Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 19 Fréttir Fjoldi ferða- manna á svæði frosts og funa DV, Suðuxlandi: Margir leggja leið sína á ýmsa vinsæli ferðamannastaöi landsins, til að mynda að Gullfossi og Geysi, þrátt fyrir að vetur sé genginn í garð, kalt í veðri og snjór yfir öllu. Það er heldur ekki siðra sjónarspil sem ferðalangar upplifa i kuldan- um. Með bættum bílakosti og betri þjóðvegum hefur ferðamennska að vetri aukist svo um munar. Gullfoss er í klakabóndum og við Geysi má upplifa undarlegar og stórbrotnar andstæður vetrarkuld- ans og jarðhitans. Varla sér út úr augum ef gengið er í gegnum hvera- gufuna sem síðan fellur sem frosnar ísnálar í gaddinum. Fram undir þetta hafa rútur fullar af erlendum ferðamönnum verið við Geysi. Ferðafólkið fer að sjálfsögðu að Strokki og bíður þar í ofvæni eftir að hann gjósi. Hann lætur ekki bíða lengi eftir sér. -NH HBrC3Ís<æ»lr^s^« m ^\ ---------.-------..... • Æ Starfsfólk Deloitte & Touche við opnun skrifstofunnar. Frá vinstrí: Birgir Finnbogason, Magna Sigbjörnsdóttir, Kristín Friöjónsdóttir, Pálína Pálsdótt- ir, Hulda Ómarsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Ólafur H. Úlfarsson og Mar- grét Sanders. Siguröur Páll Hauksson situr fyrir framan hópinn. Alþjóðlegt sam- starf á Siglufirði Endurskoðunar- og ráðgjafar- skrifstofa með finu frönsku nafhi var opnuð á dögunum á Siglufirði, Deloitte & Touche, í samvinnu við Sigurð Pál Hauksson sem stjórnar í þessu alþjóðlega fyrirtæki. Fyrir- tækið er til húsa að Aðalgötu 34 þar sem bókhaldsstofan PÁ hefur verið starfrækt undanfarin ár. Markmið D&T með opnun skrifstofu á Siglu- firði er að efla og auka þjónustu fyr- irtækisins á Norðvesturlandi. Félag- ið hefur þá útibú og starfsstöðvar á 14 stöðum víða um land. Sigurður Páll Hauksson sagði í samtali við fréttamann DV að D&T væri hluti af alþjóða endurskoðun- ar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hefði 82 þúsund starfsmenn í 133 löndum. Höfuðstöðvar hér á landi eru í Reykjavík og í Kópavogi. ÖÞ nm Menn bíða meö gaddfreðna fingur spennta á gikknum viö Strokk til að ná myndum af gosi. DV-mynd Njöröur Suðurnes: Halli yfir 100 milljónir DV, Suðurnesjum: Fyrirsjáanlegt er að halli á rekstri Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja mun fara yfir 100 milljón- ir á þessu ári. Samkvæmt rekstr- aryfirliti yfir sjö fyrstu mánuði ársins nam hallinn rúmum tíu milljónum króna á mánuði eða rúmum 70 milljónum á þessu tímabili. Stjórn HSS telur að fjárveiting- ar tíl starfseminnar séu ekki í neinu samræmi við fjárveitingar til sambærilegra stofnana og HSS verði ekki rekin án halla nema komi til lokunar deilda sem sé óá- sættanleg niðurstaða. Það sé hins vegar heilbrigðis- ráðuneytisins að taka ákvörðun um lokun deilda eða aukin fjár- framlög. -AG Brekkubæjarskóli á Akranesi, Loftorka hreppti uppsteypuna á vi&byggingu viö skólann þrátt fyrir tilboö frá verk- takarisanum ístaki. DV-mynd Daníel Einsetning grunnskólanna kallar á miklar framkvæmdir: Þrjú fýrirtæki berjast DY Akranesi: Áætlað er að ljúka einsetningu grunnskólanna á Akranesi í ágúst 2002. Nýverið voru boðnar út fram- kvæmdir við viðbyggingu við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Þrjú tilboð bárust í byggingu grunn- skóla á Akranesi: frá istaki, Loftorku og Trésmiðju Þráins Gísla- sonar. Verið er að meta tilboðin en þegar hefur verið ákveðið að ganga til viðræðna við Loftorku um bygg- ingu Brekkubæjarskóla, a.m.k. upp- steypu þess húss. Verið er að meta tillógur varðandi Grundaskóla en niðurstaða ætti að liggja fljótlega fyrir varðandi þá byggingu. „Það má gera ráð fyrir að einsetn- ingin muni kosta bæjarsjóð Akra- ness á bilinu 250-300 milljónir króna og stefnt er aö þvl að ljúka þeim framkvæmdum á næstu þrem- ur árum þannig að skólarnir verði einsettir árið 2002," sagði Gísli bæj- arstjóri við DV. -DVÓ Kvótaeign Grundfirðinga stóreykst - tvö ný togskip bætast í flotann DV, Grundarfirði: Tvö togskip munu innan skamms bætast í skipaflota Grundfirðinga. Skrifað verður undir samninga um kaup á Heiðrúnu GK 505 og Þór Pét- urssyni GK 504 laugardaginn 18. desember. Með kaupunum eykst kvótastaða Grundarfjarðar um 1.455 þorskígildistonn. Það er fyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grund- arfirði sem kaupir togskipin frá Sandgerði. Heiðrún, sem áður hét Heiðrún ÍS, var smíðuð á ísafirði 1978 og er 294 brúttólestir að stærð. Þór Pétursson, sem er 143 brúttó- lestir, var smíðaður á ísafirði árið 1989. Að sögn Guðmundar Smára Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Guðmundar Runólfssonar, er stefnt að því að skipin komi fljót- lega eftir undirritun til Grundar- fjarðar og fari þá strax á veiðar. Með tilkomu þessara skipa og afla- heimilda sem þeim fylgja eykst kvótastaða Grundarfjarðar um rúm 14%. En fyrir yfirstandandi kvótaár var úthlutun aflaheimilda með jöfn- un til 15 báta og skipa í Grundar- firði 10.035 tonn. -DVÓ/GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.