Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 14
molar plötudómur O.fL með smáskifu Bubbi - Sögur 1980-1990 ★★★★★ Rúnar Júlíusson - Dulbúin gæfa - í tugatali ★★★ Hljómsveitin O.fl. er sunnlensk poppsveit sem gaf út þriggja laga diskinn „Sjálfur" á dögunum. Disk- urinn fæst eingöngu í JJ á Selfossi, en strák- arnir fimm stefna þó á disk í f u 1 1 r i lengd með vorinu. H a n n verður að öllum líkindum seldur víðar. Fyrsti vísirinn að O.fl. var Föroyingaþandið, sem starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands 1996 en klofnaði svo í Land og syni og O.fl. Bandið kom fyrst fram á útitónleik- um í Hveragerði en hefur svo spilað um landið, m.a. undir verndarvæng Sálarinnar. Þekktasta lag O.fl. er lík- lega „Takk fyrir jólin Jesú“, bítlalegt jólalag með kristilegum bulltexta. Það er á nýja smádiskinum ásamt ti- tillaginu „Sjálfur" (poppað diet- grugg) og „Veiðistöng 2000“ (“Lax lax lax“ létt-gruggsins). Þetta er al- veg þokkaleg smáskífa hjá þeim sunnlensku og nú er bara að taka sveitaballarúntinn með trompi sum- arið 2000. Er þaggi? Míchael brenndur óvart Það gengur allt á afturfótunum hjá Michael Hutchence, jafnvel þó hann sé löngu dáinn. Ekki nóg með að sólóplatan, sem gefin var út eftir dauða hans, hafl fengið af- leita dóma; nú hefur systir hans komið fram á sjónarsviðið og seg- ir að aldrei hafi átt að brenna lík- ið. Öskunni hefur verið dreift á ýmsum stöðum, nú síðast yfir Himalaya, en samt bað Michael aldrei um verða brenndur. Svo virðist sem fjármálaráðgjafi Michaels hafi kvittað ólöglega á pappíra sem samþykktu brennsl- una og það eru ættingjar söngvar- ans auðvitað ekkert allt of hressir með. Dagbók á Netinu Fjórða Radiohead-platan er nú í vinnslu en það má búast við henni um mitt næsta ár. Gítar- leikarinn Ed O’Brien hefur tekið að sér að vera full- trúi bandsins út á við á meðan á upp- tökunum stendur og heldur hann nú úti dagbók á Net- inu (www.radi- ohead.com/us.html). Aðdáend- um bandsins er bent á að kíkja þangað hið snarasta. Ný stelpa í Smashing Pumpkins Bassaleikarinn úr Hole, hún Melissa Auf Der Maur, er hætt í holunni og hefur tekið sæti D’Arcy Wretzsky í Smas- hing Pumpkins. Hennar fyrsta emb- ættisstarf verður að spila í heimsyf- irreið SP sem hefst i janúar. Þá verður bandið að kynna efni af næstu plötu, „Machina / The Machines of God“ sem kemur út 29. febrúar. D’Arcy kláraði þó skildustörf sín á þeirri plötu áður en hún hætti. Gamlir karl oourri mín“, „Er nauðsynlegt að skjóta þá“), hvítt reggí (“Bólivar") og svo framvegis. Seinni platan er hinsveg- ar tímalausari. Á henni eru bæði viðfangsefnin og tónlistin klassísk- ari. Á henni eru t.d. „Stál og hnífur", „Rómeó og Júlía“, „Agnes og Frið- rik“, „Afgan“ og „Talað við glugg- ann“. Tónlistin er rólegri og einfald- ari, en þetta eru líka lögin sem hljóma ennþá hvað best. Þessi þema- skipting safnsins er það sem gerir það jafn gott og raun ber vitni. Síð- ustu þrjú lögin eru svo áður óútgef- in, tekin upp ‘79 og ‘80. Góð heimild, en maður getur svo sem alveg skilið að þau hafi ekki verið fyrstu lögin sem valin voru á „ísbjamarblús“. Með safhinu fylgir lika aukadisk- ur með 5 nýjum lögum sem Bubbi hefur tekið upp með meðlimum hljómsveitanna Botnleðju og Ensími. Það er ágæt viðbót og gott mál að hafa þau á sérdisk. „Sögur 1980-1990“ er mjög vel unn- ið og flott stykki. Það er vonandi að íslenskir plötuútgefendur standi svona vel að endurútgáfum í fram- tíðinni. Hr. Rokk er tilbúinn fyrir „þrumu- stuö“ næstu aidar. h—i Bubbi Morthens er búinn að vera svo lengi í sviðsljósi íslenska míkrósamfélagsins aö flestir eru búnir að ganga í gegn- um það oft að ýmlst dýrka hann eða þola ekki. Tveir af vinsælustu og afkasta- mestu poppumm þjóðarinnar senda frá sér tvöfaldar safnplötur núna fyr- ir jólin. Plata Bubba „Sögur 1980-1990“ inniheldur úrval af sóló- plötum hans frá níunda áratugnum, en plata Rúnars „Dulbúin Gæfa - í tugatali" hefur að geyma lög frá öll- um ferli kappans, bæði af sólóplöt- um, plötum með hljómsveitum sem hann var meðlimur í og af plötum sem hann kom fram á sem gestur. Þessi söfn eiga það sameiginlegt að það hefur heilmikil vinna verið lögð í þau og þau gefa ágæta mynd af tón- list þeirra. Bubbi Morthens er búinn að vera svo lengi í sviðsljósi íslenska míkrósamfélagsins að flestir eru búnir að ganga í gegnum það oft að ýmist dýrka hann eða þola ekki. Hann hefur verið á vixl dáður og hataður af bólugröfnum pönkurum úr Breiðholtinu, vel grúmuðum hús- mæðrum á Amamesinu og léttlynd- um sundlaugavörðum á Egilsstööum svo eitthvað sé nefnt. Svo skrifaði hann endurminningarnar allt of snemma! Hann er búinn að vera það lengi inná gafli hjá þjóðinni (og lengst af átti hann söluhæstu plöt- umar fyrir hver jól) að hann er orð- inn eins og fjölskyldumeðlimur. Við metum kostina, en þekkju líka gall- ana. Flestir eiga líka sínar uppá- haldsminningar með Bubba - hjá mér eru það Utangarðsmenn í Kópa- vogsbíói 1980, þegar ég heyrði „Rækjureggí“ í fyrsta sinn og svo „Blindsker" á Amarhóli á 100 ára af- mæli Reykjavíkurborgar. Það eru engin Utangarðsmannalög á þessari plötu, (enda hlýtur kassinn með öllu áður útgefnu efni þeirra ásamt aukalögum að vera löngu kominn í vinnslu), en það er helvíti vel valið á hana samt. Safnplötur af þessu tagi lita kannski út fyrir að vera lítið mál í útgáfu, en staöreynd- in er að það er ótrúlega auðvelt að klúðra þeim. Til þess að þær standi fyrir sínu þarf að leggja heilmikla vinnu i þær. Það þarf að vanda laga- valið, bjóða uppá eitthvað sem ekki hefur heyrst áður og safna saman og setja fram helstu upplýsingar um efni þeirra. Svo þarf að taka ákvörð- un um niðurröðunina. Oft stytta út- gefendur sér leið og þú færð uppí hendumar plötu sem gefur jú dæmi um tónlist viðkomandi, en bætir engu við. Þegar vel tekst til verður hins vegar til gripur sem stendur fyrir sínu burt séð frá því hvort þú ert sannfærður aðdáandi eða ekki. „Sögur 1980-1990“ er dæmi um slíkan grip. Bubbi Morthens á það mikið af góðu efni frá þessum tíma að valið get- ur kannski aldrei orðið öllum fullkomlega að skapi. Það hefur hins vegar tekist á þessari plötu að koma flestum stærstu smellunum að, en búa líka til plötu sem virkar vel sem heild. Fyrri platan inniheldur flest vin- sælustu lögin. „Isbjarnarblús", „Augun mín“, „Blindsker", „Hrogn- in em að koma“, „Serbinn", „Sumar- ið í Reykjavík" o.s.frv. Hún er hrað- ari og fjölbreyttari. Lögin á henni bera samtímanum vitni, hvort sem er í tónlistinni eða viðfangsefnun- um. Þetta er Bubbi að tjá sig um það sem er að gerast í kringum hann. „ísbjamarblús“, „Er nauðsynlegt að skjóta þá“, „Lög og