Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 16
Fagurkerakönnun Fókuss: Góðar Og vondar Ólafur Jóhann Nokkrar bækur lentu í bábum flokkum og því þótti okkur ástæða til aö nefna þær sér, sem dæmi um ólíkan smekk þeirra sem hér opinbera skoðanir sínar. Um kápuna á Ljúlí Ijúlí eftir Guó- rúnu Evu Mínervudóttur (Bjartur) var sagt: „Káp- ur Bjarts bera merki metnaðar á ákveðinn hátt en því miður ekki frumleg sería. Myndavaliö er næstum alltaf gott.“ Á móti heyrðist: „Ömurlega tilgerðarleg." Súsönnu ekki góð. Og hún var heldur ekki sátt viö útlitið á Hvíldardegi Braga. Öld ófganna, saga heimslns á 20. öld eftir Eric Hobshawm (Mál og menning) var inni hjá Úlfi en úti hjá Silju. Myrkravél eftir Stefán Mána (Mál og menning) þótti bæöi góð og slæm. Mest þó slæm: „Afar óskemmtileg kápa. Eiginlega smekklaus." Einar Benediktsson, ævlsaga II, eftir Guöjón letri. Synd því Einar var svo flott týpa," að mati Ámunda en Kolbrún þóttist örugg um sinn mann. Guiliö í höföinu eftir Diddu (Forlagið): „Grípandi kápumynd." Eða „óskemmtileg kápa. Eiginlega smekklaus." Buröargjald greitt eftir Pál Kristin Pálsson (For- lagiö) Úlfi fannst hún sniðug, Súsanna var áfram á móti. Ljóötímaskyn eftir Sigurð Pálsson þótti Friöriksson (Iðunn): „Leiðinleg. Enginn karakter í Sumarást eftir Bodil Fosberg í þýðingu Skúla haldið. Jenssonar (Hörpuútgáfan) vakti athygli Úlfars. „Umbúðir I fullkomnu samræmi við innihald. Gullfalleg." Á meðan sagði Ámundi: „Er næstum því komin hringinn, það er aö verða góð, en nær því ekki." Þá voru líka uppi andstæöar skoðanir á kápunni utan á Kular af degl eftir Kristinu Maríu Baldurs- dóttur (Mál og menning): Hún þótti ýmist „ein- föld og sterk" eða einfaldlega úr takt við inni- Hallgrímsson Viö íslendingar segjumst vera bókaþjóð. Við segjumst lesa meira en aðrir þótt sumir séu farnir að efast um að það sé rétt. Þetta eru þeir sem halda því fram að bókin muni brátt verða útdauð þar sem við lesum ekki eins mik- ið af bókum nú og þegar við lás- um mikið af þeim (hvenær sem það nú var). Ekki vitum við á Fókusi hvort þetta er rétt. Hin meinta minnkun á bóklestri hef- ur í það minnsta ekki dregið mik- ið úr bókaútgáfu. Ekki ef marka má þykkt nýútkominna Bókatíð- inda. Við hljótum að lesa eitthvað af þessum bókum. Nema allir lesi sömu bækurnar? Öðru máli gegnir um myndim- ar, sem alls staðar lauma sér með textunum, hvort sem þeir eru á bók eða tölvuskjá. Það dettur fæstum í hug að rýna mikið í myndir þótt þær séu gæddar grunsamlegu eiginleikum, þeim að hafa áhrif á okkur. Okkur finnst þær ýmist flottar eöa ljótar, góðar eða vondar. Einfalt mál og ástæðulaust að velta sér upp úr ástæðunum. Eða hvað? Hvernig er þessu til dæmis varið með bækur? Getur verið að við fórum eftir bókarkápunni þegar við get- um ekki ákveðið hvaða bók muni henta best í jólapakkann handa ömmu? Er það kannski bókarkáp- an sem ræður úrslitum um valið? Eða auðveldar hún eingöngu fyrstu kynni af góðri bók? Eða slæmri? Við höfum nefnilega leyfi til að efast um aö flott bókarkápa garanteri gæði innihaldsins - ef við vantreystum ytri fegurð. Hvort sem er