Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 4
Einar i>i fvrir ðlld konur og kalla Sniðlaus bómullarhólkur með bandi í mittið sem gengur undir nafninu „Thai-buxur" er tískuæði sem byrjaði á íslandi í sum- ar og hefur, þrátt fyrir kólnandi veðurfar, bara vaxið og vaxið. Thai-buxur eru, eins og nafnið gefur til kynna, upprunnar frá Thailandi og þar ganga inn- fæddir i thai-buxum lon og don. Þar sem þær eru úr svo þunnu efni og víðar í sniðinu henta þær vel í heitu loftslaginu í Thailandi en hvers vegna thai-buxurnar hafa náð svona miklum vinsældum á hinu kalda íslandi á verslunarstjóri Spútnik, Ragnar Steinsson, ekki í vandræðum með að útskýra, þær séu einfaldlega svo þægilegar. Buxurnar hafa einnig þann eigin- leika að þær passa öllum, þ.e.a.s, „one size fits all". „Þetta eru buxur sem henta fyr- ir bæði kynin. Þær eru þægilegar heima og líka flottar út á djam- mið," segir Ragnar og bætir við að fleiri strákar séu farnir að ganga í þessum buxum og þær séu alls ekki bara fyrir homma. I Spútnik eru buxurnar seldar í einni stærð og fást nú í 13 litum. En eru þessar buxur ekki ópraktískar í vetrarveðrinu? „Nei, þær eru svo viðar að það er hægt að vera i góðum sokka- buxum eða þunnum íþróttabuxum innan undir," segir Ragnar sem selur stykkið á 4.500 krónur. Thai- buxurnar eru sannkallaðar einar fyrir alla. Pottþétt jólagjöf þar sem þú þarft ekki að vera hræddur um að bomma á stærðinni á þeim sem á að fá þær. Að mati Fókuss eru buxurnar reyndar í dýrari kantin- um þar sem það er svo að segja enginn saumaskapur á þeim og þær framleiddar í Thailandi. „Það er ódýrt að lifa í Prag. Hún sameinar spennandi andrúmsloft og ódýra lifnaðarhætti," fullyrðir Börk- ur Gunnarsson, rithöfundur, blaða- maður og kvikmyndagerðanemi. Hann hefur búið í Tékklandi i rúmt ár og skrapp heim um helgina til að kynna skáldsóguna Sama og síðast. Börkur gefur markaðssetningunni tvo daga og ætlar svo að flýja aftur til Prag þar sem honum liður eins og nýútsprungnu blómi í eggi. „Það eru náttúrlega túristagildrur í mið- borginni en ef þú sneiðir hjá þeim er verðlagið mjög ódýrt. Kaffið á 20 krónur íslenskar, sígarettupakkinn á 60 og matur á veitingastað á 150 til 200 krónur," segir rithöfundurinn um þessa paradís öreigans. Kærast- an hans er tékknesk, þau kynntust hérlendis og hún talar íslensku af löðrandi andagift. „Já, hún er altalandi á íslensku," segir Börkur og bætir við að það sé ekki hægt að segja um tékkneskuna hans. Fórstu til Tékklands til aö skrifa Sama og síöast? „Ég fór til að klára hana. Ég var búinn að vinna í henni í fimm ár, endurskrifa og skera burtu til skipt- is. Þetta tók sinn tíma. Það er ógeðs- lega gaman að vinna svona verkefni. Mér finnast nefnilega endurskrifin skemmtilegust. Hins vegar er skrýt- ið þegar textinn sem maður vann og breytti endalaust er skyndilega læst- ur í bók," andvarpar Börkur og virð- ist hálfleiöur yfir að vera búinn með bókina. Stjórnlaus sjálfvirkni Sama og síðast er fyrsta skáldsaga Börkur Gunnarsson lærði heimsspeki í Beriín, dvaidi á rithöfundasetri í Svíþjóð og var 10 mánuði á sjó, harkaði sem biaðamaður, gaf sjálfur út smá- sagnabók og talaði á bylgjum hljóð- .vakans. Loks fór hann í kvikmynda- gerðarskóla og lagði lokahönd á skáidsögu sam- hliða náminu. Börkur skaust frá Tékklandi yfir helg- ina til að kynna bókina Sama og síðast. Barkar. Áður hefur hann skrifað smásagnasafn og leikritið Hangið heima fyrir Stúdentakjallarann. Hangið heima fékk fínar viðtökur og ein sagan úr safninu var kvikmynd- uð. „Já, sú saga fjallaði um mann sem reynir að brjóast út úr sjálf- virkni lífsins. Manninum tekst það ekki betur en svo að hann hengir sig fyrir slysni. Það sorglega var að einn leikarinn í verkinu hengdi sig síð- an," segir Börkur og hristir höfuðið. En um hvað er Sama og síðast „Hún fjallar um þrjá pilta og hvernig leiðir þeirra liggja saman. Upphaflega átti titillinn að vera of- beldisfull hamingja en það svipaði of mikið til Bjarkar. Sá titill hefði samt lýst henni best." Ertu soldiöfyrir ofbeldi? „Nei, en það sem mér finnst interressant er að manneskjur haldi að þær hafi stjórn á lífi sínu og geti breytt einhverju. Þessi barátta þeirra til að breyta aðstæðum sínum getur oft verið ofbeldisfull. Sú upp- götvun að þær hafi enga stjórn á þeim verður oft mikilvægt þroska- skref," segir Börkur og kveikir sér í sígarettu. Græddi á sjónum Börkur hefur bæði unnið sem blaðamaður og rithöfundur. Fókus langaði að vita hvort blaðaskrifin væru ólík skáldaskrifunum. „Já, það er ætlast til allt annarra hluta af blaðamanni en rithöfundi. Blaðamað- urinn skrifar knappt og einfalt rit- mál og ég efast um að blaðamennsk- an hjálpi fólki til að verða rithöfund- ar. Ég held einmitt að það sé öfugt." Hvað með svona blaðamannarithóf- unda eins og Hemingway, Isabel Allende og Gabriel Garcia? „Það er hægt að nefha hvaða starfsstétt sem er, rithöfundar hafa alltaf unnið við hana. Þú getur fund- ið tiu stór nöfn í hvaða stétt sem er." Hvort er skemmtilegra að vinna sem blaðamaður eða rithöfundur? „Mér finnst rosalega gott að vera í blaðamannastarfinu og vera í stöðug- um tengslum við fólk. En mér finnst líka gott að vinna í langan tíma að sama textanum, endurskrifa hann og pússa. Þá er allt leyfllegt og maður getur tekið upp á hverju sem er til að undirstrika textann. Auk þess losnar maður við að þurfa að gera hann að- laðandi eins og i blaðamennskunni. Hins vegar fær maður peninga hjá blöðunum. í mínu lífi hef ég eytt mestum tíma í skáldskap, næst í kvikmyndahandrit og minnstum í blaðamennsku. Samt hef ég fengið mest fyrir blaðaskriftir, svo fyrír handrit og minnst fyrir skáldskap- inn. Ég fékk þó mesta peninga þegar ég var 10 mánuði úti á sjó. Kannski meira en fyrir allt þetta samanlagt." Hvers vegna skrifarðu þá? „Það er eitthvað sem hvetur mann til skrifta og maður gerir sér grein fyrir'því frá upphafi. En eftir því sem árin líða verður harkan lýjandi. Að þurfa alltaf að vinna eitthvað annað til að geta unnið þetta. Vinna tvö- falda vinnu til að geta svo sest niður og skrifað," segir Börkur glottandi og þreytu gæt- ir í tóninum. -AJ f ó k u 3. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.