Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Qupperneq 17
19. nóvember - 25. nóvember
Líficí eftir vinnu
myndl ist
popp
1eikhús
fyrir börn
klassik
b i ó
veitingahús
einníg ái visir.is
Föstudagur
19. nóvemberl
Popp
Síðdegistónleikar Hins Hússins á Geysi Kakó-
bar eru alltaf, alla föstudaga, kl. 17.00. Að
þessu sinni er það enginn annar en eins
manns tónlistarmiðillinn Plastic sem lætur
okkur svífa í ambient stemningu.Plastic er eitt
af aðalseglum Thule-útgáfuskipsins og hefur
komið víða viö I hinum rafræna heimi í gegn-
um árin.
\/ Stjórnin heldur útgáfutónleika í Leikhús-
kjaliaranum og lýðræði verður haft í hávegum.
Megadiskurinn 2000 verður kynntur með
pompi, prakt og léttum veitingum. Húsið verð-
ur opnað kl. 23.
•Klúbbar
PZ: Lil'Louie Vega (Master at Work) á níu
ára afmæli og Kaffi Thomsen fagnar. Þaö
verður rokna gleði.
Skuggabarinn klikkar ekki og er hreinlega að
rifna af gjafmildi. Þar á að bjóða þeim sem
mæta milli 23 og 24 í glas á barnum. Það
borgar sig líka að koma á þessum tíma því þá
er ókeypis inn. Þeir sem ekki koma fyrr en eft-
ir miðnætti verða að borga tyrir sína drykki og
500 krónur í inngangseyri.
•Krár
\/ Hinn eini og sanni afmælisdagur Gauks á
Stöng er runninn upp og það verður Ijós. Hann
er sko 16 í dag og við skulum öll synga,
fagna, deyja, týnast, elska og fara á barinn.
Gaukurinn leggur á borð og býður upp á dj
Þossa, Súrefni, Svein Waage, skemmtilega
undarlegar uppákomur og eilífa ást.
Café Romance státar af breska píanóleikaran-
um Joseph 0¥Brian. Hann svíkur engan og
staöargestir verða ölvaðir af hreinni lífsgleði.
Dj Le Chef tekur við blindfullnum lýðnum kl.
23.30 á Wunderbar. Þá lýkur nefnilega einka-
samkvæmi sem tröllríður salnum frá kvöld-
fréttum.
Fjörugarðurinn blómstrar og býður Víkinga-
sveitina velkomna. Matargestir belgja sig út
af krásum og týna sér í dansi.
Njáisstofa býður Njál úr Vikingband hjartan-
lega velkominn á Smiðjuveg 6. Rífandi stemn-
ing í Njálsstofu og kostar ekkert að koma.
Álafossföt bezt kynna hljómsveitina Þúsöld og
það verður geigvænlegt stuð I Mosfellsbæn-
um.
Á Sirkúsinum ætlar Árni Sveins að sjá um að
hrista rassa landsmanna úr klakaböndunum
með þjóðlagatónlist frá ýmsum löndum. Mæt-
ið með teppi og bongó.
Þó svo að stór hópur Gullaldargesta sé ásamt
vertum staðarins staddur í gleðiborginni
Dublin um þessa helgi verður ósvikið stuð þar
fyrir þá sem heima sitja því hljómsveitin Heið-
ursmenn skemmtir til kl. 3. Hljómsveitina
skipa þau: Kolbrún, Ágúst Atla og Gunnar.
Gullaldarfólkiö segir þau vera landsþekkt úr
þransanum og stuðbossa með meirú. Svo er
boltinn á sínum stað og boltaverð á ölinu.
Alltaf er hin enska Liz Gammon sæt og fin þar
sem hún hamrar á píanóiö og syngur með á
Reykjavíkurstofunni við Vesturgötuna. Þar er
opið frá kl. 18 og stutt að fara yfir á Naustkjall-
arann.
Hljómsveitin Léttir Sprettir tekur á rás og
um helgina
feguröarsamkeppni
strákar
Freyr Hákonarson er umsjónarmaður
keppninnar Herra Hafnarfjöröur
sem fer fram á laugardags-
kvöidiö.
Hafnflrðingar láta ekki að sér
hæða og þyrpast á keppnina
Herra Hafnaríjörður sem sam-
nefnd herrafataverslun stendur
fyrir á kaffihúsinu Firðinum.
Þetta er I fimmta skipti sem
keppnin er haldin og í fyrri skipt-
in var bæði fjölmennt og góð-
mennt. „Já, hingað til hafa fjögur
til fimm hundruð manns mætt á
keppnina," segir Freyr Hákonar-
son sem skipuleggur skemmtileg-
heitin.
Eru keppendurnir bara úr
Hafnarjiröi?
„Nei, öllum er velkomið að
sækja um þátttöku. Ég held að
þeir séu aðeins þrir eða fjórir úr
Hafnarflrði. Annars koma þeir
alls staðar af landinu. Þetta er
ekki keppni um flottasta Hafn-
firðinginn. Verslunin Herra
Hafnarfjörður heldur keppnina
og dómnefndin reynir að velja
þann sem tekur sig best út í
klæðnaðinum frá búðinni.“
Eru veglegir vinningar í boöi?
