Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Seðlabanki og blóðtaka Framsóknarflokkurinn missti af gullnu tækifæri til að sýna það og sanna að pólitísk spilling heyrir sögunni til þegar ákveðið var að ráða varaformann flokksins í stöðu seðlabankastjóra. Nokkrum dögum fyrir merk áramót gildir flokksskírteinið eins og oftast áður. Ákvörðun Finns Ingólfssonar að draga sig út úr stjórnmálum er skiljanleg enda hefur veriðnæðings- samt um hann alla tíð frá því hann tók ráðherrasæti fyr- ir nær fimm árum. Brotthvarf hans er hins vegar mikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn - blóðtaka sem ekki verður séð hvernig flokkurinn fær staðið undir. Hvað svo sem segja má um srjórnmálamanninn Finn Ingólfs- son verður ekki um það deilt að þar hefur farið maður sem haft hefur bein í nefinu og staðið að róttækum og jákvæðum breytingum á íslensku fjármálakerfi. Ráðn- ing Finns í stöðu seðlabankastjóra gengur í sjálfu sér gegn öllu því sem hann hefur unnið að á undanförnum árum - að draga úr völdum og áhrifum stjórnmála- manna í íslensku fjármálalífi. Og í þessu sambandi er það hreint aukaatriði hvort hann er hæfur til starfsins eða ekki. Staða Framsóknarflokksins um þessar mundir er ekki slík að hann megi við því að missa úr forystu sinni mann sem kann og hefur skapsmuni til að standa þéttur fyrir. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks- ins, er ekki öfundsverður að leiða flokk sinn eftir að Finnur hefur yfirgefið skipsrúmið. Það hefur hallað á flokkinn í skoðanakönnunum og í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og ekkert bendir til að þar verði breyting á, nema síður sé. „Fjölskyldan var hins vegar orðin þreytt þannig að þetta var ágætt," var skýring sem Finnur Ingólfsson gaf blaðamanni DV á því af hverju hann hefði ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum og hann bætti við: „Ég hafði nokkrar áhyggjur af því að ég myndi festast í stjórnmálunum, að ég myndi verða eins og fangi." Þessi orð lýsa kannski betur en flest annað af hverju margir, sem vissulega eiga erindi á Alþingi íslendinga, hafa ekki áhuga á slíku. Þátttaka í srjórnmálum er fjandsamleg fjölskyldunni og illa launað starf. Raunar er það merki- legt að einhverjir skuli yfirleitt hafa áhuga á þing- mennsku. Auðvitað eru hæfileikaríkir stjórnmálamenn gjald- gengir í stjórnunarstöður hjá hinu opinbera, en þeir verða þá að sirja við sama borð og aðrir. Skilaboðin sem srjórnmálaflokkarnir senda starfsmönnum opinberra stofnana og fyrirtækja eru hins vegar skýr: Það þýðir ekkert að láta sig dreyma um að komast til æðstu met- orða með dugnaði og eljusemi - stjórnmálamaður sem vill eða þarf á hvíld að halda gengur fyrir. Afleiðingin af þessu er og verður sú að ungt hæfileikafólk mun forðast mikilvæg störf í opinbera þágu þar sem framtíðarmögu- leikar þess eru litlir eða engir. Þannig verður til ein hringavitleysa. Næðingurinn í stjórnmálunum letur ungt og framsækið fólk til að hasla sér völl á þeim vettvangi og þeir sem það gera sitja síð- an fyrir þegar kemur að því að úthluta feitum embætt- um. Með þessu verður tryggt að meðalmennskan fær að ráða jafnt á Alþingi sem á æðstu stöðum embættis- mannakerfisins. Óli Björn Kárason .- ._ /?. ' ,*»".,¦... *~™-.**&m*&*BSvSÍ!