Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 12
Selma Björnsdóttir átti hugi og hjörtu íslensku þjóðarinn- ar þegar hún tók þátt í Eurovision í vor. Platan hennar I am fór beint í fyrsta sæti íslenska sölulistans, en eftir áramótin kemur í Ijós hvort sigurinn í Euro skilar vel- gengni í útlandinu. Þegar við komum inn á Hótel Borg eru aöeins tveir gestir í saln- um. Selma Björnsdóttir, sem við eigum stefnumót við, heldur í hendurnar á sambýlismanni sín- um, Rúnari Frey Gíslasyni leikara, yfir eitt borðanna. Þau virðast nið- ursokkin i samræður sem við neyð- umst til að trufla. Selma kemur með okkur yfir að öðru borði og fær þangað tekönnuna sem hún var búin að panta, en ekkert te. Þjónninn biðst afsökunnar og kem- ur til baka með stóran trékassa fullan af alls kyns tetegundum. „Ég held ég fái mér bara Earl Gray," segir Selma. „Ég er svo vanaföst." Hún er ákveðin í fasi og ekki vit- und feimin. Þá erplatan komin út segjum við þar sem hún er tilefhi viðtalsins. „Já. Við fengum þennan plötu- samning hjá útibúi Universal í Sví- þjóð í kjölfar Eurovision-keppninn- ar. Við unnum að gerð plötunnar í allt sumar og skiluðum henni af okkur í september. Við vildum gefa hana út á íslandi fyrir jólin þó hún eigi ekki að fara á markað erlendis fyrr en eftir jól." Er einhver sérstök ástœöa fyrir því? „Það er erfitt fyrir óþekkta tón- listarmenn að koma inn á jóla- markaðinn erlendis ef þeir vilja fá einhverja athygli. Það var því akveðið að bíða með það þar til jólabrjálæðið væri liðið hjá." Tónleikar í London Hvernig œtlio þiö aó fara að því að ná athygli í útlöndum? „Við byrjum á því að halda tón- leiia í London í janúar til að kynna plötuna á breskum markaði. Síðan munum við ferðast um alla Evrópu og kynna hana þar á tónleikum, há- tíðum og í sjónvarpsþáttum, ekki ósvipað því sem við gerðum með Eurovisionlagið í sumar." Eruó þið ekki að velja erfióustu borgina með því að byrja í London? Bretar eru svo óvœgnir í gagnrýni sinni á popptónlist. „Tónleikarnir í London eru kynningartónleikar á nýjum lista- mönnum Universal. Við komum því ekki fram ein heldur með öðr- um," segir Selma virðist ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. Með hverjum? „Ég hef ekki hugmynd um það!" Hvernig er samvinnu ykkar Þor- valds Bjarna Þorvaldssonar laga- smiðs háttað? „Hann kemur með ómótað efni til mín og ég kem með mínar hug- myndir um melódíur og útsetning- ar. Siðan fæðist textinn með lag- inu. Við semjum textana í náinni samvinnu við Sveinbjörn Baldvins- son sem færir þá í endanlegt form." í læri hjá Þorvaldi Hefur þú eitthvað fengist vió að semja lög áður? „Já, þegar ég var í hljómsveit- inni Fantasía. Þá tók ég þátt í að semja melódíurnar. Ég hef mjög gaman af melódíum. Ég er háifgerð melódíukerling." Er þetta óvenjulegt að sóngkona starfi á þennan hátt með lagasmiði? „Ég hreinlega veit það ekki!" Finnst þér betra að hafa þetta svona en fá lögin fullbúin frá Þor- valdi? „Ég hef alltaf haft skoðanir á því hvernig lögin eiga að vera sem ég syng og ég myndi gjarnan vilja gera meira sjálf þegar ég hef öðlast VCrlIIlCI I Selma Björns verður i beinu spjalli á Fókus-vefnum (á visir.is) í dag (föstudag) klukkan 16. í gegnum lyklaborðið sitt geta les- endur verið í sambandi við Selmu og spurt hana um hvaðeina-sem einni þá fýsir að vita. Einnig verður diskurinn hennar Selmu fáanleg- ur á spottprís (1499 kr.) og gestir á Fókus-vefnum geta hlustað á brot af lögunum hennar Selmu. meira sjálfstraust. Það má eigin- lega segja að ég sé í læri hjá þeim sem ég vinn með, því ég hef enga tónlistarmenntun sjálf." Langar þig aö semja upp á eigin spýtur? „Það væri gaman, ef ég fæ sniðugar hugdettur, að geta gert eitthvað við þær. En það er ekkert „must". Enda fer það ekkert endi- lega saman að geta sungið og samið." Þú segist ekki vera tónlistar- menntuð. Háir það þér ekki neitt? „Ég lærði að vísu svolítið á blokkflautu og selló þegar ég var barn. Svo hef ég alltaf verið í kór. Ég get því bjargað mér í nótna- lestri, þó ég geti ekki lesið lög án hjálpar. Þessi vanþekking mín hefur orð- ið til þess að ég hef oröið að glöggva tóneyrað í staðinn. Ég held það gerist ósjálfrátt þegar maður hefur ekki hitt. Ég er eldsnógg að ná laglínum. Það þarf ekki að spila þær nema tvisvar." Til Indlands um áramótin Nú gekk ykkur ótrúlega vel i Eurovision. Voruö nœstum búin að