Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 18
horfnir skemmmtistaöir Haustið 1982 var Villti tryllti Villi heitasti unglinga-skemmti- staðurinn í Reykjavík. Ekkert var til sparað við að gera staðinn sem glæsilegastan en hann lifði þó aðeins í 5 mánuði. Slagsmál fyrir utan Villta tryllta Villa. Myndin er tekin í nóvember áriö 1992. fullur Unglingaskemmtistaðurinn Villti tryllti Villi var opnaður um verslunarmannahelgina 1982. Stað- urinn var til húsa að Skúlagötu 30, þar sem seinna voru til húsa stað- ir eins og Safarí og Casablanca. „Á þessum tíma var engan ung- lingaskemmtistað að finna í Reykjavík og mér fannst vera þörf fyrir einn slíkan,“ segir veitinga- maðurinn Tómas Tómasson um tilurð Viilta tryllta Villa. Á þess- um tíma átti Tómas fimm Tomma- borgarastaði og það að innrétta Villta tryllta Villa kostaði jafnmik- ið og að innrétta alla fimm ham- borgarastaðina til samans. „Það var vandað til alls. Dans- gólfið var úr kopar og staðurinn var með rosalega flott ljósasjóv og hljómkerfi," segir Tómas. Sjónvarpsherbergi og Pac Man-spil Villti tryllti Villi var ekta ung- lingastaður, ætlaður fyrir aldurs- hópinn 16-18 ára en þó slæddist inn eldra fólk, einfaldlega vegna þess hve flottur staðurinn var. Partur af innréttingunni var end- urgerður Mercedes Benz Gazelle, árgerð 1929, sem vakti mikla at- hygli. Honum var komið fyrir í anddyrinu og var hin fóngulegasta sjón. Fyrir utan að geta sveiflað sér á koparklæddu dansgólfinu gátu gestir fengið sér hamborgara og franskar eða horft á videomynd- ir í sérstöku sjónvarpsherbergi. Einnig var að finna 6 eða 7 kassa með Pac Man-spilum sem voru óspart notaðir. En hvers vegna nefndi Tómas staðinn Villta tryllta Vllla? „Einu sinni var ég að keyra um á Miami Beach og þá sá ég bar sem hét Crazy Horses Salong og þá flaug mér í hug að það væri flott að nefna stað á íslandi eitthvað í þessa átt, eitthvað með þessu orði crazy eða villtur eins og það heim- færist upp á íslenskuna. Eftir því sem ég fór að hugsa meira um þetta þá smátt og smátt kom þetta nafn. Það skemmtilegasta við nafn- ið var samt það að skemmtana- stjóri staðarins hét Vilhjálmur Svan og líklega margir sem héldu að staðurinn héti í höfuðið á hon- um,“ segir Tómas. Rennblautur staður Á Villta tryllta Villa var ekki selt áfengi en samt var þar að finna risastóran bar sem var ekki með mikið í hillunum en pumpaði út gosi á dælum. Staðurinn var þó oft ansi blautur í orðsins fyllstu merkingu. „í vondum veðrum lak oft inn og Þaö var ekkert til sparaö viö gerö Villta tryllta Villa. Dansgóifiö var úr kopar, speglar úti um allt og geöveikt Ijósasjóv. Yfirleitt voru tveir plötusnúðar á vakt, einn sem sá um tónlistina og annar sem sá um Ijósin. stundum var hreinlega allt á floti í kringum dansgólfið og teppin urðu gegnsósa. Gestimir voru þó ekkert að gera veður út afþví,“ segir nú- verandi tónlistarstjóri Bylgjunnar, ívar Guðmundsson sem vann sem plötusnúður á staðnum frá upphafi. Hann segir að venjulega hafi verið tveir plötusnúðar á vakt i einu, þar sem annar sá um tón- listina og hinn um ljósin. „Starfsfólk staðarins var látið vera í sérstökum búningum. Plötu- snúðarnir voru t.d. í svörtum víð- um samfestingum. Þetta var mjög kúl og þægilegur búningur," minn- ist ívar sem var 16 ára gamall þeg- ar staðurinn var opnaður. Að sögn ívars var aldrei svo lítið af fólki í húsinu að þeir hefðu hreinlega þurft að loka og iðulega var lika stór hópur fólks sem hékk fyrir utan staðinn og má segja að með tilkomu Villta tryllta Villa hafi fækkað til muna á Hallærisplan- inu og fleiri fóru að hanga á Skúlagötunni í staðinn. Þrátt fyrir að