Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 23
MÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Fréttir Málþroskaskimun: Fýrsta sam- ræmda prófið Eftir áramótin verða öll börn á ís- landi athuguð með sérstakri málþroska- skimun, sem hlotið hefur nafnið EFI, þegar þau mæta í lögboðna þriggja og hálfs árs skoðun á heilsugæslustöð. í raun má segja að þar fari barnið í sitt fyrsta samræmda próf. EFI-málþroskaskimunin er búin til af talmeinafræðingunum Elmari Þórðar- syni, Friðriki Rúnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Símonardóttur. Skimunin hefur verið stöðluð á íslandi og tóku fjórtán heilsugæslustöðvar þátt 1 þeirri forvinnu ásamt tæplega 300 börnum. At- hugunin á heilsugæslustöðvum lands- ins ætti því að gefa góða mynd af stöðu barnsins í málþroska, svo framarlega sem barnið mætir á réttum tíma. í byrjun desember sóttu starfandi heilsugæsluhjúkrunarfræðingar lands- ins námskeið um notkun þroskamats- ins. Margir aðilar og stofnanir hafa lagt EFI-málþroskaskimuninni lið en verk- efnið hófst árið 1996. -DVÓ 31 í tilefni dagsins fékk unglingamiö- stööin Skýjaborg nýja hátalara aö gjöf. Hér er gjafabréfiö afhent. DV-myndir Amheiöur Banki og póst- ur i samstarf DV, Suðurnesjum: Landsbankinn í Sandgerði flutti ný- lega starfsemi sína í húsnæði Islands- pósts, Suðurgötu 2-4 sem hefur verið mikið endurbætt. Samstarfið mun verða á þann veg að öll almenn banka- og póst- þjónusta verður á sama stað en þó verð- ur engin skerðing á þjónustu til við- skiptavina þessara tveggja stofnana. 1 tilefni opnunarinnar gáfu Lands- bankinn og íslandspóstur æskulýðsmið- stöðinni Skýjaborg í Sandgerði hátalara að verðmæti 130.000 kr. að gjöf sem for- stöðumaður miðstöðvarinnar Ólafur Þór Ólafsson veitti viðtöku. -AG Götulýsingu frá borg að gangamunna DV, Akranesi: Á síðasta fundi bæjarráðs Akra- ness var samþykkt að beina þeirri áskorun til Vegagerðarinnar og sam- gönguráðherra að nú þegar verði haf- ist handa við að lýsa Vesturlandsveg frá Mosfellsbæ og að Hvalfjarðargöng- um. Umferð um þetta svæði hefur stóraukist og skapar myrkrið á leið- inni aukna hættu fyrir vegfarendur í erfiðum vetrarveðrum. Bæjarráð ít- rekar fyrri samþykkt bæjarstjórnar Akraness varðandi lýsingu frá Hval- fjarðargöngum að Akranesi. -DVÓ 50 afsláttur af öllu j ólaskrauti HUSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is DAEWOO 2003 BILABUÐ BENNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.