Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 8
#" ^psíí'-'syP'íK' a tonieiKa se ¦¦:¦¦¦¦ ofan Sölvi og Höskuldur í Quarashi sitja i koníaksstofunni á Hótel Holti. Ekkert nema það besta fyrir besta rappband íslands. „Ég kom einu sinni hingað - blindfullur - og ætlaði að fá herbergi," segir Hösk- uldur. „Mér var hent út." Það ættu flestir að vita hvað Qu- arashi er. En hvernig lýsa þeir fé- lagar bandinu sjálfir? „Þetta eru hryðjuverkasamtök," segir Sölvi. „Skotmörk okkur eru eyrun á fólki. Við viljum vera það sem foreldrarnir hata mest og geta alls ekki fílað með krökkunum. En kannski er þetta að breytast. Við vorum á isafirði um síðustu helgi og vorum farnir að sofa klukkan hálffjögur. Fórum ekki í partí eða neitt. Við erum að mýkjast." „Við erum fyrsta íslenska rapp- hljómsveitin," segir Hössi ákveð- inn, „sú fyrsta og sú síðasta." Góðærið er spiilandi. Við viijum fá kreppu aftur. Þá kemur betri iist. Allt beastie farið Tónlist Quarashi hefur oft verið líkt við rokkrapp Beastie Boys. Er það þessi skræka rödd í þér, Hössi, sem kallar á samlíkinguna? „Já, kannski, eða það að það eru þrír hvítingjar í báðum böndunum og bæði eru að spila rokkrapp. En það er ekki leiðum að líkjast." „Það væri miklu erfiðara að líkja okkur við tveggja metra háan svertingja í Public Enemy," segir Sölvi. „Þegar ívar Bongó var að mastera nýju plötuna sagði hann: Jæja, nú er allt beastie farið úr þessu hjá ykkur" - það var gaman að heyra það." Hössi: „Við ætluðum að gera plötu sem væri víðfeðmari en síð- asta plata." Sölvi: „Plötu fyrir öll hugsanleg tækifæri, plötu sem höfðaði til mis- munandi ástands fólks - út á djam- mið, heima að njóta ásta. Þegar þú setur snöruna um hálsinn geturðu meira að segja verið að hlusta á Quarashi." Hössi: „En útgangspunkturinn var alltaf hipp-hopp. Það er það sem bandið byrjaði á." Sölvi: „Við viljum að aðdáendur okkar geti þróast með okkur. Hjá öllum góðum grúppum hafa aðdá- endurnir elst með grúppunum. En það sem við vildum einfaldlega gera var að gera betri plötu en síð- ast." Við erum geðbilaðir Fyrsta plata Quarashi kom fyrir jólin 1997 og seldist ótrúlega vel. Eftir törn samhliða henni tók band- ið 8 mánuða frí. Samhliða plötu- kynningunni nú eru strákarnir all- ir í skóla; Sölvi í stjórnmálafræði, Hössi í íslensku,, Steini í iðnhönn- un í Iðnskólanum og dj Bjössi (ali- as dj Dice) að klára Versló. Strák- arnir gera sér fullkomlega grein fyrir smæð markaðarins hér. „Ég meina, núna eigum við ekki nema tveggja mánuða framtíð," segir Hössi. „Eftir tvo mánuði verða allir búnir að heyra lögin og við búnir að spila fyrir alla. Þá þurfum að skapa aðra framtið og það gerum við bara með nýrri plötu." „Þetta er bara sama gamla popp- aravælið," segir Sölvi. „í vor þegar við vorum að byrja aftur sögðu all- ir; „þið voruð ekki með plötu í fyrra, þið eruð búnir að vera". Það mætti halda að fólk hérna væri með gullfiskaminni, að það muni bara hálft ár aftur í tímann." En verðiö þið ekki hundfúlir ef platan selst ekki eins vel og sú síö- asta? „ Við værum fúlari ef platan væri léleg en við erum vissir um að hún er betri og því á hún að seljast bet- ur." Sölvi tekur við af Hössa: „Við erum geðbilaðir og setjum okkur geðbiluð takmörk. Salan á síðustu plötu var kraftaverk. Við sungum á ensku - hvað hafði Jet Black Joe selt? 3000 eintök? - og við vorum