Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
Útlönd
Stuttar fréttir dv
Jeffrey Archer ætlar ekki aö gefa sig:
Neitar að endur-
greiða bæturnar
Amerískir dátar
yfir sig hrifnir af
Chelsea Clinton
Chelsea Clinton, nítján ára
dóttir bandarísku forsetahjón-
anna, stal senunni þegar hún
heimsótti höfuðstöðvar banda-
rískra hermanna í Kosovo með
foður sínum í gær.
Þegar forsetinn klifraði upp á
svið til að ávarpa hermennina
voru ailra augu á Chelsea sem
gekk um skælbrosandi og heilsaði
á báða bóga. Clinton gat ekki stillt
sig um að kvarta, í grínaktugum
tóni þó, þegar yfirmaður her-
stöðvarinnar hafi kynnt hann fyr-
ir viðstöddum.
„Eftir viðtökunum sem dóttir
mín fékk hjá ykkur að dæma, hélt
ég að hann ætlaöi að segja að ég
væri pabbi Chelsea," sagði forset-
inn.
Clinton kom heim til Banda-
ríkjanna í morgun eftir tíu daga
ferð til landanna við Miðjarðar-
hafið austanvert. Hann var í
Kosovo í gær þar sem hann hvatti
Albani til að fyrirgefa Serbum
sem ráku þá á brott frá heimilum
sínum þar sem tími átaka væri
liðinn.
Rússar halda
áfram stórsókn-
inni í Tsjetsjeníu
Rússneski herinn hélt i gær
áfram sókn sinni inn í Tsjetsjeníu
til að ná landinu undir sig. Yfir-
mennirnir gera sér vonir um að
geta tekið höfuðborgina Grozní og
aðra bæi án þess að til átaka
komi.
Samkvæmt fréttum frá Moskvu
í gærkvöld voru gerðar loftárásir
á fjölda héraða í Tsjetsjeníu í gær.
Meðal annars var ráöist á bæinn
Úrus-Martan, suðvestur af höfuð-
borginni, helsta vígi uppreisnar-
manna.
Fréttir herma að um þrjú þús-
und íslamskir uppreisnarmenn
séu að búa sig undir að veija
Grozní. Mikið mannfall varð í
borginni þegar Rússar hertóku
hana i stríðinu 1994 til 1996.
Breski stjórnmálamaðurinn og
rithöfundurinn Jeffrey Archer lá-
varður neitar, að sögn, að endur-
greiða dagblaðinu Daily Star sextíu
milljónir króna sem hann fékk í
miskabætur fyrir frétt í blaðinu fyr-
ir tólf árum, að því er fram kemur á
vefsíðu BBC. Blaðið hélt því fram að
Archer hefði átt ástarfund með
vændiskonu að nafni Monica Coghl-
an.
Archer tilkynnti um helgina að
hann væri hættur við framboð til
borgarstjóra London fyrir íhalds-
flokkinn eftir að upp komst að hann
hafði fengið vin sinn til að bera ljúg-
vitni í meiðyrðamálinu gegn Daily
Star á sínum tíma. Vinurinn veitti
honum falska fjarvistarsönnun.
Daily Star hefur gefiö Archer
frest til klukkan 17 á morgun til að
greiða því um 360 milljónir króna,
það er miskabæturnar og máls-
kostnað Archers, auk vaxta. Að öðr-
um kosti verði farið fram á endur-
upptöku málsins.
Stuðningsmenn Archers, sem hef-
ur haldið sig á heimili sínu nærri
Cambridge frá því hneykslið komst
um sögðu ekkert hæft í fréttum um
að hann ætlaði að segja sig úr
íhaldsflokknum. Mjög er þrýst á
Archer að segja sig úr flokknum áð-
ur en siðanefnd hans lýkur rann-
sókn sinni á málinu.
„Jeffrey Archer ætlar ekki að
segja sig úr íhaldsflokknum," sagði
Stephan Shakespeare, talsmaður lá-
varðarins, í gær.