£lXimmi Vatnstankar Orkuveitu Reykjavíkur setja sterkan svip á þetta hverfi og er útsýni mikiö til alira átta. Við þúsaldamót í Grafarholti Við upphaf nýrrar aldar verður nýtt byggingarland Reyk- vlkinga í Grafarholti sem er fyrsta skipu- lagða byggðin aust- an Vesturlandsveg- ar. Nafngift gatna og annarra kennileita hefur vakið mikla athygli þar sem höf- undurinn, Þórhallur Vilmundarson pró- fessor, sækir hug- myndir sínar til kristnitöku á íslandi og landafunda í Vesturheimi. Götu- heitin hafa ekki hefðbundna endingu gatna eins og við ~~"^^ þekkjum úr öðrum hverfum borg arinnar en megin- umferðin kemur til með að verða um Þúsöld og Kristni- braut. KjalSarinn Óskar Bergsson formaður byggingar- nefndar Reykjavíkur á 100 hekturum lands. Hverfið mun byggjast upp á næstu þremur til fjórum árum, fyrst til vesturs. Sala á bygg- ingarrétti En það er fleira ný- stárlegt um þúsalda- mót en nútímalegt skipulag. Bygginga- réttur til þeirra sem byggja og selja hús- næði hefur verið seld- ur hæstbjóðanda í stað þess að úthluta til að- ila eins og um gjafa- kvóta væri að ræða. Niðurstaðan úr þessu ^--""""" fyrsta útboði er sú að Reykjavíkurborg fær u.þ.b. helm- Byggö fyrir 4.500 manns Sérkenni byggðar í Grafarholti er margþætt. Vatnstankar Orkuveitu Reykjavíkur setja sterkan svip á þetta hverfi. Útsýni er mikið til allra átta, golfvöllur Golfklúbbs Reykjavikur stendur í suðvestur- jaðri hverfisins og veiðivatn er í göngufæri. Við gerð skipulagsins var byggðin löguð að landslagi og gróðurfari þannig að landslagsein- kennin ráða miklu um staðsetn- ingu og gerð húsanna. Gert er ráð fyrir greiðum og öruggum göngu- og hjólaleiðum um hverfið. Inni í hverfinu verða opin svæði til leikja og útiveru þar sem grá- grýtisklappir setja sérstæðan svip á umhverfið. Hljóðvist vegna um- ferðar innan hverfis verður með besta móti. í hverfinu er gert ráð fyrir 1.500 íbúðum og 4.500 íbúum „Hvaö sem öðru líður hefur sú ákvórðun borgarstjórnar Reykja- víkur að selja hæstbjóðanda byggingarrétt verulega hreyft málum á húsbyggingamarkaði." ingi meira fyrir byggingarréttinn en hún hefur fengið fram að þessu samkvæmt gömlu úthlutunarleið- inni. Svo virðist sem tilboðshafar séu ekki einhverjir „ævintýra- menn" heldur byggingaverktakar með langa reynslu á íbúðamark- aði. Ýmsar spurningar yakna eftir að tilboðin hafa verið öpnuð. Hef- ur Reykjavikurborg í gegnum tíð- ina verið að missa af verulegum tekjum við úthlutun byggingar- lóða í borginni? Getur þetta orðið til þess að spenna upp íbúðaverðið eða hefur byggingariðnaðurinn bolmagn til þess að mæta þessum kostnaðarauka? Getur verið að þær verðhækkanir á íbúðamark- aði sem verið hafa fram að þessu kunni að veita byggingarfyrir- tækjum svigrúm til þess að greiða meira fyrir lóðirnar en þau hafa gert fram að þessu? Hvað sem öðru líður hefur sú ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að selja hæstbjóðanda byggingarrétt verulega hreyft málum á húsbygg- ingamarkaði. Einbýlishúsatóöum úthlutað Rétt er taka fram að þær lóðir sem boðnar voru út eru undir fjöl- býlishús, rað- og parhús. Þ.e. til aðila sem byggja á lóðunum og selja íbúðirnar. Lóðir undir ein- býlishús voru auglýstar með sama hætti og verið hefur. Það hefur lengi tíðkast hér á landi