandi við breið dekk.
Nýr bíll sem afgreiddur er með breið
dekk frá verksmiðju er með hjólabúnað
stiHtan miðað við notkun slikra dekkja.
Séu breið dekk og nýjar felgur settar
undir gamlan bfl getur alit annað verið
uppi á teningnum. Bæði geta aksturseig-
inleikar bflsins breyst, oflast til verri
vegar, og eins freistast margfr til að setja
dekk með stærra ummáli undir bflinn og
þar með raskast öfl þau lögmál sem voru
í huga við hönnun viðkomandi bfls. Oft-
ar en ekki hefur heyrst um slíka bíla að
þeir séu ekki eins skemmtilegir í stýri en
þeir sitji betiu.
Breiðu dekkin eru í sjálfú sér ágæt og
gefa vissulega bflum sportlegt útlit. Við
megum samt ekki kasta örygginu á glæ
fyrir „smart" útlit. Það er voða lítið
„smart“ að missa stjóm á bflnum og
skaða jafnvel sig svo ekki sé nú talað um
aðra. Þetta er nokkuð sem ökumenn
verða að hafa í huga þessa dagana þegar
von er á hálku hvenær sem er. -JR