þá hljóta bókarkáp- ur að ráða ýmsu um það hvernig við högum kaupum okkar á bók- um. Ásamt auglýsingum auðvitað en við ætlum ekki að tala um þær. Né heldur sölulistana og gagnrýnendurna. Bókaútgefendur íslenskir létu sér lengi vel ekkert sérlega annt um útlit bókarkápa, enda rökrétt að álíta að bókaþjóöin treysti á innihaldið fremur en útilitið. Nú hafa þeir hins vegar áttað sig á því sumir að góðar bókarkápur hafa jákvæð áhrif á væntanlega kaupendur, heppnist þær vel. Því er farið að vanda betur til valsins, sérstaklega hjá stórum forlögum á borð við Mál og menningu, Vöku-Helgafell, Bjart og Forlagið. Minni bókaútgefendur eru sér ekki eins meðvitandi um mikil- vægi bókarkápunnar og kjósa að leita einfaldari og ódýrari lausna. Á meðan hika þau stóru ekki við að ráöa til sín sérstaka hönnuði og auglýsingastofur. Hið síðarnefnda er greinilega vænlegra til árangurs, ef eitthvað er að marka fagurkerakönnun Fókuss á útliti bókarkápa. í þeirri könnum, sem vissulega er heima- smíðuð en ekki vísindaleg leituð- um við til nokkurra smekklegra fagmanna og áhugafólks um inni- hald bóka og útlit þeirra. Þannig náðum við í þær niðurstöður sem hér fara á eftir. Ef eitthvað væri að marka þær megum við búast við að nokkur forlög fari á haus- inn um þessi jól. En sem betur fer - höldum við kannski - ráðast bókakaup okkar íslendinga ekki aðeins af útliti bókanna heldur einnig - pínulítið - af innihald- inu. Nema þetta tvennt fari sam- an en þá vandast málið. Þá leyn- ast ekki lengur flögð undir fögr- um skinnum. Við segjum því pass og látum ykkur eftir að ákveða hvort þið eruð sama sinnis og sér- legir ráðgjafar vorir. Laxness fær slæma útreið 1 2. SLÓD I:If)RHvDANNA ^nF ól.ARJIt jÖHANN OI.AF.S.SON 1 ISIRGITTj H, lUUBÓRSDOITIIt Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, Vaka-Helgafell (skáldsaga), hönnuður Wilfred Bull- erjahn. „Afar stDhrein og falleg kápa sem mælir með inni- haldi sínu. Langbesta kápan í ár,“ segir Kolbrún Berg- þórsdóttir. „Myndskreyting og leturgerð vinna vel saman og skapa fallega heild,“ að mati Höllu Helga- dóttur. „Góð hugmynd í myndskreytingu og falleg let- urvinnsla," segir Bjöm Brynjólfur Björnsson. 3 Ættjarðarljóð á atómöld eftir Matthías Jo- hannessen, Vaka-Helgafell (ljóð), hönnun Ragnar Helgi Ólafsson. „Ég myndi kaupa þessa - bara út af kápunni. Einstaklega falleg kápa,“ flnnst Höllu. „Módernísk ljósmynd - óskýr vængjaþytur en glæsilegt - því miður er letur miðjusett. Leturval er þó við hæfi,“ segir Guðmundur Oddur. Ámunda finnst hún „fal- leg. Ljóðrænn klassi. Flott mynd.“ Björn segir að kápan sé „stíf í formi en nái samt ljóðrænu flugi.“ Jónas Hallgrímsson eftir Pál Vals- son, Mál og menning (ævisaga), hönn- uður Hallgrimur Helgason. „Jónas klikkar aldrei, hvorki á kápu né annars staðar," að mati Kolbrúnar. „Þetta er Neo-pop. Hér er á ferðinni fyndin tilvísun í portrettgerð Andy Warhols með klassísku ívafi leturvalsins. öóð sam- tenging á framhlið og kili. Jónasi skipað á bekk með poppstjömum," að mati Guðmundar Odds Magnússonar. „Einföld, með klassa og virðing bor- in fyrir innihaldi," er dómur Ámunda Sigurðsson- ar. „Látlaus en laðar,“ segir Úlfur. 