Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 17
Jólin er fyrir alla - líka tækjafríkin, tölvuleikjadrengina sem geta ekki hætt
að spila þótt þeir séu orðnir stíffullorðnir og hina sem finnst alltaf betra að
fá harðan pakka en mjúkan. Hér er efni handa þeim.
Magnús tækjafrík Kjartan
Benedikt tækjafrík Eyjólfsson:
að hringja í hana úr Keflavík þurfti
að hringja úr handsnúna símanum
í símstöð áður en maður náði sam-
bandi við sjálfa verslunina.
Misheppnuð eftirlíking
Hammondið er algjör snilld. Ég
hef alltaf dýrkað það fyrirbæri. Það
er víæt til merkilegri uppfinning.
Það er vél inni í því sem snýst og
býr til tónlist. Það er líka með sér-
stökum Lesley-hátölurum sem snú-
ast líka með rafmagnsmótor. Upp-
haflega áttu hátalamir að líkja eft-
ir hljóðum úr pipuorgeli en það
misheppnaðist algjörlega. t staðinn
hefur Hammondið þennan sérstaka
tón.“
Magnús var lengi að taka skrefið
úr Hammondinu yfir í synthesizer-
inn. „Ég eignaðist fyrst Mini Moog,
en það var hljóðgervill fátæka
mannsins. Ég kom með hann heim
frá New York og tii að koma hon-
um í gegnum tollinn laug ég því að
þetta væri straumbreytir sem
breytir straumi í hljóð. Það var
lægri tollurinn á straumbreytun-
um,“ segir hann og játar að hafa
komist upp með þetta.
„Á áttunda áratugnum þurftu
menn að fara til útlanda til að taka
upp plötur eða fá sérstakt leyfi til
að taka upp hjá Ríkisútvarpinu.
Það var því stór stund þegar við
bárum fyrsta hljóðupptökutækið
upp tröppurnar í Hljóðrita 1975.
Þegar við rifum utan af þessu um-
búðimar og sáum aila takkana
birtist okkur lykill að töfraheimi."
-MEÓ.
Jeppar meÖ ofvoxnum
dekkjum þóttu brjálæöi þegar
Benedikt tók fyrst upp á slíku
fyrir tveimur áratugum.
Nú eru þeir orðnir að vinsælu
tómstundagamni fyrir alla.
þannig að þeir þjóni þörfum
eigandans. Það er hægt að
breyta honum eftir því hvort á
að nota hann í jöklaferðir eða
ferðalög yfir sumarmánuðina.
Upp úr 1990 fórum við að
setja lórantæki í bílana. Þau
eru mjög góð, en geta orðið
fyrir truflunum og þess vegna
hefur verið skipt yfir í GPS.
Jeppar í dag eru líka útbúnir
tölvum sem merkja leiðir inn
á kort og hjálpa manni að rata.
Ég held að fæstir geri sér grein
fyrir því hversu mikil tækni
er til staðar í bílum almennt í
dag. Hún er allsstaðar og þvi
ekki mikið mál í sjálfu sér.
Það sem er erfitt er að búa til
tæknilega góða hluti fyrir lítið
verð.“ -MEÓ.
Meira á næstu síðu -»
“Fyrsta tækið sem átti hug minn
allan var kafflkvörn sem frænkur
minar áttu. Mér fannst fátt
skemmtilegra en sitja á gólfinu og
mala kaffi,“ segir Magnús Kjart-
ansson hljómlistarmaður, sem var
fjögurra ára þegar þetta var. „En
undur og stórmerki gerðust fyrst
þegar faðir minn fór til Grindavík-
ur til að kaupa Radiophone. Það
var ómissandi heimilistæki um
1960 og þótti ekki menningarheim-
ili nema eiga þennan skáp með for-
láta útvarpi, plötuspilara og segul-
bandi.“
Meistarastykkið
Dream Baby
Þarna hófst tónlistaráhugi Magn-
úsar liggjandi á fína ullarteppinu í
betri stofunni. „Það fylgdi þessu
ein 45 snúninga hljómplata með
laginu Dream Baby með Roy Orbi-
son. Þetta lag var auðvitað algjört
meistarastykki i minum huga, en
Magnús Kjartansson hljómlistarmaður á margar góðar minningar um tæki.
Fyrsta stórkostlega tækið sem hann kynntist var Radiophone en í þá daga
hlustuðu strákar á allt í útvarpinu, iíka erindi. Svo kom Hammondið og gerði
Magnús aö hljómsveitartöffara.
ég gat stillt plötuspilarann þannig
að lagið spilaðist aftur og aftur. Ég
held að þama hafi ég þjálfað með
mér hæfileika, sem hefur nýst mér
vel í hljóðveri og við útsetningar."
Tækið orsakaði kenndir sem
Magnús kenndi þá við kynþroska
sinn. „Mér tókst 11 ára að nurla
saman fyrir Hofner-bassagítar, sem
ég tengdi við útvarpið. Þá tíðkaðist
ekki að aðrir en atvinnumenn ættu
magnara."
Magnari var því næsta skrefið
en um svipað leyti uppgötvaði
Magnús píanóið sem honum
þykir enn í dag vera hið mesta
undratól. „Um þetta leyti varð lag-
ið Whiter shade of pale gríðarlega
vinsælt, en í því var leikið á orgel.
Upp úr því urðu orgel ómissandi í
öllum popphljómsveitum og við
nördamir allt í einu orðnir aðal-
mennimir í bænum.
