Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 22
Midvikudagur 24. nóvember • Krár Café Romance kynnir breska píanóleikarann Joseph O'Brian. Hann fer liprum fingrum um píanóiö og staðargestir verða ölvaðir af hreinni lífsgleði. Fónkmaster 2000 mætir í fönkveislu á Glaumbar ásamt nýrri fönksveit sem enginn þekkir nafnið á. Veigar eru á hóflegu verði og aðgangur ókeypis. Kempurnar Ingvar V. og Gunni Skímó taka nokkra létta slagara á Wunderbar í kvöld. Þeir vilja að allir fái sér fimm í fötu á 1000 kall áður en þeir byrja að hlusta. Af hverju ætli það sé? Kyssum Gauk á Stöng því Klss mætir í afmæl- isveisluna og kossaflóðiö ætlar engan enda að taka. Varalitur út á kinnar og munnvatn nið- ur á tær. Gummi P. og Eddi Lár. blása tærum unaöi í Næsta bar. <Leikhús Þá er Krítarhringurinn í Kákasus eftir sjálfan Bertolt Brecht rúllaöur af staö á stóra sviði Þjóöleikhússins. Fólk keppist viö aö hæla þessarri frábæru uppsetningu og er sagt að þetta sé það besta sem hefur rambaö á stóra sviðið 1 langan tíma. Fjöldinn allur af leikurum fer á kostum í stykkinu og er sviðsmyndin einkar glæsileg. Dríföu þig að panta miða, siminn er 5511200. i^ilenska óperan er komin á fullt undir traustri hönd nýs óperustjóra. Nýlega var Mannsrödd- In, La voix humaine, ópera eftir Francis Pou- lene frumsýnd og ku hún vera nokkuð góð. Þetta er hádegissýning, góð nýbreytni, og hefst sýningin í dag kl.11.30 meö léttum málsverði. •Kabarett )/ Hinar eldhressu söngkonur, Margrét Eir og Hera Björk, bjóða söngelskum gestum Iðnó upp á bland í poka á tónleikum sem bera yfirskriftína Tón-leikar. Þær ætla að syngja alls konar lög, bæöi sönglög, söngleikjalög, djass, frönsk lög og danslög frá öllum heimsálfum. xMeð þeim kemur fram hljómsveit skipuð hljóð- færaleikurunum Kristjáni Eldjárn, Jóni Rafns- syni og Jóhanni Hjörleifssyni. Hljómsveitar- stjóri er Karl Olgeirsson. Tónleikarnir hefiast klukkan 21. < Sport Átta lið mætast í 1. deild kvenna í handbolta. Haukar keppa við Víking viö Strandgötu og hefst leikur þeirra klukkan 18. FH og Fram keppa í Kaplakrika, Grótta/KR og Stjarnan mætast í sínum leik úti á Seltjarnarnesi og loks leika UMFA og ÍR á Varmá. Allir þessir leikir hefiast klukkan 20. Haukar mæta Val í Nissandeildinni í hand- knattleik klukkan 20 við Strandgötu í Hafnar- firði. Fimmtudagíif 25. nóvember •Krár Café Romance kynnir breska píanóleikarann Joseph OVBrian. Hann fer liprum fingrum um píanóið og staðargestir verða ölvaðir af hreinni lífsgleði. Papar mæta í endalausan og umfram allt gleðilegan afmælisfagnaðinn á Gauki á Stöng. Gaman, gaman, gaman. Nú er bjórinn kominn upp í 1390 krónur á Wunderbar, það er að segia ef keyptir eru fimm saman í fötu. Hækkunin frá þvl á þriðju- dag er bætt upp með sérvalinni dúndur góðri skífutónlist sem stjórnað er af Pétri Jesus og Matta Reggie. Undrið svíkur engan. Þeir eru nú ýmsu vanir, bransakempurnar og viskíraddirnar Rúnni Júl. og Siggi Dagbjarts. Þannig ætti það ekki að taka mikið á þá þó að eitthvað fari að hitna í kolunum á Kringlu- kránni. Þá brjóta þeir bara flösku og stilla til friðar. Svona á að gera þetta, strákar, gott stöff! •Klassík í kvöld veröa tónleikar hjá Sinfóniuhljómsveit íslands í Háskólabíói, tileinkaðir perlum tutt- ugustu aldarinnar. Á verkefnaskrá eru verkin The Chairman Dances, eftir mínimalistann John Adams, 3. píanókonsert Prokofjevs og vera uppselt á nokkrar sýningar og því er snið- ugt að hringja I Iðnó