Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 18
18 \enning FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 JJP'V Draugar fortíðar I Slóð fiðrildanna, nýjustu skáldsögu sinni, tekur Ólafur Jó- hann Ólafsson upp gamalkunnan þráð. Is- lendingur sem lengi hefur verið búsettur í útlöndum rifjar upp lífshlaup sitt og af- drifaríka atburði í for- tíðinni sem þarf að vinna úr og gera upp áður en því lýkur. Ás- dís Jónsdóttir, aðal- persóna bókarinnar og líf hennar í Englandi og á íslandi minnir óneitanlega á Pétur Pétursson aðal- persónu Fyrirgefning- ar syndanna, þekkt- ustu skáldsögu Ólafs Jóhanns. Ásdís hefur ung flust til Englands þar sem hún rekur lítið sveitahótel ásamt „sambýlismanni" sín- um Anthony. Þegar sagan hefst er hún á leið til Islands í fyrsta sinn í tuttugu ár, ferðinni hefur hún frestað aftur og aftur, enda eru draugar í fortíð hennar sem gera það allt annað en auðvelt að snúa heim Sagan er sögð af Ásdísi sjálfri í fyrstu persónu og persónu- lýsing hennar er þar af leiðandi stór hluti bókarinnar. Þessi persónulýsing er vel gerð og hreyfir við lesandanum; Ásdís er langt frá því að vera gallalaus, hún er svolítið hrokafull og það getur kannski far- ið pínulítið í taugam- ar á manni í fyrstu en hún verð- ur meira sannfærandi fyrir vikið. Aðrar per- sónur sögunnar eru ekki eins minnisstæðar og sumar þeirra hefðu mátt vera sterkari til að skýra áhrif þeirra á gang sögunnar, þetta á til dæmis við um báða karlmennina í lífi Ásdísar, Anthony og ástmanninn Jakob. Slóð fiðrildanna er kunnáttusamlega sögð og fléttuð. Stíllinn er stirður í upphafi og Ólafur er ekki alveg laus við tilhneigingu til svolítið tilgerðarlegrar lýríkur og vanga- veltna. Þetta hverfur hins vegar þegar líöur á bókina og stíllinn verður lipurri eins og hæf- ir efninu betur. Og þá verður Slóð fiðrild- anna verulega spennandi. Þetta er bók sem heldur manni fóngnum, eins og sagt er; sög- unni vindur fram á mörgum tímaplönum í einu, og fyrirboðum og óræðum vísbending- um um þá örlagariku atburöi sem urðu til þess að Ásdís fluttist úr landi er óspart beitt til að magna upp eftirvæntingu og spennu. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Slóð fiðrildanna er rökrétt framhald á ferli Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Aðdáendur hans verða ekki sviknir af þessari bók. Ólafur Jóhann Ólafsson: Slóð fiðrildanna Vaka-Helgafell 1999 SádJma Reykjavík íslenskum glæpasögum hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Höfuðborgin okk- ar þótti áður fyrr ótrúverðugur vettvangur glæpa og var það ein helsta hindrunin í vegi hérlendra reyfarahöfunda. En nú er svo kom- ið að við þurfum ekki lengur að fara utan til að kynnast heimsborgarbrag. Hér blómstra súlustaðirnir, eiturlyfin flæða inn í landið og glæpatíðni eykst jafnt og þétt. Bókmenntir Steinunn Inga Úttarsdóttir I nýrri bók Hrafns Jökulssonar, Miklu meira en mest, er fjallað um íslenska undir- heima á góðlátlegan hátt. Þar segir frá ung- um manni, Jóni S. Jónaz, sem fæddur er með silfurskeið í munni. Afi Jóns, moldríkur lög- fræðingur, virðulegur bankaráðsformaður og áhrifamikill í þjóðmálunum, styrkir hann til laganáms en Jón reynir í máttvana uppreisn að komast undan valdi hefðar og fjölskyldu. Hann ætlar að verða sjálfstæður en hangir röflandi á Lúbamum og borgar brúsann með peningunum frá afa. Áður en varir er hann flæktur í net misindismanna og á varla aftur- kvæmt. Sagan er vel uppbyggð og