4 iSÍSS Næturvörður kyrrðarinnar eftir Bjama Bjamason, Vaka- | Helgafell (skáldsaga), hönnuð- ur Magnús Valur Pálsson, teikning Kristín Gunnlaugs- dóttir. „Miðjusett klassík," að mati Guðmundar Odds. Meðan þú vakir eftir Þorstein frá Hamri, Ið- unn (ljóð), hönnun Magnús Kjartansson mynd- listarmaður. Guðmundur Oddur á dómsorðið : „Þetta er flott - ansi nálægt rótinni. Dulrænn primitíf- ismi. Prjónandi hestur í pilsi með eyran úti á anda hellamálverka. Skrift við hæfi.“ é nætur VÖRDUR KYRIUmiUIJNAK Eftirleikur eftir Birgittu H. Halldórsdóttur, Skjaldborg (spennusaga), hönnun Sigurður Sig- urðsson. „Leturmeðferð hrikaleg. Hún eyðileggur alveg dramatiska mynd!“ segir Guðmundur Oddur. „Ótrúlega óaðlaðandi bókarkápa. Það hvarflar ekki að manni að snerta hana,“ eru viðbrögð Höllu. „Jafn desperat kápa og höndin framan á,“ bætir Ámundi við. Og lokaorðin á Bjöm: „Illa unnin mynd og léleg leturvinnsla." Endurútgáfur á bókum Halidórs Laxness, Vaka-Helgafell (ýmsar bækur), hönnun innanhúss og ýmsir myndlistarmenn. „Það þarf að taka tii hendinni með endurútgáf- una á Laxness. Þetta er ekki sæmandi. Það er alltof mikO áhersla á orðinu LAXNESS og þó myndir séu oft góðar og notuð klassík myndlist, þá er það alls ekki alltaf. Gott dæmi um það er Guðsgjafaþulan. Önnur leturmeðferð er meðalmennskuleg og ekki samboðin nóbels- skáldinu.“ Guðmundi Oddi er mikið niðri fyrir líkt og Höllu. „Lista- verkin njóta sin í fæstum tilfellum og letumotkun er ekki góð á þessari seríu. Einstaka kápa gengur upp en flestar vantar kápurnar stU og fágun í hönnun sem sæmir nóbelsskáldi." Bjöm Brynjólfur bætir um betur: „Samkvæmt Bókatíðindum em aUar bækur Lax- ness að koma út fyrir þessi jól! - Þessar kápur sem ættu að vera flaggskip bókahönnunar á íslandi eru settar saman úr afgöngum sem lykta af ósmekklegri markaðssetningu og yfigripsmikiUi týpógrafiskri vanþekkingu." ja,ráðhebka Já, ráðherra - gamansögur af íslenskum alþingismönnum, ritstjórar Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason, Bókaútgáfan Hólar, (almennt efni), myndskreyting Kristinn Jóhannesson myndlistar- maður, lokafrá- gangur Ásprent. „Jafnljótasta bók- arkápan,“ finnst Höllu. „Fullkomin smekkleysa," að áliti Guðmundar Odds. Togarasaga með tilbrigð- um eftir Hafliða Magnússon, Bókaútgáfan Hildur (skáld- saga, endurútgáfa), mynd á kápu gerði HUdur Gunnars- dóttir, húsmóðir á Siglufirði. „Algerlega dautt letur og myndin alveg út í hött,“ fmnst Guðmundi Oddi. „Hér vantar alla fagmennsku í vinnslu kápunnar,“ segir HaUa. „Hvað get- ur maður sagt?“ er það eina sem Kolbrún getur stunið upp. r 4 6. í V VETRARFF.RDIN Vetrarferð eftir Ólaf Gunnarsson, Forlagið, (skáldskapur), hönnun Finnur Malmquist hjá Fíton. HöUu finnst kápan „létt og skemmtUeg. Hún sker sig úr.“ Ljóðtímaskyn eftir Sigurð Pálsson, Forlagið (ljóð), hönn- un Hunang. „Ein fallegasta kápan,“ finnst Ámunda. „Hrein og fal- leg. Vel unnið með letur,“ er mat Bjöms. 