I slma 530 3030 og panta miða. Leikfélag Reykjavlkur heldur áfram að sýna Litlu hryllingsbúðina eftir þá Howard Ashman og Alan Menken. Hún mælist vel fyrir hjá al- menningi og þykja þau Stefán Karl, Valur Freyr og Þórunn Lárusdóttir standa sig vel I aðalhlutverkum. Bubbi er líka ágætis planta. Sýningin hefst kl.20. •Kabarett Það verður bingó I Glæsibæ að vanda. Ekki vit- laust að láta reyna á gæfuna I Ásgarði. Forhertir bingóspilarar munu storma á enn eitt bingóið I Ásgarði. Fyrsta talan verður dregin úr pokanum klukkan 19.30 og I lok kvöldsins þarf ekki að reikna með vonsviknum vinnings- höfum. Nú skunda línudansarar galvaskir I Lionssal- inn, Auðbrekku 25, Kópavogi. Þar bíður Elsa með tónlistina og stuðið. Stundvísleg mæting klukkan 21. iSíöustu forvöð Myndlistarkonan Sigurrós Stefánsdóttir hefur sýnt olíumyndir í Bílar og list, Vegamótastíg 4. Yfirskrift sýningarinnar er „Á ferð". Þetta er 9. einkasýning Sigurrósar en henni lýkur I dag. •F undir Ungir íslendingar lesa úr verkum sinum á Súfistanum. Stefán Máni kynnir Myrkravélina og Börkur Gunnarsson Sama og slöast. Andri Snær Magnason les úr Sögunni af bláa hnett- inum og Didda úr Gullinu I höfðinu. Lesturinn hefst klukkan 20. Góða skemmtun Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upiilýsingar i e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020 Lifid eftir vmnu mefXira. á.\ www.visir.is Coniuntio eftir Snorra Sigfús Birgisson. Hljóm- sveitarstjórinn verður Anne Manson og ein- leikari á píanó verður Ástralinn Roger Wood- ward. Tónleikarnir heflast klukkan og eru I blárri áskriftarröð. Kákasus eftir sjálfan af staö á stóra sviði Þjóðleikhússins. Fólk keppist við að hæla þessarri frábæru uppsetningu og er sagt að þetta sé það besta sem hefur rambað á stóra sviöið I langan tlma. Fjöldinn allur af leikurum fer á kostum I stykkinu og er sviðsmyndin einkar glæsileg. Drífðu þig að panta miöa, slminn er 5511200. Sýningum fer fækkandi á Fegurðardrottning- unnl frá Línakri eftir Martin McDonagh. Feg- urðardrottningin lætur samt fara vel um sig á litla sviðinu i Borgarleikhúsinu kl.20 og biður leikhúsgesti vinsamlegast að slökkva á frið- þjófunum áöur en haldið er af stað. Iðnó er byrjaö aö sýna leikritið Frankie og Johnny og er það sýnt kl. 20.30. Nú eru það’ Halldóra Bjórnsdóttir og Kjartan Guðjónsson sem leika I staö Michelle og Pacino. Þau standa sig miklu betur meö dyggri leikstjórn Viöars Eggertssonar. Verkið virðist allavega ætla að fara vel af stað því það er búið að Leikhús Þá er Krrtarhringurinn í Bertolt Brecht rúllaður Elsti p Markmiðið var að losna við raðamenninguna og sleppa við dyraverði," segir Ulfar einn af þremur eigendum Gauksins. Gaukur á Stöng hóf ferilinn fyr- ir sextán árum síðan og bauð upp á bjórlíki og dinnertónlist. í dag er hann elsti pöbb landsmanna, selur alvörubjór beint úr kranan- um og sprautar lítríkri tónlistar- flóru beint í æð pöbbagesta. Næstu daga verður 16 ára afmæl- inu fagnað með glans. Hljómsveit- ir á borð við Ensími, Maus, Sól- dögg, Jagúar og Mum stíga á stokk. X-kynslóðin verður kynnt fyrir bjórlíkinu og verð veiganna verður í lægri kantinum. „Já, Gaukurinn opnaði fyrstur af þess- um pöbbum og seldi bjórlíki. Hann átti að vera innlegg i menn- ingarlífið sem uppistóð af klúbb- um eins og Óðali og Broadway. Það þurfti krá í skemmtanaflór- una. Diskótek þar sem fólk stóð í rööum til að komast inn. Mark- miðið var að losna við raðamenn- inguna