þráðurinn spennandi. Frásagneu'hátturinn einkennist af kaldhæðni og léttum húmor. En persónumar eru gmnnar og klisjulegar og minna mest á teiknimyndaflgúrur. Sem dæmi má nefna ör- ótta glæponinn í leðurbuxunum, sköllótta rannsóknarlögreglumanninn Trausta með pípustertinn og stressaða ritstjórann á æsifréttablaðinu sem væri til í að selja ömmu sína fyrir „gott skúbb“. Þrjótarnir eru lítið annað en gælunöfn og viðurnefni sem gerir þá bara vinalega, s.s. Gulli tönn, Lalli lúdó og Kiddi sleggja. Kvenpersónurnar eru aðgerðalitlar í sög- unni eins og oft vill verða í spennusögum. Anna er draumastúlkan sem Jón höndlar ekki, hún stundar nám sitt af kappi og sækir sinfóníutónleika, móðir Jóns er hysterísk og svífur um á lyfjaskýi og þokkadísin Sigga er mest í rúminu. Sjálfur er Jón, dekraði yfir- stéttardrengurinn, svo yfirborðslegur og veiklundaður væskill að erfitt er að hafa samkennd með honum. Sögulokin era svo í anda Ray Bradbury, óvænt eins og allir búast við. I bók Hrafns er rjálað við mikilvæga hluti eins og siðferði, spillingu, glæpi og refsingar, gott og illt. En það er allt hluti af leik- myndinni og engum stórum spurningum er svarað. Leikurinn er heldur ekki til þess gerður. Hrafh segir skemmtilega frá og lýsingar hans á ís- lenskum undir- heimalýð, lögreglu og stöndugum valdsmönnum em trúverðugar og jafnvel kunnuglegar. Hin syndum spillta ís- lenska heimsborg virðist komin tO að vera. Hrafn Jökulsson: Miklu meira en mest Forlagið 1999 Hrafn Jökulsson skrifar um íslenska undirheima. Sunnudagur í lífi Gírmundar Jónas leikur í Salnum Á laugardaginn heldur Jónas Ingimund- arson pianóleikari sína fyrstu einleikstón- leika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs og hefjast þeir kl. 16:00. Fyrir hlé leikur Jónas fyrstu og síðustu sónötu Beethovens. Sagt er að Beethoven hafi trúað píanóinu fyrir mörgum sínum dýpstu tilfinningum og má segja að sónötur hans fyrir það hljóðfæri séu eins konar ævisaga hans í tónum. Eftir hlé leikur Jónas valsana fjórtán eftir Chopin í tilefhi af 150 ára ártíð tón- skáldsins. Miðaverð á tónleik- ana er kr. 1500 og era aðeins örfá sæti laus. Jónas Ingimundarson, heið- ursverðlaunahafi DV, er kunnur hverju íslensku mannsbarni fyrir ötult starf að útbreiðslu þeirrar gleði sem góðri tónlist fylgir. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistar- skólann I Vínarborg. Hann hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri og haldið ótölulegan fjölda tón- leika hér heima og víða í Evrópu og Banda- ríkjunum. Jónas hefur starfað með söngvur- um um árabil og er frumkvööull Ljóðatón- leika Gerðubergs og íslenska einsöngslags- ins. Hann er listrænn ráðunautur og um- sjónarmaður Tíbrár, tónleikaraðar á vegum Kópavogsbæjar. Lokaáfangi Lífæða 1999 Myndlistar- og ljóðasýningin Lífæðar hef- ur verið sett upp á ellefu sjúkrahúsum víðs vegar um landið á þessu ári. Lokaáfangi sýningarinnar er Borgarspítalinn í Reykja- vík og þar verður sýningin opnuð á morgun kl. 15. Fyrir sýningunni stendur íslenska menningarsamsteypan ART.IS. Sýningunni var hleypt af stokkum á Landspítalanum af heilbrigðisráöherra og forstjóra Rikisspítala í byrjun janúar sl. en þaðan fór hún til sjúkrahúsanna á Akra- nesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsa- vík, Vopnafirði, Seyðisfirði, Selfossi og Keflavík. Á sýningunni eru 34 myndverk eftir tólf myndlistarmenn og tólf skáld birta átján ljóð. Listamennimir eru á ólíku aldursreki