Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Side 9
Vetur 1956 V_ J Hvarlið tilkynnt oftir 5 mánuði Pétur Guðmundsson átti það til að látctsig hverfa langtfmum saman og þess vegna\ar ekkert farið að grennslast um ferðir hans fyrr en eftir fimm mánuði. Hann hafði síðast heim- sótt móður sína í Reykjavik um mánaðamótin nóvember, desember 1956. En þegar líða tók á vorið og móðirin frétti ekkert af syninum bað hún lögregluna um aðstoð. Var þá bæði auglýst eftir manninum í útvarþi og í Morgunblaðinu en án árangurs. Af hverju það var ekki auglýst eft- ir manninum fýrr getur verið vegna þess að á þessum árum voru ekki margir sem áttu síma og samgangur fólks var því strjálli en nú gerist enda óhægara um vik að heyra f vinum og fjöl- skyldu en núna. Um tfma var talið næsta vfst að hann hefði fengið skiþspláss en hann hafði haft það á orði við móður sfna að hann ætlaði á sjóinn, síðast þegar fundum þeirra bar sam- arSsl ;jói\ Septeinber 1974 Færeyingur hverfur Willy Peterson kom frá Færeyjum til íslarl árunum 1951 til 1952 og stundaði sjóifl Hann geröist ekki íslenskur ríkisborgari en var um tfma f sambúð með Islenskri konu. Ferðum hans til æskustöðvanna fækkaði þegar parið flutti saman. í ágúst þegar síðast er vitað um hann, af vinum og ættmennum, var talið að það væri að slitna uþp úr sambandi Willys og fslensku sambýliskonunnar. Ættingjum Willys, sem heimsótti hann á þessu tímabili, fannst hann vera frekar dapur yfir þessu öllu og sökkti hann sorgum sínum f áfengi, þó ekki væri hægt að kalla hann óreglumann. Sami ættingi fær svo símhringingu frá Willy I byrjun septem- ber. Honum fannst sem Willy vildi segja sér eitthvað sérstakt enda hringdi hann f hann í vinnuna. Meðan á símtalinu stendur heyrast skruðningar í bakgrunni og svo slitnar sam- bandið. Ekki er vitað hvar Willy var staddur þeg- ar hann hringdi en ættinginn heyrði ekkert frá honum sfðar. Hann fór þvf að spyrjast fýrir um hans ferðir en án árangurs. Lögreglan hélt uppi eftirgrennslan um ferðir hans en enginn gaf sig fram sem hafði séð til ferða hans. Willy reynd- ist ekki hafa farið til heimalands sins né til annarra landa. 12. mai 1969 \Tj Dularfullt hvarf í Eyjuiri ' Hinn franski náttúruunnandi Beruaid Jurnewar 21 árs gamall þegar hann kom til íslands siBn- arið 1967. Ekki ætlaði hann að stoppa hér lengi en þar sem honum gekk brösuglega að fá leyfi til að flytja til Kanada lengdist dvöl hans á Islandi. Um sumarið þá dvaldi hann f tjaldi f Heimaey. Hann skipti sér Iftiö af öör- um og sást oft f gönguferðum um eyjarnar. Fljótlega fóru krakkar í nágrenninu að heim- sækja tjaldið og tveir bræöur komust í kunn- ingskap við Beruaid. Foreldrar bræðranna buðu honum heim á heimili sitt og mun hann alltaf hafa verið velkominn þar. Þegar tók aö hausta fékk Beruaid vinnu f fiski og flutti inn í verbúöina Dagsbrún. Hann lifði sþart og lagöi það mesta af sínum peningum inn á bankabók. Á vertíöinni ‘69 fóru tveir erlendir farandverkamenn frá Marokkó að gera sér dælt við Frakkann og hafði Beruaid orö á því viö vini sfna að þeir vildu fá lánaöan pening hjá honum sem hann lét þeim ekki f té. 12. maf um hádegi hittir faðir bræðranna tveggja, vina Beruiad, hann á gangi og býður honum í kvöldmat sem hann þáöi. Hann mætti hins vegar aldrei í kvöldmatinn og lét ekkert heyra frá sér. Það var þó ekki fariö að óttast um hann fyrr en eftir helgina og