Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 8
22 vsk-bílar og vetrarakstur MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 Dekkjaprófun BFGoodrich Alaska: Hljóðlátt og gefur góða rásfestu Þegar velja á vetrardekk undir bíl- inn er rétt að hafa í huga að snjódekk er ekki bara snjódekk, fjöldi gerða er á markaði með mismunandi mynstri, hver framleiðandi er með sína gúmmí- blöndu og þvi þarf að velja dekk sem hæfir hverjum bíl og ökulagi bílstjór- ans. Það er því ekki einfalt verk að mæla með einni gerð vetrardekkja umíram aannarri og smæð markaðarins hér gerir það að verkum að við getum ekki farið í jafnumfangsmiklar dekkjapróf- anir og bilablöð í öðrum löndum. Slík- ar prófanir hér hjá okkur verða því ávallt nokkuð handahófskenndar og ráðast af aðstæðum á hveijum tíma og hvaða aðgengi að bílum umsjónar- menn hafa á hveijum tíma. Þegar slik tækifæri gefast er það oft- ar en ekki fróðlegt að reyna dekkin við íslenskar aðstæður en fáir staðir á þessari jarðarkúlu gera eins miklar kröfur til dekkja eins og ísland þar sem umskipti í veðri eru hvað örust í heiminum. Venjulegur sumarhjólbarði er hann- aður til að halda eins miklu af eigin- leikum sínum við eðlilegan sumarhita og vegna þess hve lítið hlutfall af bíla- flota heimsins er í akstri á norðlægum slóðum eru fá dekk sem mæta því lága hitastigi sem er meðalhiti á þessu heimssvæði. Því er það svo að flest sumardekk halda eiginleikum sínum niður í 5 gráða hita en ef hitastigið fer neðar en það verður gúmmíblandan of hörð og veggripið minnkar. Þegar röðin kemur að vetrardekkj- um er enn erfiðara að mæta veður- sveiflum eins og hér hjá okkur. Gott vetrardekk er hannað til að halda sem mestu af eiginleikum sínum þótt frost sé orðið töluvert, en þrautin verður þyngri þegar hitasveiflur eru frá dá- góðum hita niður í töluvert frost á stuttum tíma. En reynslan hefur kennt dekkja- framleiðendum að það er hægt að teygja sig býsna langt til að mæta þess- um sveiflum og hafa þeir því komið fram með dekk sem eru nánast sér- hönnuð fyrir okkar aðstæður. Sérhannað fyrir norðlægar slóðir Eitt slikra vetrardekkja, BF- Goodrich Alaska, er nýkomið á mark- að hér á landi en með því heiti er fram- leiðandinn að vísa tú norðlægra að- stæðna. Innflytjandi er Bílabúð Benna og hjólbarðaverkstæðið Nesdekk á Sel- tjamamesi. Þetta nýja dekk er framleitt í verk- smiðjum Kléber í Frakklandi og er með snjómynstri sem hefur áður sést á dekkjum frá þessum frönsku dekkja- verksmiðjum. Kléber, líkt og BF- Goodrich, era í eigu dekkjarisans Michelin en það er ákvörðun móður- fýrirtækisins að markaðssetja dekkið undir vörumerki BFGoodrich, enda era dekk frá BFGoodrich vel þekkt um allan heim en Kléber frekar þekkt í Norður-Evrópu. Með þessari markaðssetningu er ennfremur verið að undirstrika þá skiptingu sem þessi stóra dekkjasam- steypa virðist ætla að halda innan framleiðslu sinnar. Þessir þrír fram- leiðendur, Michelin, Kléber og BF- Goodrich, hafa í raun verið að fram- leiða dekk í ákveðnum gæðaflokkum. Michelin-merkið er þekkt fyrir gæðavöra og hefúr aðaláherslan verið lögð á að halda því áfram. Kléber hef- ur vissulega verið með sína fram- leiðslu á svipuðu róli í litrófi gæðanna en samt ekki tekist að skapa sér sama gæðastimpil. BFGoodrich hefúr hins vegar þá sérstöðu að hafa í áranna rás þjónað öllu notkunarsviði dekkja, allt frá ódýrum dekkjum og upp í bestu há- gæðadekk. Það er því eflaust til að Þórarinn Gunnarsson, verslunar- stjóri hjá Bílabúð Benna, með Alaska-dekkið frá BFGoodrich. Einn sá glæsilegasti til sölu. Toyota Landcruiser, órg. 1995 jjjSjjM — undirstrika þessa fjölhæfni sem ákveð- ið var að markaðssetja þetta nýja dekk undir merkjum BFGoodrich. Þetta nýja dekk byggist á áralangri þróun Kléber á dekki fyrir norðlægar slóðir en franski framleiðandinn hefur haft ágæta fótfestu á dekkjamarkaði meðal frænda okkar á Norðurlöndun- um, mynstur og gúmmíblanda er það sama og Kléber hafði þróað en nafnið er nýtt. Grípur vel og hljóðlátt Til að sannreyna kosti BFGoodrich Alaska settum við einn gang af slíkum dekkjum undir afturhjóladrifmn Volvo 240 en þetta era einmitt bílar sem gera miklar kröfúr til fótabúnaðar í snjó. Stærðin er 185/70x14 með nöglum. Mynstrið er opið og sérlega vel skorið. Fyrstu viðbrögð við akstri á þessum dekkjum komu í raun á óvart. Fyrir- fram hefði mátt ætla að veghljóð frá grófu vetrardekki væri eitthvað og að eins myndi heyrast vel í nöglunum. Það sama átti við um malarakstur því í upphafi þess- arar dekkjaprófún- ar þurfti að fara upp í Skálafell til að