Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Hálfs árs biö eftir bæklunaraögerðum á Landspítalanum: Vakna grátandi af kvölum - segir Gróa Ormsdóttir sem heldur sér gangandi á lyfjum „Þetta hefur verið mjög erfiður tími. Verkirnir eru stanslausir en er haldið niðri með sterkum lyíjum. Það kemur fyrir að ég vakna grát- andi af kvölum,“ segir Gróa Orms- dóttir, 63 ára Reykvíkingur, sem er með ónýtan hægri hnjálið en fær ekki aðgerð á bæklunardeild Land- spítalans fyrr en jafnvel eftir 6 mán- uði. Þrautaganga Gróu hefur staðið allt síðan í júli í sumar þegar hún leitaði fyrst læknis eftir mikla verki í fætin- um. í ágúst kom í ljós að hnjáliðurinn var ónýtur en þá hafði hún verið vik- um saman á sterkum verkjalyfjum auk róandi lyfja til að geta sofnað. Þá þarf hún magalyf vegna aukaverkana hinna lyfjanna. Alls er lyfjakostnaður Gróu um 10 þúsund krónur á mánuði meðan á biðinni stendur. „Ég er í fullri vinnu og mér skilst á þeim sérfræðingi sem annast mig að þess vegna þurfi ég „aðeins" að biða f sex mánuði. Það þýðir að verði ég svo Krafist lögbanns: Höldum ótrauðir áfram Jónas Garðars- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. - segir Jónas Garðarsson „Það er búið að boða okkur til sýslumanns í dag því fulltrúar útgerðarinnar hafa beðið um lögbann á aðgerðimar. Við sjá- um bara hvað setur en það er nokkuð sérkennilegt ef íslensk stjórnvöld ætla að fara þjösnast á því að ís- lenskir út- gerðarmenn geti nýtt sér svona ódýrt vinnuafl,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafé- lags Reykja- víkur, en sjómannafé- lagið hefur undanfarið hindrað að skipið Nordheim sé affermt í Sunda- höfn. BSRB lýsti í gær yfir stuðningi við aðgerðimar en áöur hafði ASÍ gert slíkt hið sama. Skipið er skráð á Kýpur og er í leiguverkefnum fyrir Eimskip. Útgerðarfélagið hefur hafnað þvi að gera lágmarks- launasamning við áhöfnina upp á 1100 dollara mánaðarlaun en hásetar hafa nú um 300 dollara á mánuði. Fulltrúar útgerðarinn- ar höfðu áður beðið um lögreglu- fylgd við uppskipunina en því var hafnað. „Skipverjamir þora ekkert að segja um málið. Það er helst að yfirmennirnir segi eitt- hvað því þeir eru á skikkanleg- um launum en hinir þegja bara. Staðan er allavega sú að við höldum okkar aðgerðum ótrauð- ir áfram,“ segir Jónas. -hdm heppin að komast að eftir sex mán- uði verð ég búin að bíða og þjást í 10 mánuði. Þetta ástand er nánast óbærilegt en það bjargar mér að ég sit við vinnu mína. Lff mitt gengur út á það að éta verkjatöfl- ur til að fá smá- frið frá verkjun- um og komast í vinnuna. Þá þarf ég að éta maga- töflur til að fá ekki magasár af verkjatöflunum. Ég hef vaknað grátandi af kvöl- um og það er eng- in leið til að ég geti sinnt heimil- inu ásamt vinn- unni. Dóttir mín og barnabam Gróa Ormsdóttir þarf að taka þrenns konar lyf til að halda út sólarhringinn á meðan hún er á biðlista eftir að- gerð. DV-mynd E.ÓI. hafa hlaupið undir bagga þar og þrif- ið heima hjá mér. Ég get ekki farið í göngutúra eða gert neitt sem kallar á hreyfmgu vegna þjáninga í fætinum og eina ráðið er að þyngja á lyfja- skammtinum," segir Gróa. Hún segist hafa áhyggjur af því að ánetjast hinum fimasterku verkjalyfj- um á meðan á biðinni stendur. „Ég veit ekki hvemig mér gengur að losna úr þessum vítahring verkja- lyfjanna. Það á eftir að koma í ljós en margt bendir til þess að ég verði háð þessu,“ segir hún. Hún segist undrandi á því að að- eins séu 25 rúm á bæklunardeild Landspítalans fyrir sjúklinga þeirra 5 lækna sem geri bæklunaraðgerðir. „Það hlýtur að vera eitthvað mikið að í kerfinu. Getur verið að þeir sem stjóma þessum málum viti ekki að á bak við hvert nafn á biðlistanum er löng þjáningar- og raunasaga," spyr Gróa. DV reyndi að ná í Halldór Jónsson, yfirlækni bæklunardeildar Landspít- alans en hann svaraði ekki skilaboð- um. -rt Frá fundi Reykjavíkurdeildar landssamtaka foreldrafélaga leikskóla í fyrrakvöld á Hótel Loftleiðum. DV-mynd E.