regla“, „Strák- amir á borginni", „Segulstöðvar- blús“ svo eitthvað sé nefnt. Þetta er líka Bubbi að prófa sig áfram með ný sánd og stíla. Við fáum einfalt og beint út rokk (“Isbjarnarblús", „Hrognin"), gæðapoppið sem Bubbi vann með Christian Falk (“Augun Rúnar Júl er bú- inn að vera talsvert lengur í bransanum en Bubbi. Hann hef- ur að vísu ekki hald- ið sömu ofurvin- sældunum jafhlengi, en eins og heyrist glöggt þegar hlustað er á „Dulbúna gæfu“ þá á hann ótrúlega marga smelli í fórum sínum. Á plöt- unni em auk laga af sólóplötum hans, lög af plötum með Rúnari og Otis, Hljómum, Trúbroti, Lónlí Blú Bojs, GCD, Geimsteini, Áhöfninni á halastjömunni, KK, Dr. Gunna og Unun. Þetta er ofsalega fjölbreytt efni og líka stundum misjafnt að gæðum. Það sem heldur safninu saman, fyrir utan góðcm ásetning og frammi- stöðu Rúnars sjálfs eru kannski helst textamir hans Þorsteins Egg- ertssonar. íslenskir popparar vom nefnilega dálítið seinþroska miðað við erlenda kollega þeirra. Á meðan Bitlamir og Stones tókust á við mál- efni samtímans jafnt stór sem smá, þá fengu Hljómar menn eins og Óla Gauk, Ómar Ragnarsson og Þorstein Eggertsson til að semja textana fyrir sig. Þorsteinn hefur svo fylgt Rúnari áfram í gegnum Lónlí Blú Bojs, Geimstein og sólóefhi hans á áttunda áratugnum. Þorsteinn Eggertsson er auðvitað löngu búinn að fara marga hringi í smekk og vitund þjóðarinn- ar. Það þekkja allir texta eins og „Betri bilar, yngri konur“, „Við syngjum mn lífið“ og „Út og suður þramustuð“. Snilld. Það sem Rúnar á sameiginlegt með Þorsteini er þessi ódrepandi jákvæðni. Það skin í gegnum allt þetta efni eitthvað svona „Ekkert mál, reddum þessu“ viðhorf og þeg- ar maður setur það i samhengi við glæsi- lega ásjónu töSarans góðlega á framhlið um- slagsins og staldrar að- eins við nafnið; -“Dul- búin gæfa - i tugatali“ (!), þá nálgast maður kannski kjarnann í karaktemum. Þetta er feelgood plata. Ekkert vesen. Tónlistin er vægast sagt mjög fjöl- breytt. Þetta er allt frá eðalbíttónlist frá sjöunda áratugnum (“Heyrðu mig góða“) til silalegs dinner kántrís frá þeim tíunda (“Ástin lifir eða deyr“ ). Á leiðinni er komíð við i léttlyndu popprokki áttunda áratug- arins (Lónlí blú bojs), gleðigutli þess níunda (Halastjaman) og testósterón rokkkeyrslu GCD frá byrjun þess tí- unda. Það era framsamin lög og lög eftir erlenda listamenn með islensk- um textrnn. Sumt er mjög gott. T.d. „Lífsgleði", „Heyrðu mig góða“ og „Sveitapiltsins draumur" með Hljómum og lögin með Trúbroti og GCD. Annað er mjög vont, t.d. „Stolt siglir fleyið mitt“, „Á leið i land“, „Kærastan kemur til mín“. Sumt er einhvers staðar þama á milli. Það sem er helst hægt að finna að þessari útgáfu er að lögunum er öllum hrært saman, án til- lits til útgáfuárs, hraða eða tegundar tónlistar. Þetta gerir það að verkum að stundum er það næst- um frústrerandi aö hlusta á hana. Eins hefði verið fengur í því að fá upplýsingar um á hvaða plötum lögin komu fyrst. Þetta safn er samt hlaðið efni og aðdáendur bassistans geðgóða verða sjálfsagt ekki fyrir vonbrigðum. Rúnar hefur lagt sig fram við að ná sem mestu af framlagi sínu á þessari öld inní pakkann. Hr. Rokk er tilbú- inn fyrir „þrumustuð" næstu aldar... Trausti Júlíusson f ÓkUS 10. desember 1999 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.