skipulögö leit hófst ekki fyrr en 18. maf. Ekkert kom fram sem gefið gat vísbendingu um hvarf hans. Bankabók hans var f herberginu en Marokkó- mennirnir tveir fóru hins vegar fljótlega af landi brott eftir hvarf hans. Haustið 1930 V Borgaði ekki leigubilinn Sveinbjörn Jakobsson var 46 ára gamall |^>- ar hann hvarf. Hann var á síldarbát frá Sigl» firöi sumariö 1930 en kom til Reykjavíkur eft- ir að vertfö lauk um haustiö og hugðist gera sér glaöan dag. Hann tók leigubfl að húsinu Sauöagerði f vesturbænum þar sem var oft glatt á hjalla og Sveinbirni þótti sopinn nokk- uð góður. Morguninn eftir kemur leigubílstjór- inn sem flutti Sveinbjörn aö húsinu á lög- reglustööina til aö kvarta yfir þvf aö hann hafi ekki fengiö túrinn greiddan. Sveinbjörn heföi ekki komiö út á tilsettum tfma og það væri ekki kannast viö það f Sauðagerði að hann hefði komiö þangaö inn. Lögreglan fór þá strax að kanna málið en aðallega þó út af þessum vangreidda akstri. Þegar vitaö var aö Sveinbjörn hafði haft meöferðis nokkuð af peningum eftir sfldarvertfðina féll fljótlega grunur á fólk sem var I Sauðageröi. Þaö mun þó aldrei hafa viðurkennt aö Sveinbjörn hafi komiö þangað þetta kvöld og ekkert hefur enn komiö fram sem bent gæti á hvaö varö af Sveinbirni Jakobssyni. (Byggt á greinaflokki Freyju um óupplýst mannshvörf í Morgunpóstinum 1995) 91 ÞGttð eru OCIImCil I Idl „Það hefur aldrei verið gerð al- mennOeg úttekt á mannshvörfum á Is- landi, nema það hefur verið Qallað um einstök mál í blöðum," segir Björgvin sem bíður spenntur eftir skýrslunni frá dómsmálaráðuneytinu. Þar verða rakin öll þau mannshvörf sem orðið hafa á íslandi frá 1944, ef frá eru taldir sjómenn, sundurliðuð eftir áratugum. „Það sem mér leikur forvitni á að vita er hve oft slík mál hafa verið meðhöndluð sem sakamál eða morð- mál, hve oft hefur verið dæmt í slík- um málum, þau rannsökuð o.s.frv.," segir Björgvin og bendir á að þetta verði gríðarlega mikil samantekt þar sem það séu ófáir íslendingar sem hafa horfið síðustu hálfa öldina. Kristján Kristmannsson var háseti á Hábergi og þýddi skáldsöguna The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy úti á ballarhafi. Sagan gerist í víðáttum vetrarbrautarinnar og Kristján naut víðáttu hafsins meðan á þýðingunni stóð. Honum fannst aðstaðan kjörin til verksins. Krotaði í káetunni Tugir mála óupplýstir Björgvin segist lengi hafa haft áhuga á þessum málum og sökkti sér á sínum tíma niður i Guðmundar- og Geirfmnsmálið. „Ég er mikill áhugamaður um rétt- læti yfirhöfuð og ekki síst í svona mál- um. Víða eru brota-amir í lögreglu- og dómsmálum okkar og ekki endilega um að kenna lélegri löggæslu heldur fyrst og fremst fjárskorti. í þetta eina skiptið þegar dæmt er í mannshvarf- máli, sem er meðhöndlað eins og saka- mál, þá er framið réttarmorð og kem- ur það í Ijós mörgum árum seinna. í Varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, sendi dómsmálaráðherra nýlega fyrirspurn í 4 liðum um manns- hvörf á íslandi frá 1944. Honum stendur alls á ekki sama um þessi mál og vill að þau verði rannsökuð. Björgvin G. Sigurðsson. Guðmundar- og Geirsfinnsmálinu voru dómsmorð framin og meginregla vestrænna lýðræðissamfélaga, að menn séu saklausir uns sekt sé sönn- uð, margbrotin. Fyrir utan þetta mál eru tugir annarra mannshvarfa óupp- lýstir," segir Björgvin. Hann trúir ekki á yfirnáttúrlegar skýringar þegar mannshvörf