Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 19
- ' ' ,y FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 enmng Að ringlast í Ringlunni Bókmenntir ringluð I þessu nýja umhverfi en lætur þó heillast um stundarsakir, fær glýju í augun af dásemdum Ringlunn- ar og er á góðri leið með að tælast inn í þetta framand- lega umhverfi. En bróðir hennar áttar sig á neyslu- blekkingunni og reynir af fremsta megni að halda syst- ur sinni utan við ringlið. Inn í söguna brýst svo skáld sem hefur fengið nóg af blekkingum nútímans, hreiðrar um sig í húsi á Salteyri og heldur Eilífi við efnið: reyn- ir að sýna honum fram á að það smæsta í tilverunni er yfirleitt merkilegra en það stærsta. Saga ísaks er paródía á neysluþjóðfélagið og nýaldar- spekina sem viUir fólki sýn, leiðir það á glapstigu svo það hættir að hugsa sjáf- stætt; lætur ginnast af endalausum tilboðum sem snúast um ekkert þegar upp er staðið. Hugmynd hans er að ýmsu leyti frumleg og Kringlan er réttnefnd Ringla því þeir eru ófáir sem ringlast þar inni. En úrvinnsla höf- undar á efni sínu er klisjukennd og gamal- dags. Gamla þemað um borg og sveit er allsráð- andi; sveitin er góð, borg- in er vond, og Ýsafold er ekki hólpin fyrr en hún kemur aftur í sína gömlu góðu sveit! Einnig eru hér sterk tengsl við Granda- veg 7 eftir Vigdísi Gríms- dóttur en þar hugsast Fríða og Haukur á eftir dauða Hauks, og systkinin í báðum bók- um reyna að hafa vit hvort fyrir öðru. Mávarnir sem eru stöðugt á sveimi yfir Reykjavíkurborg minna á fræga bíó- mynd Hitchcocks en sú vísun er verulega illa útfærð hjá ísak. Af hverju máv- ar? Hvaða hlutverki gegna þeir? Að öllum líkindum eiga þeir að vera tákn græðgi eða illsku, en ísak tekst ekki að gæða þá svo sterkri ímynd að hún virki sem hrylling- ur á lesandann. Þannig er Mannveiðihandbókin frekar slöpp paródia en þó má sjá snjalla útúrdúra eins og þegar ísak snýr út úr 23. sálmi Davíðs og segir: „Kortið er minn hirðir, mig mun ekkert vanta, / það gleður augu mín, fyllir maga minn, / lengir líf mitt..." (284) Isak gerir í bók sinni heiðarlega tilraun til að vekja nútímamanninn til vitundar um firringu og gerviþarfír - sem ekki er vanþörf á. En bygging sögunnar er of los- araleg og endalokin einnig, þannig að ringlaður lesandi fer örugglega beint í „Ringluna“ að fá sér kaffi! DV-mynd Pietur Isak Harðarson: Mannveiðihandbókin Forlagið 1999 Mannveiðihandbókin er fyrsta skáldsaga ísaks Harðarsonar sem fyrir löngu hefur getið sér gott orð fyrir frumleika í ljóðagerð. Mannveiði- handbókin er ekki síður frumleg þótt margt skorti til að hún geti kallast heillegt skáld- verk. Sagan segir af Eilífl Eilífssyni, sem reynir að ráða tungumál hafsins, en aðalpersónumar eru börn hans Eilífur og Ýsa- fold sem eru nátengd en missa tengslin að hluta til þegar Ýsafold flytur frá smáþorpinu Salteyri til Reykjavíkur. Að hluta til segi ég því þótt systk- inin séu aðskilin „hugs- ast“ þau á, ná tengslum þegar þau vilja og geta. Ýsafold fer að vinna í Ringlunni, risastórri búð þar sem borgarbúar neyta og njóta, og býr hjá undarlegri konu sem er á kafi í nýaldarfræðum og telur Ýsafold hafa ein- hverju sérstöku hlut- verki að gegna fyrir mannkynið. Ýsafold er ísak Harðarson. Hið talandi tríó Ragnar