Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 Ýmis ráð til að nýta hita frá ofnum betur: .rJakgrlw J —J Gætið að þéttilistum í gluggum og hurðum - varist að hylja ofna með gluggatjöldum eða húsgögnum Þegar kólnar í veðri hækkar fólk hita á ofnum til að fá eðlilegan hita í hýbýli sín. Ef við gefum okkur að ofnakerfi íbúðar sé i lagi geta ýmsir utanaðkomandi þættir þó orðið til þess að hitinn frá ofnunum nýtist misvel. Töluverður hiti tapast út um glugga, jafnvel þó opnanleg fög séu lokuð. Hitatap verður bæði beint út um glerið og eins um opnanleg fóg og útidyr ef þéttilistar eru lélegir. Samkvæmt byggingareglugerð sem tók gildi í fyrra eiga svokölluð K-gler að vera i öllum nýbyggingum. K-gler er sérstakt einangrunargler sem heft- ir varmatap. En þar sem reglugerð um þetta gler kom ekki til sögunnar fyrr en á síðasta ári eru hlutfalls- lega fá hús með slíku gleri. Tvöfalt „venjulegt“ gler hleyp- ir meiri hita út, svo ekki sé tal- að um einfalt gler. Þeir sem ekki eru með K-gler í gluggum geta því athugað opn- anleg fög og k a n n a ð ástand þétti- lista. Ef þeir eru orðnir 1 é - 20°C I \ X9aC 23»C .. * 20*C xs=c I 24°C V > WJ % 1 I 18°C r Q Gluggatjöld og húsgögn Heitt loft er léttara en kalt loft og leitar þvi upp. Mestur hiti er því uppi við loftið. Ef nást á jafnri dreifmgu á heitu lofti frá ofninum er best ef enginn sólbekkur er fyrir ofan hann og ekkert sem hyl- ur hann að öðru leyti. En hönnun og smekkur fólks Æskileg hringrás heits lofts frá ofni. Hindranir eru í lágmarki. Skýringa- myndirnar á síðunni eru úr bæk- lingnum Hitamenningu. Árfðandi er að hreinsa vel flötin sem þeir eru límdir á. Sama gildir um útidyr. Lélegir þéttilistar geta orsakað mikið varmatap og kostnaðarauka vegna húshitunar. Þéttilistar eru ódýrir, 100-200 kr. metrinn, og seldir í metravís eða í pökkum. Starfsfólk byggingavöruversl- ana leiðbeinir fús- lega um val á þétti- listum og uppsetn- i n g u þeirra. legir er ráðlegt að fjarlægja þá og setja nýja sjálf- límandi þéttilista í stað- inn. Þeir eru þá annað hvort settir á opnanlega fagið (sem er stundum með innfræstum þétti- listmn) eða í gluggakarminn. Má líma þéttilistana sérstaklega eða hefta svo þeir losni síður. stangast yfirleitt á við þessar kjörað- stæður. Því stærri sem sólbekkir eru þvi meiri hindrun verður í dreifingu heita loftsins frá ofninum. En ef ekkert Hiti lokast af á bak við gardinu °g varmatap verður út um giuggann. Gluggatjöld 18°C lofthitastýrða ofha er að ræða, þar sem hitanemi nemur loft- hita og stjómar hitanum á ofninum samkvæmt honum getur farið svo að - c æskilegt hitastig er ein- ungis við ofninn en ekki í herberginu öllu (hinum megin við gardínumar). Einhver gæti haldið að ráðið við þessu væri að staðsetja hitanemann sem stjómar ofnrennsl- inu úti í herberginu. En þá veröur ofiiinn á bak við gardínum- ar að snarhitna til að hita herbergisloftið að æskilegu marki. Það þýðir mikla notkun á heitu vatni sem nýtist illa og mikið af hitan- um fer út um gluggann. Peningum vegna hitunar er sóað. Verst er ef húsgögn eins og sófi eða skenkur er við ofninn. Þá einangrast heita loftið hreinlega við ofninn og kemst ekki út í herbergið. Þá er verið að kynda lítið rými sem nýtist ekki þeim sem em í herberginu. Slíkt er al- ger sóun á peningum. Ef um vatnshitastýrða ofha er að ræða, þar sem hækkað er og Gluggatiðld Hítarsassi-*0 waá stnc mörk- u ð u gagm. I* Heita vatnið er illa nýtt. En gardínur eru að sjálf- sögðu ekki slæmar í sjálfu sér. Þær einangra lika á jákvæðan hátt, hindra Lítt dugar að staðsetja hitanema uppi á vegg ef heita ioftið frá ofninum kemst ekki að honum. Ofninn sjóðhitnar til lítils gagns. varmatap út um glugga. Og þunnar og léttar gardínur valda síður þeim vand- ræðum sem lýst er að ofan. Stuttar gardínur.em æskilegri frá sjónarhóli hitanýtingar en ekki víst sú staðreynd falli að smekk fólks. Það kostar peninga að hita hýbýlin. Því er það sóun á peningum ef hitinn streymir út um óþétta glugga eða dyr. Það er einnig sóun á peningum ef dreifing heita loftsins er hindmð með sólbekkjum, gólfsíðum gardínum eða húsgögnum og nýtist ekki heimilis- fólkinu. -hlh