eru ann- ars vegar eða að í flestum þeirra sé um sjálfsvíg að ræða. „í 99% tilfella eiga þesir hlutir sér skýringar. Menn hafa verið myrtir af gáleysi, í ölæði eða í eiturlyfjabraski og ég er ekki í vafa um það að fjöldi þessara mannshvarfa tengist ein- hverju slíku. Það er afskaplega sorg- legt að mörg slík mál hafa ekki hlotið eðlilega meðhöndlun út af getuleysi og fjársvelti lögreglunnar. Það hlýtur að vera hræðOeg reynsla ef einhver af manns nánustu hverfur sporlaust og málið er varla rannsakað. Þetta snert- ir alla og enginn vill lenda í þessu,“ segir hinn ungi stjórnmálamaður og vill að það verði lagðir meiri pening- ar í það að upplýsa mannshvörf. -snæ „Ég varð strax mjög hrifinn af bókinni. Ég heyrði titilinn áður en ég las hana í fyrsta skipti og fannst hann smart. Titillinn heillaði mig,“ segir Kristján Kristmannsson. „Mér gafst hvorki tækifæri né tími til að þýða þessa bók fyrr en 10 árum síðar, þegar ég var úti á sjó.“ Kristján Kristmannsson þýddi fyrstu bókin af fimm í tríólógíunni „The Hitchhiker's Guide to the Galaxy". Þessar bækur hafa notið feikilegra vinsælda út um allan heim og virðist ekkert lát á. Hefurðu hugsaö þér að þýóa hinar fjórar bœkurnar? „Hugmyndin var að taka hinar ár- lega hér eftir. Þetta fer náttúrlega eftir því hvemig gengur,“ svarar Kristján og bætir við að stórforlögin hafi tregðast við að gefa bókina út. Skýringin er sú aö sagan er 21 árs gömul og hefur selst í tonnatali. Það er hætt við að margir séu búnir að lesa hana á frummálinu. Strandaglópur í brælu „Ég starfa núna hjá tölvufyrirtæki en ég var úti á sjó í nokkur ár. Bók- in er að mestu leyti þýdd á sjónum. I rauninni var ég ekki með útgáfu í Við urðum stundum strandaglópar í mikilli bræiu, stoppuðum kannski austur á landi í vondu veðri og vorum þar í nokkra daga. Ég gat notað þennan tíma í þýðinguna og einnig tveggja sólar- hringa stím út á rniðin." huga en þarna hafði ég tíma og næði frá amstri hversdagslífsins svo ég réðst bara í þetta,“ segir Kristján, yppir öxlum og heldur áfram: „Há- berg var gert út frá Grindavík, þetta var nótaskip, svona loðnu- og síldar- skip. Við urðum stundum stranda- glópar í mikilli brælu, stoppuðum kannski austur á landi í vondu veðri og vorum þar í nokkra daga. Ég gat notað þennan tima í þýðinguna og einnig tveggja sólarhringa stím út á miðin." Voru skipsfélagar þínir ekkert undrandi á uppátœkinu? „Þetta þótti svo sem ekkert óeðli- legt. Menn dunda sér við ýmislegt á sjónum. Kokkurinn á Háberginu tók alltaf kassa á bókasafninu og við vorum nokkrir sem lásum hann upp til agna,“ útskýrir Kristján. Stór heimur í litlum kolli „Ég lenti stundum í vandræðum með þýðinguna," segir Kristján. „Það er mjög sérkennilegur stúl á sögunni. Sagan gerist ekki á þessari plánetu og sum orðin sem höfundur- inn notar eru bara hreinn tilbúning- ur, orð sem eru ekki til í ensku. Þetta var kannski spurning um að sigla á milli stílsins og greinargóðr- ar íslensku." Hvað heillar þig mest við bókina? „Hugmyndaflugið. Að það skuli vera svona stór heimur í kollinum á einum manni. Douglas Adams er augljóslega menntamaður. Hann hef- ur mjög mikið vald á málinu og veit alveg hvað hann er að tala um, hvort sem það er stjömufræði, eðlisfræði eða annað. Það er mjög mikið í þess- ari sögu,“ svarar Kristján að lokum. -AJ 19. nóvember 1999 f Ókus 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.