Björnsson ehf. Dalshrauni 6, Hafnarfiröi, sírni 555 0397, fax 565 1740 Trio Parlando hélt tónleika í Salnum á þriðjudagskvöld. Tríóið skipa þau Rún- ar Óskarsson klar- ínettuleikari, Héléne Navasse, flautuleik- ari frá Frakklandi, og hollenski píanóleik- arinn Sandra de Bm- in. Rúnar og Sandra em íslenskum tónlist- arunnendum að góðu kunn fyrir leik sinn en öll eiga þau sam- eiginlegt að hafa lok- ið prófl frá Sweelinck konservatoriunni í Amsterdam. Tríóið leggur metn- að sinn í að flytja nýja tónlist og var efnisskrá tónleikanna á þriðjudaginn í samræmi við þá stefnu. Fyrsta verkið var eftir ástralskan Breta, Andrew Ford, Ringin the Changes frá 1990 fyrir hassaklarínett, piccoloflautu og píanó. Tónskáldið leikur sér þar að því að stefna saman skörpum andstæðum hljóðfæranna og var gaman að fylgjast með framvindu þessa margslungna verks og hvernig hljóðfærin höfðu áhrif hvert á annað í sannfær- andi flutningi tríósins. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Frumflutningur var á verki Olivers Kentish, Berg- máli, sem var samið fyrr á þessu árið fyrir tríóið. Þetta er stórskemmtilegt verk, skýrt og skorinort í formi, þar sem greina má óma frá liðinni tíð með íslenskum keim. Skemmtileg samtvinning raddanna komst vel til skila í flutningi tríósins sem var hreinasta afbragð og hélt manni fast við efnið allan tímann. Rún fyrir bassaklar- ínett eftir Elínu Gunnlaugsdóttur er samið fyrir Rúnar og skírskotar það bæði til nafns hans og leyndardóma tónlistarinnar. Þetta verk lýsir allt af næmi tónskáldsins fyrir hljóðfærinu og ómi þess og var einkar áhrifamikið í flutningi Rúnars. Hrífandi flutningur tríósins á verki tangósnillingsins Astors Piazzolla, La muerte del angel, sendi svo áheyrendur glað- beitta út í hléið og ekki minnkaði gleðin við flutning þeirra Rúnars og Söndru á Sporð- drekadansi Kjartans Ólafssonar (sporð- dreka) frá 1986. Þar „leggur hann tilfinn- ingar og lyndiseinkunn örlagabræðra sinna til grundvallar" eins og fram kemur í efnisskrá og geislaði flutningurinn af leikgleði og öryggi. Sónata fyrir flautu og píanó óp. 14 eftir Bandaríkja- manninn Robert Muczynski var næst á dagskrá en hún er i efnisskrá sögð vera mikill Everest-tindur fyrir flautuleikara. Ég hef áður í dómi hælt Söndru de Bruin í hástert fyrir spilamennsku sína og ekki brást hún von- um mínum á þessum tónleikum. Hún er feiknarlega fmn píanisti og var leikur hennar í sónötunni sem og öðrum verkum i einu orði sagt pottþéttur, Navasse kann líka augljóslega sitthvað fyrir sér og hljómaði þetta flotta stykki lauflétt í meðförum þeirra svo að hrein unun var á að hlýða. Síðast á efnisskránni var svo II volto della notte fyrir flautu, bassaklarínett og píanó eft- ir ítalann Paolo Perezzani þar sem flytjendur náðu kynngimagnaðri næturstemningu með toppspila- mennsku. Má því með sanni segja að tríóið beri nafn með rentu þar sem það talar til manns á músíkmáli sem virðist vera hljóðfæraleikurunum j£ifn eðlislægt og móðurmál- ið og voru þessir tónleikar með þeim áhugaverðari og eftirminnilegustu sem undirrituð hefur sótt I langan tíma. Trio Parlando: Toppspilamennska. DV-mynd E.ÓI. SUMIR ERU SIFELLT MEÐ NAUNGANN MILLI TANNANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.