Ég keypti fyrst Farfisa-orgel og
notaði það á meðan ég beið eftir
Hammondinu. Það var níu mánuða
bið eftir að fá það til landsins, en
ég pantaði það að sjálfsögðu í gegn-
um hljóðfæraverslunina Rín. Og til
„Þóttum stórskrýt
á atðni dekkiun
“Ég byrjaði á að setja 8 cylindra
vél í stað fjögurra í Willys jeppa frá
'68 sem ég átti þegar ég var 18-19 ára
og breyta um gírkassa. Það varð al-
gjör bylting þegar 50 hestafla vél
varð breytt í 350 hestöfl og þurfti
mikla útsjónarsemi til að geta gert
þetta," segir Benedikt Eyjólfsson,
betur þekktur sem Benni í sam-
nefndri bílabúð. „Seinna setti ég
400-500 hestafla vél í sama bíl.
Loftið úr dekkjunum
Um 1980 þóttum við alveg stór-
skrýtnir sem ókum um á jeppum sem
búið var að setja undir risastór dekk,
skipta um vélar, gírkassa og fjöðrun.
En upp úr þessu fæddist sú hugmynd
að hleypa lofti úr dekkjunum, og í
framhaldi af því varð til alveg nýr
jeppaheimur. Menn urðu meðvitaðri
um umhverfið, umgegni sína við
náttúruna og jeppinn varð far-
artæki fjölskyldunnar.
Það hafði engmn dottið í hug
áður að hleypa úr dekkjunum
og við fengum heimsókn frá
bandariska bílablaðinu Fo-
urwheels, sem kynnti þetta í
Bandaríkjunum. Þar höfðu
menn auðvitað verið að keyra
um á stórum jeppum, en það
var mest til að sýnast fyrir
stelpunum á ströndinni. Jepp-
ar höfðu ekkert sérstakt nota-
gildi, en nú voru þeir allt í
einu orðnir notendavænir.
Verðið er aðalmálið
Jeppamenningin hefur
breyst alveg gríðarlega mikið
síðan. Jepparnir eru orðnir
miklu öruggari og það er
meira hugsað um að gera þá
Rokkiö
Sigur Rós - ágætis byrjun
Hvað? Besta
hljómsveit á ís-
landi með bestu
plötu ársins.
Stökkbreyting:
Lúðalegir lista-
strákar sem engir
vissu hverjir voru
urðu að lúðaleg- i
um listastrákum sem allir vilja “
snobba fyrir.
Sjálfsmorð Sigur Rósar? Samstarf við Friðrik
Karlsson og platan „Hugar-Rós“.
GusGus - This is Normal
Hvað? Önnur plata fjöllistahðpsins GusGus
sem hætti að vera fjöllistahópur og gerðist
hljómsveit og rak þar að auki söngkonuna
sína.
Fyrir hverja? Skrifstofufólk sem vill vera kúl og
tækninýjungaspekúlanta.
Er GusGus aö meikaða? Það heyrðist í þeim í
auglýsingu á Ítalíu. Þetta er allt að koma.
Frogs - The Invincible Frogs Planet
Hvað? Útúrsýrt rokkþopp frá Gunnari Bjarna
úr Jet Black Joe og vinkonu hans.
Hvað afrekað? Umslagið þykir það næst-
Ijótasta í ár.
Gildrumezz - Rock'N Roll
Hvað? Birgir Haralds og strákarnir úr Mosó
taka 15 Creedence-lög af þallprógramminu.
Spurningin er: Til hvers?
Jagúar
Hvað? íslenskt fönk
Fyrir hverja? Þá sem hafa fariö á Jagúar-ball
og þá sem fíla fagmannleg sóló.
Geirfuglarnir
- Byrjaðu í dag að elska
Hvað? Blandað fjörpopp frá háðfuglum.
Fyrir hverja? Ömmu, afa, pabba, mömmu
o.s.frv.
Ensími - BMX
Hvað? Melódískt groddarokk, m.a. hljóðunnið
af Steve Albini (hann er frægur).
Álitlegt framtíðarplan: Aö gera heila plötu
með Bubba Morthens.
Maus - í þessi sekúndubrot sem ég flýt
Hvað? Fjórða plata popprokkaranna góð-
kunnu.
Kostir: Flott lög, ágætir textar, flott umslag.
Helsti ókostur: Hræðilega uppþembdur titill.
Mínus - Hey Johnny!
Hvað? Fyrsta plata
Músíktilraunasigur-
vegaranna. Þeir
spila eitilhart
þyngslarokk.
Hvað kom á
óvart? Umslagið
er flott og platan
hefur selst ágæt-
lega.
Suð - Hugsanavélin
Hvaö? Rokktríó meö ágæta frumsmíö.
Möguleikar á gullplötu: 0.4/100
Quarashi
- Xeneszis
Hvað? Önnur plata rapprokkaranna.
Niðurstaða: Jafnvel betri en sú síðasta.
Klamedía X - Pilsner fyrir kónginn
Hvað? Poppband sem vann Rokkstokk ‘98
með þokkalega plötu.
Gengi? Bandið hefur poppað upp á krám en
annars hefur lítið til þess spurst.
Poppiö
Á móti sól - 1999
Hvað? Rokkuð sveitaballasveit með fyrstu
„alvöru"-plötuna slna.
Koma meðlimirnir frá Suðurlandi? Já.
BORGA MilRA...
Afhverju a&borga meira fyrir sömu vöru annars staðar?
1HOMSON SONY DOEWOO CailOII BEKO
SHARP Panasonic P/oneer m otorola JVC
IMOKIA EPSON' TELEFUNKEN FUjHSU ericsson $
^ Merkin tryggja gæðin - BT tryggir verðið!
EKKI
BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500
^^mmm 11
10. desember 1999 f Ókus