lækkað handvirkt, gildir hylur ofiiinn að öðm leyti verður her- bergið heitt á endanum en kannski ekki eins fljótt. Ef sólbekkur er til staðar og gardín- ur ná að auki niður í gólf kemst heita loftið enn síður út í herbergið. Ef um þ a ð sama I og hér að ofan. Ef vatns- ! rennsli um ofii er aukið en hann hulinn með gardínu eða húsgögnum kem- ur hærri hiti á ofninum að tak- Er stigagangurinn leikvöllur? - gangar og stigagangar í fjölbýlishúsum eru ekki ætlaðir til þess að vera leikvangur fyrir börn Eldri kona í fjölbýlishúsi í austur- borginni spyr sérfræðinga Húsráða: Ég er oröin nokkuð fulloröin og lendi oft í því bœöi á daginn og frarn á kvöld að verða fyrir miklu ónœöi af völdum barna í blokkinni, sérstakkga vegna boltakikja en einnig annarra kikja. Eru ekki til einhverjar húsreglur Jyrir fjölbýlishús sem taka á þessu vanda- máli eöa þarf ég bara aö búa við þetta ónœði? Halla Bergþóra Bjömsdóttir hdl., GÁJ lögfræðistofu, svarar: „Leikir bama í sameign hafa oft verið viðvarandi vandamál i fjölbýl- ishúsum og valdið öðrum íbúum óþægindum. Sam- kvæmt fjöleignar- húsalögunum ber hveijum íbúa fjöl- býlishúss að taka sanngjamt og eðli- legt tillit til annarra iþúa um notkun á sameigninni og fara eftir öllum lögleg- um reglum og ákvörðunum húsfélags varðandi afnot hennar. íbúum er óheimilt í raun að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað. Það er nokkuð augljóst að gang- ar og stigagangar í fjölbýlishúsum em ekki ætlaðir til þess að vera leikvang- ur fyrir böm. í fjöleignarhúsalögunum em úrræði til þess að kveða betur á um umgengni í sameignum. í raun er stjóm húsfélags skylt að semja og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur, svokallaðar „húsreglur“, um hvemig hagnýta eigi sameignina. Stjóm húsfélags er því skylt að semja húsreglur um hagnýtingu sameignar og séreignar (íbúðar) að því marki sem lögin leyfa. Bað um miðjar nætur? Húsreglur hafa oft að geyma ákvæði um umgengni, afnot sameignar og skiptingu afnota í sameign ef þvi er að skipta. Reglumar hafa oft að geyma bann við röskun á svefnfriði í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og svo einhveijar undanþágur frá þvi banni. Einnig em oft reglur um skipt- ingu afnota þvottahúss, þrif sameign- ar, umhirðu lóðar og hveijar séu skyldur eiganda í þessum efhum. Sé hunda- og kattahald leyft í húsinu eru oft reglur um dýrahaldið í húsreglun- um. Síðan em reglur um afhot á sam- eiginlegum bílastæðum og hagnýtingu ibúða, að því marki sem unnt er. Reyndar er húsfélagi afar þröngur stakkur skorinn hvað varðar að setja reglur um hagnýtingu íbúðar þar sem meginreglan er sú að valdsvið húsfé- laga nær yfir sameign. Þó getur viss hagnýting íbúðar haft mikil óþægindi í fór með sér fyrir aðra íbúa fjölbýlis- húss og geta því húsreglur einnig inni- falið t.d. bann við því að fara í bað um miðjar nætur, bann við spilun háværr- ar tónlistar að næturlagi og svo fram- vegis. Oft er erfitt að ákveða hvar mörkin séu, varðandi það hvað eigi að vera leyfilegt og hvað ekki. LESENPUM SVARAÐ RÁOGJAFAÞJONUSTA HÚSFÉLAGA Lesendur geta sent spurningar til sérfræðinga Húsráða með tölvupósti. Netfangiö er dvritst@ff.is og merkja skal tolvupóstinn Húsráð. Setja í húsreglur Eins og ég sagði áður er ljóst að sameign í fjölbýlishúsi er ekki ætluð til þess að vera leikvöllur. Þrátt fyrir þetta er oft erfitt að fá böm til þess að hætta að leika sér í stigagöngum. Oft er það vegna þess að bömum þykir af- skaplega gaman að leika sér saman mörg í hóp og foreldrar em fegnir að hafa ekki hálfa blokkina inni í íbúð- inni í leik. Ef hér er um viðvarandi vandamál að ræða væri það athugandi að vita hvort einhveijar húsreglur séu til í húsinu og yftr hvað þær ná. Sé ekkert kveðið á um að leikir séu bann- aðir í sameign væri ráð að fara fram á það við stjóm húsfélagsins að kveðið væri betur á um not sameignarinnar og fá það inn 1 húsreglur að leikir í sameign væm bannaðir. Annars ætti að vera nóg að benda á það að það er óheimilt skv. fjöleignarhúsalögunum að nota sameiginlegt húsrými til ann- ars en það er ætlað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.