Maðurinn sem kom á framfæri
frásögn vinarsins sem bar ljúgvitni
fyrir Archer heitir Max Clifford og
er kynningarfulltrúi, eða PR-maður,
að atvinnu. Hann hefur lagt frama
fleiri stjómmálamanna úr röðum
íhaldsins í rúst en Verkamanna-
flokkinn getur nokkru sinni dreymt
um, segir í norska blaöinu Aften-
posten.
Þótt almenningur þekki Clifford
ekki gildir hið sama ekki um menn
í opinberu lífi. Clifford hefur nefni-
lega meiri völd en nokkur annar til
að ráða því hvort menn ljúki
starfsævi sinni í ríkidæmi eða nið-
urlægingu og tárum.
Þegar æsiblöðin birta forsíðu-
fréttir af einhverju misjöfnu í fari
stjómmálamanna eða annarra
landsþekktra manna, spyrja fjöl-
miðlamenn sig alltaf sömu spum-
ingarinnar: „Var Max hér á ferðinni
einu sinni enn?“
Clifford sá um að semja við æsi-
blaðið News of the World um
greiðslur til handa vini Archers
sem bar ljúgvitni fyrir hann. Sjálfur
mun hann hafa fengið rúmar sex
mUljónir íslenskra króna fyrir.
Eiginkona fyrrverandi bananaekruverkamanns í Níkaragva heldur hér á fjögurra ára barni þeirra sem er vanskapað.
Konan var ein hundraða landbúnaðarverkamanna sem efndu í gær til mótmæla í Managva gegn notkun illgresiseyð-
isins Nemagons. Afhentu mótmælendur skjöl í bandaríska sendiráðinu og kröfðust skaðabóta frá fyrirtækinu Stand-
ard Fruit Company. Fullyrða verkamennirnir að börn þeirra fæðist vansköpuð vegna vinnu þeirra þar sem
illgresiseyðinum hefur verið úðað. Símamynd Reuter
GINUR
Rekki ehf.
Helluhrauni 10, 220 Hafnarfírði
Sími 5650980 , GSM 895-9088
Dauösfollum af völdum alnæmis Qölgar:
36 milljónir smitaðar
Yflr 2,6 milljónir manna hafa lát-
ist af völdum alnæmis á þessu ári.
Þetta er hæsta dánartalan á einu
ári síðan faraldurinn hófst. Á
næsta árþúsundi mun dauðsföllun-
um fjölga að mati alnæmissérfræð-
inga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sameinuðu þjóðunum hefur verið
tilkynnt um 5,6 milljónir nýrra
smittilfella á þessu ári. Alls eru 33,6
milljónir smitaðar.
„Það er langt frá því að faraldur-
inn hafi liðið hjá. Hann er þvi mið-
ur að versna,“ sagði Peter Piot, for-
stjóri þeirrar deildar Sameinuðu
þjóðanna sem reynir að hindra út-
breiðslu alnæmis, á fundi með
fréttamönnum í gær.
„Frá því að alnæmi uppgötvaðist
1981 hafa um 50 milljónir manna
smitast," greindi Piot jafhframt frá.
Verst er ástandið fyrir sunnan
Myndasýning var haldin í Kuala
Lumpur í tengslum við alnæmis-
ráðstefnu þar. Símamynd Reuter
Sahara i Afríku. Þar eru um 70 pró-
sent allra alnæmissmitaðra og al-
næmissjúkra. Á þessu ári hefur al-
næmi aukist hraðast i Austur-Evr-
ópu og i Mið-Asíu. Sprautunotkun í
tengslum við fíkniefnaneyslu er
kennt um i skýrslu frá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni.
Nær helmingur allra alnæmis-
veikra smitaðist undir 25 ára aldri.
Helmingurinn mun látast áður en
hann nær 35 ára aldri.