8 Hvúiireki eða Jyúilrðe^ Hvíldardagar eftir Braga Ólafsson, Bjartur (skáld- saga), hönnun Einar Öm Benediktsson og Sigrún Páls- dóttir. „Þetta líkar mér - þögul kápa - alveg laus við háværð og læti. Ósjálfráð skrift í teikningu í anda Cocteau og súrrealista," segir Guðmundur Oddur. „Einföld, skemmtUeg og létt kápa sem sker sig úr,“ fmnst HöUu. Kári í jötunmóð eftir Guðna Th. Jóhannesson, Nýja bókafélagið, (endurminningar), hönnun Bergþóra Birgisdóttir, Hvíta húsinu. „Mjög 80’s leturmeðferð, þynnkuleg mynd en ágætur grunnur," er meining Ámunda. Kolbrúnu finnst kápan „afar óspennandi." Bestu barnabrandararnir - svaka stuð, böm tóku saman, Bókaútgáfan Hólar, (bamabók), teikning á kápu gerði Hjördís Ólafsdóttir en Ásprent lagði lokahönd á verkið. SUju fannst hún ekki góð og Guðmundi Oddi fannst „böm- in eiga betra skUið á fyndna bók.“ Hvalreki eða kvalræði eftir Jón Kr. Gunnarsson, Bókaútgáfan Rauðskinna (al- mennt efni), hönnun kápu var í höndum höfundar og prentsmiðjunnar Grafíkur. HaUa er ekki hrifín af útkomunni: „Það er hreint kvalræði að horfa á þessa kápu. Hún hlýtur að fæla aUa frá bókinni." eneasar kviða 9. 8. 9 S*|trciri Eneasarkviða eftir VirgU, þýð- andi Haukur Hannesson, Mál og menning (skáldverk), hönnuður Robert GuUlemette. Kolbrún segir: „Klassísk og grípandi.“ Björn Brynjólfur: „Fal- leg, klassísk." . íögut Í - U*> . lí ^ éjrw&v” 10 Sannar sögur eftir Guðberg Bergsson, Forlagið (smásögur, endurútgáfa), hönnun Hunang. „Guðmundur Oddur segir: „Fín mynd og þótt let- ur hangi fuUlaust að mínu mati.“ „Fáguð, hógvær og faUeg kápa,“ segir HaUa. Sægreifi deyr eftir Árna Bergmann, Mál og mehning (skáldsaga), hörinun Olga Bergmann, „Öfagmannlega unnin kápa og fráhrindandi," fínnst HöUu og Björn er sömu skoðunar: „Óspennandi mynd - óspennandi leturvinnsla." Ysta brún eftir Elinu Ebbu Gunnars- dóttur, Vaka-HelgafeU (smásögur), hönn- un Wilfred BuUerjahn. „Of unnin og busy,“ segir Ámundi snöggt og HaUa bætir við: „Þunglyndið heUist yfir áður en maður opnar bókina." PSICL® brúix Af föngum og frjálsum mönnum eftir Jón Bjarmann, Bókaútgáfan Hólar (sjálfsævisaga), hönnun ýmsir. „Margar þunnar og Ula útfærðar hug- myndir,“ segir Bjöm Brynjólfur. Fast á hæla þessara bóka koma tvær bamabækur. Gíri-stýri og skrýtni daumurinn eftir Björk Bjarkardóttur (Mál og menning) og Allt um tröll eftir Brian PUkington (Mál og menning). Þá fær Syrtlu-flokkur Máls og menningar útnefningu sem besti flokkurinn hjá HöUu en útlitishönnun hans er alfarið í höndum Roberts GuiUemette. Það mætti nefna ótal ótal fleiri slæmar kápur eins og sést á listanum hér fyrir neðan. Þátttakendur áttu greinUega í meiri vandræðum með að vera sammála um hvað væri verst, enda hafði fleiri e’n einn álitsgjafi orð á því að nóg væri af því ' vonda. Ein bók sem komst með kjölinn á hælunum að 10. sætinu var Heitt streym- ir blóð eftir Régine Deforges (Vaka-HelgafeU): „Meira að segja sá kynþokkaftdli Che Guevara fær ekki bjargað þessari," sagði Kolbrún svekkt. Aðrar góðar Skriftamál einsetumannsins eftir Sigurjón Friöjónsson, Hið íslenska bókmenntafélag, Stúlka meb flngur eftir Þórunni Valdemars- dóttur, Forlagiö, Birtan á fjöllunum eftir Jón Kalman