Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 19
JjV MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
vsk-bíiar og vetrarakstur
33
Skemmtilegur fyrir budduna
- ég kaupi einhvern olíuleka við og við, segir Steindór Ómar
Steindór Ómar heitir sendibilstjóri
sem ekur á nýjum Renault Master. Það
var létt yflr honum þegar við spjölluð
saman á dögunum - ég spurði hann
hvort Renóinn væri svo nýr að hann
hefði enga reynslu af honum enn.
„Jú, blessaður vertu, ég er búinn að
aka honum 18 þúsund kílómetra -
þetta er ótrúlega skemmtilegur gripur.
Hann er nú bara með litlu vélina, ekk-
ert túrbó eða svoleiðis, og ég spyr nú
bara: túrbó? til hvers? Ég er alltaf
fremstur! Svo er hann líka skemmti-
legur fyrir budduna, ég kaupi bara ein-
hvem olíuleka við og við. Áður var ég
búinn að vera á Econoline í 7 ár og var
tvisvar í viku hjá Essó að kaupa fyrir
6-7 þúsund krónur.
í millitíðinni var ég með Transit
sem var svo sem ágætur en hentaði
mér ekki nógu vel, var fuil þröngur
fyrir mig og svo var gólfið i honum
hærra. f Renónum er þetta svo lágt og
fmt að það er alveg stórkostlegt fyrir
skapið og bakið. Hvort tveggja verður
að vera í lagi, skapið og bakið. Svo er
hann framdrifmn þessi og það á að
vera betra, það er nú svo sem ekkert
farið að reyna á það ennþá, ég er enn
á sumardekkjunum og allt í fína lagi.
Þessi bíll er með flutningshurðir á
báðum hliðum. Ég ætlaði bara að fá
hurðir öðrum megin en það ruglaðist
eitthvað hjá fransmönnunum, kannski
of mikið rauðvín hjá þeim, blessuðum.
Ég notfæri mér það talsvert að hafa
þennan möguleika báðum megin en
stundum hleyp ég hringinn - annað
hvort af gömlum vana eða þijósku,
maður er nú svona.“
Hefur þú verið sendibílstjóri lengi?
„Ég var búinn að vera matsveinn á
fragtara í 23 ár en svo vildu þeir
frekar ódýra Pólverja svo ég var
settur í land. Þegar ég var búinn að
vera atvinnulaus í 10 daga keypti
ég mér sendibíl og hef verið í þessu
síðan, í 9 ár. Konan fékk kúltúr-
sjokk, bæði að hafa mig alltaf
heima og líka að fá ekki tékkann
alltaf reglulega. En þetta hefur
gengið ágætlega, ég þarf ekki að
kvarta. Nú á ég nýjan Benz-jeppa
heima og þennan fina og skemmti-
lega bíl í vinnunni, Renóinn, nei,
ég þarf ekki að kvarta." -SHH
Steindór Ómar og Renauit Master
sendibíllinn hans - góður fyrir skapið
og bakið, hvort tveggja þarf að vera í
lagi, segir Steindór Omar.
Ljósmynd DV-bílar 4
,y\kjósanlegur
- segir ída Guðrún Þorgeirsdóttir
ída Guðrún Þorgeirsdóttir vinnur
hjá ísmar og er á Opel Combo. „Ég
sé um tollamál fyrir fyrirtækið og
sæki vörur á flug og fer með tO út-
flutnings, sæki líka og fer meö vör-
ur í innanlandsflug og á flutninga-
stöðvamar þannig að þetta er að
talsverðu leyti snatt meö varnmg,“
segir hún. „Ég er að flestu leyti
ákaflega ánægð með þennan bíl,
hann er rúmgóður og gott að um-
gangast hann og aka honum. Mér
fannst fyrst dálitill galli að hann
skyldi ekki vera með glugga á hlið-
unum, fannst ég ekki sjá nógu vel út
til hliðanna og eins ef ég þurfti að
bakka upp að einhverju, þvi aftur-
rúðumar eru líka litlar. En þetta
ída Guðrún og vaskbíllinn
hennar, Opel Combo.
Mynd DV-bílar
venst og maður getur alltaf lært. En
mestu máli skiptir að bíllinn er afar
lipur og gott að aka honum.
Þetta er 1997 árgerð og ég er á
þessum tíma búin að aka honum
um 30 þúsund kílómetra, allt hér
innanbæjar í Reykjavík. Þó það hafi
ekki komið nein virkileg vetrarveð-
ur þennan tíma er samt ljóst að
hann er afar
góður í snjó
líka - sem
sagt, að
flestu leyti
afar ákjósan-
legur bUl að
vinna með.“
-SHH
V
Fordinn hefur reynst einstaklega vel, segir Árni
Pétur Jónsson. Mynd DV-bílar
Þægilegt að vinna
- segir Árni Pétur Jónsson hjá TVG-Zimsen
Ámi Pétur Jónsson
er forstjóri TVG-Zim-
sen og rekur flota af
vsk-bílum af gerðinni
Ford. „Við erum með
flóra Transit sendibíla
og einn Transit með
kassa og lyftu, einn Escort og einn
Focus,“ segir Ámi Pétur. „Litlu bíl-
arnir eru svona sölumannabílar hjá
okkur.
