Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Side 4
- segir leikstjórinn
Fjörutíu mlnútna mynd um Quar-
ashi-flokkinn verður sýnd á Skjá ein-
um á laugardagskvöldiö. Leikstjórinn
heitir Gaukur Úlfarsson og er þetta
fyrsta mynd hans. Hún heitir „Um
landiö á lyfjum" - er svona mikil eit-
urlyflaneysla á sveitinni, Gaukur?
„Ha? Nei, nei, og ég ætti að vita það
manna best þvi ég hef hangið með
bandinu árum saman. Okkur fannst
þetta bara sniðugur titill. Hér er
meira átt við lyf við alls kyns geðræn-
um kvillum. Læknavísindunum hefur
fleygt mjög fram við að hjálpa fólki
eins og röppurum og hipp-hoppurum.“
Ertu aðdáandi Quarashi?
„Já, já. Ég
meina, er þetta
ekki eina hljóm-
sveitin í dag sem
eitthvert pönk
er 1? íslensk tón-
list i dag er bara
með eindæmum
leiðinleg og
meikið er að
fara með aðra
hverja hljómsveit. Fyrst Botnleðja gaf
ekkert út i ár er Quarashi-platan sú
eina skemmtilega. Persónulega þoli ég
ekki hljómsveitir sem taka sig alvar-
lega og það er það sem allflestar ís-
lenskar hljómsveitir gera.“
Hvernig mynd er þetta?
„Þetta er 50% leikin mynd og 50%
heimildarmynd. Svo eru fjögur mynd-
bönd í henni, þar af þrjú sem aldrei
hafa sést áður. Myndin spannar sex
mánuði á ferli bandsins. Fyrir tveim
árum tók ég upp aðra sex mánuði
með Quarashi og var kominn með 25
tima af efni. Mér fannst sú útkoma
slöpp og tók yfir allar spólurnar.
Þetta gekk betur núna og ég er sáttur.
Ef ég fengi að ráða myndi ég þó byrja
upp á nýtt en samband mitt og Lands-
banka Islands leyfir það ekki.“
Hvaó er svo fram undan hjá þér
núna?
„Ýmislegt og ég vil gjarnan auglýsa
eftir fólki sem vill láta gera heimild-
armynd um sig. Það getur hringt i
mig og ég get fylgst með þvi i hálft ár
eða meira. Þetta er gott fyrir fólk sem
þarf að láta peppa sig upp, eins og
strákamir i Quarashi vita manna
best. Ég ætla að stofna fyrirtæki í
kringum þennan iðnað, kalla það
Brjóstmyndir. Ef fólk vill láta minn-
ast sin á einhvern hátt er heimildar-
mynd ekki síðri leið en málverk eða
styttur. Þetta er tilvalið fyrir vellauð-
uga iöjuleysingja og ég sækist mjög
eftir þeim.“
Margrét Lóa
Jónsdóttir
Ijóðskáld er
ritstjóra nýjasta
heftis Andblæs:
Ný mynd um
Quarashi:
„Ég sækist
eftir vell-
auðugum
iðju-
leysingjum“
Engi
lognm
Margrét Lóa Jónsdóttir meö nýjasta hefti Andblæs prýtt þjóðlegu málverki af Hillary Clinton eftir Jóhann Torfason mynd-
listarmann.
Ijóðsl
Bókmennta- og listatímaritið And-
blær er nýkomið út í níunda sinn. Af
því tilefni verður haldinn útgáfuhátíð
með tónlist og ljóðalestri á efri hæð
Sólons íslandusar annað kvöld klukk-
an 20.30. Það verður að teljast merki-
legt að tímarit af þessu tagi skuli hafa
tekist að halda lífi í heil fimm ár því
eins og flestir vita, tekst íslenskum
tímaritum af þessu tagi sjaldnast að
halda dampi lengur en sem nemur út-
gáfu tveggja til þriggja hefta. Langlífi
Andblæs á eflaust margt að þakka
óhefðbundnum útgáfuaðferðum.
„Stofnendur Andblæs, Bjarni
Bjamason, Gunnar Þorri og Benedikt
Lafleur, ákváðu snemma að fá nýja
ritnefnd og ritstjóra til að sjá um
hvert nýtt hefti,“ segir Margrét Lóa
Jónsdóttir ritstjóri 9. heftis. „Það er
dýrt að gefa út svona tímarit, sérstak-
lega þar sem markaðurinn er litill í
okkar litla samfélagi. Samt flnnum við
að það er þörf fyrir svona tímarit því
marga var farið að lengja eftir nýju
hefti.