Stefánsson, Bjartur, Mannveiöi- handbókin eftir Isak Harðarson, Forlagiö, Sagnaþættir eftir Tómas Guðmundsson, Mál og menning, Stóra hjátrúarbókin og Stóra draumabókin, samantekt Símon Jón Jóhannsson, Vaka-Helgafell, Eina kann ég vísu, skrýtinn kveöskapur frá ýmsum tím- um, samantek og myndskreytingar Guðrún Hannesdóttir, Forlagiö, Sagan af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason, Mál og menning, Kæra Greta Garbó eftir William Saroyan, Bjartur. Meistari Jim eftir Jim Con- rad, Mál og menning, Heimspekisaga eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje, Háskólaút- gáfan), Carrie systur eftir Thodore Dreiser, Skjaldborg, Ambáttin eftir Catherine Lim, Fjölvi, Silmerillinn eftir J.R.R. Tolkien, Fjölvi, Steingrímur Hermannsson, Ævisaga II eftir Dag B. Eggertsson, Vaka-Helgafell, Veður- dagar, fróðleikur, skáldskapur og veðurdag- bók eftir Unni Ólafsdóttir og Þórarin Eldjárn, Vaka-Helgafell, Lærdómsrit Bókmenntafé- lagsins, Einn fyrir alla eftir Þórð Helgason, Mál og menning, Grýlusaga eftir Gunnar Karlsson, Skrípó, Indíáninn snýr aftur eftir Lynn Reid Banks, Muninn bókaútgáfa, ðxi eftir Gary Paulsen, Mál og menning, I róti hugans eftir Kay Redfield, Söngur steindep- ils I ritstjórn Hólmfriðar Gunnarsdóttur, dreiflng Háskólaútgáfan, Áður en þú sofnar eftur Linn Ullmann, Mál og menning, Háva- mál í Ijósi íslenskrar menningar eftir Her- mann Pálsson, Háskólaútgáfan, Björn Vasadiskó eftir Jónas Þorbjarnarson, For lagið, Selurinn Snorri eftir Frithjof Sælen Bókaútgáfan Björk, Opinberun Jóhannesar, Mál og menning.Ljóð í lykkjum. Pijónabók eftir Solveig Hisdal, PP Forlag. Aðrar slæmar Mér liöur vel þakka þér fyrir eftir Inga Steinar Gunnlaugsson, Hörpuútgáfan, Miklu meira en mest eftir Hrafn Jökuls- son, Forlagið, Laufey eftir Elisabetu Jök- ulsdóttur, Mál og menning, Napóle- onskjölin eftir Arnald Indriðason, Vaka- Helgafell, Okkar á milli eftir Arthúr Björg- vin Bollason, Mál og menning, Skagfirsk skemmtiljóð í samantekt Bjarna Stefáns Konráössonar, Bókaútgáfan Hólar, Því að þitt er landslagið eftir Kristínu Bjarnadótt- ur, Uglur og ormar, íslensk heiðursmerki eftir Birgi Thorlacius, Háskólaútgáfan, Hinumegin viö heiminn eftir Guðmund L. Friöfinnsson, Skjaldborg, Aldarreiö, Svarfdælskir hestar og hestamenn á 20. öld eftir Þórarin Hjartarson, Bókaútgáfan Hólar, Ólafur landlæknir eftir Vilhelm G. Kristinsson, Vaka-Helgafell. hf., Ný fram- tíö - I nýju landi eftir Valgeir Sigurösson, Skjaldborg, Viðskiptin efla alla dáð eftir Þorvald Gylfason, Mál og menning, ís- land á nýrri öld, ritstjóri Gunnar G. Schram, Háskólaútgáfan, Bók aldarinnar eftir Gísla Martein Baldursson og Ólaf Teitsson, Nýja Bókafélagið ehf., Ógnar- vald eftir David Baldacci, Skjaldborg, Hundarnir í Riga eftir Henning Mankell, Mál og menning, Heimsinn eftir Gregory Benford, Hávellir ehf., Leiðarvísir putta- feröalangsins um vetrarbrautina eftir Douglas Adams, Bjarg, Gísla saga Súrs- sonar, íslendingaþættir og Eddukvæði, Mál og menning, Orö í tíma töluð, saman- tekt Tryggvi Gíslason, Mál og menning, Garðar og Glóblesi eftir Hjört