„Já, ætli fyrsti vinningur sé
ekki um 300 þúsund. Hann hljóð-
ar upp á sólarlandaferð fyrir tvo,
svítuna á Hótel Borg yfir heila
helgi, Spoon-úr, málverk eftir
Tolla og fataúttekt fyrir 60.000
krónur í versluninnni Herra
Hafnarfjörður.
Svo þaö er til mikils aö vinna:
„Já, enda sóttu mjög margir
um þátttöku, miklu fleiri en ég
átti von á, og bæði huggulegir og
virkilega flottir strákar. Það er
líka gott i þeim hljóðið. Við buð-
um þeim út að borða á A. Hansen
og af þeirri ferð að dæma voru
menn orðnir ansi heitir.“
í hvernig fötum koma þeir
fram?
„ S t r á k -
arnir koma
fram í Boxers-nær-
buxum frá Punto Blanco
og í fötum frá Herra Hafnar-
firði. Annars verða fleiri tísku-
sýningar frá búðunum sem eru
mætir beint eftir æfingu á gigg. Það á víst að
halda uppi hörkustemningu fram eftir nóttu á
Kringlukránni. Athugiö aö það er stranglega
þannað að vera að ráfa út af kránni til þess að
fara nakin í bað í gosbrunninum.
Böl 1
%/ Fókus býður á ball með Stjórninni i Þjóð-
leikhúskjallaranum. Klipptu út boðsmiðann
aftast í blaðinu og mættu í dansskónum.
Stjórnin fagnar 10 ára starfsafmæli um þess-
ar mundir og er einnig nýbúin að gefa út
geisladiskinn @2000. Hún mun taka bæði
gömul og ný lög á þessu balli og má búast við
þrusustuði eins og alltaf á böllum með
Stjórninni. Mætið snemma og þiggið veitingar
á barnum.
Það er enginn annar en skagfirski
eilífðarsveiflukóngurinn Geirmundur
Valtýsson sem mætir ásamt hljómsveit sinni á
Naustkrána í kvöld og skemmtir gestum þar til
kl. 3. Út á dansgólfið með ykkur!
Áhugafólk um línudans tryllist úr
eftirvæntingu, gleði og öðrum góðum hvötum.
Það veröur árlegt haustball í Lionssalnum,
Auðbrekku 25. Svaka, svaka, svaka
dúndurball. Elsa sér um tónlistarstuðið og
dansgleðin hefst kl.22:00. Það kostar átta-
hundruökall að mæta og afar ráðlegt að koma
í kúrekastígvélum. Barinn er galopinn.
Næturgalinn tekur undir með tónlistarfólkinu
Margréti og Baldri. Feikilegt tónafióð og allir
verða galnir.
Það eru Bara 2 sem
leika fýrir dansi á
„Á fostudagskvöldið verður Buttercup aö taka
upp myndband við lagið, Allt á útsölu, af sam-
nefndum diski. Þetta myndband verður líklega
tekið upp í einhverri verslun og á eftir skellum
við kannski í okkur nokkrum bjórum. Á laugar-
daginn ætla ég að sofa út með kærustunni, írisi
Kristinsdóttur, sem er einnig mikill söngfugl eins
og ég en hún er í hljómsveitinni írafár. Svo pöntum
við okkur líklega pitsu svona í hádegiskvöldmatinn.
Á laugardagskvöldið fer ég svo á eitthvað skrall. Ætli
maður fari ekki á Skuggann, svo á Astró og endi
á Gauknum. Á sunnudaginn er svo planið að við
ljúkum við myndbandið. Þetta myndi ég kalla frekar ró-
lega helgi."
Catalínu f Hamraborginni. Gestir staðarins
gera sér fábreytnina að góðu enda fer hún
fram úr björtustu vonum og sigrar hjörtu við-
staddra endanlega.
©K1ass í k
í ár er Barnakór Grensáskirkju tiu ára og eru
í tilefni af því afmælistónleikar í Langholts-
kirkju f kvöld, kl. 20. Auk barnakórsins eru
flytjendur Kammerkór I, yngri félagar, Kam-
merkór II, eldri félagar, Kvennakórinn Vox Fem-
inae, Björk Jónsdóttir sópransöngkona, Svana
Vfkingsdóttir píanóleikari og Margrét Jóhanna
Pálmadóttir, stjórnandi.
•Sveitin
Skugga-Baldur gerir vfðreist og Húsvfkingar
ærast þegar hann birtist fagnandi í Hlöðufelli.
Börn og unglingar undir 16 verða þó að bfða
betri tfma. Aðrir mæta galvaskir og borga
1000 kr. tyrir alsherjargleðina.
Hljómsveitin Sólon spilar úr sér allt vit á Kaffi
Akureyri. Það verður svakalega feikilega djúsf.
Lundinn í Vestmannaeyjum flaggar hljómsveit-
inni Blístró. Allir blístra sig hása og elska
sjálfa sig og aðra.
