Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 4
18 vsk-bílar og vetrarakstur MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 JjV Norskir prófa naglalausu nagladekkin: Lakari á auðum veg- um og blautum Niöurstööur úr vetrardekkjapróf- un norska bílablaðsins Bil, sem birt- ust í septemberhefti blaðsins, eru um margt athyglisverðar. Blaöiö prófaði einkum þau vetrardekk sem ekki eru ætluð til neglingar - svokölluð „naglalaus nagladekk“ - en tóku tvær gerðir nagladekkja með til samanburðar. Lítum á nokk- ur atriði: Þau þessara dekkja sem eru best á ís eru ekki mjög góð á auðum vegi. Innbyrðis munur á þvi besta og lakasta af þessum dekkjum, mið- að við hemlun og hrööun á ís, er um 25%. Það af þessum dekkjum sem er best á is hefur 30% lengri hemlunar- vegalengd á blautu malbiki og getur valdið vatnsskautun (aquaplaning) við 28% lægri hraða en það af þess- um dekkjum sem í prófuninni reyndist lakast á ís. Dekkin sem reyndust best á ís reyndust undir meðallagi í snjó og höfðu ekki sérlega gott grip í slabbi eða snjó. Þau af „naglalausu nagladekkjun- um“ sem reyndust ekki sérlega vel á ís reyndust vel í snjó og vera örugg- íslensk reynsla af Contact 2 í fyrrahaust tók undirritaður „naglalausu nagladekkin“ Continentai Viking Contact 2 und- ir aðra heimilisbifreiðina, Renault 19, árg. 1993. Áður hafði hún verið á Michelin nagladekkjum sem lík- uðu vel. En eftir kynnin af Contact 2 fengu Michelindekkin að fara undir annan bíl og Renaultinn verður áfram á nagla- lausu dekkjunum í vetur. í frásögn þeirri sem hér fylgir af prófun nokkurra dekkja hjá norska blaðinu Bil fá Contact 2 dekkin aUgóða dóma en segir þó að þau vilji skríða nokkuð í lausa- mjöR. Þetta er kannski til marks um það að ekki á allt við á íslandi sem prófað er í útlöndum, því nið- urstaða okkar varð sú að þessi dekk hentuðu einmitt sérlega vel í lausum snjó. En - kannski má líka segja að þetta sé til marks um það að mælingar segi eitt og tilfinning annað. Reynsla DV-bíla af Continental Viking Contact 2 er sú að þau eru hljóðlát og mjúk og standist a.m.k. þær kröfur sem veturinn i fyrra hér á suðvesturhominu gerði til vetrardekkja. Dekkin reyndust mjög vel í snjó og á þurrum ís, bæði til hemlunar og átaks, og prýðilega rásfost. Sama var að segja um vott malbik og auðar göt- ur virtust eiga mjög vel við þessi dekk. Lökust em þau í þunnu slabbi ofan á votu malbiki, þar sem rás- festan fer nokkuð út xnn þúfur. Á „Naglalausu nagladekkin" Continental Contact 2 hafa reynst vel - eru hljóðlát og mjúk og gefa viðunandi grip í vetrar- færi. Myndir DV-bílar Hilmar Þór blautum ís verður líka að hafa all- an varann á, sérstaklega þegar þarf að beygja. Hins vegar er nokk hægt að koma bílnum af stað þó á blautum ís sé og jafnvel nokkuð á fótinn. Hemlunargeta er líka tak- mörkuð á blautum ís en þó ails ekki það versta sem gerist. - Að- eins bar á því að bíllinn vildi elta langsumrákir á þessum dekkjum sem þó em samkvæmt áletmðum tölum sömu stærðar og sumar- dekkin sem notuð em á bílinn (Michelin Energy) en á þeim vott- ar ekki fyrir eltni. -SHH ssa iifllfh! * f P 1 ! BILALAKK r Sportbílalakk á alla bíla , ISLAKK sérverslun með bílalakk Námskeið til aukinna ökuréttinda hefjast vikulega Sveigjanlegur námstími (áfancjakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. ÖKU $KOUNN IMJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567 0 300 ari i slabbi og lausasnjó heldur en þau sem reyndust best á ís. Sumardekkin ótæk að vetri í prófun Bil vom venjuleg sumar- dekk líka tekin til samanburðar. Á ís reyndust sumardekk þurfa helm- ingi lengri hemlunarvegalengd en naglalaus nagladekk miðað við 40 km hraða, auk þess sem stefnufesta var mjög lítil á hemlunarvegalengd- inni. Mismimur á hröðun 0-40 í 10 sm jafnfallinni mjöll var 1,2 sekúnd- ur milli besta og versta vetrar- dekksins en sumardekkið var 18,4 sekúndum lengur að ná þessum hraða en lakasta vetrardekkið. Nauðsynlegt að velja dekk við hæfi Niðurstaðan i vetrardekkja- prófuninni er ekki endilega sú að eitthvert eitt dekk sé afgerandi best eða annað afgerandi lakast. Hún er miklu frekar sú að hin ýmsu dekk hafa sér til ágætis nokkuð en er ábótavant á öðr- um sviðum. Sá sem ekur mest á malbiki, ýmist þurru eða blautu, ætti því að velja sér dekk með góða eiginleika á þess- um sviðum. Sá sem ekur mest á ís og honum jafnvel blautum á stund- um ætti að velja sér dekk sem standa sig vel á blautum ís. Hvor- ir tveggja verða að hafa hugann vel við hvar dekkin