Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 41 Myndasögur cö N & Alveg eins og ÉG g þegarviðvofum tfú 7 -Égvaf alltafsvc rófnantfskur' erði^ ofuð! / /•rVr. /j Fréttir Vatniö fossar út um yfirfall Skeiðsfossvirkjunar - meira en í vorleysingum. DV-mynd Örn Þórarinsson. Meiri vatnsagi en í vorleysingum rf'- Miklar leysingar uröu í hlýindakafl- anum í siðustu viku enda hitatölur lík- ari því að hásumar væri. Hæst fór hit- inn þann ellefta í 20,3 stig á veðurat- hugunarstöðinni Sauðanesvita. Tals- verður snjór var kominn en hann hvarf á 2-3 sólarhringum. Flestar ár urðu mórauðar eins og í vorleysingum og vatnsflaumurinn víða gríðarlegur. Ekki er vitað um verulegar skemmdir af þessum sökrnn. Miðlunarlón Skeiðs- fossvirkjimar fylltist og reyndist nauð- synlegt að opna yfirfall á stíflugarðin- um. Það hefur sjaldan gerst áður í nóv- ember og varð að hleypa meira vatni yfir en í mestu vorleysingum. - ÖÞ Sæplast kaupir verk- smiðju í Noregi DV, Dalvílc__________________________ Sæplast hf. hefur undirritað vilja- yfirlýsingu um kaup á verksmiðju í Álasundi í Noregi af Polimoon A/S í Osló. Verksmiðja þessi framleiðir vörur úr plasti sem einkum eru notaðar um borð í skipum, í höfn- um og við sjávarsíðuna. í frétt frá fyrirtækinu segir að um sé að ræða baujur, flot, belgi, björgunarhringi, fríholt og íjöl- margar vörur sem tengjast sigling- um. Þekktustu vörumerkin eru POLYFORM og SCANMARIN. Áætluð velta fyrirtækisins er um 600 milljónir króna á ári og selur það vörur sínar víða um heim. Þessi rekstur fellur mjög vel að starfsemi Sæplasts hf. og fram- leiðslu fyrirtækisins á trollkúlum, auk þess sem það styrkir stööu fé- lagsins í Noregi og á öðrum mörk- uðum. Stefht er að því að ljúka samningum fyrir lok nóvember og að Sæplast hf. taki við rekstrinum um áramótin. Þess má geta að selj- andi verksmiðjunnar, Polimoon A/S, hét áður Dynoplast A/S og er þetta þriðja verksmiðjan sem Sæplast hf. kaupir af þessu fyrir- tæki á þessu ári. Kaup þessi eru hluti af stefnu stjómar Sæplasts hf. um að félagið vaxi með uppbyggingu á rekstri er- lendis. Á næsta ári má reikna með að velta Sæplasts og dótturfélaga verði uin 2 milljarðar króna og að yfir 80% teknanna verði vegna sölu annars staðar en á íslandi og að 2/3 teknanna verði til i verksmiðjum félagsins í Kanada, Noregi og Ind- landi. -hiá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.