finna snjó og því var ekið um grófan malarveg. Vega- gerðarmenn höfðu einmitt þennan sama dag verið að bæta í slitlagið þannig að það var laust í sér en samt varð lítið vart við steinkast frá dekkj- unum. Annað sem kom einnig í ljós í akstri á þessu lausa malaryflr- borði var hversu vel þau hjálpa biln- um að halda góðri rásfestu Það kom því þægilega á óvart hve dekkið er hljóðlátt í akstri á bundnu slitlagi, naglahljóð er ekki mikiö en kom þó meira í ljós eftir því sem meira var ekið. Þegar dekkin fóra undir var þurrt og gott veður og því hefði mátt ætla að leggja hefði þurft land undir hjól til að sannreyna virkni þeirra en aðrir landshlutar en við hér á Suðvesturlandi hafa þegar fengið sinn skerf af vetrarveðrum. Veðurguðimir gengu heldur betur í lið ‘‘ Alaska-dekkið frá BFGoodrich er með góðu opnu snjómynstri, naglarnir sitja vel og gúmmflð er hæfilega mjúkt til að þola kulda og umhleypinga vel. með okkur og sýndu sig með svolitlum snjó og töluverðri hálku svo hægt var að fá fýrstu sýn á það hvemig dekkin standa sig við slíkar aðstæður. Fyrstu viðbrögð era þau að dekkin grípa vel, hemlunarhæfni er góð, sér- staklega kom á óvart hve vel þau gripu í á glærahálku á malbiki. Enn hefur ekki gefist tækifæri til að reyna dekkin í alvörasnjó en það verð- ur gert um leið og færi gefst. Á liðnum vetri vora þessi dekk sett undir nýja Daewoo-bíla frá Bílabúð Benna og eig- endur þeirra höfðu á orði hve bílamir væra góðir í snjó en þá var þeim bent á að sennilega væri þaö mest dekkjun- um að þakka. Nú er að sjá hvort okk- ar reynsla verður sú sama. Gott verð Einn helsti kostur þessara nýju Alaska-dekkja er verðið sem er i ágætu lagi ef horft er til markaðarins í heild. Dekkin sem við settum undir reynslu- bílinn, 185/70x14, era í stærra lagi mið- að við fólksbíladekk en koma þó út á dágóðu verði eða kr. 6.889 ónegld en með nöglum er verðið komið í kr. 7.215. Algeng stærð dekkja á minni fólks- bílum, þegar snjódekk era annars veg- ar, era 175/70x13 og þar er verðið kr. 5.944 miðað við ónegld dekk og kr. 6.365 með nöglum sem þýðir að bilið á milli nýrra og sólaðra dekkja styttist stöðugt. Fullreynt síðar Þegar þessar línur eru settar á blað hafa dekkin ekki verið reynd lengi þannig að aðeins er um íyrsta mat að ræða sem þó lofar góðu. Dekkin verða notuð áfram og reynd við raunverulegar vetraraðstæður. Fylgst verður með slitþoli þeirra og dæmið gert upp þegar meiri reynsla hefur fengist. Forvitnilegast verður að fylgjast með því hvemig afturhjóladrif- inn bíllinn kemur til með að standa sig í raunverulegum snjóakstri en þessi sænska „fasteign á hjólum“ heftir á stundum þótt nokkuð þunglamaleg í miklum snjó, eins og undirritaður veit eftir að hafa átt svona bfl hér á árum áður. -JR Þegar draga þarf bíl Uppl. í síma 892 3742. Ef billinn bilar þá getur stund- um þurft að draga hann frá þeim stað þar sem hann hefur gefíð upp öndina og á verkstæði. Flestir bílar eru með sérstökum dráttarlykkjum eða augum til að binda dráttartógið í, bæði að fram- an og aftan. Gætið þess að binda dráttartóg- ið vel, þannig að það geti ekki losnaö, en þó þannig að auðvelt sé að losa hnútinn aftur. Mörg drátt- artóg eru með sérstökum festibún- aði sem gerir þennan hluta auð- veldari. Akið rólega af stað þannig að það strekkist jafnt á tóginu og ekki komi slinkur á bílinn sem verið er að draga. Athugið að bíll sem er ekki með vélina í gangi er oftast bæði þyngri í stýri og það er mun þyngra að hemla vegna þess að hjálparaflið vantar. Það er því rétt fyrir þann sem situr í bílnum sem verið er að draga að reyna heml- ana strax til að finna út hve mik- ið afl, þarf til að stöðva bílinn. Varúð ef bíllinn er sjálf- skiptur Ef bíllinn sem á að draga er sjálfskiptur þarf að draga hann með varúð. Sjálfskipting getur auðveldlega skemmst sé bíllinn dreginn lengri leið og það kemur yfirleitt fram í notendahandbók bílsins hve langa leið má draga hann og hver hámarksvegalengd- in er. Öruggasta leiðin varðandi sjálfskipta bíla er að fá til þess gerða bílaflutningabíla eða krana- bíl ef flytja þarf bílinn lengri leið. Ef ekki verður komist hjá því að draga bílinn getur þurft að af- tengja drifbúnað til þess að koma í veg fyrir að sjálfskiptingin snú- ist með sé bíllinn dreginn en það er aðeins hægt sé drifbúnaður á afturhjólum. Sé bíllinn sem er að draga með sjálfskiptingu þarf líka að gæta varúðar því of mikiö álag á hana vegna þess hve bíllinn sem verið er að draga er þungur getur orsak- að að hún hitni um of og skemmist. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.