Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 28
Lifid eftir vinnu veröur í boði fjölbreytt dagskrá. M.a jólasvein- ar, Pétur Pókus, Barnakór Kársness, Raggi Bjarna, Hemmi Gunn o.fl. o.fl.Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson. Miðaverö aðeins 500 kr. með veitingum. Miðasala í Háskólabíói og á skrif- stofu Styrktarfélags vangefinna. Fyrir börnin Foreldrar og börn geta átt góða stund mitt í amstri jólaföstunnar í Listasafni íslands. Þar er hægt að njóta sýninga safnsins og taka þátt I jólakortasmiðju á vinnustofu barna frá kl. 13.00-16.00, alla sunnudagafram að jól- um. Á Súflstanum, kaffihúsi Máls og menningar á Laugaveginum, verður lesið upp úr nýjum bamabókum. Dagskráin hefst kl. 15 og ýmsar aðrar óvæntar uppákomur verða á boðstólum. •Siöustu forvöö Sýning á verðlaunaverkum Graffiti-djamms- inslýkur í Galleri Geysi.Hinu Húsinu v/lngólfs- torg. Á sýningunni eru sýnd þrjú bestu graffiti- verkin frá Graffiti-djamminu sem og Ijósmynd- ir af verkum annarra þátttakenda. Eru áhuga- menn um graffitilist hvattir til að koma og skoða afraksturinn. S'K-I-F-A-N Góða skemmtun STOR nii ><#•** \ ¦ ^jP^. %Í C 1 L B E R T VJ ÚRSMIDUR Laugavegi 62- Sími: 551 4100 Góð hugmynd fyrir helgina Bláa herbergið Fös. kl. 19:00 Frumsýning Sun. kl. 20:00 UPPSELT Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum Fös. kl. 19:00 örfá sæti laus Fegurðardrottningin frá Línakri Lau. kl. 19:00 örfá sæti laus Pétur Pan Sun. kl. 14:00 örfá sæti laus ' SjflEKFÉÍAG~í*" RIÍYKjAVÍKUR Borgarleikhúsið Miðasala 568 8000 gallerí Óvenjuleg skúffusýning veröur opnuð í sýningarsal íslenskrar grafíkur í kvöld. „Við erum akkúrat að hengja sýninguna upp á Tryggvagötu 17, „ segir Anna G. Torfadóttir lista- kona í gegnum símann. Hún á við smámyndasýningu á vegum fé- laga í íslenskri grafik í sýningar- sal félagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem öllum félagsmönnum er boðið að sýna í salnum og þar verður löðrandi augnakonfekt á boðstólum. Hins vegar verður önnur sýning á sama tíma í saln- um sem heitir Skúffugallerí. Hvað er Skúffugallerí? „Það eru verk sem eru geymd í skúffum. Síðan getur fólk dregið skúffurnar út og skoðað verkin. Þetta er algjörlega nýtt á íslandi en vel þekkt erlendis." Hvað eru skúffurnar margar? „Skúffurnar eru þrjátíu talsins og það er hægt að skipta þeim í tvennt. 35 félagar eiga verk í skúffunum. Þessi skúffuverk eru stærri en hin og því aðgengilegra að sýna þau á þennan hátt. Enda eru skúffurnar mjög stórar. Hver listamaður kaupir skúffu af félag- inu en kaupin virka eins og ein- hvers konar kaupleigusamningur því listamaðurinn getur ekki selt öðrum skúffuna. Hann verður að selja skúffuna aftur til okkar ef hann vill losna við hana," segir Anna og hlær. Var langur aðdragandi að sýn- ingunni? „Já, við höfum unnið lengi að henni. Aðdragandinn var sá að við vildum gefa félagsmönnum tækifæri til að sýna í nýja gallerí- inu hjá íslenskri grafik." í skúffunum eru verk unnin á pappír, grafik, teikningar og ljós- myndir. Þetta er hin allra for- vitnilegasta sýning og minnir einna helst á stóru dótaskúffuna hennar Línu Langsokks. Það eru mörg valinkunn