Við sem tökum þetta að okkur ger-
um það af hugsjón og fáum ekkert fyr-
ir það. Slíkt gengi líklega ekki upp til
lengri tima. Þetta hefur kostað mikla
vinnu sem að vísu er skemmtileg. Það
fylgir því viss anarkismi að hafa
regluleg ritstjómarskipti og hann á
kannski þátt í því að viðhalda ákveðn-
um ferskleika.“
Síðasti ritstjóri, Magnúx Gezzon,
stofnaði gallerí í Andblæ sem fram að
því hafði eingöngu verið helgað ljóð-
um og draumbókmenntum. „Ég ákvað
að bæta um betur, hafa galleríið í lit
og láta prenta tímaritið á veglegri
pappír en áður hefur verið gert,“ seg-
ir Margrét Lóa. „Ég fékk myndlistar-
manninn Sigríði Ólafsdóttur, sem
unnið hefur með mér sem leiðsögu-
maður á Kjarvalsstöðum, til að sjá um
galleríið með mér. í því starfi hef ég
orðið vör við að fólk er forvitið um
myndlist. Það vill fá að vita meira um
sögu myndlistarinnar og stefnur á
borð við póstmódemisma," segir Mar-
grét Lóa sem flestir þekkja líklega bet-
ur sem ljóðskáld en safnaleiðsögu-
mann. „Myndlistarmenn hafa líka tek-
ið okkur fagnandi, enda ekkert mynd-
listartímarit til í landinu. Forstöðu-
maður Norræna hússins, þar sem ég
var að vinna sem kynningarfulltrúi
síðastliðið vor, var líka fegin að fá í
hendurnar tímarit með myndlist.
Henni hefur fundist frekar vandræða-
legt að hafa ekkert annaö en gömul
tímarit að bjóða útlendingum sem um
slík rit spyrja."
Skáldakvöldin urðu að
tímariti
Andblær var upphaflega skálda-
kvöld sem stofnendur tímaritsins
héldu vikulega og því ætti ekki aö
koma á óvart þótt fyrsta hugðarefni
þess séu ljóð. „Þótt ég hafi sjálf sent
frá mér sjö ljóðabækur og oft staðið
fyrir ljóöakvöldum, þá kom það mér
svolítið á óvart hversu skapandi unga
kynslóðin er. Það er enginn lognmolla
í kringum hana ef einhver heldur það.
Við fengum heilmikið sent af ljóðum
frá ungu fólki. Og það má líka benda á
að margir af þeim ungu rithöfundum
sem hafa verið að koma fram á sjónar-
sviðið að undanfömu fengu fyrst birt
eftir sig efni í Andblæ. Einn þeirra,
Stefán Máni, var í ritnefnd í fyrra.
Dágóður hluti af starfi mínu sem
ritstjóri fór í að fara yflr allt það efni
sem okkur barst og velja úr það besta
til birtingar. Það hefur verið gott fyrir
mig sem listamann að fylgjast svona
náið með því sem aðrir em að gera
því maður hefur tilhneigingu til að
vera svo sjálfhverfur." En það eru
ekki allir komungir sem eiga efni í
Andblæ. „Ragna Hermannsdóttir, höf-
undur smásögunnar Konan með sekt-
arkenndina, er sjötug. Hún sendi okk-
ur söguna eftir að hafa séð auglýsingu
í Degi. Við fáum því efni sent úr öllum
áttum og frá fólki á öllum aldri.
En við birtum ekki eingöngu frum-
samið efni. Við erum með tvö viðtöl í
tímaritinu, annað við Ólöfu Nordal
myndlistarkonu. Hitt tók ég við Guð-
rúnu Guðlaugsdóttur blaðamann.
Okkur fannst tilvalið að hafa við hana
viðtal þar sem hún hefur sjálf tekið
mikið af góðum viðtölum og er auk
þess gott ljóðskáld. Guðrún er ekki
mikið fyrir að trana sér fram og það
þekkja hana áreiöanlega ekki margir í
sjón. Hún lætur alltaf birta af sér
skuggamynd með pistlunum sínum í
Mogganum," segir Margrét Lóa og
bætir því við að það hafl ekki verið
auðvelt að ná góðri ljósmynd af Guð-
rúnu. „Ég tók þær að vísu sjálf. Ég er
ekki vön að taka ljósmyndir og hún
var með lokuð augun á þeim flestum."
Konur eru áberandi í þessu hefti
Andblæs. „Konur hafa svo ríka til-
hneigingu til að halda sig til hlés að
við ákváðum að beina sjónum okkur
sérstaklega að þeim.“ Á Sólon Is-
landus annað kvöld má þó gera ráð
fyrir nokkrum konum í hópi þeirra
fimmtán Ijóðskálda sem stíga fram.
Gerður Kristný, Vilborg Dagbjarts-
dóttir og Berglind Gunnarsdóttir eru
þar á meðal. „En það verða ekki að-
eins lesin ljóð. Mér finnst nauðsynlegt
að bjóða upp á eitthvað fleira svo dag-
skráin verði massaðri. Jón Hallur
Stefánsson ljóðskáld og gítarmaður
ætlar að spila tðnlist og Ósk Óskars-
dóttir flytur eigin lög við ljóð ýmissa
höfunda á píanó. Ósk flytur lögin sín í
mikilli nánd við áheyrendur og gefur
mikið af sér við flutninginn sem fer
vel með ljóðalestri."
Tímaritið Andblær fæst í Mál og
menning, Eymundson og Bóksölu
stúdenta og kostar 1450 krónur, en
einnig er hægt að kaupa timaritið í
áskrift á lægra verði. -MEÓ
LIKA ÞEGAR t>u SEFUR
JÁ FRIÐ30N MtMM... ÞÚ VERÐuR BARA
AÐ R6ÝNA AB VE RA ÞÚ S3ÁLFUR...
VA MAÐUft... MI& DftEYMDI Ab Eö VÆRI
AO SYNGJA DÚETT MEO CELINE DlON !
4
f Ó k U S 10. desember 1999