með jað- armúsík og ekki að spila á sveitaböllum en samt seldust 7000 eintök. Ef þessir 7000 kaupendur fíluðu virkilega síðustu plötu ættu þeir að fíla þessa plötu helmingi betur því þetta er helmingi betri plata. En það er geðbilað að búast við að kraftaverk gerist tvisvar í röð. En samt: Ég skal glaður víkja til hliðar ef það kemur betra rapp-rokkband en við. Þangað til verður einhver að gera þetta." Ekki steypa út í loftið Skipta textarnir ein- hverju máli íþessu hjá ykkur? Ég skil ekki neitt sem þið eruð að rappa og ekki eru text- arnir í umslaginu eöa á Netinu. „Ja, það hefur bara ekki gefist tíma til að setja þá á Netið," segir Fefur 'gið pinróma lof. Sölvi ííg Höskuld- P§ögðu Dr. eina sem þeir eð henni hefði verið að koma með betri Wplötu en síðast. Þeir sögðust ekki græða mikið á góðærinu því þeir væru ekki „inn" hjá snobbliðinu, þeir væru að þessu fyrir „krakkana" og gætu ekki beðið eftir að það kæmi kreppa. , / Hössi. „Persónulega finnst mér lög skreppa saman þegar ég les textann í þeim. Mér finnst það oftast verra þegar ég veit hvað fólk er að segja." En hvað eruð þið eiginlega að segja? „Það er enginn boðskapur sem gengur i gegnum alla plötuna," seg- ir Hössi. „Textasmíðin fer oftast eftir því hvernig lagið er. Ef lagið er þungt er reiður texti, ef lagið er kraftmikið finnur maður linur sem eru kúl. Þetta er lika oft hugar- flæði. En textarnir skipta heil- miklu máli, sérstaklega upp á fram- tíðina að gera. Þegar ég horfi til baka vil ég ekki uppgötva að ég var bara að steypa út í loftið." Strákarnir byrja hverja æfingu á borðtennis og enda á fótbolta. Draumurinn er að spila fótbolta með Maradona. Strákarnir eru fínir vin- ir og hanga oft saman, fara í bíó og svoleiðis. En þeir eru ekki alveg á sama máli í Fljótdalsvirkjunarmál- inu. Hössi er búinn að skrifa undir umhverfismatslistann, ekki Sölvi. „Ég er á báðum áttum," segir hann. „Það þarf eitthvað meira en yfirlýsingu Bandalags íslenskra listamanna til að sannfæra mig um að þetta sé slæmt. En ég geng samt út frá því að það sé örugglega nei- kvætt að dæla út einu og hálfu tonni af mengun á dag." Um síðustu heigi vorum við farnir að sofa klukkan hálffjögur. Við erum að mýkjast. Góðærið er spillandi Strákarnir eru rúmlega tvítugir. Sölvi elstur, 24 ára, dj Bjössi yngst- ur, tvítugur. Þeir sjá ekki fram á að enda sem íslenskir popparar. „Nei, ætli það," segir Sölvi með þunga. „ekki það að íslenskir popp- arar eldist eitthvað illa. Við erum bara með annað í sigtinu. Það vita t.d. fáir að Höskuldur er einn af betri leikurum landsins og ég þori að hengja mig upp á að hann verð- ur kominn í leiklistarskólann fyrir þrítugt." „Þetta er bara hobbí," segir leik- araefnið um poppið. „Við höldum eins lengi áfram og við getum, eins lengi og fólk nennir að hlusta á okkur, en við drögum línuna við það að fara að spila fyrir pítsur." Finnst ykkur stemningin fyrir tónleikum hérna hafa batnað síóan þið voruð meö síðustu plótu? „Nei, versnað," finnst Höskuldi. „Það er eitthvað mikið að," finnst Sölva. „Það er allt ranga fólkið að mæta á tónleika," segir Hössi. „Ég fór á Emilfönu-tónleikana í Óperunni og sá lið eins og Baltasar Kormák og Þorflnn Ómarsson. Þetta fólk á að vera á Eddunni og hvergi ann- ars staðar." Sölvi: „Ég fer á kaffihús og fæ a f Ó k U S 3. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.