og sleppa við dyraverði. Strax fyrsta kvöldið varð spreng- ing og við réðum varla við það. Daginn eftir var ráðinn dyravörð- ur,“ segir Úlfar Þórðarson, einn af þremur eigendum Gauksins. Úlfar hefur fylgt Gauknum meira og minna frá upphafi og man fæð- ingu staðarins glöggt. Hvernig var stemningin í upphafi? „Það var ótrúleg stemning. Ætl- unin var að Gaukur á Stöng yrði krá og matsölustaður þar sem fólk gæti fengið sér snarl og bjór. Það var tónlist 2-3 í viku, svona létt dinnertónlist. Guðmundur Ing- ólfsson og Guðmundur Stein- grímsson léku jass, nokkrir ungir strákar stofnuðu Jassgaukana og Rokkabillýbandið kom fram.“ Tónlistarpottur „Tónlistarlífið vatt upp á sig. Eyjólfur Kristjánsson og Bítla- vinafélagið komu í kjölfarið á Rokkabillýbandinu og kringum ‘89 hófst lifandi tónlist á hverju kvöldi," útskýrir Úlfar. Nú hefur Gaukur á Stöng staöist tímans tönn meóan aðrir barir opna og loka. Hefuröu skýringu á því? „Gaukur á Stöng hefur verið á floti allan tímann. Við reynum að fylgjast með því sem er í gangi í tónlistinni. Þess vegna er Gaukur- inn nokkurs konar grasrót í því sem er að gerast i tónlistinni. Við veitum ungum og efnilegum tón- listamönnum tækifæri og blönd- um því saman við það sem er að gerast hverju sinni. Við bjóðum upp á allar tónlistarstefnurnar, rokk, popp, jass o.s.frv. Eiginlega ajlt nema klassíkina en það stend- ur til að bæta úr því,“ segir Úlfar og bætir við að Gaukur á Stöng reyni að skemmta fólki á sem breiðustum grundvelli. Gaukur á Stöng á að vera eitt allsherjar skemmti- og tónlistarhús. Það verður enginn svikinn af þvi að heilsa upp á afmælisbarnið sem heldur sannkallaða tónlistar- veislu út mánuðinn. Fókus og tiskuverslunin Kusk héldu skuggalegt partí á Skugganum á föstudagskvöldiö þar sem þoðið var upp á vin á þarnum og tiskusýningu með stelpum frá Eskimo. Eigendur Kusk, þau Dísa, Ámundi og Lísa, voru að sjálfsögðu á staönum og er mál manna að allt hafi verið al- veg brilliant. Þeir sem létu meðal annars sjá sig vvoru Simbi klippari og félagar, Addi Knúts x- Saga Film og félagar I Ungmennafélaginu Watan Bc sem er félagsskapur nokkurra at- hafnamanna hér I bæ, Raoul.einkaþjálfari og bumbubani, Erla og Anna skuggadrottningar með meiru, Dóri , Ijósmyndari úr Hausverkinum, var ekki að taka myndir. B> Maggi Rikk , nýjasti vertlnn á Ozio, kikti við, Jón Kári sást I góðum hópi fólks, Rikki Daða, landsliðskappi I fótbolta, skallaði í stön^ina og inn og einnig var þar Auö- unn Helga, varnarmaöur úr fótboltalandsliðinu, og Gústi úr Hausverknum klikkar ekki á Skugg- anum. Þaö gerðu ekki heldur félagarnir Magn- Cs Ver og Sæmi sterki sem voru mættir sem og Olli úr 17 sem tók vel á þvi. B>Mæja á Skjá ein- um poppaði upp stemmninguna og Kristján hjá Góðu fólki reyndi að auglýsa sig. Barði I Bang Gang lét sjá sig sem og Linda, afgreiðslu- stúlka I Hanz. Þórhallur x-titringur var mjög cool á þvi, Friöjón frá Allied Domecq kom I góöra vina hópi, svo I lokin þá var crew-ið frá Atlanta I mjög góðu geymi og þar fór fremstur I flokki Arngrímur eigandi. Annars var svo stappað alla helgina á Skugganum að maður hefur sjaldan séð annað eins. Kaffibarinn var I góðu stuði á föstudagskvöldið þar sem Egill Helgason, blaðamaður og skjá- stjarna, vigði kvöldið með veglegri fertugsafmælis- veislu. Það var ríkjandi gleði fram að miðnætti en þá fóru fastakúnnar að sýna sig. Friðrik Þór kvikmyndagerðargúrú birt- ist glaðbeittur, Baltasar