Jósí bróðir og syndir Dóra æra lýðinn á Odd-
vitanum og hann verður endanlega vitlaus
þegar fiðluleikarinn Valmari Valjatos stekkur
fram.
Hljómsveitin Sixties gerir ailt kolvitlaust á
Mótel Venusi f Borgarnesi. Svakastuð.
Hljómsveitin Gildrumezz tekur skemmtistaö-
inn Við Pollinn með trompi. Tilefnið er útgáfa
geisladisksins CCR.
Keflvfkingar ærast þegar Þotuliðið þeytir stað-
argestum á Ránni út í helbera alsælu.
•Leikhús
Þá er Krítarhringurinn í Kákasus eftir sjálf-
an Bertolt Brecht rúllaður af stað á stóra
sviði Þjóðleikhússins. Fólk keppist við að
hæla þessarri frábæru uppsetningu og er
sagt að þetta sé það besta sem hefur rambað
á stóra sviðið f langan tíma. Fjöldinn allur af
ieikurum fer á kostum f stykkinu og er sviðs-
myndin einkar glæsileg. Drífðu þig að panta
miða, sfminn er 5511200.
Það er alveg endalaust sem hann Jón Gnarr er
fýndinn og það sýnir hann og sannar í frábæru
uppistandi, Ég var einu sinni nörd. Honum til
hjálpar er fyndnasti maður íslands, Pétur Jö-
hann Sigfússon, og þykir hann vera langtum
fyndnari en Sveinn Waage. Sýningin hefst kl.21
í Loftkastalanum en satt að segja eru ekki mikl-
ar líkur á að fá miða. Tékkaðu í síma 552 3000.
Stefán Karl fer á kostum í hlutverki pirraðs
uppa á leið um háloftin. 1000 eyja sósa er
skrifað af Hallgrími Helgasyni og er sýnt meö
léttum málsverði f lönó kl.12. Drffið ykkur þvf
þeir fara að henda Sósunni út.
Iðnó er byrjað að sýna leikritið Frankie og
Johnny og er það sýnt kl. 20.30. Nú eru það
Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson
sem leika i stað Michelle og Pacino. Þau
standa sig miklu betur með dyggri leikstjórn
Viðars Eggertssonar. Verkið virðist allavega
ætla að fara vel af stað því það er búið að
vera uppselt á nokkrar sýningar og þvf er sniö-
ugt að hringja í Iðnó í síma 530 3030 og
panta miða.
Enn er Hellisbúinn að blíva feitt. Gæinn f lend-
arskýlunni virðist einfaldlega höfða til innstu
hvata nútímamannsins því það er eiginlega
alltaf uppselt. Sýningin hefst kl.20 I íslensku
Óperunni en síminn í miðasölunni er 551-
1475.
Meira fyrir eyrað er söngskemmtun með lög-
um Jóhanns G. Jóhannssonarvið Ijóð Þórarins
Eldjárns í tilefni af hálfrar aldar afmæli Þórar-
ins. Þar syngja þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn
Árnason og Stefán Karl af mikilli list á Smíöa-
verkstæðinu í Þjóðleikhúsinu kl.20.30.
María Ellingsen leikur aðalhlutverkið f Sölku
sem er einmitt ástarsaga eftir Halldór kallinn
Laxness. Hafnarfjarðarleikhúsiö á heiðurinn
af þessari uppfærslu en sýningin I kvöld hefst
kl.20.
Á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í kvöld er
sfðasta sýning á Vorið vaknar eftir Frank
Wedekind. Skiptar skoðanir eru um ágæti sýn-
ingarinnar en Halldór Gylfa þykir þó fróa sér af
mikilli list og eru margar sviðslausnir einnig
ágætar. Vertu umræðuhæfur og drffðu þig
áður en það er of seint, sýningin hefst kl.19.
•Kabarett
i/ Mörg af bestu börnum þjóðarinnar úr lista-
mannastétt safna undirskriftum f fjölmenn-
ustu verslunarmiðstöðvum höfuðborgarsvæð-
isins um helgina. Söfn-
unin er til stuðnings kröf-
unni um að lögformlegt
umhverfismat fari fram
vegna fyrirhugaðrar
Fljótsdalsvirkjunar.
Listabörnin kátu verða á
ferðinni frá föstudegi til
sunnudags. Af þeim sem
safna undirskriftum má
nefna framkvæmda-
stjóra söfnunarinnar Jakob Frímann Magnús-
son tónlistarmann, Ragnhildi Gísladóttur,
Valdimar Flygering, Eddu Björgvinsdóttur,
\/=Fókus mælir með
I =Athyglisvert
S-K-l-F-A-N
i .i ■ .. —
Góða skemmtun
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsingar í
e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020
staðir
á Islandi
Reykjavík: Austurstræti 3, Sudurlandsbr. 46,
Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni.
Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46,
Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54.
Keflavik: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1.
«SUBUJRY*
Perskleiki er okkar bragð.’
19. nóvember 1999 f ÓkblS