Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 21
< I IV Vi/ I I I I V*J III II I v-A Ul %ffl «AMI B I««vvl II ll#ll II I Breska kvikmyndin Spegill, Spegill er fersk unglingamynd sem fjallar um tvær hressar unglings- stelpur sem eru í leit að hinum fullkomna draumaprins, en finna hann ekki meðal mennskra. Myndin er gerð eftir skáldsögu Chloe Rayban, sem kom út hér á landi í gær. Hin sautján ára gamla Justin (Laura Fraser) er orðin þreytt á misheppnuðum ' stefnumótum við stráka og hefur það á tilfinningunni að strákarnir hafi oftar en ekki heppnina með sér þegar finna á hina „einu réttu". Hún ætlar sér að snúa dæminu við og finna þann „eina rétta". Til þess þarf hún að- stoð og besta vinkona hennar, Fran (Marcelle Duprey), hentar vel til þess og svo Chas (Luke De Lacey), vinur þeirra sem ekki beint tollir í tískunni og tilheyrir því engri klíku i skólanum. Fyrsta tilraun þeirra er að fá aðaltöffarann Alex (Kieran O'Brien) á stefnumót með Laurie og sjá hvað verður úr því. Þetta er ekkert venjulegt stefnumót, heldur á það að vera á tölvusýningu. Ekk- ert verður þó af þessu stefnumóti, þvi að- ! dag frumsýnir Stjörnubíó bresku ungiingamyndina Spegiii, Spegill (Virtual Sexuality) en hún er gerð eftir metsöiubók sem einnig er að koma út hér á landi um þessar mundir algellan í skólanum sem gengur undir nafhinu Ryksugan (Natasha Bell) hefur augastað á Alex og hann er að sjálfsögðu dáleiddur af henni eins og allur karlpeningur- inn í skólanum. Justin er að sjálf- sögðu ekki hress með þessa fyrstu tilraun hennar til að finna hinn „eina rétta". Chas ákveður því að hressa hana við með því að fara með hann í bás þar sem háþróað- ur sýndarveruleiki er kynntur. Hún fer í klefa þar sem hún forrit- ar draumaprinsinn sinn og gleym- ir sér við tölvuna og tekur ekki eft- ir því þegar sprenging verður í byggingunni. Við þessa spreng- ingu ruglast tölvukerfið og alvöru mótaður rafrænn tölvudrauma- prins verður til... Aðalleikarar myndarinnar eru allir ungir að árum og litt þekktir en hafa töluverða reynslu að baki. Laura Fraser, sem leikur Justin er 24 ára skosk stúlka og hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Divorcing Jack, The Man in the Iron Mask, Left Luggage, The Tribe og Cousin Bette. Marcelle Duprey er einu ári yngri og hefur einnig leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Backbeat og Silent Witness. Rupert Penry-Jones sem leikur tölvu- prinsinn er 29 ára gamall og sá ungu leikaranna sem hef- ur mesta reynslu að baki. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Still Crazy, The Tribe, Cold Com- fort Farm, At1 Hilary & Jackie og J a n e E y r e . L e i k - stjóri er N i c k Hurran, sem í f y r r a 1 e i k s t ý r ð G i r 1 s ! Night, þar sem þær stöllur Brenda Blythen og Julie Walters í hlut- verkum tveggja breskra verka- kvenna gerðu sér ferð til Las Veg- as þar sem þær meðal ann- ars hittu Kris Kristofferson. -HK leikjatölvur PC-leiki servara Langur laugardagur Discit 799.- Ensími 1.649 Pottþétt 18 2.399 Gunni og Felix 1.599 Fifa 2000 - PC 2.999 Fifa 2000 - PSX 3.599 S-K-l-F-A-N Laugavegi 26 • Opið öll kvöld til 22:00 • Símar 525-5040/42 3. desember 1999 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.