Kormákur, leikari, leikstjóri og athafnaskáld, heilsaöi á báöa bóga, Björn Jörundur gleðipinni heiðraði stað- inn með nærveru sinni og Siggi I Gus Gus gussaðist. Reynir Lyngdai kvikmyndagerðar- maður kom, sá og sigraði, Oddný I Ensími sýndi sig og aðstoðarleikstjórinn hugumstóri Fahat Jaball skemmti sjálfum sér og öðrum. Rúsínan I pylsuendanum var tónlistarkvendiö Móheiöur Júlíusdóttir. Bjartur gekk Ijósum logum og bauð I veglegt út- gáfuparti á föstudagskvöldið. Skáldafrömuðirnir réðu sér ekki fyrir kæti og hópuðust þyrstir til forleggjarans örláta. Þar mátti sjá ritglaða parið Evu Mínervu og Hrafn Jökuls- son og annað ritglatt par Geröi Kristínu og Kristján kærastann hennar. Bragi Ólafs og Sjón krunk- uðu kátan vísnasöng og Halli Jóns krunkaöi jafnt um myndlist og skáldskap. Ljósmyndar- arnir Páll Stefánsson og Einar Falur léku á alls oddi, stórspekúlantinn Úlfhildur Dagsdóttir spekúleraði og Halldór Guömundsson, útgáfu- stjóri I Mál og menningu, sló á létta strengi. Það var greinilegt að margir glöddust yfir opnun franska rauðvínsbarsins Sirkus við Klapparstig- inn sem fékk loksins leyfi til að opna á föstu- dagskvöldið. Fullt var út úr dyrum mjög fljótlega og færri komust að en vildu. Meðal þeirra fyrstu sem mættir voru til að skoða dýröina var Óttar Proppé hjá Máli og menningu í fríöum félags- skap og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld glaður yfir því að vera sloppinn heim frá Dönum. Frakk- ar búsettir á Islandi létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og var þar fremstur I flokki bókakápu- skreytirinn Robert Guillemette með dóttur sinni Ástu og Julie Coadou, sem nýveriö þreytti frumraun sína hjá Skjá einum. Ellsabet Þor- geirsdóttir, ritstjóri Veru, var hæst ánægð með rauðvínið og sama má segja um Diddu þótt hún hefði hægt um sig I félagsskap Þórs Eldons. Þá slæddust þarna inn af gömlum vana nokkrir af fastagestum Grand Rokks, þeirra á meðal Stella rokkari og Birna Þórðar. Þegar Egill Helgason hafði kvatt gesti sina á Kaffibarnum kom hann líka yfir, enda þekktur Frakklandsvinur. Sökum fjölmennis komst Egill þó aðeins inn á góðvild tvlfara sins I Geirfuglunum, rétt eins og systir hans Halla og Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona. Það var ekki eins glatt á Kaffibarnum á laugar- dagskvöldið en glatt þó. Kvikmyndagerðarmaö- urinn Kristófer Dignus brosti framan I heiminn og lýðurinn trylltist. Gagga kvíkmyndagerðar- kvendi lét einnig Ijós sitt sklna og Ingvar at- hafnaskáld lét fara vel um sig. Kannski var ekki nógu glatt á Kaffibarnum því korteri seinna sást til kvik- myndakempnanna Kristó- fers og Göggu á Grand Rokk. Egill Ólafsson lífskúnstner kíkti llka við á Grand Rokk sem var grand að vanda. Tónlistarkvendið Stella Hauks hló og gladdi beygð hjörtu og einhvers staöar grillti I enn eina kvikmyndakempuna, hann Gunna Páls. Gamla kaffibúllan Prikið tekur stórkarlalegum umskiptum og á laugardagskvöldið tútnaði hornhúsið út af helberum fagnaði. BJörgvin G. Sigurösson, undrabarn I þingmennsku, og Dalla forsetadóttir vildu gleöjast með glöðum en dyra- vörðurinn hrópaði lokað og skellti hurðinni. Þau héldu á mekku ungpólitíkusanna, Sólon íslandus. Einhverjir náðu þó að fagna á Prikinu. Þar á meðal þúsundvolta- megastjarnan Björk, leikar- inn Hilmir Snær, stórundrið Dóra Wonder og llfskúnstnerskvendið Margrét Vilhjálmsdóttir. mrs'* / 22 f Ó k U S 19. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.