Gíslason, Skjaldborg, Ævintýraleg skátaútilega eftir Kristján Jónsson, Skjaldborg, Á hælum löggunnar - Sveinn Þormóösson, blaðaljósmyndari I hálfa öld, eftir Reyni Traustason, Islenska bókaútgáfan, Dag- bók íslendinga, Mál og menning, Hafið eftir Unnstein Stefánsson, Háskóiaútgáf- an, Árásin eftir Richard Bachman (Steph- en King), Fróði hf., Saga Veðurstofu Is- lands eftir Hilmar Garöarsson, Mál og mynd, Dagbók Anne Frank, Bókaútgáfan Hólar, Ramses-Musteriö eilífa eftir Christ- ian Jacq, Vaka-Helgafell, Umbrot - Bók- menntir og nútími eftir Ástráð Eysteins- son, Háskólaútgáfan, Líttu ekki um öxl eftir Karin Fossum, Mál og menning, Sviptingar á sjávarslóð eftir Höskuld Skarphéðinsson, Mál og menning. Álitsgjafar Fókuss voru BJöm Brynjólfur Bjöms- son, kvlkmyndaframlelóandi hjá Hugsjón, Guö- mundur Oddur Magnússon teiknari, Halla Helgadóttir, grafískur hönnuöur hjá Fíton, Kol- brún Berg|>óisdóttlr, blaöamaöur og gagnrýn- andi, Súsanna Svavarsdóttir, blaöamaöur og gagnrýnandl, Sllja Aöalstelnsdóttlr, blaöamaö- ur og bókmenntagagnrýnandi, Úlfur Eldjárn bókmenntafræölngur, bóksali og tónlistarmaö- ur, Ámundi Sigurösson, hönnuöur hjá Hlnu op- inbera - auglýslngastofu. Vallö var upp úr Bókatíöindum sem tryggir því mlöur ekki aö og verstu plötuumslögin ar Þau bestu 1. 2. Sigur Rós - ágætis-byrjun Hugleiðslurokk Sigur Rósar verður eflaust ofarlega I uppgjöri popp- spekúlanta fýrir árið og umslagið þykir það best heppnaða í ár. „Stíl- hreint og flott," sagði einn. Álit ann- ars var þetta: „Fallega einfalt um- slag, prýtt silfruðum engli sem liggur á bæn. Það knýr fram tár þegar maður ber það augum. Pakkningin sjálf er einstök og sneiðir fram hjá venjubundnum leiðindahulstr- um.“ Þá voru álitsgjafar á einu máli um að umslagið hæfði tónlistinni fullkomlega. Mínus - Hey Johnny! Umslagið utan um tuddarokk Mínus fær silfrið sem er nýmæli því hing- að til hafa íslensk þungarokksum- slög verið afspyrnuléleg (hver man ekki eftir Bootlegs-umslögunum?). „Sérdeilis vel heppnað umslag og í takt viö hardcore-stemninguna á plötunni. Væri enn betra ef ekki væri fyrir figúruna á bakinu," fannst einum álitsgjafanum. „Alveg hreint stórkostlega glæsilegt umslag sem endurspeglar innihald- ið fullkomlega. ðll hönnunarvinna til stakrar fyrirmyndar," bætti annar við. „Þung grafík sem gerir sig vel. Maður tekur eftir stöf- unum á löngu færi," sagði sá þriðji. Álitsgjafar voru á einu máli um aö umslagið væri einfaldlega flott. 4, 3. Rúnar Júlíusson - Dulbúin gæfa í tugatali Herra Rokk mætir með safn sinna bestu laga á tvöföldum geisladiski. „Rúnni er einfaldlega flott- astur og fær því mitt atkvæði." Menn voru sam- mála um að umslagið væri vel heppnað og öllum fannst gaman að fá fjórar myndir af Rúnari fram- an á umslaginu. „Töff. Það segir sig sjálft á mynd- unum sem eru framan á,“ og annar álitsgjafi bætti við: „Umslagið undirstrikar hvað er á plötunni og sannar eftir- minnilega að kappinn yngist með hveiju ári." Maus - I þessi sekúndubrot sem ég flýt ' Umslagið utan um fjórðu plötu Maus fær bronsið. „Flott út í gegn," sagði einn og annar bætti við: „Mausmenn kunna að gera umslög, eða réttara sagt að leita til manna sem kunna að gera umslög. Allar umbúðir plötunnar eru góðar." Einn álits- gjafinn bætti svo við og glotti: „Það klikkar ekki þegar notaðar eru þrettán ára lólítur í nærbuxum." R8 mr m lii ,90 1 f Þessi ymslög ,5. Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag að elska ' Poppsveitin Geirfuglarnir er með sína aðra plötu og um- slagið þykir það fimmta besta í ár. Helsta niðurstaða álits- gjafanna var þessi: „Góð og skemmtileg hönnun frá upphafl til enda. Þetta eru grall- arar og það lýsir sér bæöi í tónlist og um- slagi. Það eru heimilisleg notalegheit sem einkenna umslagið. Manni líður svona eins og þeir séu að bjóða manni í kaffl og kruð- erí. Músí, músí." Við þetta var bætt: „Yfir- máta hallærislegheitin takast vel og um- slagið fer hringinn." Ensími - BMX (“Töff og indie-kúl umslag sem strákarnir hönnuöu sjálfir. Rokkað umslag sem hæfir ímynd sveitarinnar vel. Heilsteypt hönnun þar sem allt er á hreinu. Mjög gott.") Jagúar - Jagúar (“Gæti tilheyrt fönkbandi frá Kamerún. Smekklegur einfaldleiki.") Emilíana Torrini - Love in the Time of Science (“Góð birta i þess- ari mynd. Það fær mann til að kíkja á diskinn að hafa myndina á hvolfi.") GusGus -This is Normal (“Umslag í takt við tímann.") Dip - Hi Camp meets Lo-fi ("Skemmtileg hönnun sem hæfir tón- listinni vel.") Sveinn H - Sólbrot ("Skrautlegar umbúðir utan um skrýtna tónlist.") Papar - Ekk- ert liggur á (“Fyndið að eitt besta umslagiö sé með versta innihaldinu. Tryggvi róni reddar þeim eins og Goði var reddað á sínum tima.") Þau verstu Buttercup - Allt á útsölu | , Sveitaballasveitin Buttercup með sina fýrstu stórplötu. Platan burstaði önnur umslög sem versta umslagið og.álits- gjafar voru sumir bókstaflega orðlausir. Þegar búið var að jafna sig af mesta sjokkinu gat einn álitsgjafinn hóstað upp: „Ótrúlega hallærislegt." Annar bætti við, ráðþrota: „Hvað getur maður sagt?! Einkennilega ómöguleg tölvu- vinnsla - annað eins hefur ekki sést í háa herrans tið. Eitt sorglegasta umslag tíunda áratugarins, ef ekki árþús- undsins. Svonagerir maður bara ekki." Aðrirvoru með grin ogsögðu: „Því miöur reddaði stúlkan engu eins oghenni var þó þakkað fyrir í plötuumslaginu," og einn álitsgafinn sá fyrir sér samræður á hljómsveitarfundi: „Platan er öm- urleg, strákar, hvað getum við gert? Ég veit, setjum bara sæta stelpu á kóverið." Svo sannarlega umslag á útsölu. 2. Frogs - The Invincible Frogs Planet Gunnar Bjarni ogvinkona hans með nýja plötu. Umslag- ið fær skammar-silfrið. „Ein sú allra Ijótasta tölvuteikn- ing sem hefur sést lengi. Hann ætti að fá sér nýtt teikni- forrit, blessaður drengurinn," sagði einn. Annar bætti við: „Það er ótrúlegt hvað hægt er að ná mikilli lægð í umslagshönnun og það er undir- strikað hér svo um munar. Fáran- lega slappt umslag samfara hrylli- legum titli." „Hér eru allir orðlaus- ir,“ var haft eftir starfsfólki I einni plötubúö og einn spurði: „Vá! Gunnar Bjarni. Er einhver heima?" Selma -1 am Það nægði ekki Selmu að vera landi og þjóð til sóma í Júró. Álitsgjafar Fókuss voru