að ein- staklingar byggi sér hús og það m.a. réð því að ákveðið var fara ekki með einbýlishúsin í útboðið. Það sem hins vegar gerðist við úthlutun einbýlishúsanna var að 23 umsóknir voru um hverja lóð. Hvað veldur er ekki gott að segja en áreiðanlegt er að yfirsnúning- urinn í efnahagslífmu kemur hér við sögu eins og víða annars staðar. Það er greinilegt að eftirspurn . eftir einbýlishúsum er mjög mik- il Grafarholtið verður stórglæsi- legt og eftirsóknarvert íbúða- hverfi, miðsvæðis í austustu byggðinni og vel skiljanlegt að mikill áhugi sé fyrir þessu hverfi. Einnig er hugsanlegt að einhver kennitölusöfnun hafi átt sér stað því að umsækjendur bjuggust við að færri fengju en vildu. Hvað sem öllum vangaveltum líður er ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ríður á vaðið í skipulags- og bygg- ingarmálum inn í nýja öld. Við út- hlutun lóðanna var tekin djörf ákvórðun um sölu á byggingar- rétti og í skipulagslegu tilliti. er Þúsaldarhverfið nútímalegt hug- verk með mikla skýrskotun til náttúrufars, landslags og sögu. Óskar Bergsson Skoðanir annarra Áfall fyrir Framsóknarfiokkinn „Þótt Finnur Ingólfsson hafi verið umdeildur stjórnmálamaður og á köflum mjög umdeildur er brottför hans af vettvangi srjórnmála verulegt áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Eftirmaður hans er ekki í augsýn og því siður eftirmaður Halldórs Ásgríms- sonar. Framsóknarflokkurinn stendur frammi fyrir miklum vanda og engan veginn víst að flokkurinn ráði fram úr honum. Það er svo önnur saga, að það kerfi, sem ríkt hefur í bankastjórn Seðlabankans, er löngu úrelt. Þrír bankastjórar, sem ráðnir eru á póli- tiskum forsendum, er fyrirkomulag sem heyrir for- tíðinni til." Úr forystugrein Morgunblaðsins 28. des. Nakin flokkspólitísk valdbeiting „Ekki er þessi ráðning fagleg. Það er með öllu ljóst. Hitt er svo öllu svakalegra, það er svipurinn á málinu í heild sinni fyrir stjórnmálaflokkana. Mér sýnist það ekkert standa í sjálfstæðismönnum að hjálpa til við að koma þessu á koppinn ... Lærdóm- urinn er sá að Framsókn umgengst þessi æðstu emb- ætti þjóðarinnar eins og sína einkaeign þegar þeir eru í aðstöðu til þess ... Svipurinn á málinu i heild er herfilega ljótur og langt síðan maður hefur séð jafnnakta flokkspólitíska beitingu valds. Auglýsing- in um stöðuna er hreinn skrípaleikur." Úr ummælum Steingríms J. Sigfússonar við Dag 28. des. vegna ráðningar í stöðu seðlabankastjóra. Tæknileg jól - sýndarjól „Jólin í ár eru án nokkurs vafa þau tæknilegustu sem ég hef upplifað ... Einu sinni voru jólin mín nefnilega búin til úr negulnöglum, glimmeri, mandarínum og litlum pökkum á klukkustreng ... Nú samanstanda jólin af gervijólatrjám með ljósleið- araskreytingum og aftansöng á Netinu ... Tæknin hefur haldið innreið sína í hin helgu vé, sjálfa jóla- hátíðina, og líkindin eru engin orðin við frumstæða fæðingardeild Jesúbarnsins í fokheldu gripahúsi við lýsisljós ... Kannski er sú þróun sem við nú köllum tæknivæðingu jólanna aðeins upphafið að allsherjar- byltingu í jólahaldi kristinna manna ... Ef veröldin mun byggja æ meira á sýnd en reynd í framtíðinni mun eflaust eins fara fyrir jólunum." Sigurbjörg Þrastardóttír í Mbl. 28. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.