11,2 milljónir bama undir 15 ára
hafa misst móður sína af völdum al-
næmis. Áætlað er að um 570 þús-
und böm séu smituð af alnæmi. Yf-
ir 90 prósent þeirra smituðust af
mæðrum sínum við fæðingu eða
við bijóstagjöf.
Búist er við að meðalaldur i suð-
urhluta Afriku hafi lækkað í 45 ár á
milli 2005 og 2010 úr 59 árum eins
og hann er nú.
Vill neyðarlög í Aceh
Herinn í Indónesíu fullyrti í
gær að ástæða væri til aö setja
neyðarlög i Aceh vegna vaxandi
óróleika þar.
200 á DNA-skrá
Norska lögreglan hefur nú
fengið um 200 blóðprufur úr
glæpamönnum sem hún ætlar að
sefja á sérstaka DNA-skrá.
Kosningum frestað
Kosningum í Króatíu hefur
verið frestað vegna veikinda
Franjos Tudj-
mans forseta.
Kosningarnar
áttu að fara fram
22. desember en
hefur verið
frestað þar til í
janúar þar sem
forsetinn hefur
ekki getað undir-
ritað sérstök kosningagögn. Talið
er að ástandið geti leitt til
pólítísks óróleika sem geti breiðst
út til annarra fyrrum Júgóslavíu-
ríkja.
Græða á tá og fingri
Eignir Norðmanna erlendis
geta á næstu tveimur árum auk-
ist um 270 milljarða norskra
króna haldist olíuverð í 22 dollur-
um á tunnuna.
Lockerbiesprengjan
Líbýumennirnir tveir, sem
ákærðir voru vegna sprengjutil-
ræðis í farþegavél sem fórst yflr
Lockerbie í Skotlandi 1988, skella
skuldinni á Palestínumann sem
er í fangelsi í Svíþjóð.
Prestur í 36 ára fang-
elsi
74 ára írskur kaþólskur prestur
var í gær dæmdur í 36 ára fang-
elsi fyrir kynferðislegt ofbeldi
gegn drengjum fyrir 40 árum.
Leitað að eftirmanni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef-
ur hafið leit að eftirmanni
Frakkans Michels
Camdessus banka-
stjóra sem ætlar
að láta af störfum
í febrúar. Cam-
dessus hættir
tveimur árum áð-
ur en kjörtímabili
hans lýkur. í yfirlýsingu frá Al-
þjóða gjaldeyrissjóönum sagði að
Evrópa ætti ekki að einoka um-
ræðuna um nýjan bankastjóra
Ófrjálsir fjölmiðlar
Ástand pressunnar í Rússlandi
hefur versnað undanfarin 3 til 4
ár. íraun er alls ekki hægt að
segja að fjölmiðlar séu frjálsir, að
mati fjölmiðlastofnunar í Rúss-
landi.
Jarðskjálfti í Grikklandi
Jarðskjálfti, sem mældist 5 stig
á Richter, gekk yfir norðvestur-
hluta Grikklands í morgun.
Námuslys í Ástralíu
Fjórir námuverkamenn létu líf-
ið og tveggja er saknað eftir hrun
í gull- og koparnámu norðvestur
af Sydney í Ástralíu í nótt.
Nauðungarhjónabönd
Benazir Bhutto, fyrrverandi
forsætisráðherra Pakistans, sem
kom í heimsókn
til Óslóar í gær,
kveðst vera sam-
mála skýrslu
mannréttindasam-
taka sem segja aö-
stæður kvenna i
Pakistan hafa
versnaö á undan-
fornum árum. Bhutto sagði nauð-
synlegt að koma í veg fyrir að for-
eldrar þvingi börn sín í hjóna-
bönd. Unga fólkið verði sjálft að
fá að velja.
Rak stjórnina
Forseti Ingúsetíu, Ruslan
Ausjev, rak í gær alla ríkisstjórn
sína vegna lélegrar frammistöðu í
sambandi við flóttamanna-
strauminn frá Tsjetsjeníu.