ÓI. Leikskólagjöld hækka um 13% frá og meö áramótum: Málsókn hugsanleg - segir Elísabet Gísladóttir sem segir samstööu mikla hjá landssamtökum foreldrafélaga „Á fundinum vom ítrekuð mótmæl- in við hækkuninni. Einnig kom fram að líklega væri ekki lagaheimild fyrir þessari gjaldskrártöku leikskólanna og var ráðgert að kanna það frekar og hugsanlega fara í mál,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Reykjavíkur- deildar landssamtaka foreldrafélaga leikskóla, eftir fund landssamtakanna í fyrrakvöld, en Leikskólaráð ákvað í fyrradag að hækka leikskólagjöld um 13% frá og með næstu áramótum. Er þetta hækkun upp á 2500 krónur á mánuði á bam fyrir gifta foreldra ef bamið er í gæslu átta tíma á dag. Höfðu samtökin búist við 11% hækk- un. „Fólk var mjög einróma á fundin- um en það er orðið þreytt á þessu og því er mikil samstaða og samkennd," segir Elísabet. „Það em auðvitað alltaf pólitískar spumingar um hvað á að gera en það er alveg ljóst að það hefur verið þannig að foreldrar greiða hluta af þessu. Þeir greiða núna þriðjung en Reykjavíkur- borg 2/3 og ef þetta hlutfall ætti að vera lægra þyrfti einfaldlega að taka pening- ana með hærri sköttum eða einhveiju slíku, einhvers staðar ff á verður að taka peningana. Það kostar þetta að reka leikskólana og af þvi greiða foreldramir 1/3,“ segir Kristín Blöndal, formaður Leikskólaráðs Reykjavíkur. „Borgarráð samþykkti fyrir viku að láta 70 milljón- ir til leikskóla Reykjavíkur á næsta ári til viðbótar við aðrar 70 milljónir sem þegar var búið að ákveða. Jafnframt fól borgarráð leikskólum Reykjavíkur að fmna leið til að hækka hlutdeild for- eldra í rekstrarkostnaði leikskóla í átt- ina að þvi sem hann var árið 1997. Þá var hlutur foreldra 34,5% en var nú kominn niður í 32,2%. Til þess að ná þessari hlutdeild foreldra kom í ljós að það þurfti 13% hækkun og er hlutur for- eldra nú þriðjungur af rekstrarkostnað- inum sem er talið vera eðlilegt." -hdm Björgun í Húsavíkurhöfn Fjórir Húsvíkingar björguðu rúss- neskum sjómanni sem féll milli skips og bryggju í Húsavíkurhöfii aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var hætt kominn. Atburðurinn átti sér stað um klukkan 2 aðfaranótt sunnudags þegar verið var að landa rækju frá Noregi úr rússnesku skipi. Dagur sagði frá. RÚV blessar Kringluna Meirihluti útvarpsráðs lagði í gær blessun sína yfir fýrirhugaða alls 38 klukkustunda útsendingu þáttarins „Brot úr degi“ á Rás 2 frá Kringl- unni í desember, en þrír fulltrúar minnihlutans lögðust gegn málinu. Dagur sagði frá. Hafnarfjaröarhalli Tryggvi Harðar- son, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði, telur að ætla megi að af- koma bæjarsjóðs verði neikvæð um 1200 miljónir króna á næsta ári. Þar af sé hrein skulda- aukning um 950 milljónir króna. Það sé því ekki rétt hjá meirihluta Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks í bæjar- stjóminni að niðurgreiðsla skulda verði um 200 miljónir króna á næsta ári. Dagur sagði frá. Hjón ríkari í skýrslu sem tekin var saman að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og lögð er fram á Alþingi í gær segir m.a. að tekjur hjóna og sambýlis- fólks hafl hækkað meira en tekjur einstæðra frá árinu 1995. Árið 1997 vom tekjur einstæðra feðra hærri en tekjur einstæðra mæðra og sam- eiginlegar eignir hjóna og sambýlis- fólks vora að meðaltali um 600% meiri en eignir einstæðra foreldra. Vísir.is sagði frá. 16 milljarða aukaskattur Skattar á ein- staklinga og fyrir- tæki hafa aukist um 16 milljarða frá því í fyrra. Skatt- tekjur hafa m.a. aukist vegna þess að skattleysismörk og bætur hafa ekki hækkað í sam- ræmi við almennar launabreyting- ar. Stöð 2 greindi frá. Kraftur í Akureyringum Akureyringar era mun kröftugri í byggingu íbúðarhúsnæðis á þessu ári en árunum á undan. Bygging var hafm á samtals 152 íbúðum en til samanburðar var hafrn bygging á 59 íbúðum í fyrra, svipað og árin þar á undan. Dagur sagði ffá. Fótboltinn í hús Nýtt knattspymuhús mun risa í Grafarvogi við Víkurveg, samkvæmt tillögu nefndar sem borgarstjóri skip- aði fýrr á þessu ári og samþykkt var í borgarráði í gær. Mbl. sagði frá. Áfram í gæslu Tveir karlmenn, 37 og 39 ára, vora úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í þrjár vikur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær vegna rannsóknar á tilraun til að smygla 30 kilóum af hassi frá Barcelona. ESB-tregöa Halldór Ásgrímsson utanrikisráð- herra sagði að loknum fundi utan- ríkis- og vamarmálaráðherra Vest- ur-Evrópusambandsins (VES) í gær, að sum ESB-ríkin sýndu „fyrirstöðu og tregðu" vegna sjónarmiða auka- aðildarríkjanna að VES, NATO-ríkj- anna íslands, Noregs, Tyrklands, Póllands, Tékklands og Ungverja- lands. Sagði Halldór íslendinga hafa bókað óánægju með framgang mála. Mbl. sagði frá. Ég mótmæli allur Páll Pétursson félagsmálaráð- herra berst nú af öllum þunga fyrir því að halda ráð- herradómi. Áhugi hans fyrir um- sömdu embætti hjá Byggðastofhun kvað hafa minnk- að. Valgerður Sverrisdóttir, sem átti að taka við af Páli um áramót, segist ekkert geta sagt, málið væri við- kvæmt. Dagur sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.