Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 9
fokking GK-blaðið á borðið hjá mér þar sem besti morgunmaturinn er sagður vera á Saga klass í Flug- leiðavél. Hvað er í gangi? Þetta er góðærið. Góðærið er spillandi. Við viljum fá kreppu aftur. Þá kemur betri list. Kreppan skapar betri stemningu í þjóðfélaginu. Það er allt fullt af ömurlegu nýríku fólki hérna núna." Við drögum línuna við það að fara að spíla fyrir pítsur. Hössi: „Það að grasrótin er ekki grasrót lengur hefur breytt tónlistar- lífinu á íslandi ótrúlega mikið. Fólk fer ekki á tónleika lengur til að hlusta á tónlist heldur til að láta sjá sig. Þetta gengur allt út á snobb. Góðærið hefur alið af sér ótrúlega yf- irborðskennd á öllum listasviðum." Sölvi: „Snobbliðið mætir ekki fyrr en band hefur verið orðað við möguleika erlendis. Kommon! Okk- ur finnst alltaf skemmtilegast að spila fyrir krakka, 13 upp í 20, sem eru inni í því sem við erum að gera. Lið sem mætir ekki bara af því Quarashi á kannski einhverja möguleika erlendis. Við viljum fá fólk á tónleika sem fer úr að ofan." Smávaxnir snillingar Þannig aðþið eruð ekki að veltast í góðœrinu og hófðiö ekki til snobbliðsins? Sölvi: „Nei. Ég fékk t.d. ekki miða á frumsýninguna á Bond. Það er sterk vísbending um að ég sé ekki „inn"." Hóssi: „Við myndum seint halda útgáfutónleika í Óperunni." Sölvi: „Seint. Enda erum við ekki ópera. Og ég hata líka óperur. Þar spilar inn í að stundum hittust faðir minn og aðrir góðir menn af Blöndals-ættinni og tóku Niflunga- hringinn í maraþoni á meðan það var borinn 1 þá matur. Þetta eru verstu martraðir æsku minnar. Wagner... hvílíkur viðbjóður. Næst versta martröðin er þegar ég vann í fatahenginu í Sinfóníunni og einhver fékk mig til að færa stjórnandanum blóm. Stjórnandinn kyssti mig á báðar kinnarnar fyrir framan alla og ég hef ekki náð mér síðan." Hverjar eru þinar œskumartrað- ir, Hössi? „Ég er búinn að bæla þær allar niður. Það er bara hægt að ná þeim fram með dáleiðslu." Hefurþað háðykkur að vera smá- vaxnir? „Nei, af því við getum verið jafn- litlir saman og erum mjög ham- ingjusamir með það," segir Sölvi. „Jú, það háði okkur þegar við spil- uðum hjá Eskimo-models. Þar voru módelin 14 ára og 30 kíló og miklu hærri en við. Helstu snillingar sög- unnar hafa verið smávaxnir: Napo- leon, Einstein, Maradona, Quaras- hi. Þarf að segja meira?" Nei. Ekki nema að strákarnir vilja koma því á framfæri að Skjár 1 sýnir heimildarþátt um þá á laug- ardaginn eftir viku. „Þar kemur fram hvað það er lítið eftirsóknar- vert að vera poppari," segir Sölvi. „Þar sést hvað það getur verið leið- inlegt og mikil niðurlæging. Þegar dyraverðir eru með kjaft við mann og svona. Allur sá pakki." í Quarashi eru borötennistöffarar. Þeir fengu fötin hjá Stiga-umboðinu og í Nike-búðinni, Laugavegi. Þess má geta aö þetta er óbein auglýsing. ff\S 3. desember 1999 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.