og endurspegla helstu strauma og stefnur í myndlist og Ijóðagerð frá síðari heimsstyrj- öld til samtímans. Myndlistarmennirnir era Bragi Ásgeirsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, ívar Brynjólfsson, Kristján Davíðs- son, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyröir Elíasson, Hannes Pétursson, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Meg- as, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Sýningin stendur til 12. desember. Elvíra Æskan hefur gefið út tvær sögur eftir Öddu Steinu Bjömsdóttur í samvinnu við Rauða kross íslands. Fyrr á ár- inu kom út sagan Sasha um ís- lenska fjölskyldu á ferð í Kasakstan þar sem íslenski drengurinn kynnist jafnaldra sinum. Nú er komin út sag- an Elvíra með teikningum eftir Margréti E. Laxness. Hún fjallar um tíu ára stúlku frá Filippseyjum, Elvíru, sem er góðum gáf- um gædd en nýtur sín ekki í skólan- um vegna þess að hún þarf að vinna fyrir fjölskyldu sinni sem býr við afar bág kjör. Sagan lýsir harðri lífsbaráttu fátæks fólks en einnig einlægum vilja barns til að standa sig sem manneskja. Gíri-Stýri og skrýtni draumurinn er myndabók ætluð þriggja til sex ára bömum, og era bæði myndir og texti eftir Björk Bjarkadóttur. Sagan segir frá Gírmundi strætisvagnabílstjóra eða Gíra-Stýra eins og hann er kallaður, sem er gíraffi í gíraffalandi. Heimur gíraffanna • er mennskur, þeir búa í húsum og keyra bila rétt eins og mannfólkið. Gíri-Stýri sker sig frá öðrum gíröffum því hann er háls- lengri en góðu hófi gegnir og það verður til þess að hann þjáist af minnimáttarkennd og verður fyrir striðni. Styrkur bókarinnar felst einkum í þeim sérlega fallega og ' heillandi myndheimi sem þar er að finna. Myndirnar eru nostur- samlega unnar með blandaðri tækni og er úrklippum úr efni og dagblöðum bætt inn í myndimar af mikilli smekkvísi. Myndir Bjarkar höfða bæði til bama og full- orðinna og því kjömar i mynda- bækur fyrir ólæs böm. Það er óskandi að hún haldi áfram á sömu braut. Boðskapur bókarinnar er al- veg skýr: Það er alltaf best að vera eins og maður er. Gall- inn er hins vegar sá að eftir lestur bókarinnar er lesand- inn ekki alveg viss um að það sé rétt. Gíri er í raun og veru með alltof langan háls. Það versta við háls- lengdina er að hann vakn- ar með slæman hálsríg á , hverjum morgni, þó að vissulega sé líka slæmt fyrir hann að þurfa að stinga hausnum á sér út um gat á strætóþakinu þegar hann ekur rauða vagninum sínum og hlusta á pískur og fliss í farþegunum. Gíri verður síðcm ánægður með hálsinn á sér og sáttur við sjálfan sig eftir að hafa dreymt skrýtinn draum, bjargað ketti niöur úr tré og orðið hetja dagsins i kjölfarið. En hálsrígur- inn óguríegi hverfur varla við það? Þar að auki er hálsrígur fullorðinsveiki og erfitt fyrir litla krakka að skilja hvernig hann lýsir sér. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Engu að síður má vel við una. Hér er á ferðinni glæsOeg bók og nokkuð skemmtileg saga. Björk Bjarkadóttir: Gíri-Stýri og skrýtni draumurinn Mál og menning, 1999 Gleymmérei komin aftur Forlagið hefur endurútgefið barnabækurnar Stafrófskver og Gleymmérei eftir systkinin Þór- arin og Sigrúnu Eldjárn. Fjör- miklar teikningar Sigrúnar og smellin ljóö Þórarins mynda heild sem verður gersamlega , ómótstæðileg fyrir litil börn og veldur því að þessar bækur era endurprentaöar aftur og aftur. Umsjón Silja Aðalsteinsdótdr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.