Villti tryllti Villi væri i upphafi gífurlega vel sóttur þá lifði hann einung- is fram til áramóta. „Þar sem við seldum ekki áfengi þá kostaði inn á stað- inn, eitthvað sem ekki var svo vanalegt á þessum tíma,“ segir Tómas og bætir við að ung- lingar séu ekki sá hópur sem eigi hvað mestan pening. Ung- lingamir sóttu einnig í að komast inn á staði sem seldu áfengi svo það ásamt því að það var ekki mikið meira en að- gangseyrir upp úr staðnum að hafa gerði það að verkum og nýr skemmtistaður var opnaður í hús- næði Villta tryllta Villa um ára- mótin 92-93. Árið 1996 var reynt að opna nýj- an Villta tryflta Villa í sama hús- næði og sá Villi sem Tómas opnaði árið 1982 var i en sá staður varð ekki langlífur. Frá þeim skemmti- stað minnast líklega margir hinn- ar hrottafengnu hnifstunguárásar sem leiddi til þess að einn maður dó. -snæ plötudómur Floglö og o Rokkáhugamenn kynntust Ens- ími í fyrra með plötunni „Kaf- bátamúsik". Þar var rokkið ögn poppað og 9. áratugarleg hljóð- gerflanotkun og tölvubít settu skemmtilegan svip á margar nett- ar lagasmíðar. Tónlistin var per- sónuleg, maður hafði ekki alveg heyrt akkúrat svona rokk áður. Ef Ensími var dúllulegur konubíll í fyrra er ‘99 módelið traustbyggt eins og brynvarinn peningaflutn- ingabíll. Bandið hefur hert á rokkinu til muna og um leið.gefið eftir nokkuð af persónuleikanum sem einkenndi síðustu plötu. Á nýju plötunni hljómar Ensími eig- inlega meira eins og Botnleðja heldur en eins og Ensími. Gruggugt gitarrokkið skiptist á milli snarpra og hraðra rokklaga og hægari rokkballaða. Bassi og trommur halda uppi traustum grunni, gítarar rispa og tæta yfir- borðið og Hrafn syngur laglínurn- ar ögn skrækróma, stundum barnalega feiminn, stundum reið- ur og æpandi. Textarnir fylgja ekki með frekar en í fyrra, söng- urinn er aftarlega og þó maður skilji ekki mikið í textunum trúir maður ekki að verið sé að missa af miklu. Eins og hjá flestum ís- lenskum rokksveitum virðist fara lítið fyrir innihaldi eða sniðug- heitum í textagerö Ensíma, rödd- in er fyrst og fremst hugsuð sem hljóðfæri, ekki tæki til að segja f Ó k U S 3. desember 1999 eitthvað sem hugsanlega skiptir einhverju máli. Tónlistin verður því að standa ein og óstudd. 1 flestum tilfellum tekst það ágætlega og stundum hrekkur bryndreki Ensími í flug- gír. Platan byrjar vel. Fyrstu fjög- ur lögin eru best; „Tungubrögð" (ágengur rokkari), „Vínrauövin" (dramatískt lag með flottri dínamik - líklega besta lag plöt- unnar), „Böstaður í tollinum" (hálfpoppað stuðrokk) og „Rafrið- ill“ (dúndur indí-grugg með Sonic Youth-legum innskotskafla). Þetta er allt toppklassa rokk, kannski ekki frumlegt eða spes, en gott samt. Þegar hér er komið sögu á plötunni slumpast rokkið smáveg- Ensími - BMX ★ ★ is niður og í lokin mjatlast inn leiðinlegustu lögin, „Própanól" og „Homo banios". Þá er eins og bryndrekinn spóli, melódíurnar eru svifaseinar og ofteygðar og lögin aðeins brotin upp með til- gangslitlu gítar- eða hljóð- gerflarúnki. Sándlega er platan flott, Addi 800 gefur hinum heimsfræga Steve Albini ekkert eftir (þeir vinna fimm lög hvor), en í hljóð- súpunni eru fá ný krydd. Umslag- ið fínnst mér fábrotið. Maður hefur á tilflnningunni að Ensími hafi ekki alveg verið til í slaginn. Fyrri platan varð til á löngum tíma og uppskar eftir því, en sum lögin hér hefðu mátt fara Á nýju plötunni hljómar Ens- ími meira eins og Botnleöja heldur en Ensími. í ruslið eða mátt slípast betur í skúrnum. Þegar best tekst hér upp gefur Ensími þó í engu eftir því besta sem rokkvélin íslenska hefur framleitt. Dr. Gunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.