vinna. Hefur það skilaö einhverju fleira en plötusamningi? „Við erum búin að ferðast um Evrópu í allt sumar og höfum feng- ið tilboð um að syngja á ótrúleg- ustu stöðum, meðal annars í Ind- landi um áramótin. Annars sjáum við það best á Netinu hversu víða söngvakeppnin fer. Við höfum fengið fyrirspurnir frá Brasilíu, Ástraliu og nú síðast Japan." Hefur þessi keppni virkilega áhrif útfyrir Evrópu? „Þessi keppni teygir anga sína út um allan heim. Það er meira að segja til sérstakur aðdáendaklúbb- ur keppninnar í New York." Geturðu skilgreint stil tónlistar- innar á nýju plötunni? <tAU out of luck er mesta gleðipoppið á plötunni, en við erum líka með annað létt lag í meiri diskósveiflu. Hin lögin eru alvar- legri. Þetta eru ballöður og lög með rokkívafi og R and B. Það eru því ekki öll lögin í sama stíl." • Þetta hljómar eins og þú sért með breiðan tónlistarsmekk. „Ég er alæta á tónlist þó lögin séu öll í eina átt. Þau bera sterkan keim af mér og Þorvaldi. Ég held að flestir popptónlistarmenn prófi sig áfram með ýmislegt, eins og til dæmis salsa og R and B til að fylgja straumnum hverju sinni - þó þeirra stíll svífi alltaf yfir vötnun- um." Þaö eru tvö Todmobile-lóg á plót- unni. Þú hefur ekkert verið á móti því að taka þau? „Samningur minn við Universal er jafnmikið samningur við Þor- vald Bjarna og þess vegna þótti okkur tilvalið að leita í hans smiðju þar sem hann hefur samið ógrynnin öll af tónlist. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum lögum og játa að það er svolítið skrýtið að syngja þau á eftir Andreu. En við færðum lögin í nýjan búning fyrir mína rödd og sömdum við þau nýja texta á ensku." Fer ekki í neinn saman- burð Bindurðu miklar vonir við út- lönd? „Ég veit að 98% tónlistarmanna í heiminum meika það aldrei og ná aldrei vinsældum. Mér finnst mest gaman að geta lifað af tónlistinni og að fá tækifæri til þess að kynna íslenska tónlist fyrir öðrum þjóðum hvort sem það skilar frægð og frama eða ekki." Inn á hvaða markað stefnir þú? Við hvaða tónlistarmenn ertu aó keppa? „Við erum að búa til popp eins og svo ótalmargir aðrir. Ég vil ekki setja samasemmerki á milli mín og annarra." Heldurðu að tónlistin á nýju plöt- unni hófði til ákveðins aldurshóps? „Ég verð mest var við unga krakka sem koma til mín til að biðja um eiginhandaráritun, enda gerir fullorðið fólk ekki mikið af slíku. Ég veit líka að yngsti aðdá- andinn minn er 3ja ára og sá elsti 87 ára. Ætli þeir séu ekki allt þar á milli," Nú hefur þú tekið þátt í mórgum leiksýningum. Þýðir framinn í tón- listinni að þú sért hætt að leika? „Ég er ennþá í Hryllmgsbúðinni, en eftir áramót verð ég að taka mér pásu frá leikhúsinu." Þú segist aldrei hafa ætlaö að verða listamaður. Ekki lentirðu i skemmtanabransanum fyrir tilvilj- „ Jú, eiginlega. Eg var á leið í lög- fræði þegar ég fór í prufu fyrir West Side Story árið 1995 og fékk hlutverk. Ég er búin að taka þátt í tíu söngleikjum síðan." Þú hefur ekki síður fengið hlut- verk út á danshœfileikana en söng- inn. Ætlarðu aó dansa á tónleikum? „Það væri of mikið mál! „ Þú œtlar sem sagt ekki að feta i fótspor Prince og Michael Jacksons? „Það hefur mér aldrei dottið i hug!" Hann kemur bara með Hefurðu einhvern timafyrir Rún- ar Frey? „Við vinnum bæði mest á kvöld- in og eigum fri á daginn. Það kem- ur sér vel." Ég býst ekki við að þú sért með hugann við að stofna fjölskyldu? „Það gæti orðið erfitt, allavega næstu mánuðina. Ég kem til með að vera mikið á faraldsfæti eftir áramót," segir hún og lætur ekkert meira uppi. Ertu ekkert hrœdd við aðskilnað- inn? „Við förum nú ekki í neitt lang- ar tónleikaferðir til að byrja með. Ef það breytist verður hann bara að koma með mér." Nú varstu valin No Name andlit ársins. Hefurðu einhvern áhuga á fyrirsœtustörfum? Selma verður í fyrsta skipti vandræðaleg og ekki laust við að hún fari örlítið hjá sér. „Ég hef nú hvorki hæðina né útlitið í það," segir hún og bætir því við að hún hafi engan sérstakan áhuga á slíkri vinnu. „Mér fannst hins vegar allt í lagi að gera þetta af þvi Kristín Stefánsdóttir hefur fengið fyrirsæt- ur á öllum aldri og úr öllum starfs- stéttum til að vera andlit No Name." Freistaöi þaö þín virkilega ekki neitt að eyða áramótunum á Ind- landi? „Ég vil vera heima í faðmi fjöl- skyldunnar." -MEÓ f Ó k U S 3. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.