ekkert nema nei- kvæðnin í garð umslagsins. „Þegar búið var að eyða öllum pieningunum í að lappa upp á gömul Todmobile- lög var ekk- ert eftir i um- slagið. Frá- hrindandi illa unnar myndir í umslagi bíta svo höfuðið af skömminni. sagði: „Svona 3. Annar álitsgjafi uppsetning hæfir ekki í nútimahönnun - hræðilegt!" Enn einn bætti við: „Selma er alltaf svo frekjuleg og fráhrindandi. Þegar hún brosir er eins og einhver sé að pína hana til þess. Þess vegna fer svona risamynd af henni í mínar fín- ustu taugar." Álitsgjafan Starfsfólk i plötubúöum hefur ákveðna skoð- un á umbúðum jafnt sem innihaldi piatna. Því var talað viö hressa starfsmenn í plötubúö- Friðrik Karlsson - Hugar-ró Friðrik er allur í jóga og hugleiöslu og vill sefa og svæfa sem flesta meö afslepp- elsisplötunum sínum. Þaö hefði því verið eðlilegt að umslagið væri afslappandi en þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni. „Þetta umslag æsti nú alla starfsmennina hérna upp,“ var álit einnar búðarinnar. Álit annars var: „Litasulliö á umslaginu á eflaust að róa kaupendur (og koma þannig í, vegfýrirað þeir kaupi plötuna); i þess stað verða þeir ólm- ir: Verð að finna hönnuð - drepa, drepa." Kúnzt - Ótrúleg orð Nýr diskur með Kúnzt sem er dúett frá Blönduósi. Umslagið ’ fær skammar-bronsið og Ijósmyndin af meðlimunum fór í finustu taugar álitsg'afanna. „Það borgar sig að láta fjölskyldualbúmið I friði þegar gera skal umslag," sagði einn og annar bætti viö: „Ráðgátan er: Hverjum datt í hug að velja þessa mjög svo slæmu Ijósmynd á plötuumslag? Eitt er víst að myndin er alls ekki söluhvetjandi, fremur letjandi reyndar. Svo sannarlega „ótrúlegt" umslag." Sá þriðji lagöi þetta til: „Ótrúlega Ijótt umslag með Ijótri mynd af (aö því er viröist) Ijótu fólki. Svona er að búa úti á landi." Emrtig nefnd: Heartbeat - The Sunday Sessions (“Merkilegt hvaö islenskum dansfiflum er lagið að gera Ijót umslög sem sýnir vitanlega hvað gerist ef menn hlusta of lengi á danstónlist.") Land & Synir - Herbergi 313 (“Hvaö á þetta eiginlega að vera?") Guðmundur Valur - Valur ("Á umslaginu er Ijós- mynd úr borgarastríði Bandarikjanna og sýnir lið- in lík hermanna. Inn á það er svo sett teikning af fremur ófrýnilegum fugli. Svo fáránlega slæmt að það er næstum því gott.“) Bjartmar Guðlaugs- son - Strik ("Þetta hefur átt að vera mjög einfalt en er bara mjög Ijótt.") Mezzoforte - Garden Par- ty Time (“Umslagið ber allra klénusta Dali-tilvís- un sem um getur. Afar ósmekklegt og trúlegt aö kallinn með skrýtna skeggiö snúi sér við í gröf- inni."). Quarashi - Xeneszis (“Ekki að virka. Hálf- gert umhverfisslys.") Stjórnin@2000 ("Broadway-filingur sem virkar ekki. Þetta hæfir engan veginn titli plötunnar því þetta gæti verið umslag frá 1986.“) 5. um Skífunnar og Japis á Laugavegi, í 12 tórv um Grettisgötu og í Músík og myndum, Aust- urstræti, og þeirra skoðun knúin fram. Einnig sagði Ami Matthiasson hjá Mogganum skoð- un sína og Ijósmyndadeild DV lagði faglegt mat á málið. f Ó k U S 3. desember 1999 t 3. desember 1999 f ÓkllS 16 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.