þeirra standa sig ekki sem best og haga akstrinum eftir því. Prófuð voru 12 gerðir vetrar- dekkja, þar af tvær með nöglum. Besta nagladekkið í samanlagt reyndist gegnumsneitt 7% betra en besta naglalausa nagla- dekkið. Pessi dekk voru prófuð Naglalausu nagladekkin í prófinu voru þessi: Barum Polaris 0R60, Bridgestone Blizzsik MZ-02, Continental Viking Contaet 2, Falken Espia MV 03, Goodyear Ultra Grip Ice Navi, Han- kook W400, Kléber Krisalp 3, Kum- ho KW 7400, Nokian Hakkapellitta Q, Toyo Observe Garit. Nagladekkin voru: Continental Viking Stop 4000 og Kelly Wintermark 400. Flestir þessara dekkjaframleiðenda eiga sína fuUtrúa á íslandi. Ef eitthvert eitt dekk kom út sem sigurvegari í þessari prófun var það nagladekkið Continental Stop 4000 sem reyndist mjög alhliða vel, bæði á ís, í snjó, í auðu færi og á blautu malbiki. Síður er hægt að nefna eitt- hvert eitt af naglalausu nagladekkj- unum sem skUaði jafngóðri alhliða virkni en þó virðist Continental Viking Contact 2 komast hvað næst því að vera viðunandi málamiðlun. Dekk af þessari tegund voru í fyrra- vetur undir einum þeirra bUa sem umsjónarmenn DV-bUa hafa af- skipti af og fylgir umsögn um þá reynslu með þessari grein. í niður- stöðu BU um Continental Viking Contact 2 segir svo: dugar vel bæði á ís og snjó en viU nokkuð skríða í lausamjöR. - Á auðum vegi og votu malbiki er það viðunandi en þó er rétt að vara sig nokkuð á hemlunar- Bridgestone Blizzak, „naglalausu nagladekkin", koma almennt vel út i nor- rænum prófunum - samanber einnig grein um prófun úr sænska blaðinu Teknikens Várld. Þau hafa verið í notkun hér á landi nokkra undanfarna vetur og líkað allvel sem vetrardekk, einkum í snjó. Harðkornadekkin eru vinsæl hér á landi og hafa fengið nokkra reynslu þar sem þau hafa verið í sölu og notkun undanfama vetur, enda er verðið ágætlega hagstætt. öUum mælingum eiginleikum þess í bleyt- unni. Kostur hér, ágalli þar Almennt séð virðist ekki gíf- urlegur munur á miUi dekkj- anna í þessari prófun sem gerð var á bU- um af gerðinni Audi A4 og Volkswagen Passat, þó sjá megi merkjan- legan mun á miUi þeirra hvað snertir hina ýmsu Uokka. Barum- dekkið fær þannig þá um- sögn að það sé nokkuð gott vetrardekk á auðum vegum og/eða blautum en ekki sérlega mikUsvert á is eða í snjó. Bridgestone-dekkið er sagt besta dekkið á ís en hafi veikleika á auðum vegum gagnvart stöðugleika, vatnsskautun og hemlunarhæfni. Rétt er að taka fram að almennt þarf ekki að hugsa sérstaklega um ágaUa þessara dekkja gagnvart blautu færi fyrr en á 70 km hraða og þar yfir og þetta á við lökustu dekk- in hvað þetta snertir. Ekki nota of breið dekk Athygli vekur að tæknimenn BU, sem unnu þessa prófun, leggja áherslu á að notuð sé upprunaleg dekkjastærð undir bUana að vetri eða jafnvel mjórri dekk en uppruna- leg. Þetta gefi betra grip og auki stöðugleika bUsins þannig að hann sé síður að elta lcmgsumrásir í veg- inum en sú hreyfing er oft upphafið að vatnsskautun í blautu færi en snúningi í hálku. I snjó kemst bUl- inn þvi fremur í gegnum skaflana sem dekkin eru mjórri - og hér er verið að tala um að aka í gegnum snjóinn en ekki ofan á honum, eins og gerist í islenska draumnum. -SHH Nagladekk með léttum nöglum - bíllinn hálfu kílói féttari! í þeirri neikvæðu umræðu sem ævinlega fer fram á hverju hausti um nagladekk gleymist gjaman að ekki eru aUir naglar jafn slæmir. TU eru sérstakir léttir snjónaglar sem duga ágætlega í venjuleg fólksbUadekk og gefa mun minna högg á slitlagið þó gripið sé engu lakara. Continental mun hafa riðið á vaðið með þessa léttnagla og Qeiri framleiðendur komið þar á eftir. DV-bUar fengu fyrir tveimur árum að bregða einum svona léttnagla frá Continental á skart- gripavog hjá Jóni og Óskari á Laugaveginum og reyndist hann 0,7 grömm. Venjulegur snjónagli var aftur á móti 2 grömm - 285% þyngri. Séu 90 naglar í venjulegu 13 tomma fólksbUadekki gera léttnaglamir samtals 63 grömm á móti 180 grömmum af venjulegu jámi. Á fjórum hjólum er munur- inn 466 grömm - nærri hálft kUó! Fyrir utan að fara betur meö slitlagið er minni hávaði af létt- nöglunum heldur en þeim hefð- bundnu. ContiViking Stop 4000 eru með léttari snjónagla en gengur og gerist sem þýðir minna slit og minni há- vaði. Á venjulegum fólksbíl er þyngdarmunurinn fast að hálft kíló. Auk Continental munu a.m.k. Gislaved - sem raunar er undir hatti Continental - og Michelin einnig bjóða léttnagla 1 vetrar- dekk. -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.