Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 5 Fréttir Prestadeila á byrjunarreit: Biskup undir feldi „Málið er komið til min þar sem úr- skurðamefndin telur sig ekki hafa nein úrræði. Ferlið er í gangi og ég vinn áfram með málið,“ segir herra Karl Sigurbjömsson, biskup íslands, um prestadeiluna í Önundarfirði þar sem stór hluti sóknarbama krefst þess að séra Gunnar Bjömsson, sóknar- prestur í Holti, verði látinn víkja. Fram kemur í máli sóknarbama að þáttur eiginkonu séra Gunnars, Ágústu Ágústsdóttur, sé mikill í þeim deilum sem standa. Fram kom hjá Guðmundi Steinari Herra Karl Séra Gunnar Sigurbjörnsson. Björnsson. Björgmundssyni, sóknamefndarfor- manni í Valþjófsdal, í gær að kirkju- starf i sóknum Holtsprestakalls væri lamað og ekki annað til ráða en að presturinn yrði færður. Þá sagði Guð- mundur Steinar alvarlegt að úrskurð- amefnd kirkjunnar, sem sett var á laggimar á þessu ári, hafi brugðist. Biskup íslands segist liggja undir feldi þessa dagana. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hann hafi komist að niðurstöðu um lausn. „Ég geri það sem í mínu valdi stend- ur til að leysa málið en úttala mig ekki um það fyrr en lausn er fundin," segir hann. -rt Ólafur Jóhann Ólafsson og Faber and Faber: Tímamótasamningur í dag kemur út hjá Vöku-Helgafelli ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son sem nefiiist Slóð fiðrildanna. Eft- ir bókasýninguna í Frankfúrt í haust buðu mörg af helstu forlögum Eng- lands í útgáfúréttinn að bókinni, og nú - áður en hún kemur út á frum- málinu - hefur verið gengið frá samn- ingi við útgáfúfyrirtækið Faber and Faber um breska útgáfú bókarinnar. Það hefúr ekki gerst fyrr að samið hafi verið við stórt bókaforlag í Bret- landi um útgáfú á íslenskri skáldsögu áður en hún er komin út hér heima. Faber and Faber er eitt virtasta bókmenntaforlag hins enskumælandi heims og hefúr um langa hríð sett sterkan svip á breskar bókmenntir. Útgáfustjóri þess, Walter Donahue, segir um sögu Ólafs Jóhanns: „Ég hreifst mjög af Slóð fiðrildanna og tel að með Ólafi Jóhaimi höfum við tryggt okkur höfúnd sem getur staðið við hlið Kazuo Ishiguro, Milan Kund- era og Paul Auster á útgáfúlista okk- ar.“ Viðræður standa nú yfir við forlög austan hafs og vestan um útgáfú á bókinni og er vonast til að samningar náist á næstu vikum. Umsögn um bókina er á bls. 18 í DV í dag. -SA 11O0) V'ttv>noi'Ps v 31.659 W*. (yr\r &r- «***■«#> "22S *•* sStfJSSS-tíSt SíSSsfS ■j^frsssí. ssi-SrJS. SssS'.'—- l sSaviáísa -erðiflunu»r m*~~**'£~*m -^rr55ö'durn bfti f réttir DV sýna að í samanburðardæminu eru gömlu tryggingafólögin nálægt hvert öðru í iðgjöldum á meðan iðgjöld FÍB tryggingar eru mun lægri. Úrklippur úr DV 21. október og 4. nóvember 1999 Leiðrétting á auglýsingu FÍB Varstu hjá Tryggingu hf? Viltu spara? Þeim sem voru með tryggingar sínar hjá Tryggingu hf. er bent á að vegna samruna Tryggingar hf. við Trygginga- miðstöðina eru allar tryggingar þeirra lausar út nóvembermánuð. Það er sem sé strax hægt að fara að spara, jafnt í bílatryggingum og heimihs- og húseig- endatryggingum. Til umhugsunar fyrir neytcndur Við ákvörðun um kaup á vátryggingu er mikil- vægt að neytendur hugi vel að samanburði á verði, afsláttarkjörum og gildissviði vátrygg- ingaskilmála og þjónustu sem í boði er. Eigin vátryggingaþörf er besta viðmiðunin þegar vátrygging er keypt. Sum tryggingafélög aug- lýsa iðgjöld sem fást aðeins ef aðrar tegundir tryggingar eru einnig keyptar með. Iðgjöld í FÍB tryggingu eru auglýst eins og þau koma fyrir, óháð öðrum viðskiptum. Til að kaupa FÍB tryggingu þarf viðkomandi að vera félagi í FÍB og er árgjald þar 3.330 kr. Félagsaðild að FÍB hefur fjölmarga kosti sem hægt er að skoða nánar á vefslóðinni www.fib.is Einnig heimilis- og húseigendatryggingar FÍB trygging er einnig heimihs- og hús- eigendatrygging. Nýlegt samanburðar- dæmi sýnir að þar getur verið mikill verðmunur á iðgjöldum, ekkert síður en í bílatryggingum. Dæmi: Heimilis- og húseigenda- trygging fyrir árið 1999 Forsendur: Brunabótamat húseignar 17,4 millj. kr., steinhús byggt 1952, vátryggingarfjárhæð innbús 5,2 millj. Fjórir í fjölskyldu. Trygging hf. FÍB trygging Mismunur 39.388 kr. 29.550 kr. 9.838 kr. Skilmálar þessara trygginga hjá báðum félögum eru í grundvallaratriðum þeir sömu. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér skilmálana nákvæmlega. Nýlega birti FÍB auglýsingu til að vekja athygli á verðkönnun DV á bílatryggingum. Sá saman- burður sýndi að gömlu tryggingafélögin eru með mun hærri iðgjöld en bjóðast með FÍB tryggingu. Tveimur dögum síðar var DV með enn aðra frétt um bílatryggingar. Hún staðfesti ekki aðeins það sem áður hafði komið fram heldur sýndi að iðgjöldin hjá einu tryggingafélaginu voru hærri en sýnd voru í fyrri fréttinni og þar með í auglýs- ingu FÍB. Þessari leiðréttingu er hér með komið á framfæri. Þeim til huggunar - sem ekki sætta sig við há iðgjöld bílatrygginga - er bent á að leita sér upplýsinga um FÍB tryggingu í síma 511-6000. ÍJ^M uR3 FIB Borgartúni 33 Sími 562-9999 Vátryggt hjá Lloyds í London FÍB trygging Tryggvagötu 8 Sími 511-6000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.