Sendibílamir eru notaðir til út-
keyrslu á hraðsendingum United
Parcel Service, UPS. Þeir fara af
stað snemma á morgnana og eru á
ferðinni allan daginn. Við erum
bæði með það sem við köllum mjög
þétt svæði, þar sem stundum má
segja að sé farið bara hús úr húsi og
sífellt verið að hlaupa út og inn, og
svo dreifðari svæði þar sem ökuleið-
Ekki skipt um eina Ijósaperu
- segir Garðar Haraldsson sem notar Mazda B-2000 í vinnunni
Garðar Haraldsson er bílstjóri á
Mazda B-2000 hjá umboðinu, Ræsi. „Ég
er búinn að vinna hjá Ræsi nokkuð
lengi, líklega 20 ár,“ sagði Garðar. „Ég
hef verið með þessa Mözdu síðan í júll
í fyrra, var áður á Benz.“
Einhveijum þætti það líklega að
taka niður fyrir sig að fara af Benz á
Mözdu.
„Það er nú ekki svo fyrir mína
parta. Þetta er minni bíll en Benzinn
og fyrir mitt starf að mörgu leyti bara
þægilegri. Mazdan hefur komið ein-
staklega vel út syo það gera varla aðr-
ir bílar betur. Ég er búinn að vera
þetta lengi með hana og aka henni um
33 þúsund kílómetra og hef náttúrlega
skipt um olíu og olíusíur en þar fyrir
utan ekki svo mikið sem eina ljósa-
peru.
Svo er þetta mjög lipur bíll - raunar
er þetta bill með drif á öllum hjólum,
4x4, þannig að hann leggur ekki
eins vel á eins og standardbíll-
inn. En fyrir bragðið er hann
ennþá betri, til dæmis yfir vet-
urinn. Það leggur náttúrlega
enginn bfll eins vel og Benzinn,
eða það held ég ekki, á honum
tekur maður alveg vinkilinn.
En það eru aðrir kostir á
móti. Þetta er sendibíll með lágt
gólf svo maður þarf aldrei að
lyfta hátt. Ég er í alls konar
snatti og útréttingum, sækja
vörur og fara með vörur. Það er
létt að setjast upp í og fara út
úr. Það eru kannski til bílar sem eru
með rýmra ökumannshús en þetta
dugar alveg.
Eyðslan er líka í flnu lagi. Þetta er
bensínbíll og mér sýnist hann vera
með svona 13-14 lítra í þessu snatti
mínu. Það er mjög gott fyrir bíl sem
sjálfúr er rúm 1600 kg.“ -SHH
Eyðslan á Mözdunni kemur einstaklega vel
út, segir Garðar Haraldsson hjá Ræsi hf.
Mynd DV-bílar
@ntinenlal
Vetrardekk fyrir vandláta
SÓLH/NC
Smiðjuvegi 32-34 • Kópavogi • Sími: 544 5000
á þeim
irnar eru lengri, þannig að við höf-
um reynslu af að nota þessa bUa við
hvorar tveggja þessar aðstæður.
Það verður að segjast að þeir hafa
reynst einstaklega vel og verið hag- ^ -
kvæmir. Starfsfólkinu þykir þægi-
legt að vinna á þeim. Svo eru þetta
snotrir bUar og það hefur líka sitt
að segja þvi bílamir eru um leið
auglýsing fyrir okkur og við reyn-
um að láta þá líta þokkalega út.
Það segir sína sögu um reynslu
okkar af þeim að við endumýjum
með sömu tegund og emm raunar
líka að bæta við, fjölga bUum, og
leitum þá á sömu miö sem við
myndum ekki gera ef okkur þætti
eitthvað að.“ -SHH
V_yatriði
sem skapa Pioneer
afdráttarlausa
sérstöðu
DEH 2000 4x45 W magnari • RDS • Stafrænt útvarp • FM MW LW • 24 stöðva
minni • BSM • Laudness • Laus framhlið • Aðskilin bassi/diskant
RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn
Sími 533 2800
^ Þegar hljówtaekl sklpta wáLL
3 MACH16
Ný tækni i RCA (Pie-out) útgangi
sem tryggii minnsta suð sem
völ er á.
4 Octaver
Hljóöbreytir sem aðskilur bassan.
Pioneer er fyrsti biltækja-
framleiðandinn sem notar þessa
tækni sent notuð er af liljóðfæra-
framleiðendum.
5 EEQ
Tónjafnari sem gefur betri
hljóðmöguleika, á einfaldan
hátt.
5 forstilltar tónstillingar.
1 Mosfet 45
Stærsti Mosfet útgangs-
magnari sem völ er á i dag
4x45W. Kostir Mosfet eru
linulegri og minni bjögun en
áður hefur jjekkst.
Aðeins vonduðust
hljómflutningstæki nota
M0SFET.
Pioneer Itefur einkarétt i 1 ár.
2 MARC X
Nýjasta kynslóð
útvarpsmóttöku, mun næmari
en áður hefur þekkst.
*