Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Side 29
%
JÍ0 B
§} ' v Jm ' Si«a,V<Ó . , fl
Ben Stiller, fyrir miðri mynd, ásamt væntanlegum hetjum.
Mystery Men, sem Sambíóin frumsýna
í dag, er framtíðarmynd sem gerist
í Campion City þar sem hinn
venjulegi maður á möguleika á
að verða ofurhetja
í Mystery Men leikur Ben StiU-
er öskukarlinn Roy sem sífellt
verður fyrir árásum frá yfir-
manni sínum. Roy, sem hefur yf-
irnáttúrlega hæfileika, notfærir
sér þessar árásir til að sjá hvað
þolinmæði hans nær langt. Hank
Azaria leikur Jeffrey sem býr
heima hjá móður sinni þar sem
hann eyðir tímanum lokaður í
herbergi sínu við að æfa sig í
hnífakasti. William H. Macy leik-
ur heimilisfoðurinn Eddie sem
þykir góður með skóflu. Hann vill
allt til vinna að njóta virðingar
fjölskyldunnar en uppsker aðeins
stríðni og afskiptaleysi. Roy, Jef-
frey og Eddie eru á daginn ósköp
venjuleg meðalmenni en á kvöld-
in eru þeir Mr. Furious, The Blue
Raja og The Shoveler og sameina
krafta sína í leit að illmennum í
Champion City.
Þeir félagar hafa þó
ekki erindi sem erfiði
þar sem borgin á sína
ofurhetju, Captain
Amazing (Greg Kinne-
ar), sem sér um að borg-
in sé nánast laus við
glæpi.
Þar sem lítið er orðið
um glæpi leiðist Captain
Amazing þófið og ákveður
því að sjá til þess að brjálæð
ingurinn Casanova
Frankenstein (Geofrey
Rush) sé látinn laus
af geðveikrahæli
þar sem hann
hefur verið
einangr-
aður.
Vopn-
i n
snúast
í hönd-
unum á
Amazing
og Casa-
n o v a
Frank-
enstein
fær yfir-
höndina og
stefnir á yfirráð í
borginni. Nú er
tími okkar manna
runninn upp og fá
þremenningarnir
fjóra aðra sem
svipað er ástatt
um til að fylkja
liði gegn Casanova Frankenstein.
Leikstjóri Mystery Men heitir
því einkennilega nafni Kinka Us-
her og er Mystery Men fyrsta
kvikmyndin sem hann leikstýrir.
í fyrra var Usher valinn besti aug-
lýsingaleikstjóri ársins af samtök-
um leikstjóra í Bandaríkjunum og
út á það var honum boðið að leik-
stýra Mystery Men sem þykir
mjög flott i útliti og er greinilegt
að Usher hefur mikla reynslu í
hraðri atburðarás en vantar
kannski reynslu í gerð leikinna
kvikmynda. Hann hefur allt frá
árinu 1992 unnið við auglýsingar
og stofnaði eigið fyrirtæki, House
of Usher, árið 1996.
Eins og sjá má af upptalning-
unni hér að ofan skipar mikill
fjöldi þekktra leikara hlutverkin í
myndinni og má til við-
bótar nefna Claire
Forlani sem lék síð-
ast á móti Brad Pitt
í Meet Joe Black,
Janeane Garofalo,
Paul Reubens og
Wes Studi.
-HK
Detroit Rock City, sem frumsýnd er
í dag, er gamanmynd um fjóra unga
skólastráka árið 1978 sem þurfa
að beita brögðum til að komast
á konsert með hljómsveitinni Kiss
Detroit árið 1
Rokktónlist og gríni er blandað
saman í Detroit Rock City sem
Sam-bíóin frumsýna í dag. Myndin
gerist 1978 og segir frá fjórum ung-
um rokkurum, nemendum í
menntaskóla í miðríkjum Banda-
ríkjanna, og ferð þeirra til Detroit
þar sem þeir ætla sér að komast á
tónleika með goðunum í hljóm-
sveitinni Kiss. Að sjálfsögðu er
uppselt á tónleikana þegar þeir
koma til borgarinnar og við fylgj-
umst með strákunum í örvænting-
arfullum tilraunum þeirra til að
komast inn á þá. Óhætt er að segja
að þeir verða fyrir ævintýralegri
reynslu þann sólarhring sem þeir
staldra við í bílaborginni.
James DeBello, Edward Furlong, Sam Huntington og
Giuseppe Andrews leika fjögur ungmenni sem eru á leið-
inni á Kiss-tónleika.
Edward Fur-
long, Giuseppe
Andrews, Sam
Huntington og
James De Bello
eru í hlutverkum
ungu rokkaranna
en auk þeirra
leika í myndinni
Natasha Lyonne,
Lin Shaye, Mel-
anie Lynskey,
Shannon Tweed
og meðlimir Kiss,
Gene Simmons,
Peter Criss, Ace
Frehley og Paul Stanley.
Þekktastur ungu leikarana er
Edward Fur-
long sem er
talinn meðal
efnilegustu
leikaranna í
Hollywood og
þeir sem sáu
American Hi-
story X, þar
sem hann lék
litla bróður
E d w a r d s
Nortons, geta
örugglega samþykkt það. Furlong
fékk fljúgandi start þegar hann lék
á móti Arnold Schwarzenegger í
Terminator 2 - The Judgement
Day. Hann sýndi strax mikla hæfC*
leika, meðal annars í Before and
After, þar sem hann lék á móti
Liam Neeson og Meryl Streep. Af
öðrum kvikmyndum sem hann hef-
ur leikið í má nefha The Grass
Harp, Little Odessa, American He-
art og Pecker. Næsta kvikmynd
hans er fangelsisdramað Animal
Factory sem leikarinn Steve
Buscemi leikstýrir. -HK
Rokkað í
—
—....-
i r
aster
20 clen
Stuðninguir yfir magasvœði.
Þunnar á tám.
Sokkabuxur
fyrir opna skó.
NUDDAHRIF ANDAR
„Skrefí framar”
TVÖFÖLD
i
10. desember 1999 f ÓkUS