nöfn meðal þeirra 35 listamanna sem sýna og Anna hvetur fólk til að koma og skoða þetta nýja fyrirkomulag. Sýningin hefst 3. desember, kl. 20, í sýningarsal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17. Smámyndasýn- ingunni lýkur 19. desember en skúffusýningin heldur áfram þeg- ar opið er, það er að segja fimmtu- daga til sunnudaga frá 14-18. All- ir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Skúlptúrsýningu Hörpu Björnsdöttur ! Gryfj- unni, Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, lýkur I dag. Myndlistarmennirnir Ingimar Ólatsson Waage og Karl Jóhann Jónsson enda sýningu á mál- verkum í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, Freyju- götu 41, 101 Reykjavík, kl. 16. Á sýningunni eru landslagsverk tengd ferðalögum um óbyggðir íslands og portrettverk af ýmsum náttúrufyrirbærum, svo sem álfum og klein- um. Sýningu Lindu Eyjólfsdóttur, „Kaffi, englar og fleira fólk" í Stöðlakoti, lýkur I dag. I Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, lýkur nú sýningu sem sett var upp í tilefni af 40 ára af- mæli útgáfu „Sementspokans", blaðs starfs- mannafélags Sementsverksmiðjunnar, sem er eínnig fertugt. Á sýningunni kennir margra grasa, s.s. fjölda Ijósmynda frá starfi innan verksmiðjunnar í gegnum árin, myndbanda, fímma.'t'm allra viðtala sem hafa birtst í Sementspokan- um ásamt ýmissa muna sem notaðir hafa ver- ið í verksmiðjunni sl. 40 ár. Sýningu Listasafhs íslands á verkum Stefáns Jónssonar lýkur kl. 18 í dag en um er að ræða hámenntaðan Akureyring sem sýnir gólfskúlp- túra. Skúlptúrar þessir eru tilbrigði við meiri háttar listaverk og mætti kalla þau eftirlíking- ar ef menn væru fyrir það að djöflast í lista- manninum. En það er óþarfi því þetta er hin skemmtilegasta sýning og á sama tíma og hún opnar hefst ný röð yfirlitssýninga á vegum Listasafnsins sem hlotið hefur heitið Sjónauki en í þeim verður ýmsum hugsuðum boðið að rýna í ákveðna bætti myndlistarsögunnar. Fyrstur til að ríða á vaðið er heimspekingurinn og útvarpsmaðurinn HJálmar Sveinsson sem fjallar um „dauðahvötina" sem hann telur sig greina hjá íslenskum myndlistarmönnum. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Reykjavíkur og spanna bau allt frá Þórarni B. Þorlákssyni og Jóhannl Briem til Jóhönnu K. Yngvadöttur, Hrings Jóhannes- sonar, Helga Þorgils Friðjónssonar, Haraldar Jönssonar, Georgs Guöna og Jóhannesar Ey- fells. •Feröir Ferðafélag íslands lætur ekki deigan síga þótt desembermánuður banki a dyrnar. Kl. 13 í dag verður farið í stutta göngu í nágrenni Straumsvíkur, Hraunin - Kapella heilagrar Bar- böru, en það vill einmitt svo skemmtilega til að í gær var Barbörumessa. Síðan er komið heim kl. 16. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Einnig verður stansað við kirkju- garðinn í Hafnarfirði á leiðinni upp eftir. Verð er krónur 800. Þá vill Ferðafélagið vekja at- hygli á áramótaterð í Þörsmörk 31/12-2/1 en þá verður gist í Skagfjörösskála. Mánudagur 6. desember Foitt fótk glpðld yííi' því uð f;i niilurg;inr. þ;ið vomust cttir því að lcltjst i lciWnni. ö f Ó k U S 3. dsr.ember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.